Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 64
TIL MGtEGRA NOTA &ei£<z apH io.oo-cio.3o FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Slysagildra á leiksvæði: Stúlka höfuðkúpu- brotnaði er mark féll á hana ÁTTA ára gömul stúlka höfuökúpu- brotnaði er mark úr rörum féll á hana þar sem hún var við leik á opnu leiksvaeði í Breiðholti á laug- ardag. Hefur stúlkan síðan legið þungt haldin á gjörgæsludeild Borg- arspítalans. Slysið vildi þannig til, að stúlk- an var við leik ásamt öðrum börn- um á leiksvæðinu, austan við sundlaugina í Breiðholti. Á leik- svæðinu voru tvö mörk, smíðuð úr rörum og var annað þeirra svo valt, að vart mátti koma við það án þess að það félli. Svo varð raunin í þetta skipti með þeim hörmulegu afleiðingum, að það lenti á höfði stúlkunnar og höfuð- kúpubrotnaði hún við höggið. Skömmu eftir atvikið kom bifreið frá borginni og markið var fjar- lægt. Faðir stúlkunnar, Gunnar Hauksson, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hann vissi til þess að fleiri slys hefðu borið að með svipuðum hætti, þótt afleið- ingarnar hefðu ef til vill ekki orðið svo alvarlegar sem hér varð raun- in á. Hann kvaðst ekki vilja ásaka einn eða neinn vegna þessa atviks, heldur beina þeim vinsamlegu til- mælum til þeirra aðila, sem eiga að annast umsjón með leiksvæð- um borgarinnar að vera vel á verði gegn slysagildrum af þessu tagi og sjá svo um að leiktæki séu þannig úr garði gerð að börnum og jafn- vel fullorðnum sé ekki hætta búin. ± «*í_J m Drekkhlaðin loðnuskip bíða löndunar í Eskifjarðarhöfn á þriðjudag. MorRunbladiö/Ævar Mokloðnuveiði síðustu 5 sólarhringa: Útflutningsverðmæti 275 milljónir króna SÍÐASTLIÐNA fimm sólarhringa hafa veiðzt um 80.000 lestir af loðnu. IJtflutningsverðmæti þessa afla nemur um 275 milljónum króna miðað við 10% nýtingu lýsis og 16% nýtingu mjöls úr loðnunni upp úr sjó. Skipin hafa mörg hver fyllt sig dag eftir dag að undan- förnu, enda hefur þar til í gær hvergi verið löndunarbið svo nokkru nemi. Vegna hinnar miklu veiði eru nú aðeins um 160.000 lestir eftir af heildarloðnukvótanum, en það >amsvarar um það bil því, að all- ur flotinn fylli sig fjórum sinn- um. Ljóst er að komi til verkfalls næst þessi afli ekki fyrir þann tíma, enda er nú víða orðin nokkur löndunarbið. Loðnan hrygnir innan skamms og drepst hún að því loknu. Verkfall getur haft mjög af- drifarík áhrif á afkomu þeirra, sem stunda loðnuveiðar og vinnslu. Nú er skammt í það, að loðnan verði frystingarhæf en talið er að selja megi um 5.000 lestir af frystri loðnu á allt að 184,5 milljónir króna. Þá fer einnig að verða grundvöllur fyrir hrognafrystingu, þar sem hrognafylling loðnunnar er að verða nægileg til þess. Hins veg- ar eru fremur litlar líkur á því, að samningar um sölu loðnu- hrogna náist. Verð á hverri lest lýsis er nú um 12.000 krónur, fyrir hverja lest mjöls fást um 14.000 krónur og fyrir hverja lest frystrar loðnu gætu fengizt um 36.900 krónur. Tölur þessar eru miðað- ar við áður nefnda nýtingu, ákveðið fitusýrustig lýsis og fjölda próteineininga I mjöli. Samkomulag um útvarpslagafrumvarpið með nokkrum breytingum: Menningarefni verði fjár- magnað af auglýsingafé Reiknað með að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi SAMKOMULAG hefur náðst milli stjórnarflokkanna um afgreiðslu út- varpslagafrumvarpsins með nokkr- um breytingum. Keiknað er með að málið verði afgreitt úr menntamála- nefnd neðri deildar nk. þriðjudag og að það geti orðið að lögum á þessu þingi. í samkomulaginu sem fram kemur í sameiginlegum breytingar- tillögum fulltrúa stjórnarliða í menntamálanefnd er m.a. gert ráð fyrir að nefskattur verði tekinn upp á ný í stað útvarps- og sjónvarps- gjalda. Þingflokkar stjórnarliða fjöll- uðu um málið í gær, eftir að náðst hafði samkomulag milli fulltrúa stjórnarliðsins í menntamála- nefnd. Þingflokkarnir samþykktu málið fyrir sitt leyti en þingmenn Framsóknar hafa óbundnar hend- ur þar sem enn er nokkur and- staða gegn því að heimila að nýjar útvarpsstöðvar standi undir kostnaði með auglýsingum. Samkomulagið byggir í fyrsta lagi á frumvárpinu sjálfu, en á eru gerðar orðalagsbreyingar, auk þess sem nokkrar breytingartil- lögur eru gerðar á kaflanum um Ríkisútvarp í þá átt að auka skyld- ur þess. Gert er ráð fyrir tveimur útvarpsrásum sem nái til alls landsins, þá er ákvæði um að starfsemi eins og Ríkisútvarpið rekur á Akureyri verði viðhöfð víðar á landinu. Þá er ákveðið að taka upp nefskatt, þ.e. að útvarps- og sjónvarpsgjöld verði innheimt í gegnum skattakerfið. Kafla frumvarpsins um auglýs- ingar er lítið breytt, en þó er ákveðið að settur verði á stofn sér- stakur sjóður og í hann tekið gjald af auglýsingum hljóðvarpa í land- inu. Greitt verði úr sjóðnum í fyrsta lagi til Sinfóníuhljómsveit- arinnar samsvarandi því sem Ríkisútvarpið greiðir nú. Þá verði úthlutað úr honum til þeirra hljóðvarpsstöðva, sem hafa menn- ingaraukandi innlent efni á dagskrá sinni, en ekki aðeins aug- lýsingar og tónlist. Reiknað er með að menntamálaráðherra setji reglugerð um hvernig standa skuli að úthlutun. Sól mjólkaði mest KÝRIN Sól Fáfnisdóttir í Geirshlíó yfjr nythæstu kýrnar í fyrra, í Borgarfirði var nythæsta kýrin á mjólkaði 8.513 kg. Ábót ber nafn landínu á síóasU ári. Hún mjólk- með rentu því mjólkin úr henni aði 8.942 kg sem er 160 kg meira var sú fitumesta (5,01 %) á list- en silfurverðlaunahafinn. Ábót á anum yfir nythæstu kýrnar í Brakanda í Skrióuhreppi, gaf af fyrra. Félagsbúið Baldursheimi í sér. Mývatnssveit var eins og oft áð- ur með jafnbestu kýrnar. Mjólk- Freyja á Sólheimum í Stað- uðu kýrnar 5.851 kg að meðaltali arhreppi hlaut bronsverðlaunin yfir árið. Þjóðleikhúsið: Grímu- dansleik- ur Verdis í haust Sigríöur EHa, Kristján og Kristinn í veiga- miklum hlutverkum ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að sviðsetja óperuna „Grímudans- leikur“ eftir Verdi á hausti kom- anda. Leikstjóri verður Sveinn Einarsson, fyrrum Þjóðleikhús- stjóri, og með veigamikil hlutverk í sýningunni fara m.a. óperusöngv- ararnir Sigríður Ella Magnúsdótt- ir, Kristján Jóhannsson og Krist- inn Sigmundsson. Gísli Alfreðsson, þjóðleikhús- stjóri, sagði í samtali við Morg- unblaðið að málið væri á undir- búningsstigi og hefði verið leitað til óperusöngvaranna Sigríðar Ellu, Kristjáns Jóhannssonar og Kristins Sigmundssonar varð- andi veigamikil hlutverk í upp- færslunni og gengið frá samn- ingum þar að lútandi. Þá væri einnig ákveðið að Sveinn Ein- arsson yrði leikstjóri. Gísli sagði að unnið væri nú að því að ganga frá samningum við aðra lista- menn og nauðsynlegum undir- búningi til að sviðsetja verkið. Grímudansleikur Verdis verður fyrsta verkefni Þjóðleikhússins á næsta leikári og kvaðst Gísli Alfreðsson búast við að sýningar gætu hafist í kringum 20. sept- ember næstkomandi. Suðurland í Reykjavíkurhöfn í gær. Stórsmygl í Suðurlandi TOLLVERÐIR fundu í gær 650 flöskur af áfengi og 11 lengjur af sígarettum við leit í ms. Suð- urlandi í Reykjavíkurhöfn. Er þetta eitt stærsta smyglmál, sem komið hefur upp í langan tíma. Að sögn Kristins Ólafsson- ar tollgæzlustjóra kom Suður- land til Reykjavíkur í gær- morgun frá Lissabon. Smygl- varningurinn hafði verið fal- inn mjög hugvitssamlega í botnstykki í vélarrúmi. Áf- engið var nær eingöngu Smirnoff vodka. Söluverð- mætið hér er liðlega hálf milljón króna. Fimm yfirmenn á skipinu hafa játað að eiga varninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.