Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 19 /ÍJÍ40, I Nordica Unisex Stæróir 42—44 Verð kr. 2.300 / Nordica Unisex. / Stærðir 38—43 / Verð kr. 1.965 /íi370 teSOO 1 Nordica Lady. / Nordica Lady. Stærðir 37—42 /Stærðir 37—42 Verð kr. 2.880 / Verð kr. 3.800 ifi360 / as f Nordica Unisex. / Nordica Unisex / Nordica keppnisskór / Nordica Unisex Stærðir 41—46 m/stillanlegum framhalla / mikið stillanlegir m/loftpúðum. Verð kr. 2.945 / Stærðir 42—45 / Stærðir 39—45 /Stærðir 37—45 ts720 Verð kr. 4.370 0,9601 Verð kr. 5.628 0,980 Verð kr. 5.090 TRtDENT #L n Postsendum samdægurs GLÆSIBÆ SlMI 91-82922 Jón úr Vör hnattstöðu lands síns en annars vegna þess að þeim hefur óvenju- vel tekist að láta skynsemi sína ráða gerðum sínum, valið hlut- leysisstefnu sem grundvöll sinnar utanríkispólitíkur. Þessari stefnu hefur öll sænska þjóðin, hægri flokkar sem vinstri, fvlgt einhuga í margar kynslóðir. Eg er ekki að segja að þessari stefnu sé það eingöngu að þakka að Svíar hafa bjargast að kalla frá beinni þátttöku í tveimur heimsstyrjöldum, og hafa á frið- artímum haft meiri áhrif á skynsamlega pólitík á jarðar- kringlunni en annar jafnstór hópur. Okkar eigin stefna Eins og allir vita sem til þekkja er það ekki í sjálfu sér sjálfsagt að við íslendingar rekum sömu pólitik og Svíar, hvorki í innan- landsmálum né svokölluðum varnarmálum. En persónulega hef ég aldrei farið dult með þá skoðun mína að hlutleysisstefna á friðartímum á ekki síður við á íslandi en í Svíþjóð. En við, sem slíku höldum fram, erum kaf- færðir í hinu undarlegasta bulli, og kallaðir nytsamir sakleysingj- ar og kjánar. En það er önnur saga. Það hlýtur að gleðja okkur þeg- ar landar okkar vinna sér frægð og frama með öðrum þjóðum. Mér finnst Hrafni Gunnlaugssyni raunar æði mislagðar hendur og vera duglegri en ég tel æskilegt. Mér finnst of mikil peningalykt af kvikmyndaframleiðslu okkar og forysta Hrafns þar ekki hættulaus. Hann hefur bæði gáf- ur og mikið skap, en smekkvís- inni er mjög ábótavant. Svíar eru ekkert betri listdómarar en aðrar þjóðir, enda ráða þar klíkusjón- armið eins og allsstaðar ann- arsstaðar í heiminum. — Skrifað í miðjum febrúar. Sktöaskór frá Nordica Junior. Stærðir 24—39 Verð frá kr. 1.105—1.475 , 0/130 ' Nordica Junior. ' Stærðir 33—39 Verð kr. 2.150 Nordica J2 Competition. ' Stærðir 35—42 Verð kr. 2.760 0j160í Nordica Lady. ' Stærðir 36—42 Verð kr. 2.340 0330 Eru allir Svíar nyt- samir sakleysingjar? — eftir Jón úr Vör Uppreisn Svía Ætli það sé ekki dálítið hæpið að gefa heilum þjóðum hvað þá heldur fólki sem byggir heilar heimsálfur allsherjar einkunnir fyrir gáfur? Ég hlustaði í gær- kveldi á seinni hluta þáttarins um daginn og veginn. Þar var til- tölulega ungur menntamaður að harma það hve við íslendingar hefðum lengi vanmetið sænsku þjóðina. Hann kvað okkur hafa haft horn í síðu þessa ágæta þjóð- flokks allt frá fornöld og nefndi hann sem dæmi þessa, að þaðan hefði draugurinn Glámur verið ættaður, en gleymdi að geta þess að þaðan var líka Jón heitinn Gerreksson, sem var hinn versti skálkur og endaði ævi sína í poka í Brúará sem frægt er. En fyrir allt þetta hafa nú Svíar bætt meðal annars með því snjalla bragði að eigna sér að hálfu a.m.k. Hrafn okkar Gunnlaugs- son og kvikmyndahrafn hans. Ætíi Indriði G. Þorsteinsson og kvikmyndafélag hans verði ekki líka bráðum að fara að velta vöngum yfir fyrri dómum sínum um þennan fræga þjóðflokk, sem aðrir réttlátari menn hafa lengi kallað vini okkar og frændur. Sumir halda að gáfur og aðrar^ mannlegar eigindir einstaklinga beri að metast eftir stærð þeirrar þjóðar sem að baki þeim standa. Samkvæmt þeim mælikvarða yrði t.d. okkar ágæti forseti með mun lægri vísitölu en stéttar- bróðir hennar í Bandaríkjunum, svo að einn maður sé nefndur sem oft fær góðan róm í fjölmiðlum okkar, þegar hann heldur ræður. Og við höfum raunar falið honum og hans þingi meiri og örlagarík- ari forsjá okkar mála en okkar eigin fyrirmönnum. Gáfur og vald En við megum ekki rugla gáf- um og valdi. Svíar þurfa ekki að vera betri eða gáfaðri en íslend- ingar, þótt þeir séu auðugri að peningum og sama má segja um Bandaríkjamenn. Hitt er svo líka enn annað álitamál hvort ekki sé skynsamlegt að hlusta með meiri áhuga og jafnvel andakt á forseta sem ræður yfir óteljandi magni af atómsprengjum og getur látið menn sína fljúga með öll hugs- anleg morðvopn út í himingeim- inn, en okkar eigin forseta, sem á líklega ekki í fórum sínum eina gamla kindabyssu. Útvarpsmaðurinn sem talaði um daginn og veginn mun ekki hafa grafið mjög djúpt til þess meins hversvegna okkur tslend- ingum hefur legið svona illt orð til Svía. Ég er nú einn þeirra sem stundum hafa verið að malda í móinn þegar mér hefur þótt Ind- riði og aðrir fjölmiðlamenn taka heldur djúpt í árinni um illt inn- ræti Svía. Og þó hefur það verið sjaldnar og í minna mæli en mér hefur oft þótt við eiga. En hef mér það til afsökunar að ég er ekki eins eftirsóttur skriffinnur í dagblöðunum og hann og hluthaf- ar hans fyrirtækja. En úr því þetta berst nú í tal held ég að ég verði að nefna þá skýringu á vinsældaleysi Svía hér, sem ég með mínum takmörk- uðu gáfum hef þó helst hallast að. En hún er sú: Svíar hafa verið forystuþjóð Norðurlandanna í jafnaðarmennsku og almennu frjálslyndi og hafa auk þess, kannski að sumu leyti vegna Spor í áttina Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Helix Walking the Razor’s Edge Capitol/Fálkinn Plata Helix, sem ég skrifaði um hér í Mbl. á síðasta ári, var einkar lítið spennandi — sann- kallað B-flokks rokk þrátt fyrir góða tilburði á stöku stað. Hel- ix-flokkurinn er hér mættur með nýja afurð, Walking the Razor’s Edge, og það verður að segjast hreint út að þessi plata er stór- um betri en forveri hennar. Mestu máli skiptir að laga- smíðarnar eru allar aðrar og betri en á fyrri plötunni, en hljóðfæraleikur en einnig miklu agaðri en þá og upptökustjórn betri. Stundum keyrir þó hrein- lega um þverbak í „pródúsering- unni“ eins og því miður vill brenna við, sérstaklega þó vest- anhafs. Þrátt fyrir betri upp- tökustjórn nú en síðast er hreinlega stundum eins og ein- hvers konar filma liggi yfir öllu „sándinu", þ.e. allt of slípað. Sem fyrr segir eru lögin mun sterkari nú en var og er Animal House besta dæmið um framfar- irnar. B-stimpillinn verður þó ekki þveginn af þrátt fyrir veru- legar framfarir og veikleika- merkin t.d. í upphafi lagsins Feel the Fire eru sama eðlis og á fyrri plötunni. Síðari hliðin hefst á gamla laginu Gimme, Gimme Good Lovin’ og þar er á ferð slagari sem alltaf stendur fyrir sínu. Walking the Razor’s Edge er ágæt plata, ekkert meistara- stykki, en Helix hefur með henni stigið spor í rétta átt. Enn vant- ar þó nokkuð upp á að hægt sé að skipa þessum Kanadamönnum í flokk með þeim bestu. Það verð- ur kannski eftir næstu plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.