Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRpAR 1985 Veriö velkomin. ópavogsbúár athugíð! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem; Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, lástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. — 1x2 24. leikvika — leikir 9. febrúar 1985 Vinningsröö: 1X1 — X12 — 1X2 — XX1 1. vinningur: 12 réttir — kr. 480.085,- 9304S (6/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 8.945,- 2964+ 45063 50849 53097+ 95651 5755 47324 50861 89914+ 96162 41088 50253 50869 92453 Kærufrestur er til 4. mars 1985 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni i Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR Iþróttamiðstöðinni REYKJAVÍK límtré sparar lyrir þig Limtré fyrirliggjandi úr furu, eik og brennL Tilvalið efiii fyrir þig til að smíða úr sjálfum þér til ánægju - og svo sparar þú stórfé um leið! Hringdu í sima 25150 og við veitum / fúslega allar nánari upplýsingar. Áskriftarsíminn er 83033 Hættuleg þróun Stefnt að eyðileggingu sjáyarútvegs á S-V-landi — eftir Guðmund H. Garðarsson í þessari stuttu grein verður vakin athygli á neikvæðri þróun sjávarút- vegs og fískiðnaðar á Suðvestur- landi. Það er ekki víst að íbúar þess- ara svæða geri sér grein fyrir því sem skyldi hvað er að gerast. Enda fá dæmi verið nefnd til þessa því til sönnunar. Á sl. 3 árum hefur heildarframl- eiðsla frystihúsa SH verið sem hér segir: Ár Smál. 1982 90.712 1983 88.198 1984 80.974 Samkvæmt þessu var fram- leiðslan 1984 7.224 smálestum eða 8,19% minni en árið áður. Ef litið er til ársins 1982 er samdrátturinn í framleiðslunni enn meiri eða 9.738 smálestir, +10,74%. Þessi minnkandi framleiðsia endur- speglast að sjálfsögðu í minni út- flutningi hjá SH á umræddum ár- um. Fróðlegt er að sjá breytingar í framleiðslunni eftir helstu lands- væðum, en þær hafa verið sem hér segir: frystihúsunum innan SH í ára- tugi. Erfiðleikar sjávarútvegsins hafa bitnað sérstaklega harkalega á allri fiskvinnslu á SV-landi. Þar með er ekki verið að gera lítið úr rekstrarerfiðleikum fyrirtækja annars staðar á landinu. Því miður er það óhrekjanleg staðreynd, að byggðastefna ára- tugarins 1970—1980 var m.a. mót- uð með þeim hætti að frystihús innan SH nutu ekki svipaðrar fyrirgreiðslu í kerfinu og ýmsir aðrir aðilar, jafnframt því sem fyrirtæki á SV-landi voru snið- gengin. í ákveðnum tilvikum var jafnvel lagður steinn í götu þeirra í þeim tilgangi að stuðla að falli fyrir- tækjanna. Fyrir íbúana á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Reykjavík, Akranesi, Stokkseyri og Eyrarbakka svo nokkrir staðir á SV-landi séu nefndir er það vissulega alvarlegt, hvernig komið er í þróun sjávar- útvegs. Hundruð manna hafa stopula vinnu á sama tíma og fyrirtækin eru að falli komin. Gengið er á eigið fé, þar sem enn er eitthvað eftir, en aðrir safna skuldum. Sjávarútvegurinn og fiskiðnað- urinn á SV-landi stendur í harðri samkeppni á þessu svæði við alls- Framlehtola frystihúsa innan SH eftir helstu landsveðum 1982—1984 Breyting 1982 1983 1984 1982/84 smál. smál. smál. +/+ Vestmannaeyjar 14.313 15.280 14.291 +0,15 Suðurnes 9.525 10.303 8.002 +16,00 Hafnarfjörður Reykjavík og 3.729 3.026 2.525 +32,28 austanfjalls 16.000 14.288 11.613 +27,42 Akranes 3.683 4.025 4.097 +11,24 Snæfellsnes 3.586 2,569 2.072 +42,22 Vestfirðir 18.129 16.167 16.884 +6,87 Norðurland 15.332 15.373 15.105 +1,48 Austfirðir 6.415 7.165 6.395 +0,31 90.712 88.198 80.974 +10,74 Framanskráðar tölur eru at- hyglisverðar m.a. með tilliti til þess að þær leiða skýrt i ljós að um mikinn samdrátt í frystingu hefur verið að ræða á suðvestur- svæðunum. Er það í samræmi við þróun sjávarútvegs og fiskvinnslu til hins verra a Suðvesturlandi á síðustu árum. Á þessum svæðum hafa verið mörg af sterkustu konar þjónustufyrirtæki sem hafa blómgast á síðustu árum. Nálægð- in við þessi fyrirtæki gerir alla rekstrarstöðu enn verri á sama tíma og fiskveiðistefnan hefur verkað lamandi á rekstur margra fyrirtækja á umræddum stððum svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Á þessu verður að verða breyt- ing til hins betra. Það er engum til Guðmundur H. Garðarsson „Framanskráðar tölur eru athyglisverðar m.a. með tilliti til þess að þær leiða skýrt í Ijós að um mikinn samdrátt í frystingu hefur verið að ræða á suðvestursvæð- unum. Er það í sam- ræmi við þróun sjávar- útvegs og fiskvinnslu til hins verra á Suðvestur- landi á síðustu árum.“ heilla að sjávarútvegnum blæði út á Suðurnesjum og Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Verði það liðið mun spurningin einnig verða um það hver verður næstur. Sjávarútvegsmenn hvar sem er á landinu eiga að snúa bökum saman. Snúa vörn í sókn og krefjast réttar síns, sem er að þessi atvinnu- grein fái réttan starfsgrundvöll. Guðmundur H. Garðarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisílokks í Keykja víkurkjördæmi. Fjárhagsáætlun Njarövíkurbæjar: 18,9 millj. varið til eignabreytinga Vogum, 8. febrúar. B/EJARSTJÓRN Njarðvíkur hefur samþykkt að eftirfarandi reglur gildi við álagningu gjalda til bæjarfélags- ins árið 1985. Utsvarsprósenta verói 10,8% í stað 11,0% á síðasta ári. Fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði verði 0,475% og af öðru húsnæði 1 % og er það sama prósentutala og á síðasta ári. Þá verða aðstöðugjöid reiknuð eftir sömu prósentutölum og i síðasta iri. Á fundi bæjarstjórnar 5. febrú-. ar sl. var fjárhagsáætlun á dagskrá, en þar kemur fram að heildartekjur bæjarfélagsins eru áætlaðar kr. 66,1 milljónir kr. Helstu tekjustofnar samkvæmt áætluninni eru: útsvar kr. 35 milljónir, aðstöðugjöld kr. 13 milljónir, fasteignagjöld kr. 8,4 milljónir og jöfnunarsjóður kr. 6,6 milljónir. Helstu útgjöld eru: almanna- frygging og félagshjálp kr. 9,8 milljónir, fræðslumál kr. 8,8 millj- ónir, æskulýðs- og íþróttamál kr. 6.9 milljónir, stjórn sveitarfélags- ins kr. 6,4 miljónir, hreinlætismál kr. 3,9 milljónir og heilbrigðismál kr. 3,4 milljónir. Tií eignabreytinga er varið kr. 18.9 milljónum, en helstu fram- kvæmdir á árinu verða við gatna- gerð. E.G. Stykkishólmur: íbúum fjölgaði árið sem leið Stjkkishólmi, 6. febróar 1985. VIÐ uppgjör á manntali miðað við 1. desember sl. kemur í Ijós að íbúum hefir heldur fjölgað í Stykkishólmi á sl. ári og í fyrsta sinn er íbúatalan komin yfir 1300 eða um 1309, er það vissulega gott til að vita þegar mað- ur heyrir alls staðar talað um fækk- un í sveitarfélögum út um land og straumur fólks á höfuðborgarsvæð- ið. Það er vissulega áhyggjuefni ef landsbyggðin verður þannig að bæði vinnukrafti og möguleikum á að standa að þeirri þjóðarfram- leiðslu sem þar hefir farið fram um árabil og eitt er víst að ef allt flykkist suður mun einhverjum þykja þröngt fyrir dyrum eins og það var orðað í gamla daga. En þarna er á ferðum verðugt efni fyrir ráðamenn þjóðarinnar að spreyta sig á. Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.