Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Svipmyndir úr sögu Keflavíkurkirkju Keflavíkurkirkja — eftir Ólaf Odd Jónsson i Keflavíkurkirkja á um þessar mundir 70 ára vígsluafmæli. Að- dragandinn að kirkjubyggingu í Keflavík var mun lengri. Hann gekk ekki átakalaust fyrir sig. Upphaflega var þar reist timbur- kirkja. Hún skekktist á grunni í ofsaveðri í nóvember 1902, þá að kalla fokheld. Nýverið kom í leit- irnar á Þjóðminjasafni Islands söguleg mynd af þessari kirkju, en henni svipaði mjög til kirkjunnar á Akranesi. Það sem eftir var af timburkirkjunni var síðan rifið og efniviðurinn fór í að reisa hús í Keflavik, sem sum hver standa enn. í tilefni af vígsluafmæli þeirrar kirkju sem nú er í Keflavík hefur verið gefið út afmælisrit sem nefnist Keflavíkurkirkja 1915—1985. Fjölmargar greinar eru í ritinu um sögu kirkjunnar og kirkjulegt starf í Keflavík. í grein sem Kristján Anton Jónsson, yfirkennari, nefnir „Ágrip af kirkjusögu í Keflavík“, segir 'á þessa leið um byggingu og vígslu kirkjunnar: „Kirkjan er reist árið 1914 eins og skráð er á framhlið turnsins. Rögnvaldur Ólafsson byggingameistari gerði uppdrætti að kirkjunni og hafði hann umsjón með kirkjubygging- unni. Endanlega uppdrætti af kirkjunni sendi hann til sóknar- nefndar 29. apríl 1914. Yfirsmiður var Guðni Guðmundsson stein- smiður frá Reykjavík. — Guðrún Hannesdóttir hefur sagt mér, að á höfuðdaginn, 29. ágúst, 1914, hafi verið haldið reisugilli við kirkjuna að viðstöddu miklu fjölmenni. „Þetta var mikill gleðidagur í Keflavík. Þaksperrurnar voru skreyttar krönsum, sem gerðir voru úr lyngi, flögg voru uppi, ræður haldnar og sungið." — Kirkjubyggingin kostaði um 17.000 kr. Olafur Á. ólafsson stór- kaupmaður og systir hans, frú Kristjana Duus, gáfu þar af 10.000 kr. Þau systkinin voru Keflvík- ingar, börn Sveinbjörns ólafsson- ar kaupmanns í Keflavík. Sóknarpresturinn, sr. Kristinn Danfelsson, prófastur á Útskálum, vígði Keflavíkurkirkju 14. febrúar 1915 við hátíðlega athöfn að við- stðddu miklu fjölmenni. Prófasti til aðstoðar voru sr. Brynjólfur Magnússon í Grindavík, sr. Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn og sr. Árni Björnsson í Görðum. Organ- isti var Marta Valgerður Jóns- dóttir. Söfnuðurinn var einhuga og mjög áhugasamur um kirkju- bygginguna. Karlar og konur fórn- uðu miklum tíma og gáfu kirkj- unni fé og muni, og börn og ungl- ingar lögðu einnig hönd að verki við að mylja grjót o.fl. Þá eins og ávallt síðan hafa konur verið stór- huga og ekki látið sitt eftir liggja." II Sr. ólafur Skúlason, vígslubisk- up, sem ólst upp í nágrenni kirkj- unnar, fylgir afmælisritinu úr hlaði með grein sem hann nefnir: „Uppeldi við kirkjuljós". í grein- inni kemst hann svo að orði: „Frá fyrra skeiði bæjarlífsins minnist ég þess sérstaklega, hversu gott það var að eiga heima i slíkri ná- lægð við kirkjuna, að við gátum fylgst með ferðum fólks til messu úr stofuglugganum heima. Það reyndist ekki síst ævintýr og órjúfanlega tengt minningum há- tíðar, þegar ljósin rufu skamm- degismyrkrið á aðfangadagskvöld, meðan engin götuljós kepptu við kirkjuljósin í að rjúfa fjötra svartnættisins. Hef ég títt hugsað til þessarar bernsku minnar, þeg- ar ég hef leitast við að gera mér grein fyrir áhrifum kirkjunnar í samfélaginu og köllunarverka hennar. Hún sendir ljósgeisla út í annars dimman heim. Hún sendir kraft boðskapar sfns til að ganga á hólm við „heimsdrottna myrkurs" eins og Páll orðar það (Efesus 6,12). Og minningar stríðandi birtu frá kirkjunni heima hafa ætíð síðan verið mér hvatning og laðað fram kjark, þegar vonleysið sótti að, og veitt áræði, þegar fátt virtist fengsælt. Kirkjan með birtu sinni á skammdegiskvöldum hefur því mótað ungan pilt, sem stóð við stofugluggann heima hjá sér og sá myrkrið víkja fyrir bjarmanum að innan, meðan kirkjan var opin. En jafnskjótt og dyrum var lokað, nýttist birtan aðeins þeim er inni sátu, en fyrir utan ríkti myrkrið áfram óhindr- að. Mér finnst ég hafi séð í þessu þá leið, sem okkur ber að halda, þjónum kirkju Krists. Við eigum ekki að láta okkur nægja, að hægt er að njóta án áhættu í öryggi hins góða skjóls, heldur er köllun- arverkið að leiða ljósið til að sigra myrkrið í nafni hins upprisna frelsara, Jesú Krists. Og vitanlega er það ekki síður þakkarefni á þessari stundu og ævinlega, þegar litið er til baka og það skoðað, sem helst hefur mót- að, að það var ekki látið við það sitja, að sjá ljósið flæða út frá kirkjunni, heldur var haldið þang- að og boðskapurinn móttekinn. Kirkjan var virt vel og kirkju- ganga var sjálfsögð á heimili mínu, þar sem ég ólst upp við hin ljúfu áhrif kristinnar trúar, sem birtist frekar í umgengni og góð- um siðum en hörðum á ákveðnum orðræðum." Sr. ólafur Skúlason víkur síðan að þeim sterka svip sem ferming- arfaðir hans, séra Eiríkur Brynj- ólfsson, setur á þessar bernsku- og unglingsminningar hans. III Það er því ekki úr vegi að geta nánar um merkan þátt í starfi sr. Eiríks, sem kemur fram í grein sem sr. Björn Jónsson skrifar um þennan forvera sinn í starfi í Keflavík. „Uppeldis- og fræðslumál í sóknum sínum lét sr. Eiríkur sér- staklega til sín taka. Hann var hinn ákjósanlegasti leiðtogi æsk- unnar. Hann var einlægur vinur unglinganna og glöggskyggn á hugðarefni þeirra. Fátt var hon- um áreiðanlega jafn hugleikið i starfi sínu og að leiðbeina æsk- unni og uppfræða hana. Og ungl- ingarnir fundu, að þeir áttu í hon- um traustan og skilningsgóðan vin, sem ætíð kom til móts við þau jafn hlýr, hjálpfús og kærleiksrík- ur. Fermingarbörnin áttu ljúfar minningar um sr. Eirík sem fræð- ara sinn og fermingarföður. Við undirbúning fermingar þeirra lagði hann sérstaka rækt, leitaðist við að gera fermingarathöfnina að fagurri, minnisstæðri og sann- helgri stund, og eftir ferminguna fylgdist hann með ferli þeirra af brennandi áhuga. Um tíma rak sr. Eiríkur skóla í sóknum sínum, og mun unglinga- skóli hans í Keflavík hafa verið fyrsti vísirinn að gagnfræða- skólanum, sem var settur á stofn haustið 1952. Séra Eiríkur Brynjólfsson verð- ur Keflvíkingum minnisstæður fyrir margra hluta sakir. Alls staðar þar sem brýn verkefni biðu og góð mál þurftu skjótrar úr- lausnar, þar var sr. Eiríkur kom- inn, bjartsýnn og hvetjandi. Og undra oft tókst honum að kveikja þann lifandi áhuga sem nægði til þess að veita máli braut- argengi, sem fyrir var barist í það og það sinnið. Ekki vílaði hann heldur fyrir sér að Ieggja sjálfur hönd á plóginn, þar sem hann taldi þess þörf. E.t.v. verður sr. Eiríkur þó Keflvíkingum ógleymanlegastur í sambandi við voðaatburðinn, sem gerðist þar hinn 30. des. árið 1935, þegar samkomuhúsið brann með- an jólatrésskemmtun stóð yfir, með þeim hörmulegu afleiðingum, sem enn eru eldri bæjarbúum i fersku minni. Þar var sr. Eiríkur staddur. Og þar drýgði hann hetjudáðir, sem aldrei gleymast. Og víst er um það, að öðruvísi og stórum ógæfu- legar hefði farið, ef hann hefði verið fjarstaddur þá. Þar gekk hann að björgunarstarfinu af slíkri ósérhlífni, að hann skað- brenndist á útlimum og andliti. Sigurgeir Sigurðsson biskup lét svo um mælt, að séra Eiríkur „bæri heiðursmerki á höndum sér“. Átti hann þar við örin eftir brunasárin sem hann hlaut í við- leitni sinni við að bjarga öðrum, einkum börnum og gamalmenn- um, úr voðanum.” IV f stuttri blaðagrein verður að- eins stiklað á stóru f sögu kirkj- unnar. Þeir prestar sem hafa þjónað Keflavíkurkirkju eru sr. Kristinn Daníelsson 1915—1916, sr. Friðrik J. Rafnar 1917—1927, sr. Eiríkur S. Brynjólfsson 1928-1952, sr. Valdimar J. Ey- lands, dr. theol., 1947—1948, séra Björn Jónsson 1952—1974 og sr. ólafur Oddur Jónsson frá 1975. Starfsemi Kórs Keflavíkur- kirkju hefur verið blómleg alla tíð, ekki síst hin síöari ár. Kórinn var formlega stofnaður 1942, eins og fram kemur í grein formanns kórsins, Böðvars Pálssonar, safn- aðarfulltrúa og meðhjálpara. Hann hefur sungið ásamt Hall- beru systur sinni áratugi í kórn- um. Keflavíkurkirkja hefur þann- ig átt sína máttarstólpa á þessu sviði sem öðrum. Sem dæmi um kraftmikið starf má geta þess að kórinn mun halda til fsrael um næstu jól og syngja þar við fæð- ingarkirkjuna og í þjóðleikhúsinu í fsrael. Organistar og söngstjórar kirkj- unnar hafa til þessa verið Marta Valgerður Jónsdóttir 1915—1918, Friðrik Þorsteinsson 1918—1964, Geir Þórarinsson 1964—1977 og sonur hans, Siguróli Geirsson, frá 1977. Siguróli skrifar grein í ritið um organistana. Þeir voru brautryðj- endur í tónlistarmálum byggðar- lagsins. Ýmsar aðrar greinar eru í af- mælisritinu, m.a. um merkan þátt kvenna í málefnum kirkjunnar, barna- og æskulýðsstarf o.fl., sem of langt yrði upp að telja. En segja má að gæfa kirkjunnar hafi verið gott starfsfólk. Núverandi sóknarnefnd Kefla- víkursóknar hefur sem fyrri sókn- arnefndir unnið vel að þeim mál- um sem eru sókn og söfnuði til heilla. Tryggð sóknarnefndar- manna við kirkjuna er einstök. Má geta þess í því sambandi að Ragn- ar Guðleifsson hefur verið ritari sóknarnefndar frá 1933. Ýmsar framkvæmdir hafa hvílt á sóknar- nefnd. Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni á árunum 1966—’67. 1970 eignaðist söfnuðurinn safnaðarheimilið Kirkjulund, sem keyptur var fyrir gjafafé Helgu Geirsdóttur, en hún arfleiddi Keflavíkurkirkju að öllum eigum sínum. Það var ekki í fyrsta sinn sem kirkjunni hafa verið færðar höfðinglegar gjafir. Kirkjulundur brann 1980. Eftir brunann var hann endurbættur og stækkaður og gegnir æ stærra hlutverki í safnaðarstarfinu. Það hefur oftar en einu sinni sannast í sögu Keflavíkurkirkju að áföll geta orðið til góðs. Segja má að þau verði sem nýtt upphaf. Altarið er hið eina úr timbur- kirkjunni sem er í núverandi kirkju. Enn safnast menn um það altari á gleði- og sorgarstundum til að lofa Guð og þakka fyrir allt sem hann hefur gefið. Enn eru menn opnir fyrir Jesú Kristi, orði hans og anda, sem alltaf vekur nýja von í baráttu lffsins. Kefla- víkurkirkja hefur þannig verið ungum sem öldnum allt f senn at- hvarf í gleði og sorg, kyrrðar- og friðarstaður, hún hefur vísað mönnum leiðina og hjálpað þeim að ná áttum á erfiðum stundum. Kirkjan hefur verið helgur staður hátíða, íhugunar og athafna og mun verða það um ókomin ár með Guðs hjálp. Ólafur Oddur Jónsson er sóknarpr- íslenskir rallökumenn keppa í Finnlandi „FERÐIN er meira farin til gam- ans en að ná árangri, enda iítil von á slíku þar sem Finnar eru taldir bestu rallökumenn heims. Ferðin er líka hugsuð til að efla samskipti milli íslands og Finnlands á sviði rallaktsurs, sem vonandi skilar sér í Ljómarallinu hérlendis í haust,“ sagði Steingrímur Ingason fram- kvsmdastjóri Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið, en hann ásamt þremur öðrum rallökumönnum kcppir í Hankirallinu svonefnda í Finnlandi dagana 23.—24. febrúar. Hankiralli er önnur sterkasta rallkeppni Finnlands, en flestir atvinnurallökumenn bílaverk- smiðja eru þaðan komnir. Und- anfarin ár hafa þekktir ökumenn sigrað í keppninni, m.a. heims- meistarinn Stig Blomqvist á 350 hestafla Audi Quattro. Rallið er 900 km langt og eru 400 km á sérleiðum, ís og snjólögðum veg- um í nágrenni hööfuðborgarinn- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. Kapparnir fjórir, sem keppa f Finnlandi. Myndin er tekin er þeir æfðu sig á ísilagðri Leirtjörninni við Hafravatn, en keppnin sem þeir taka þátt í veröur á ís og snjólögðum vegum og því betra að vera sleipur við stýrið... ar Helsinki. Stendur keppnin yfir í 24 klukkutíma, hefst á laugar- dagsmorgni og lýkur á sunnudag. fslensku keppnisbílarnir verða báðir af gerðinni Toyota Corolla, búnir 124 DIN hestafla vélum. Annan þeirra skipa Jón Ragn- arsson og Steingrímur, en sá fyrrnefndi er þekktari sem að- stoðarmaður bróður síns, Ómars Ragnarssonar. Hinum bflnum aka þeir Þorsteinn Ingason og Bragi Guðmundsson. „Ferðin er tilkomin af þvf að í Ljómarallinu í fyrra óku finnskir rallökumenn og buðu þeir aðstoð sfna ef fs- lenskir keppendur kæmu til Finnlands. Ætla þeir að greiða götu okkar á meðan keppni stendur. Verður þetta vonandi til þess að við getum kynnt Ljóma- rallið vel fyrir Finnum og séð hvernig stór rallkeppni er skipu- lögð. Þarna verða nærri 100 keppendur og þvf mun stærri keppni en við eigum að venjast. Allar leiðirnar eru ís- eða snjó- lagðar og bílarnir búnir sérstök- um ísgaddadekkjum, sem við þekkjum lítið til. Þetta verður örugglega heilmikið ævintýri og góð reynsla, en það má líklega bóka það að árangurinn verður tæpast neitt til að hrópa húrra fyrir,“ sagði Steingr|mm\^^ m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.