Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Niðurskurðiir fjár á Vestfjörðum — eftir Kristján Hannesson Vegna yfirlýsingar Valdimars Gíslasonar f.h. Búnaðarsambands Vestfjarða og Bergs Torfasonar f.h. fjárskiptanefndar, sé ég ástæðu til að koma á framfæri nokkrum athugasemdum. Þeir félagar segja: „Fullreynt var taelið að niðurskurður ein- stakra hjarða eins og hann hafði verið framkvæmdur á Barða- strönd stöðvaði ekki veikina." En í bréfi sauðfjárveikivarna dagsettu 14.6. 1984 undirrituðu af Sigurði Sigurðarsyni segir: „Á fundi Sauðfjársjúkdómanefndar var tekið undir tillögur Rauðstrend- inga um girðingu milli Rauða- sands og Barðastrandar úr Stál- fjalli í Patreksfjörð við Skápadal. Heimanmönnum var heitið aðstoð, setji þeir upp girðinguna. Þessi girðing gæfi kost á því að fresta eða hlífa við fjárskipti svæði, sem hvorki hefir fundist riðuveiki á eða grunur um hana. Til nokkurs er að vinna, því á skaganum sem myndi girðast af eru yfir tvö þús- und fjár. Haldi girðingin vel mætti jafnvel freista þess að hreinsa þetta hólf er riða fyndist síðar með því að lóga fé á einstök- um bæjum og það eftir að ósýkt fé er komið aftur til Barðastrandar." Væri ekki rétt að Valdimar, Bergur og Sigurður reyndu að jafna þennan ágreining sinn áður en framkvæmdir verða hafnar við girðinguna. Það er fjöldamargt sem ég sé athugavert við yfirlýs- inguna, en í stuttri blaðagrein er ekki hægt að sinna því öllu, nema tilefni gefist síðar. í máli þeirra félaga kemur fram, að ýmis fé- lagasambönd og sýslunendir og einnig fundur fulltrúa sveitarfé- laga sem haldinn var á Núpi 30. júní 1984 hafi lýst stuðningi við þá stefnu að skera niður ailt sauðfé í Vestfjarðahólfi. Er þetta sannleikanum sam- kvæmt? Sýslunefnd Vestur- Barðastrandarsýslu hefir aldrei samþykkt niðurskurð á sauðfé utan Barðastrandarhrepps. Á fundinum á Núpi var engin tillaga samþykkt um niðurskurð. Vegna afgerandi andstöðu fulltrúa sveitarstjórna frá Patreksfirði, Tálknafirði og Ketildala- og Suð- urfjarðarhreppum gegn niður- skurði kom fram tillaga frá Össuri Guðbjartssyni og Sigurði Sigurð- arsyni. Niðurlag tillögunnar var svohljóðandi: „Fundurinn felur stjórn Búnaðarsambandsins að fá fram afstöðu allra sveitarstjóma á svæðinu, og með hvaða hætti var tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem komu fram á fundinum. Ein- hvern veginn hefur þetta starf Búnaðarsambandsins farið fram hjá hreppsnefnd og fjáreigendum í Tálknafirði. Það er rétt að bænd- ur bera fullt traust til starfsfólks tilraunastöðvarinnar að Keldum. Hitt er alrangt að það sé einkamál starfsmanna Sauðfjárveikivarna hvernig þeir skipta með sér verk- um. Eg treysti ekki Kjartani Blöndal framkvæmdastjóra til þess að vinna að tilraunum í rann- „Hvað okkur fjáreig- endur varðar hefur þetta samráð og ýtar- legu umræður líkst meir galdraofsóknum, þar sem einskis er svifist.“ sóknarstofunni á Keldum. Það hefur líka sýnt sig að dýralæknir- inn er alls ófhæfur til að sinna mannlegum samskiptum. Það er affarasælast að Kjartan sinni sínu starfi og Sigurður sínu. Það voru ekki liðnir nema nokkrir dagar frá því að fundur- inn á Núpi var haldinn þar til ég ásamt fjáreigendum í Patreks- hreppi vorum boðaðir á fund með fulltrúum Sauðfjárveikivarna. Fundur var haldinn á sýsluskrif- stofunni á Patreksfirði. Reynt var að fá okkur til að undirrita samn- ing um niðurskurð á hjörðum okkar. Tilmælunum var hafnað, þess í stað var fulltrúum afhent mótmælaskjal gegn aðförum sauðfársjúkdómanefndar, undir- ritað af öllum sauðfjáreigendum frá Patreksfirði, Raknadal og Lambeyri. í yfirlýsingu ykkar segir: „Starfsmenn sauðfjárveikivarna hafa haft fullt samráð við heima- menn um aðgerðir í niðurskurðar- og fjárskiptamálum og rætt þau ýtarlega við einstaka fjáreigendur og aðra þá er málið varðar." Þetta er fallega sagt, ef satt væri. Hvað okkur fjáreigendur varðar hefur þetta samráð og ýtarlegu umræður líkst meir galdraofsókn- um, þar sem einskis er svifist. í stað umræðna um málið var nú beitt þeirri tækni að leggja ein- staka fjáreigendur í einelti og beita þá þrýstingi. Aðferðin var einföld og árangursrík: með fag- urgala og loforðum um fjárbætur annarsvegar, og svo hótunum um fjárútlát og valdbeitingu hinsveg- ar. Hefir tilraunamanninum frá Keldum tekist að brjóta niður viljastyrk fjáreigenda á Patreks- firði svo að þeir hafa sárnauðugir afhent kindurnar sínar undir hnífinn. Af þessum ofsóttu fjár- eigendum stend ég nú einn og þrátt fyrir hertar aðgerðir gegn hjörð minni lifir hún enn og mun halda áfram að lifa. Fréttatil- kynningarr frá sauðfjárveikivörn- um sem birst hafa í sjónvarpi, út- varpi og blöðum um að búið sé að skera niður hjá mér eru tilhæfu- lausar. Með vaxandi undrun hefur al- menningur fylgst með þessum að- gerðum. Bændur og fjölskyldur þeirra hafa fyllst ótta og öryggis- leysi og réttarvitund fólks hefur verið alvarlega misboðið. Bóndan- um á Ósi í Arnarfirði votta ég samúð mína, en hjörð hans var skorin niður í haust af litlu tilefni og gegn mótmælum hans. Enginn efast um dugnað og ósérhlífni rannsóknarmannsins frá Keldum. Til dæmis má nefna að hann lagði það á sig núna rétt fyrir jólin að fara vestur á Barða- strönd og í mesta fárviðri sem gengið hefur yfir Vestfirði á þess- um vetri braust hann ásamt fríðu föruneyti yfir Dynjandisheiði, meðal annars til að heimsækja Pétur bónda á ósi. Þetta var hraustlega gert og virðingarvert ef tilgangur ferðarinnar hefði ver- ið sá að veita gamla manninum andlegan styrk vegna álagsins, er hann varð fyrir er kindur hans voru skornar niður. En því miður, það var ekki tilgangur ferðarinn- ar, heldur fékk Pétur skipun frá þessum valdamikla manni um að jafna fjárhúsin við jörðu og brenna og jarðsetja allt heila draslið. Tilfinningasemi kemur auðvitað ekki til greina þegar vís- indamenn cru að störfum. Það er vonandi að tár gamla mannsins hafi ekki spillt jólagleði vísinda- mannsins eftir að hann kom heim úr þessari frægðarför. Ein spurning að lokum til ykkar félaga, Valdimars og Bergs. Gæti hugsast að sextugasta og sjöunda grein stjórnarskrár lýðveldisins Islands gildi fyrir umkomulitla og afskekkta bændur vestur á fjörð- um? Þið þurfið ekki að svara: Slíkt er óhugsandi! Friðhelgi eignar- réttarins nær ekki út fyrir Stór- Reykj avikursvæðið. Áð lokum legg ég til, að málið verði sett í geðrannsókn. Kristjin Hannesson er bóndi í Lambeyri í Tálknafírdi. Unglingablaðið Útkall komið út ÚT ER komið annað tbl. unglinga- blaðsins Útkalls. í þessu blaði er m.a. opnuviðtal við Ásgeir Tómasson á rás 2, viðtal við Jens Kr. Guð- mundsson sem er höfundur Popp- bókarinnar, grein um Duran Duran, auk þess sem plakat fylgir með blað- inu af þeim félögum. Útkall kemur út á þriggja mán- aða fresti og ritstjóri er Sigurður B. Stefánsson. r i Atvinnumál í kjölfar efnahagsvanda þjóðarinnar blasa við gífurlegir erf- iðleikar í atvinnumálum og rekstri fyrirtækja. Því þarf að hefja öfluga sókn til nýsköpunar í atvinnulífi. Sjálfstæðiskonur vilja að: Atvinnuvegunum verði búin rekstrarskilyrði, sem hvetja til aukinnar framleiðni með bættri nýtingu framleiðsluþáttanna, meiri arðsemi og aukinnar ábyrgðar framleiðenda. Rannsóknarstarfsemi verði efld. Markaðsþekking verði aukin og framleiðsla löguð að mark- aðsþörfum. Uppstokkun fari fram á sjóðakerfi atvinnuveganna. — í sjávarútvegi verði lögð áhersla á fjölbreyttari úrvinnslu sjávarafla, nýtingu fleiri tegunda nytjafiska og vöruvöndun. — í landbúnaði fari fram gagnger endurskoðun. Framleiðsla umfram innanlandsþarfir verði á ábyrgð framleiðenda, en ekki skattborgara. Ráðist verði í nýjar búgreinar, re.vnist rekstrar- grundvöllur fyrir hendi. — islenskur iðnaður búi við eðlileg samkcppnisskilyrði gagn- vart innfluttum iðnvörum. Hvatt verði til aukinnar hagræð- ingar og sjálfvirkni. Þær undirstöðugreinar sem íslendingar hafa til skamms tíma byggt afkomu sina á, geta hvorki staðið undir bættum lífskjör- um né tekið við auknu vinnuafli. Þvi þarf að fjölga stoðum atvinnulifsins með eflingu vanþróaðra atvinnugreina, t.d. ferða- þjónustu og uppbyggingu nýrra. Órtölvubyltingin er hafin og íslensk fyrirtæki verða að horfa til framtíðar og tileinka sér hina nýju tækni til að verða sam- keppnisfær innanlands sem og erlendis. Takist það er augljóst að möguleikar á að bæta lífskjör okkar aukast að mun. Það er staðreynd að atvinnulífið byggir í auknum mæli á atvinnuþátttöku beggja kynja. Þess vegna er knýjandi að menntun og hæfileikar hvers einstaklings nýtist í starfi, án tillits til kynferðis. Því skal unnið að þvi að: — raska kynbundnu náms- og starfsvali — stöðuráðningar og starfsframi ráðist af hæfileikum umsækj- enda en ekki kynferði — samræma hlutverk fjölskyldunnar og þarfir atvinnulifsins. Landssampand sjálfstæðiskvenna Fjölbreytt starf LS Stefnumörkun fyrir framtíðina ÞAU mistök urðu á síðu Lands- sambands sjálfstæðiskvenna sl. laugardag, að rangur texti birtist með ofanritaðri fvrirsögn. Hér kemur réttur texti. Biðst blaðið velvirðingar á þessu. FRÁ ÞVÍ að síöa LS birtist síð- ast í Morgunblaðinu hefur mik- ið starf verið unnið innan LS og þykir rétt að gera hér nokkra grein fyrÍT því. Hæst ber full- trúaráðsfund LS, sem haldinn var á Þingvöllum sl. haust. Samkvæmt lögum LS eiga sæti á slíkum fundum, auk stjórnar LS, einn fulltrúi frá hverju að- ildarfélagi og til hans voru ennfremur boðaðar konur úr þingflokki, miðstjórn, málefna- nefndum og verkalýðsráði og konur, sem eiga sæti í flokks- ráði fyrir hönd LS. Fundinn í Valhöll sátu 50 konur. Framkvæmdastjórn LS hefur haldið marga fundi til undirbúnings vetrarstarfinu og stjórnarfundur var hald- inn 9. nóvember sl. Á þann fund kom ólafur G. Einars- son, formaður þingsflokks sjálfstæðismanna, og skýrði stjórnarkonum frá störfum Alþingis. Þótti mikill fengur að komu hans og sýndu fund- arkonur þingmálum mikinn áhuga. Fréttabréf LS hafa komið út reglulega, það síð- asta nú um áramótin. Þar er skýrt frá ýmsu, sem er á döf- inni hjá LS, m.a. fyrirhugaðri útgáfu bókar í tilefní loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna nú á þessu ári. Verður bókin unnin í sam- vinnu við Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, og hefur Bessí Jóhannsdóttir tekið að sér ritstjórn. LS hefur tekið þátt í starfi Framkvæmdanefndar um launamál kvenna og mun halda því áfram. Sólveig Hinriksdóttir hefur tekið við sem aðalfulltrúi LS í því samstarfi af Björgu Einars- dóttur. LS tekur einnig þátt í störfum Friðarhreyfingar ís- lenskra kvenna og er Anna Arnbjarnardóttir aðal- fulltrúi þar. Vegna loka kvennaáratug- arins hafa verið stofnaðir 5 hópar til þess að undirbúa aðgerðir. Álþjóðahópur, at- vinnu- og launamálahópur, fræðsluhópur, gönguhópur og listahópur. Fimm manna framkvæmdanefnd á að sam- ræma starf hópanna og vinna að fleiri verkefnum. I henni eiga sæti: Elín Pálsdóttir Flygering, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Lára Júlíusdóttir, María Pétursdóttir og Sól- veig Ólafsdóttir. Skrifstofa Jafnréttisráðs s. 91-27420 gefur upplýsingar um þessa starfsemi. Sjálfstæðiskonur hafa tekið virkan þátt í þess- um undirbúningi. LS vill hvetja sjálfstæðiskonur utan stór-Reykjavíkursvæðisins til þess að hafa forgöngu um aðgerðir í sínum byggðarlög- um og geta þær, sem vilja sinna þessu, haft. samband við Önnu Borg í síma 91- 82900 og 91-82779. Hvöt og LS hafa tekið upp þá nýbreytni að hafa „opið hús“ í Valhöll í hádeginu síð- asta fimmtudag hvers mán- aðar, er þar í boði léttur málsverður og konur hvattar til að taka börn sín með. Hafa konur kunnað vel að meta þetta tækifæri til að hittast og spjalla saman. Að lokum skal vikið aftur að fulltrúaráðsfundinum í Valhöll í haust, en þar voru teknir til ítarlegrar umræðu fimm mikilvægustu þættir þjóðmála: atvinnumál, efna- hagsmál, fjölskyldu- og jafn- réttismál, menntamál og utanríkismál. I fréttabréfi LS, sem út kom eftir fundinn, birtust ályktanir hans um þessa málaflokka með yfir- skriftinni „Stefnumörkun fyrir framtíðina". Er ætlunin að birta þessar ályktanir hér á siðunni, einn málaflokk í senn og verður byrjað á at- vinnumálunum. Formaður starfshópsins, sem undirbjó ályktunina um atvinnumál og stýrði umræðum um þann málaflokk á fundinum, var Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar Alþingis. V Umsjón: Sólrún Jensdóttir, Björg Einarsdóttir, Ásdís J. Rafnar J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.