Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 43 Bræðraborgarstíg. Borgarráð samþykkti í febrúar 1984 ein- stefnu á vestasta hluta Vesturgötu en frestaði öðrum tillögum um- ferðarnefndarinnar. Er hausta tók 1984 óttuðust íbú- ar við Vesturgötu að enn gengi í garð vetur með snjó og hálku og þeim hættum sem af umferð höfðu stafað undanfarið ár. Var því gengist fyrir undirskriftasöfnun að tilhlutan Ibúasamtaka vestur- bæjar meðal fullorðinna íbúa við götuna. Skrifað var undir eftirfar- andi yfirlýsingu: „Undirritaðir íbúar við Vestur- götu skora hér með á borgarráð Reykjavíkur að samþykkja hið fyrsta tillögur umferðarnefndar borgarinnar um hraðahindranir í formi upphækkana og þrenginga á Vesturgötu, nánar tiltekið við Ægisgötu og Bræðraborgarstíg, og að tryggja að framkvæmdum þessum ljúki fyrir komandi vetur. Samþykkt borgaryfirvalda um lækkun hámarkshraða í gamla vesturbænum sl. sumar var óneit- anlega til bóta, en þó vantar enn mikið á að reglum sé hlýtt við Vesturgötu og löggæsla borgar- innar virðist ekki vera þess megn- ug að sjá til þess að reglum sé fylgt. Því skora íbúar eindregið á borgarráð að tryggja vörn gegn þeirra hröðu umferð, slysahættu og hávaðamengun sem fólk býr nú við.“ Undir yfirlýsingu þessa skrif- uðu hátt á annað hundrað íbúar við götuna og voru það 96% þeirra sem náðist til. Undirskriftalistar voru sendir borgarráði 24. des- ember 1984 ásamt bréfi þar sem minnt var á margendurteknar umleitanir í skrifum og viðtölum. I kjölfar þessara aðgerða var málið tekið upp á ný I Borgarráði og samþykkt að setja á Vesturgötu tvær hraðahindranir og skyldu þær vera við Ægisgötu og Bræðra- borgarstíg. Skýrt var tekið fram í samþykkt borgarráðs að hraða- hindranir skyldu vera í formi hlið- arþrenginga en ekki upphækkana. Vegna framkominna sjónarmiða fulltrúa SVR í umferðarnefnd var ráð fyrir því gert að ekki væri um annað fyrirkomulag að ræða. í samþykkt borgarráðs var skýrt tekið fram að hraðahindran- ir skyldu vera í formi hliðarþreng- inga, — ekki upphækkana. Vegna framkominna sjónarmiða SVR í umferðarnefnd var ráð fyrir því gert að ekki væri um annað fyrir- komulag að ræða. Greinilegt var að gerðir höfðu áhrif. Strætisvagnar óku götuna, verulega dró úr hraða næst þreng- ingunum. Það kom þó greinilega í Ijós að of langt var á milli þessara hindrana og of margir freistuðust til að ná upp of miklum hraða milli þeirra. Á þriðja eða fjórða degi frá uppsetningu hliðanna bar hins vegar svo við að vagnstjórar á leið 2 lögðu fyrirvaralaust niður akstur á Vestugötu fyrir vestan Ægisgötu. Tilkynntu þeir að þeir myndu ekki aka þennan spotta meðan þrengingar þessar væru í vegi þeirra. Ekki var sett breyting á leiðakerfi sérstaklega kynnt eða settar upp nýjar biðstöðvar. Breytingarnar voru heldur ekki kynntar á þeim tveimur biðstöðv- um sem vagnstjórarnir treystu sér ekki til að sinna. Ekki skulu hér rakin í smáatrið- um þau fréttaskot og flugufregnir sem fylgdu í kjölfar þessara að- gerða eða árásir á einstaklinga. Framkvæmdastjóri umferðar- nefndar Reykjavíkur bauð full- trúum SVR og íbúasamtaka Vest- urbæjar til fundar þann 7. febrúar sl. Þar voru þessi mál rædd af þeim skilningi, sem í sjálfu sér ríkir milli þessara aðila um þörf á auknu umferðaröryggi. Niður- staða þessara umræðna var lögð fram sem tillaga í borgarráði 12. febrúar 1985 og eftirfarandi sam- þykkt þar: „Varðandi hraðahindranir á Vesturgötu. 1. Hliðarhindranir, sem settar voru upp við Ægisgötu og Bræðraborgarstíg, verði teknar niður. 2. Zebra-gagnbrautir með upp- hækkunum komi á þremur stöð- um á Vesturgötu, þ.e. við Æg- isgötu, Stýrimannastíg og Bræðraborgarstíg. Skulu þessar upphækkanir gerðar eins fljótt og unnt er eftir að malbiks- framkvæmdir hefjast í vor. Verði þær lagðar m.t.t. stræt- isvagna. íbúasamtökin telja að hér sé um betri ráðstöfun til hraðahindrun- ar að ræða og verði veturinn mild- ur er hér aðeins um liðlega tveggja mánaða bið að ræða á framkvæmd raunverulegra að- gerða til hraðahindrunar. Grein þessi er sett saman til þess að varpa ljósi á framkvæmd málsins fyrir íbúa hverfisins og þá ökumenn sem þar eiga leið um. Fyrir hönd Íbúasamtaka vestur- bæjar. Anna Kristjánsdóttir, Stefán Örn Stefánsson. AEG RYKSUGAN ER ALLTAF TIL í SLAGINN AEG ryksugan er hörkudugleg heimilishjálp. Rafeindastýrð og 1000 watta. Verðiö er ótrúlegt. Frá kr. 4.600.- ORMSSON HF. LÁGMÚLA 9 SÍMI 3B820 AEG ALVEG E3NSTÖK GÆÐI Motzfeldt boðar erfið- leikatíma kaupmannahöfn, 12. febrúmr. Frá Nik Jörgen Brnun, frétUriUra Mbl. GRÆNLENZKA landsþingið kom saman til síns fyrsta fundar eftir þinghlé og í opnunarræðu sagði Jonathan Motzfeldt formaður landsstjórnarinnar að niðurskurður dönsku stjórnarinnar á útgjöldum til Grænlendinga mundi bitna hart á Grænlendingum. Hvatti Motzfeldt Grænlend- inga til að standa saman um aö vinna sig fram úr erfiðleikunum og sagði að efnahagsástandið gerði að verkum að það væri ósanngjarnt að krefjast mikilla launahækkana. Það kæmi aðeins niður á íbúðabyggingum og fjár- festingum til atvinnurekstrar. Landsþingið mun m.a. taka af- stöðu til þess hvort haldið skuli þjóðaratkvæði um eigin þjóðfána Grænlendinga, eins og Færey- ingar hafa. Sérstök fánanefnd hefur fengið tillögur að fána, bæði með krossi og án. Danski fáninn er mikið notaður í Græn- landi og er stór hluti þjóðarinnar ekkert á móti notkun hans. Svo kann að fara að danski fáninn verði einn valkostanna í þjóðar- atkvæðinu. JLj JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. Pú getur reitt þig á OSRAM OCTáVO 10J7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.