Morgunblaðið - 14.02.1985, Side 23

Morgunblaðið - 14.02.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBROAR 1985 23 ÞANKABROT ÚR HEILSUGÆSLUNNI/Ólafur Mixa II Heilsugæsluhugtakið Þegar lögmálið um síminnk- aða arðsemi fjárfestingar í heil- brigðismálum fór að ná til um- talsverðs hluta þjóðarútgjalda eða allt að 10% sem bein fjár- framlög til heilbrigðisþjónust- unnar (utan almannatrygginga), varð að staldra við og ákveða forgangsröðun verkefna og hugsanlega áherslubreytingu frá síþróaðri og dýrari lækninga- gjörðum yfir til aukinnar heilsu- gæslu og forvarna. Að sjálfsögðu skyldi þó eftir sem áður halda áfram að lækna fólk með sjúk- dóma, sem svo vel hefur gefist hingað til. Á endanum verða líka allir að horfast í augu við þá staðreynd að aldrei verður náð ódauðleika, að „ ... samt sem áð- ur er alltaf verið að deyja" og „... það hendir jafnt snauða sem ríka“. Á því tímaskeiði sérhæfingar- innar, sem á undan hefur gengið, þar sem læknar öðluðust æ dýpri þekkingu á æ þrengri sviðum, og var síðan ætlað að leggjast margir saman á eitt til að ann- ast heilbrigðisumsjón með hverjum einstaklingi, þá hafði tegundin gamli góði heimilis- læknirinn (g.g.h.) nær liðið und- ir lok, ekki síst hér á landi. Hef- ur sú saga úr náttúrufræðinni verið reifuð áður af undirrituð- um á þessum síðum (Mbl. 7.12. 1982). Verður ekki meira um það fjölyrt annað en að benda í sem stystu máli á þá staðreynd, að þrátt fyrir allt þótti skarð fyrir skildi, þar sem hans naut ekki við. Með tilkomu nýrra hug- mynda í heilbrigðisþjónustu, sem hér hefur verið drepið á, kom fram sú þversögn, að elsta grein lækninga, almennar lækn- ingar, eða heimilislækningar, varð að yngstu sérfræði- greininni, haslaði sér fræðilegan völl á ýmsum sviðum læknis- fræðinnar og skóp aðra aðferða- fræði og önnur viðhorf til víð- tækari heilbrigðisumsjónar hverjum einstaklingi til handa (með áherslu á viðhaldi heil- brigði í stað lækninga), til ein- staklings-, fjölskyldu- og um- hverfisviðmiðunar (í stað sjúkl- ingaviðmiðunar) og til aukinnar samvinnu við aðrar heilbrigð- isstéttir. Fór nú svo, að áður- nefnd endurskoðun á áherslu- þáttum heilbrigðisþjónust- unnar og þessi þróun heimilis- læknisfræðinnar leiddu til ákveðinnar stefnumótunar, þar sem almenn víðtæk heilsugæsla skyldi efld og styrkt. Átti þetta líka við hér á landi þar sem ný lög um heilbrigðisþjónustu gengu í gildi 1974 og gerðu ráð fyrir stóreflingu heilsugæslu á þar til gerðum stöðvum, heilsu- gæslustöðvunum. Þar var að mestu leyti skilgreint, hvað fæl- ist í hugtakinu heilsugæsla með því að kveða á um hvaða starf- semi skyldi eiga sér stað á stöðv- unum, en hún er með áorðnum breytingum: 1. Almenn læknisþjónusta, hjúkrunarþjónusta, sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun, vakt- þjónusta, vitjanaþjónusta. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðilæknisþjónusta, tannlækningar og læknis- fræðileg endurhæfing. 4. Heimahjúkrun. 5. Hin ýmsu (skilgreindu) atriði heilsuverndar. Oft hefur verið notað orðið „frumheilsugæsla" sem eitthvert afbrigði heilsugæslu. Um hana hefur aldrei fengist skilgreining né er fljótfundin einhver heilsu- gæsla sem lægi utan hinnar al- mennu heilsugæslu skv. ofan- greindum skilgreiningum lagan- na. Því verður hér einungis not- að hugtakið heilsugæsla um allt það starf, sem lýtur þeirri skilgreiningu. Fyrsta reynsla af heilsugæslu erlendis virtist gefa mjög góða raun, víðast betri en menn þorðu að vona, m.a. með því að veru- lega dró úr þörf á sjúkrahúsrúm- um. Á síðasta ári var t.d. sýnt fram á, að nýstofnuð heilsu- gæslustöð í Stokkhólmi hefur dregið úr flestum öðrum þjón- ustuliðum heilbrigðisþjónust- unnar hjá þeim hópi, sem naut þjónustu stöðvarinnar. Hefur því hvergi þótt ástæða til að hvika frá þessari stefnu. Heimil- islæknisfræðin hefur að sama skapi getað safnað dýrmætri reynslu til frekari þróunar fags- ins. Hér hefur svipað verið uppi á teningnum á landsbyggðinni, sem naut algjörs forgangs í upp- byggingu heilsugæslustöðvanna. Á Reykjavíkursvæðinu hefur þróunin verið hægari og af hlot- ist alls kyns afbrigði og fyrir- bæri í heilsugæslunni, sem hér skulu útskýrð: Heimilislækningar eru sú grein lækninga, sem g.g.h. hefur stundað allt fram á þennan dag, en búið við þá endurbót og þróun, sem að ofan hefur verið drepið á. lleimilislæknar eru þeir lækn- ar sem stunda heimilislækn- ingar á eigin stofu við þær að- stæður og kjör, sem á engan hátt gera þeim kleift að uppfylla starfslegar eða fræðilegar kröf- ur til nútíma heimilislækninga. Störfuðu þeir fram á síðasta ár skv. svokölluðu númerakerfi, sem fól í sér árlegar fasta- greiðslur fyrir hvern sjúkling, sem var á skrá hjá þeim. Þeir eru einnig stundum nefndir „heimilislæknar utan heilsu- gæslustöðva". Heilsugæslulæknar eru ráðnir til að stunda heimilislækningar á heilsugæslustöðvum. Það gerir þeim kleift að uppfylla kröfur til heimilislækninga á skárri veg en starfssystkin þeirra utan stöðv- anna geta. Heilsugæslustöðvar eru sá starfsvettvangur, þar sem heim- ilislækningum skal beitt skv. ákvæðum heilbrigðisþjónustu- laga. Þar er helsti þróunarmögu- leikinn í fræðigreininni. Stofn- og viðhaldskostnaður komi að 85 hundraðshlutum úr ríkissjóði á móti sveitarfélögum. Ríkissjóður skal og greiða laun lækna og hjúkrunarliðs. Bæjarfélög standa a.ö.l. straum af rekstrin- um. Næst verður vikið að forvarn- arstarfi í heilsugæslu. HUAR SOJÆVUOIR / (APDAGDE Cap d'Agde er hreinræktaður sumarleyfisbær á Midjarðarhafs- strönd Frakkiands, og eingöngu byggður upp fyrir orlofsgesti. Þar eru óralangar sandstrendur, göngugötur og torg, glæsileg bátahöfn með um 2ja km iangri röð af allrahanda veit- ingastöðum og verslunum, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar . Og Cap d'Agde er svo sannarlega staður fjölskyldunnar: Þar er Aqua- land, 36000 m2 vatnsskemmtigarður með óteljandi rennibrautum, öldu- sundlaugum, buslupollum og sprautu- verki, tennisklúbbur með 63 tennis- völlum, þar sem kennarar og leiðbein- endur eru á hverju strái, „Gokart”- braut með kappakstursbilum og brautum fyrir alla aldursflokka. Cap dAgde er frábærlega stað- sett fyrir þá sem kynnast vilja for- sögulegri, rómverskri og franskri menningu, annað hvort í hópferð með fararstjóranum okkar eða í bílaleigu- VERÐDÆMI HJÓN MEÐ 3 BÖRN, 2JA -11 ÁRA, KR. 100.450.- bíl. Það er t.d. stutt í hið stórkostlega miðaldavirki Carcassonne þar sem innan virkisveggjanna eru nú ótelj- andi veitingastaðir, verslanir og gallery. Dropasteinahellarnir Demoi- selles og Clamouse eru gjörsamlega ógleymanlegir. Rómversku minjarnar í Nimes og brúin fræga Pont du Gard eru ótrúleg stórvirki, hin gullfallega verslunarborg Montpellier er sjálf- sagður áfangastaður. Ahugafólk um rauðleita drykki má ekki láta hjá líða að fara „Vínlandsferð” upp með Rhöne og heimsækja víngarða í vín- ræktarhéruöunum frægu eins og t.d. Cötes du Rhöne eða Cháteauneuf de Pape. Brottför í beinu leiguflugi: 14/6, 3/7, 24/7, 14/8 og 4/9. Dvalartími: 3 vikur, nema 25/5 18 nætur. Gisting: Tvö frábær íbúðahótel, Hótel du Golfe og lAlhambra. Innifalið: Flug, akstur milli flugvallar og gististaða, gisting, rafmagn og rúmföt, íslensk fararstjórn. Barna- og unglingaafsláttur: 0—1 árs greiða 10%, 2—11 ára greiða 50%, 12—16 ára greiða 70%. Ertu samferða til Cap dAgde ? Síminn er 91-26900. FERÐOSKRIFSrDfíW URVAL Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími 26900. QOTT FÖLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.