Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985
45
Frá samtökum
psoriasis- og exemsjúklinga:
Bláa lónið
Affallsvatnið frá Hitaveitu Suð-
urnesja í Svartsengi er nefnt Bláa
lónið vegna hins fölbláa litar sem
í því er.
Kísilleirinn í botninum og efnin
í vatninu gefa því þennan sér-
kennilega lit. 1981 gaf Hitaveita
Suðurnesja psoriasis-sjúklingi
leyfi til að stunda böð í lóninu, ef
hann vildi reyna fyrir sér þar. Vit-
að var áður, að vatnið er salt, og
einhver önnur efni í því líka sem
talið var að hefði áhrif á psorias-
is-útbrot. Heyrst hafði af starfs-
manni við Hitaveitu Suðurnesja
sem var með litilsháttar psorias-
is-útbrot og taldi sá vatnið hafa
áhrif á sárin. Þessi psoriasis-
sjúklingur sem fékk leyfið var
mjög slæmur, og fór hann í lónið
daglega. Hann hreinsaði öll útbrot
af sér á stuttum tíma. Þetta var
upphafið að böðum psoriasis-
sjúklinga í Bláa lóninu. SPOEX
fékk leyfi og hjálp hitaveitunnar
til að setja lítinn skúr upp á bakk-
ann við lónið. Komið var fyrir bað-
aðstöðu og hægt var að hafa fata-
skipti þarna inni. Margir not-
færðu sér þessa aðstöðu.
Útlendingar fréttu ótrúlega
fljótt af þessu og komu margir til
að baða sig í lóninu. Forráða-
mönnum psoriasis-samtakanna á
Norðurlöndum var boðið hingað
og þeim kynnt Bláa lónið, vegna
fjölda fyrirspurna frá Norður-
löndum. Til að bæta aðstöðuna var
fengið miklu stærra hús, sem
komið var fyrir á öðrum stað við
lónið. í því var sér búningsher-
bergi og baðaðstaða sér fyrir karla
og konur, stórt herbergi fyrir
setustofu, ljósastofu, wc o.fl.
Stuttu siðar byggði einkaaðili
lítið hótel ekki fjarri Bláa lóninu.
Þar hafa dvalið margir erlendir
psoriasis-sjúklingar og stundað
böð í lóninu. En íslenskir psori-
asis-sjúklingar hafa ekki notfært
sér þessa aðstöðu, eins og við viss-
um, því það er kostnaðarsamt að
Stykkishólmur:
Leiðbein-
ingar um
ljósmyndun
dvelja þar í langan tíma. Psori-
asis-sjúklingar kjósa frekar að
aka að lóninu bæði frá Suðurnesj-
um og af Reykjavíkursvæðinu, en
dvelja á hótelinu. Margir utan af
landi koma og dvelja hjá ættingj-
um eða vinum, sem búa nógu ná-
lægt meðan þeir stunda Bláa lón-
ið. Þegar nýja húsið var komið
jókst aðsókn almennings að Bláa
lóninu. Var svo komið að heilu
langferðabifreiðirnar með ferða-
mönnum, starfsmannahópum,
skólafólki og fleira fólki komu og
notuðu baðhúsið okkar. Húsið
þoldi ekki allan þennan umgang.
Ekki var það betra eftir nætur-
gestina sem komu drukknir og
vöktu meira að segja upp fólkið á
hótelinu með hávaða og látum.
Eitt sinn var allt brotið og
bramlað í húsinu, sem hægt var að
eyðileggja, ljót aðkoma það. Það lá
við uppgjöf, því kostnaðurinn við
að koma húsinu í lag aftur gæti
orðið okkur ofviða. Samt var
ákveðið að gera húsið upp aftur,
en jafnframt læsa því, og gefa að-
eins psoriasis-sjúklingum og öðr-
um þeim sem vildu leita sér lækn-
inga í lóninu aðgang að húsinu.
Enda færu þeir eftir þeim hús-
reglum sem settar voru.
Nú fær hver maður sinn lykil á
skrifstofu SPOEX og getur farið í
Bláa lónið þegar honum sýnist.
Hefur þetta reynst vel og margir
sækja lónið, en auðvitað mismikið.
Mikið hefur verið rætt um kann-
anir á lækningamætti Bláa lóns-
ins, hvort reisa ætti heilsugæslu-
stöð, hvort eiginleikar vatnsins
myndu breytast við flutning og
margt fleira sem of langt væri upp
að telja hér.
En hvað sem öllu líður, og hver
sem framtíðin verður, munu
margir psoriasis-sjúklingar fara í
lónið, meðan eitthvert vatn er í
því. Aðstaðan við Bláa lónið er al-
veg 1 lágmarki, enn ef bata er von
með böðum láta psoriasis-sjúkl-
ingarnir sig hafa það.
Allir félagsmenn hafa rétt á að
notfæra sér þessa aðstöðu sem
SPOEX hefur komið sér upp
þarna. En það þarf að hafa fyrir
því, ef ná á árangri, þetta er eng-
inn töfrahylur sem hægt er að
stökkva ofan í og verða heill á
húðinni í einum svipan. En þeir
sem hafa stundað Bláa lónið
reglulega hafa átt erindi sem erf-
iði.
SÉRSTÖK LÁIM
VEGIMA
GREIÐSLUERRÐLEIKA
Félagsmálaráðherra hefur ákveðíð að settur
verði á stofn nýr lánaflokkur með það markmið,
að veita húsbyggjendum og íbúðarkaupendum lán
vegna greiðsluerfiðleika.
í framhaldi af þvi er Húsnæðisstofnun ríkisins
að láta útbúa sérstök umsóknareyðublöð, sem verða tii
afhendingar frá og með 19. febrúar 1985
f stofnuninni og verða þá jafnframt póstlögð tii
lánastofnana og sveitarstjórnarskrifstofa
tii afhendingar þar.
Umsóknir skulu hafa boríst fyrir 1. júní 1985.
Þeir einir eru /ánshæfir sem fengið hafa lán
úr Byggingarsjóði ríkisins á tímabiiinu
frá J.janúar 1980 tii31. desember 1984 tii að byggja
eða kaupa íbúð í fyrsta sinn. Tímamörkskulu miðuð
við lánveitingu en ekki hvenær lán er hafið.
RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA
Jafnhliða stofnun þessa lánaflokks hefur verið
ákveðið, að setja á fót ráðgjafaþjónustu við þá
húsbyggjendur og íbúðarkaupendur, sem eiga í
greiðsluerfiðleikum, og mun hún hefja störf
19. febrúar næstkomandi.'
Símaþjónusta þessarar ráðgjafaþjónustu verður
í sfma 28500 ámilli kl. 8.00 og 10.00 f.h. alla virka daga.
Að öðru leyti vfsast til fréttatilkynningar Húsnæðis-
stofnunarinnar, sem send hefur verið fjölmiðlum.
Húsnæðisstofnun ríkisins
StykkÍHhólmi, 4. febnimr.
SL. laugardag hélt Einar Er-
lcndsson Ijósmyndari frá
Reykjavík námskeið hér í
gagnfræöaskóianum þar sem
hann leiöbeindi um notkun
myndavéla og töku mynda.
Skýrði hann fyrir þátttakend-
um mikilvægi þess að geta tekið
varanlegar og góðar myndir.
Sýndi með dæmum hve margt
væri hægt að gera til þess að ná
góðum árangri. Hann svaraði
fyrirspurnum og fór yfir
myndavélar þátttakenda og
leiðbeindi.
Um 20 manns voru á þessu
námskeiði og létu þeir vel yfir
því og voru ýmsir að tala um að
þetta þyrfti að endurtaka, t.d.
næsta ár.
Þá sýndi hann einnig ýmsa
tækni í framköllun og litun
mynda eins hve framfarir í
þessari grein hefðu verið stór-
stígar og undanfarið og væru
alltaf að taka ýmsum breyting-
um.
Árni
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80
Bílaáhugamenn, Volvo-eigendur
og eigendur vöru- og sendibíla
Svíþjóöarferö 13.—17. mars til sænsku Volvo-verksmiöjanna og á
stærstu bílasýningu Noröurlanda
Nú gefst þér gott tækifæri til aö sjá þaö
merkilegasta í bílaiðnaðinum í dag. Veltir
og Samvinnuferöir-Landsýn standa í sam-
einingu fyrir fimm daga ferö til Gauta-
borgar. Þar veröa fólks- og vörubílaverk-
smiðjur Volvo skoöaöar og hádegisverður
snæddur meö Volvo-mönnum. Mótor-
verksmiðjan í Skávde og Volvo Flygmotor
í Trollhátten veröa heimsóttar. Og aö lok-
um rúsínan í pústkerfinu: Sýningin Auto ’85
í Svenska Mássen. Þetta er stærsta sýn-
ing Noröurlanda, sem fjallar um allt er
viökemur bílum og bílaverkstæöum, véla-
verkstæðum, rafkerfum bifreiöa, réttinga-
og sprautunarverkstæðum, dísilverk-
stæöum og dekkjaverkstæöum.
Verö fyrir flug og gistingu (1 manns her-
bergi) á Hótel Scandinavia er kr. 23.230.-
(án flugvallarskatts). Innifaliö er akstur
milli flugvallar og hótels og fullt fæöi.
Allar nánari upplýsingar veitir:
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200