Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Námskeið ffyrir iðnfyrirtæki Framlegðarútreikningar — tölvuvætt framlegðareftirlit verður haldið á vegum Félags íslenskra iðnrekenda 21.—23. febrúar nk. LÝSING: Á námskeiðinu verður fjallaö um undirstöðuatriði fram- legðarútreikninga og leyst veröa verkefni. Framlegðar- kerfi FÍI veröur kynnt og einn af núverandi notendum þess kemur í heimsókn og lýsir því hvernig hann notar það við ákvaröanatöku. i lok námskeiðisins gefst þátt- takendum kostur á að reyna kerfið á tölvu. MARKMIÐ: Að gera þátttakendum kleift að framkvæma framlegð- arútreikninga og fylgjast með framlegö afurða með aö- stoð tölvu. ÞÁTTTAKENDUR. Stjórnendur framleiöslufyrirtækja, og aörir þeir sem hafa meö höndum verölagningu afurða. LEIÐBEINENDUR: Gunnar Ingimundarson, tæknideild FÍI. Kári Harðarson, tæknideild FÍI. TÍMI: 21.—23. febrúar kl. 08.30—12.30, samtals 16 tímar. STAÐUR: Hallveigarstígur 1, 3. hæð. VERÐ: Fyrir félagsmenn FÍI kr. 2.400,- Fyrir aðra kr. 3.200. Þátttaka tilkynnist til Félags íslenskra iðnrekenda, Hall- veigarstíg 1, sími 91-27577 fyrir 18. febrúar nk. Markmiö Felaqs íslenskra iðnrekenda er aö efla íslenskan iönaö, þannig aö iönaöur- inn veröi undirstaöa bættra lifskjara Félagiö gætir hagsmuna iönaöarins gagnvart opinverum aöilum og veitir fólagsmönnum ýmiskonar þjónustu. FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Hinar vinsælu gúmmíbomsur nú aftur fáanlegar Litir: Blátt/hvítt. ^ Verö 640.-. Rifflaðir stamir sólar. Ferðaáætlun Samviimuferða-Landsýnar komin út: Ferðirnar til Rhodos höfða til unga fólksins — segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar „ÞAÐ ER beinlínU með ólíkindum hversu miklar bókanir hafa verið hjí okkur, fri því i sunnudag. Þetta er svo miklu meira en við hefðum nokkurn tíma búist við,“ sagði Helgi Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar í stuttu spjalli við blm. Mbl. en sumariætlun ferða- skrifstofunnar kom út sl. sunnudag. Sagði Helgi að venjan væri sú að fólk tæki sér eins og tvær vikur eftir að sumariætlunin kæmi út, til þess að skoða og bera saman, iður en það gerði upp hug sinn, en nú hefðu bókan- ir hafist í miklum mæli um leið og bæklingurinn var kominn út. Helgi sagði að mest bókaðist f ferðir til Rhodos, Hollands og Ítalíu. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða nú f fyrsta sinn upp á ferðir til Rhodos, en Rhodos er nú mjög eftirsóttur sumarleyfisstaöur á meðal ungs fólks. „Við leggjum mikla áherzlu á að gera ferðirnar til Rhodos þannig úr garði, að þær höfði til ungs fólks,“ sagði Helgi, „m.a. verðum við með þjóökunnar persónur í fararstjóra- hlutverkinu, en nánar verður greint frá nöfnum þeirra nú næstu daga. “ Auk ferðanna til Rhodos er boðið upp á nýjar ferðir til Hollands, í sæluhúsin Meerdal, sem koma í stað Ein af baðströndum Rhodos. sæluhúsanna f Eemhof. Þar að auki verður boðið upp á nýjar ferðir í sumarhús í Danmörku. Helgi sagði að raunverð ferða væri lægra nú en það hefði verið undan- farin ár og kvaöst hann vonast til þess að þróunin yrði áfram niður á við í verði sumarleyfisferða. Helgi sagðist telja að umræðan á síðast- liðnu ári um verð sumarleyfisferða hefði gert það að verkum að mun betri samningar hefðu náðst fyrir árið í ár, en áður. Nokkur dæmi um verð hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn fyrir aðildar- félaga eru: Ferðir til sæluhúsa í Hol- landi og sumarhúsa f Danmörku kosta frá 14.800 krónum í tvær vik- ur, ferðir til Rhodos í þrjár vikur kosta frá 24.500 krónum í þrjár vik- ur, 11 daga ferð til Rimini eða Ricc- ione kostar frá 19.700 krónum og ferðir til Dubrovnik í Júgóslavíu kosta frá 21.400 krónum, tvær vik- urnar. í stað þess afsláttar sem ferða- skrifstofan hefur boðið aðildarfélög- um sínum upp á, verður nú um sér- stakt aðildarfélagaverð að ræða, og gildir það verð fyrir þá farþega sem staðfesta pöntun sína fyrir 7. maí nk. Ráðgerir ferðaskrifstofan að að- ildarfélagsafsiátturinn á þessu ári nemi um 7 milljónum króna. Vilhjálmur Guðjónsson Kíkharður Örn Pálsson Einar Grétar Sveinbjörnsson íslenska hljómsveitin: „Sveiflur" í Laugardals- höll á öskudagskvöld TÍUNDU tónleikar fslensku hljóm- sveitarinnar á þessu starfsári verða haldnir í Laugardalshöll miðvikudag- inn 20. febrúar nk. öskudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru jafnframt sjöttu áskriftartónleikar starfsársins. Að- göngumiðar verða seldir við inngang- inn. Á tónleikum þessum, sem bera yfirskriftina „Sveiflur", á fslenska hljómsveitin tímabæra samleið með félögum í dægurlagadeildinni. Fimm alkunnir sveiflujöfrar, þeir Þórir Baldursson, Stefán S. Stef- ánsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Ólafur Gaukur og Ríkharður Örn Pálsson sameina hugmyndir sveifl- unnar og blæbrigði kammerhljóm- sveitar í fimm nýjum tónverkum sem samin voru í vetur að tilhlutan hljómsveitarinnar. Að auki fær hljómsveitin til liðs við sig tvo þekkta flytjendur dægur- og jass- tónlistar, þá Sverri Guðjónsson söngvara og Björn Thoroddsen gít- arleikara. Guðmundur Emilsson, aðaistjórnandi íslensku hljómsveit- arinnar, stjórnar tónleikunum. Sér- stakur gestur hljómsveitarinnar að þessu sinni verður Einar Grétar Sveinbjörnsson konsertmeistari í Málmey. Jón Múli Árnason verður siðameistari og kynnir. Efnisskráin er í tveimur liðum: Á fyrri hluta tónleikanna verður flutt dagskrá í lauslegri samantekt Islensku hljómsveitarinnar. í dagskrá þessari, sem ber heitið Skemmtitónlist fyrr og síðar, er al- varlegu grímunni varpað um stund- arsakir. Rikharður örn Pálsson leggur af mörkum útsetningar á lögum Lennons og McCartneys í barokstíl átjándu aldar sem hann kallar Partitettu (litla dansasyrpu). Leikin verður Bjórstofumúsfk frá Vínarborg nítjándu aldar og sprikl- andi „rag“ frá síðustu aldamótum eftir Scott Joplin. Þá leika Einar Grétar Sveinbjörnsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir tvö vinsæl lög frá fyrri hluta þessarar aldar eftir þá Fritz Kreisler og George Gershwin. Fyrri lið tónleikanna lýkur með lagasyrpu úr Broad- way-söngleikjum sem Ólafur Gauk- ur hefur valið og útsett fyrir hljómsveitina. Þar bregður fyrir mörgum af vinsælustu dægurlögum seinni tíma, þar á meðal lögum eftir Cole Porter og Richard Rogers úr söngleikjum sem allir þekkja. Olaf- ur Gaukur nefnir syrpuna Sextíu ár á Broadway. Á síðari liluta tónleikanna er fylgst með því sem jass- og dægurlaga- deildin er að bauka þessa stundina. Frumfluttur verður Forleikur eftir Stefán S. Stefánsson í latneskum karnivalstíl, en öskudagur, forboði föstunnar, er einmitt haldinn hátíð- legur í Suður-Ameríku í takt við sömbur, rúmbur og aðrar sveiflur. Ásgeir H. Steingrímsson trompet- leikari íslensku hljómsveitarinnar er í sviðsljósinu í Forleik Stefáns. Þórir Baldursson á næsta tónverk, sem er ballaðan Ljóð án orða, sung- in af Sverri Guðjónssyni við undir- leik hljómsveitarinnar. Tónleikun- um lýkur á tónverki eftir Vilhjálm Guðjónsson sem hann flytur ásamt Birni Thoroddsen og hljómsveit- inni. Frumfluttur verður Konsert fyrir tvo rafmagnsgítara og kamm- erhljómsveit. Þegar sveiflan nær tilteknu há- marki verður kötturinn sleginn úr tunnunni. Skrúðklæddir krakkar úr austur- og vesturbæ botna tónleik- ana. (PrétUtilkjnnini;)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.