Morgunblaðið - 14.02.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 14.02.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Hótel Föroyjar verður Hótel Borg HÓTEL Föroyar í Þórshöfn í Fær- eyjum, sem opnað var 1982, hefur nú bæði skipt um eiganda og nafn. Eigandinn er Færeyingurinn Ják- up Joensen, en nýja nafnið Hótel Borg. Morgunblaðið hefur áður skýrt frá því, að fyrri eigendur hótelsins hafi gefið reksturinn upp á bátinn vegna erfiðrar fjárhagsstöðu og á tímabili vofði nauðungaruppboð yfir eigninni. Kaupverð hótelsins er 50 milljónir færeyskra króna, 180 milljónir íslenzkar. Nýi eigandinn, Jákup Joensen, segir í samtali við færeyska Dagblaðið fyrir skömmu, að hann hafi hugsað sér að ráða færeyskt starfsfólk til starfa og opna hótelið að nýju svo fljótt sem unnt er. Hótelinu var lokað í desember síðastliðnum, þegar fjárhagsstaðan leyfði ekki áframhaldandi rekstur. ORYGGI OFAR OLLU! Kostnaðurinn við að tapa upplýsingum, sem geymdar eru á diskettum, er langtum meiri en verð sjálfra diskettanna. Því ber að kynna sér rœkilega áreiðanleika, meðferð og aðra eiginleika þeirra, fyrir notkun. HELSTU EIGINLEIKAR SKC DISKETTANNA ERU: • Hver disketta hefur staðist strangt gœðapróf • Nýr hringur með styrkingu (sérstök fóðring í gatinu) • Rykfrítt og afrafmagnað Tyvek umslag • Hágœðainnra byrði sem auðveldar hreinsun og eykur þannig endingu • Hita- og höggvarið hulstur • Frábœrt verð. VIÐ BJÓÐUM ÞRJÁR GERÐIR SKC DISKETTA: Heiti ó diskeftu: Skrdnlngarþéttieiki: BPI bitar ó tommu, max. spor nr. 39) Geymslugeta: (bœti minnisein.) Verð: (pr/stk kr.) ■ MDIS Einshliða Einfaldur þéttleiki (Singel Sided Single Density) 2768 125.000 149,- ■ MDID Einshliða. Tvófaldur þéttleiki (Single Sided Double Density 5536 250.000 166,- ■ MD2D Tveoojahliða. Tvöfaldur þéttleiki (Double Sided Double Density) 5536 500.000 187,- Meðferð SKC disketta 1. Beygið ekki eða brjótlð hulstrlð saman, það gœtí gert diskettuna ónothœfa. . 2. Snertíð ekki eða þvoið þann 3. hluta diskettunnar sem sést, þvt þá festíst ryk vð diskettuna, skemmir hana og framkallar villur. Hafið diskettuna ekki nólœgt segulmðgnuðum hlutum. Upplýsingar ó diskettunni geta breyst eða tapast tullkomlega ef diskettan lendir í einhverju segulsviði. I I 4. Setjið diskettuna varlega t. Miðið diskettunni vandlega inn t drlfið. 5. Setjíð diskettuna aftur f óryggisumslagið eftir notkun; það minnkar hœttuna á að ryk eða utanaðkomandi efni seljist á dlskettuna. 6. Geymið diskettuna við hitastíg milli 10°C - 52°C. Mikill hití eða snöggar hltabreytíngar geta eyðllagt diskettuna. KONRÁD AXELSSON SKRIFSTOFUVÓRUR SÍMAR 82420 OG 39191 ÁRMÚLA 30 BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNRSSONAR Austurstræti 18-Sími:13135 Hraðahindran- ir á Vesturgötu Frá íbúasamtökum Vesturbæjar Bar svo við í borginni einn bjartan ágústdag 1983, að há- markshraða innan gamla vestur- bæjarins var breytt í 30 km sam- kvæmt ákvörðun borgarstjórnar, breytingu á lögreglusamþykkt og umferðarlögum. Að þessu markmiði hafði verið unnið bæði innan íbúasamtaka vesturbæjar og ekki síður í um- ferðarnefnd Reykjavíkur. Fram á þennan dag er vesturbærinn eina íbúahverfið þar sem þessi lög- bundna ákvörðun um hámarks- hraða hefur verið tekin; — árang- urinn hefur fyrst og fremst verið sá að ákveðinn hluti ökumanna heldur sig innan hámarkshraða, ákveðinn hluti gegnumumferðar sneiðir hjá hverfinu og grundvöll- ur hefur skapast til þess að meta hvar og hverra aðgerða er þörf til þess að ná markmiði um há- markshraða. Umferðarnefnd Reykjavíkur og íbúasamtökin gerðu sér fljótt ljóst að á allnokkrum stöðum í hverfinu dygði ekki lagaboðið eitt sér. Nokkrar götur, Öldugata, Ægis- gata, Bræðraborgarstígur, Fram- nesvegur og Vesturgata sem dæmi, eru götur þar sem töluverð gegnum-umferð á sér stað og hún hröð. Til eru mælingar sem sýna þetta. f þessum mælingum kemur einnig fram í hverju vandinn er fólginn. Hann er fólginn í þeim tiltölulega fáu bílstjórum stórra og smárra ökutækja sem fyrir- munað er að aka á löglegum hraða. Um orsakir þess skal ekki fjölyrt aðeins nefnt að þeir gera sér það ekki ljóst að þeir aka gegn- um íbúðarhverfi, að samband er milli hraða og slysa, að afleiðingar slysa eru í beinu sambandi við hraða og síðast en ekki síst að akstur bifreiðar er ekki afþreying einstaklingsins, honum fylgir fé- lagsleg ábyrgð. Umferðarnefnd Reykjavíkur ákvað síðan í nóvember 1983 að gerð skyldi einstefna á Vesturgötu til vesturs frá Seljavegi að Ana- naustum til þess að draga úr gegn- umakstri af Seltjarnarnesi og settar skyldu hraðahindranir á tveimur stöðum á Vesturgötu og Leikfélag Reykjavíkur: 70. sýning á Gísl í kvöld í KVÖLD verður leikritið GÍSL eftir Brendan Behan sýnt í 70. skipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þetta vinsæla verk hefur nú ver- ið sýnt á annað ár fyrir fullu húsi. Til stóð að hætta sýningum nú eftir áramótin, þar eð önnur verkefni þurfa að komast á svið, en þar eð ekkert lát hefur verið á aðsókn og uppselt á allar sýningar, hefur ver- ið ákveðið að sýna leikritið enn um sinn. GÍSL gerist í Dyflinni á írlandi, í hrörlegum húshjalli innan um gleðikonur og alls lags utangarðs- fólk. Þangað kemur írski lýðveld- isherinn með breskan hermann sem gísl. Mikið er um söngva í leikritinu og eru það leikararnir sjálfir, sem sjá um allan tónlistar- flutning ásamt stjórnanda tónlist- arinnar Sigurði Rúnari Jónssyni. Notuð er þýðing Jónasar Árnason- ar, leikmynd og búninga gerir Grétar Reynisson en leikjstóri er Stefán Baldursson. Fimmtán leikarar koma fram í sýningunni: Gísli Halldórsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir leika húsráðendur, Jóhann Sigurð- arson er gíslinn, Guðbjörg Thor- oddsen unga stúlkan og Hanna Margrét Helga Jóhannsdóttir og Gísli Halldórsson í hlutverkum sín- um í Gísl eftir Brendan Behan. María Karlsdóttir Miss Gilchrist. Aðrir leikarar í stórum hlutverk- um eru Jón Sigurbjörnsson, Guð- mundur Pálsson, Þorsteinn Gunn- arsson, Kjartan Ragnarsson, Soffía Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Karl Guðmundsson, Guð- rún S. Gísladóttir og Harald G. Haraldsson. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.