Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985
59
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
m\mm'wwi
Siggi flug telur að Reykjavíkurflugvöll megi ekki skerða né byggja skuli að honum.
Flugvöllurinn verði
áfram á sínum stað
Siggi flug skrifar:
Ég varð ekki lítið spenntur er
ég las um það að það ætti að
stækka (lengja) Reykjavíkur-
flugvöll, og að miða ætti við að
hann yrði þarna um mörg ár í
framtíðinni.
En Adam var ekki lengi í
Paradís:
í Morgunblaðinu í dag, 8. þ.m.,
getur að líta að leggja eigi niður
flugvöllinn og flytja hann til
Keflavíkur. Það var nú það.
Reykjavíkurflugvöllur er bú-
inn að vera þarna sem hann er
síðan á stríðsárunum, byggður
af Bretum. Við flugáhugamenn
vorum búnir að fá því framgengt
fyrir stríðið, að flugvöllur ætti
að byggjast á Skildinganesmel-
unum og hófum við byggingu
hans. Ein braut, og vísir að ann-
arri var gerð nothæf fyrir
WACO-flugvél og notuð fyrir
hana um tíma. Það var að vísu
aldrei ætlunin að byggja þarna
stóran flugvöll en stríðið (bless-
að stríðið) varð til þess að flug-
völlurinn var byggður í þessari
stærð. Á þeim tíma höfðu Is-
lendingar ekki byggt neinn flug-
völl. Lent var með litlum flugvél-
um á melum og nýrækt. Og útlit-
ið ekki sem glæsilegast.
Flugvöllurinn er búinn að vera
nolnbogabarn“ Reykvíkinga síð-
an hann var byggður, og er það
enn. Reykjavíkurborg byggir
hverja stórbygginguna á fætur
annarri hringinn í kringum
flugvöllinn og þrengir að honum.
Yfirvöld flugmála fá ekki rönd
við reist, og áfram er byggt. T.d.
Norræna húsiö, Tannlæknaskól-
inn, Krabbameinsfélagið, nýtt
keiluhús, útfærsla á byggingum
Landspítalans og fjölgað er
byggingum Háskóla íslands, allt
í nánasta nágrenni flugvallarins.
Þetta þætti ekki góð latína er-
lendis.
Það er með flugvöllinn eins og
með tjörnina, hvorugt má
skerða. Tjörnina á að lagfæra í
norðri (og smækka hana) þessa
perlu Reykjavíkur eins og einn
mætur maður kallaði hana.
Flugvöllinn má ekki skerða eða
byggja að honum. Flugvöllurinn
kostaði geysifé, og hundruðir ef
ekki þúsundir manna hafa vinnu
af honum. Reykjavíkurborg fær í
sínar hendur ótaldar milljónir í
skatta frá starfsfólkinu og svona
mætti lengi telja.
Við höfum verið staðnir að því
að gera eitt axarskaftið af öðru í
allskyns framkvæmdum, og þyk-
ir flestum nóg. Því segi ég:
byggjum ekki fleiri stórbygg-
ingar í kringum flugvöllinn, en
hlúum að honum eftir fremstu
getu.
Opið bréf til stétt-
arfélaga farmanna
Bréf þetta er skrifað í trausti
þess að undir orð okkar verði tek-
ið.
Þar sem við undirritaðir,
skipsmenn á ms. Jökulfelli, höfum
eins og sennilega flest allar
• skipshafnir í flotanum, rætt mikið
um okkar kjaramál en fá tækifæri
haft til að sinna félagsmálum
vegna fjarvista okkar, höfum við
tekið þá ákvörðun að skrifa opið
bréf til allra stéttarfélaga undir-
ritaðra.
I umræðum okkar höfum við
komist að raun um að eitt mál
eigum við allir sameiginlegt, það
er sú sjálfsagða réttlætiskrafa að
við fáum fjarvistir okkar metnar
til kaups, jafnt og aðrir þegnar
þjóðfélagsins.
Því skorum við á viðkomandi
stéttarfélög að taka höndum sam-
an um þetta eina mál.
Ps.
Ennfremur væri mjög ánægju-
legt ef aðrar skipshafnir gætu
fylgt okkur eftir og veitt máli
þessu stuðning.
Örn Benediktsson stýrimaður,
Seingrímur Sigurgeir bátsmaður,
Steingrímur Matthíasson vélstjóri,
Ásmundur Hrólfsson 2. stýrimaður,
Jón T. Bjarnason vélstjóri, Bjarni
Vernharðsson háseti, Sverrir Guð-
mundsson dagmaður í vél, Karl
Karlsson háseti, Karl Arason skip-
stjóri, Marteinn Jakobsson vélstjóri,
Stefán Guömundsson háseti, Skafti
B. Helgason háseti, Sigurður T.
Halldórsson háseti og Jóhann E.
matsveinn.
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til
fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaösins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Stór-útsala
Dömudeild
Kjólaefni,
metravara,
breidd 90 cm
65 - 75 - 80 -
100 kr. m.
Breidd 150
100 - 150 - 175 kr. m.
Herradeild
Undirföt frá 95 kr.
Hálfermabolir 130 kr.
Langermabolir 170 kr.
Síðar buxur 175 kr.
Skyrtur 300 kr.
Peysur 400 kr.
Sokkar 50 kr.
Allt selt fyrir ótrúlega lágt verð.
Egill Sacobsen
Austurstræti 9
J.H. Parket
auglýsir:
Er parketið
orðið ljótt?
Pússum upp og lökkum
PARKET
Einnig pússum viö
upp og lökkum
hverskyns viðargóif.
Uppl. í síma 78074 eftir
kl. 2 á daginn.
Rafgeyma-námskeió
b <fa s^rafgey"13 tVr,r
ss^konar og rafknum
d. lyftara.
Œ8* pedersen K
upplýair'ð8
Vinaai
Skipbo't