Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 14
14 si HAuaagM .t-t auoAauTMMn .qiqAJgttnoHOM MORGUNBLAÐIÐ, KIMMTUDAGUR14. FEBRÚAR 1985 í Norræna húsinu Myndlíst Valtýr Pétursson Eins og stendur heldur Guð- mundur Björgvinsson sýningu á vaxlitamyndum í Norræna húsinu. Þetta eru ekki stórar myndir um sig, en þær eru margar, og þar kennir margra grasa. Alls eru á sýningu Guðmundar 117 myndir, allar unnar í krítarlitum eins og áður segir. Guðmundur Björgvinsson er ekki við eina fjölina felldur. Hann hefur skrifað skáldsögu er heitir „Allt meinhægt", og gefið út, hann hefur haldið sex einka- sýningar á myndverkum sínum, og einnig hefur hann verið við nám í sálfræði, mannfræði, listasögu o.fl. Það er ekki nema von, að maður spyrji: Hvert er eiginlega aðalfag Guðmundar Björgvinssonar? En það er ekki ósanngjarnt að draga þær álykt- anir, að Guðmundur sé nokkuð óráðin gáta, og þessi sýning í Norræna húsinu fellur að nokkru undir þá ályktun. Það gengur á ýmsu á þessari sýningu og væri hægt að benda á áhrif frá mörgum meisturum, en lát- um það liggja að sinni. Það er í raun ekkert eðlilegra en að menn leiti fyrir sér og þreifi sig áfram, Það er ný og gömul saga, að læknar eru oft á tíðum miklir lista- menn á öðrum sviðum en í læknis- listinni einni. Hér á landi má nefna tónskáldið Sigvalda Kalda- lóns, og einn frægasti abstraktmál- ari okkar tíma er læknirinn Vasar- ely, llngverji, sem sigraði París og samtíð sína með Op-listaverkum sínum. Það má einnig neína, að nýlega héldu margir læknar hér í borg sýningu á myndverkum sín- um í tilefni af afmæli Læknafélags íslands. Og kom þá í Ijós, að mikill fjöldi þessarar stéttar dundaði við að koma saman myndum í frítím- um sínum. Það er einnig áberandi, ekki síst í myndlist, sem gefur svo mikið af tækifærum, og svo lifum við á tímum, þar sem allt er leyfilegt, eins og sumir halda fram. Það bregður sannarlega fyrir sprettum á þessari sýningu Guð- mundar, en einhvern veginn finnst mér hann einum um of í deiglunni og erfitt að henda reið- ur á, hvað hann er að fara. Samt er þessi sýning miklu fremri þeirri, sem hann hélt á Kjar- valsstöðum fyrir einum tveim árum og nefndi „Rennt í gegnum listasöguna". Ég er ekki í nein- um vafa um, að Guðmundur mundi ná mikiu ákveðnari árangri í myndlist sinni, ef hann einbeitti sér meir á þrengra sviði. Það er nefnilega erfitt að umfaðma alla hluti í einu, og það lærist með tíð og tíma, að melt- ingin tekur nokkurn tíma, hvort heldur um er að ræða myndlist eða aðrar greinar listarinnar. Það er svona sitt af hverju í þessum verkum og verður vart gert upp á milli margra þeirra, en þetta er dálítið misjafnt. Það í sjálfu sér er ekki óeðlilegt, þeg- ar tekið er mið af, hve margar myndir eru hengdar þarna á veggi. Ætli maður láti þetta ekki nægja að sinni og sjái, hver framvindan verður hjá Guð- hve margir læknar hafa gerst um- fangsmiklir safnarar af myndlist, og má minnast þess, að megnið af þeim listaverkum, sem Louvre- safnið í París á af verkum impress- ionistanna, er komið úr einkasafni læknis. Austur í Prag er að finna eitt merkilegasta safn af málverk- um frá byrjun þessarar aldar, og er það upprunalega einkasafn læknis, sem starfaði lengi í París. Af þess- um línum má sjá, hvað myndlistin virðist oft eitt áhugasvið. En ég minnist aðeins á einstök dæmi, því að af nógu er að taka. Nú hefur læknirinn Nikulás Sigfússon efnt til einkasýningar á vatnslitamyndum sínum í As- mundarsal og sýnir þar 32 myndir. Hann mun hafa stundað myndgerð nokkuð lengi og til þess bendir sú tækni, sem Nikul- ás ræður yfir á þessu sviði. Hún er bæði vandmeðfarin og skemmtileg og sannast að segja leikur þetta í höndum læknisins. En að mínu mati nostrar Nikul- ás nokkuð mikið við myndir sín- ar, og vandvirknin verður til þess að listræn átök í þessum verkum verða að víkja fyrir nákvæmninni. Þetta er nokkuð algengt hjá mönnum, sem lifa sig sterkt inn í fyrirmyndir og eru svo vandvirkir, að allt verður að vera nákvæmt og sem háðast fyrirmyndinni. Nikulás málar mikið blóm og gróður, fyrir- myndir sem falla vel að vinnu- brögðum hans, en samt er það nú svo, að þegar hann málar grjót og árfarvegi tekst honum best upp. Má nefna mynd eins og No. 4 máli þessu til stuðnings, og svo bendi ég á skemmtilega mynd frá höfninni, sem er No. 22. Það er alltaf skemmtilegt að sjá, þegar hagir menn sýna, hvað þeir gera í frístundum sínum, og það er læknastétt til sóma að fást eins mikið við listir og raun ber vitni. Þeir þýða ljóð og skáldverk, yrkja og skrifa, syngja og stunda hljómlist og mála í miklum mæli. Allt ber þetta ágætt vitni um menningu þessarar stéttar og er rós í hnappagatið fyrir okkar litlu þjóð. mundi Björgvinssyni. Hann er óútreiknanlegur. Að minnsta ungur enn að árum og svolítið kosti eins og er. í Ásmundarsal 26277 Allir þurfa híbýli r Hamrahlíö. 2ja herb. 50 fm íb. á 3. hæð. Stórar suöursv. Langholtsvegur. 2ja herb. 75 fm íb. á neöri hæö. Sérinng. Bræöraborgastígur. 3ja-4ra herb. 90 fm ib. i kj. Verö 1550 þús. Hraunbær. Falleg 3ja herb. 96 fm ib. á 2. hæö. Dvergabakki. góö 4ra herb. 100 fm endaíb. á 2. hæö. Tunguvegur. Endaraöhús.2 hæöir og kj. 120 fm. Eldhús og fl. endurnýjaö. Góð eign. Hraunbær. Einiyft raö- hús 140 fm. Góöur bilskúr. Eign i góöu standi. Akv. sala. Lindargata. Einbýiishús, kj„ hæö og ris. Samtals um 130 fm. Skipti á 3ja herb. íb. á svipuöum slóöum möguleg. Heiöargerði. Einbýiishús 86 fm aö grunnfl. Hæö og ris. Kjallari undir hluta hússins. Bilskúrsréttur. Lyngás. lönaöarhúsnasöi 400 fm. Mesta lofthæö 4,3 m. Tvennar innkeyrsludyr Auövelt aö skipta húsinu i tvær jafn- stórar einingar HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38. Simi 26277. Brynjar Fransson. sánl: 46802 Finnbogi Albertsson. simi: 667260 Gisli Ólafsson. siml: 20178. Jón Ólafsson, hrl. Skúli Pálsson, hrl. ískappreiðar á Rauðavatni ÍÞRÓTTADEILD Fáks hélt ís- kappreióar á góóum ís á Rauða- vatni sl. sunnudag í góóu veöri. Keppnin hófst kl. 3 og var dagskráin á þessa leið: Fyrst var fyrri sprettur í 150 metra skeiði, þá undanrásir í tölti, sem fóru þannig fram að allir voru látnir riða brautina samtímis. Brautin var í hringvallarformi, um 80x50 m. Tæplega 50 manns voru skráðir í töltið. Dómarar völdu 10 úr keppendahópnum til að fara í úrslitakeppnina. Að því búnu fór fram seinni sprettur i 150 m skeiði og að síðustu úrslit í töltkeppninni. Úrslit voru þannig: 150 m skeið 7 vetra og yngri, 7 vekr- ingar. 1. Ás, 7 vetra, bleikstjörnóttur. Tími 17,45 sek. Knapi: Tómas Ragnarsson. 2. Krapi, 6 vetra, grár. Tími 17,65 sek. Knapi: Sigurður Marínus- son. 3. Haukur. 7 vetra, brúnn. Tími 19.68 sek. Knapi: Herbert Ólason. 8 vetra og eldri, 10 vekr- ingar. 1. Júpíter, 10 vetra, grár. Tími 17,08 sek. Knapi: Sigurbjörn Bárðar- son. 2. Funi, 10 vetra, rauður. Tími 17,38 sek. Knapi: Hreggviður Ey- vindsson. 3. Máni, 12 vetra, jarpur. Tími 17,71 sek. Knapi: Sævar Haraldsson. Töltkeppni, um 50 þátttak- endur 1. Jón Ægisson á Lukku (6 v. brúnn;. 2. Eiríkur Guðmundsson á Þrándi (7 v. brúnn). 3. Viðar Halldórsson á Fagra Blakk (7 v. brúnn). 4. Guðni Jónsson á Don Kam- illó (7 v. brúnn). 5. Lárus Sigmundsson á Herði (9 v. rauður) (Úr fréttatilkynningu.) Kelduhvammur - Hafnarf. Glæsileg sérhæö. Sérstaklega skemmtilega ínnr. og vel búin öllum tækjum. 24 fm bilskúr. Fullbúin ræktuö lóö. Glæsilegt útsýni. Ath. til greina kemur aö taka minni eign uppi hiuta kaupverös. V. 3,0 millj. 26600# allir þurfa þak yfír höfudid Þorsfetnn Sfeingrímsson lögg. fasteignasali Til sölu í Fossvogi Neöri hæö sem nú er tilbúin undir tréverk. ibúöin er 155 fm ásamt bilskur sem er 34 fm. Innangengt er í bílskúr. Þá er hitalögn í gangstétt og aökeyrslu aö bílskúr. íbuöin er sérgerð fyrir fatlaö fólk og pá sem ekki mega ganga stiga. Fullgerð verður íbuöin tilbúin til afhendingar seinni hluta mars mánaðar. Kaupendaþjónustan, Örn Isebarn, sími 30541. sími 31105. Réttor tbgsbis Margrét Þorvaldsdóttir Þaö kemur ekki oft fyrir, jafnvel ekki á bestu bæjum, að börn segja fiskrétt vera „algjört æði“ — en þaö bar þó við er á borðum var Skötuselur í rjómasósu 1 kg skötuselur 1 matsk. smjör(vi) 2 matsk. laukur saxaður örsmátt 2 matsk. græn paprika söxuð ör- smátt 2 bollar rjómasósa, sjá uppskrift 1 stk. sítróna 1 matsk. Worcestershire sauce V\ bolli brauðmylsna lh bolli Maribó-ostur niðurrifinn 1. Skötuselurinn er skorinn í sneiðar og er fiskurinn síðan lát- inn krauma í saltvatni í 20 mín. Vegna hlaupkenndrar himnu sem umlykur fiskinn þarf hann lengri suðu en annar fiskur, annars kem- ur af honum hálfgert matarlíms- bragð. 2. Fiskurinn er síðan tekinn upp úr vatninu, bein og himnur eru fjarlægðar og er hann látinn kólna. 3. Bræðið 1 matsk. smjörva og er fínsaxaður laukurinn og papr- ikan látin krauma í feitinni í smá- stund — má ekki brúnast. Látið standa meðan rjómasósan er út- búin. 4. Rjómasósan 3 matsk. smjör(vi) 3 matsk. hveiti 2 bollar mjólk 'h tsk. salt bolli rjómi Smjörlíkið brætt og hveitið sett út í og hrært saman. Mjólkin sett út í og hrært í þar til sósan þykkn- ar. Því næst er lauk og papriku- mauki bætt út í sósuna ásamt Worcestershire sósu, sítrónusafa, rjóma og salti og pipar eftir smekk. 6. Smyrjið eldfast fat, skerið skötulselinn í smábita og raðið í mótið, hellið sósunni yfir fiskinn og blandið vel saman rifnum osti og brauðmylsnu og dreifið síðan yfir sósuna. 7. Hafið ofninn 225 gráða heit- an og bakið fiskréttinn þar til osturinn hefur bráðnað og er far- inn að krauma (ca. 10 mín.). Berið fram með soðnum grjón- um og heitu hvítlauksbrauði eða ristuðu brauði. Verd á hráefni: kr. Skötuselur 140,00 rjómi ca. 10,00 sítróna 9,50 paprika ( Va ) ca. 6,00 mjólk (Vz lítr.) 13,25 grjón Vz pk. 12,75 kr. 191,50 Skötuselur er ein ljúffengasta fisktegund sem veiðist hér við iand. Hvað útlit snertir er hann aðeins naus og hali, en hann hefur lítið fyrir að sporðrenna fiski á stærð við hann sjálfan. Þessi óseðjandi fisk-„gúrú“ sjávar nefur á eigin „menu“ aðeins hið besta — eins og ál, lax, fugla, smokkfisk, þorsk og skötu. Það er því ekki að undra að vöðvar á hala hans sjálfs bragðist svo vel. Við notum gjarn- an fremri hluta halans í „Skötusel í rjómasósu".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.