Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 3 Vatnsæð sprakk Morgunblaðið/Bernhardur Vatnsæd sprakk á Hverfísgötu, skammt fyrir ofan Hlemm, í gærmorgun, og tepptist umferð af þeim sökum í nokkurn tíma. Verið var að vinna við endurnýjun heimæðar er grafan kom niður á gamla 15 þumlunga vatnsæð og setti á hana gat. Búið var að loka fyrir vatn á æðinni um hádegisbilið og var þá hafíst handa við viðgerð, sem lauk síðdegis í gær. Bernharður Valsson frá Akureyri, sem er í starfskynningu á Morgunblaðinu, átti leið þarna framhjá er vatnselgurinn var hvað mestur og tók meðfylgjandi mynd. Fiskiðjusamlag Húsavíkur: íhugar kaup á beinamjöls- verksmiðju SR FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur íhugar nú kaup á beinamjölsverksmiðju Sfldarverksmiðja ríkisins þar. Fiskiðjusamlagið er eini viðskiptavinur verk- smiðjunnar sem metinn er á allt að 10 Tryggvi Finnsson, forstjóri Fiskiðjusamlagsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að fyrir all- nokkrum árum hefði verið leitað eftir því við SR að fá verksmið- juna keypta en því hefði verið fá- lega tekið. Eftir að stjórnvöld hefðu lýst áhuga sínum á sölu ríkisfyrirtækja, hefðu þau verið minnt á áhuga Fiskiðjusamlagsins á verksmiðjunni. í framhaldi þess hefðu stjórnvöld látið meta verk- smiðjuna til fjár og ennfremur hefðu stjórnendur Fiskiðjusam- lagsins látið kanna fyrir sig, hvað gera þyrfti við verksmiðjuna svo hún uppfyllti óskir þeirra. Það vantaði til dæmis i hana feit- beinsvinnslu, svo til þessa hefði slíkum beinum verið keyrt til milljónir króna. Raufarhafnar. Stjórnendur Fiskiðjusamlagsins teldu sér ekki hag af rekstri verk- smiðjunnar nema hægt væri að vinna allt tilfallandi hráefni á staðnum, því verulegt óhagræði væri að því að keyra það langar leiðir til vinnslu. Það væru fleiri þættir sem verið væri að meta áð- ur en ákveðið tilboð í verksmiðj- una yrði gert. Þá væri það einnig ætlunin að setja undir sama hatt lifrarbræðslu og fleiri slíka hluti, sem væru annars staðar í dag, og hagræða hlutunum þannig eitt- hvað í leiðinni. Hins vegar væri fyrirtækið ekki tilbúið til að borga nein ósköp fyrir verksmiðjuna, enda væri hún ekki ný. Fjórir viður- kenna innbrot í Hlíðaskóla FJÓRIR piltar hafa viðurkennt inn- brot í tvo skóla auk myndbandaleigu. Þeir hafa viðurkennt að hafa tvívegis brotist inn í Hlíöaskóla og einu sinni í Snælandsskóla í Kópavogi. Gífurleg skemmdarverk voru unnin á húsnæöi skólanna, einkum Hlíöaskóla. Þar voru átta huröir brotnar upp, auk þess aö piltarnir stálu um 50 þúsund krónum í peningum, ávísunum og strætisvagnamiöum fyrir um 114 þús- und krónur. Úr Snælandsskóla stálu piltarnir meðal annars myndbands- tæki. Einn piltanna var úrskurðaður í gæzluvarðhald um helgina og hinir þrír voru handteknir í kjölfarið, sá síðasti í gær. Þá hefur Rannsókn- arlögregla ríkisins upplýst innbrot í Kópavogskirkju og kirkju í Hafn- arfirði. Tveir piltar, sem vistaðir eru á unglingaheimilinu í Kópa- vogi, hafa viðurkennt innbrotin, einnig að hafa brotist inn í Sjófang í örfirisey, stolið bifreið í Mos- fellssveit og brotist inn á verkstæði Vita- og hafnamálastofnunar i Kópavogi. Samninga- fundur í kjaradeilu kennara SAMNINGAFUNDUR veröur hald- inn í kjaradeilu kennara við fjármálaráðuneytiö á morgun. Hið íslenska kennarafélag sendi samninganefnd ríkisins bréf á þriðjudag, þar sem óskað var eftir viðræðum. í bréfinu kemur fram, að nú er lokið málflutningi i Kjaradómsmáli fjármálaráðu- nevtisins gegn BHMR og því telji HIK að fyrir ættu að liggja þau gögn er móta afstöðu fjármála- ráðuneytisins til lausnar kjara- deilu kennara. Á samningafundin- um telur HÍK æskilegt að ræða annaðhvort hvernig breytt ákvæði um starfsaldur tengjast gildandi sérkjarasamningi félagsins, ef Kjaradómur fellst á kröfu BHMR, eða að ræða tilboð fjármálaráðu- neytisins um leiðréttingu á kjör- um kennara, miðað við að Kjara- dómur fallist á kröfu samninga- nefndar ríkisins. SUZUKI Ómar Ragnarsson segir f DV 9.1.85: SUZUKIFOX er: „Léttasti, minnsti og sparneytnasti jeppinn með hefðbundnu sniði á markaðnum. Sprækur og duglegur, lipur og með gott hraðasvið. “ Þarf að segja meira? - Jú, ekkimágleymaverðinu: FOX PICKUP kostar frá kr. 299.000.- FOX JEPPI kostar frá kr. 388.000.- SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.