Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Heppnir með góðan anda í fyrirtækinu Rætt við Matthías og Eirík í Víði um nýja stórmarkaðinn í Mjóddinni og framtíðaráform Þeir leggja nótt við dag, eru sí- fellt á þönum, tveir ungir bræður sem ásamt konum sínum voru að opna þriðju matvöruverzlun sína í Reykjavík, og nýja verzlun er stór- markaður, stærsta matvöruverzlun landsins. Hér er um að ræða þá Matthías og Eirík Sigurðssyni í Víði. Allur bragurinn í kringum þá er hávaðalaus, skipulagningin og hagræðingin slík að allt gengur að óskum með lipru og þægilegu starfsliði sem tekur þátt í verzlun- inni af lífi og sál, hvorki meira né minna en 150 manns I vinnu hjá þeim bræðrum að meðtöldum hlutastörfum. Fullkomustu tæki sem völ er á eru í verzluninni og vinnslunni, en þeir bræður fóru sjálfir um Evrópu þvera og endi- langa til að velja það besta úr ótal öðrum enda stórmarkaðar Víðis er kæliborðaþjónustan. 2200 fermetra plássi stórmarkaðarins skipar ávaxtatorgið veglegan sess eins og sjá má. Við opnun stórmarkaðs Víðis var boðið upp á veitingar og það er auðséð að þeim þykir góður kaffisopinn, Jóni Múla og kvennablómanum í kringum kaffikönnuna. Það er líf og fjör hjá þessum ungu mönnum sem unnu af kappi við að raða vörum í hillur. Morgunbladið/á.j. Eigendur Víðis, hjónin Eiríkur Sig- urðsson og Helga Gísladóttir til vinstri og Matthías Sigurðsson og Selma Skúladóttir til hægri. Þessi mynd var tekin nóttina fyrir opnun stórmarkaðs Víðis, allt á rúi og stúi en hver hlutur komst á sinn stað í tæka tíð. Það er oft ærið handtak að fylla í hillur, en þarna er Matthías að rabba við starfsfólk sem vinnur við vörumerkingar og frágang. möguleikum. Það var ævintýri lík- ast að fylgjast með því þegar Víðir í Mjóddinni var á lokasprettinum við að komast á legg. Fáum dögum fyrir opnun var ekki hægt að láta sér detta í hug að dæmið gengi upp en það var engann bilbug að finna á hinu unga og dugmikla starfsliði Víðisverzlananna. Dæmið gekk upp og nú er þessi nýja verzlun liðlega mánaðargömul orðin einn af föstu liðunum í borgarlífinu, 2.200 fermetra verzlun á jarðhæð, kjötvinnsla, fiskvinnsla, vöru- geymsla og fleira á neðri hæð og eftir er að byggja tvær hæðir fyrir verzlanir og þjónustu margskonar. Við ræddum við þá Matthías og Eirík um verzlunarrekstur þeirra og uppbyggingu Víðishússins í Mjóddinni. Sú þróun hefur átt sér stað, sögðu þeir, að fólk vill nú í æ ríkari mæli sækja þjónustu í stærri verzlanir og gera stór innkaup á einu bretti. Neyzlu- venjur hafa breyzt. Við vildum vera í þessum hópi og með meiri möguleika á umsetningu hjá okkur er jafnhliða meiri mögu- leiki hjá okkur að útvega vörur á sem hagstæðustu verði. Við eig- um að geta boðið lægsta verð hverju sinni með þeirri aðstöðu sem við höfum skapað, aðstöðu sem flæðir um þrjár verzlanir okkar þar sem magninnkaup og skipulagning eru tveir aðal pól- arnir. Við erum með okkar eigin kjötvinnslu, fiskvinnslu, allt mjög fullkomið og vel útbúið tækjum. 90% af öllu kjöti sem við komum til með að selja fer í gegnum okkar vinnslu og við er- um þannig lausir við milliliðina. Við erum með mikið af faglærðu fólki í hverri búð, í kjötafgreiðsl- um eru kjötiðnaðarmenn og kokkar bæði til að liðsinna viðskiptavinum og vanda vöru- meðferð. í Mjóddinni höfum við skapað fiskvinnsluaðstöðu þar sem við getum tekið við fiski beint úr bát og unnið hann eins og okkur sýn- ist, ýmist sem nýtt hráefni, salt- að eða reykt. Það má segja að þetta sé nýjung í stórmarkaði og þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á vöruverð. Fiskurinn kemur beint úr bát og í verzlunina og það er ekki aðeins að fiskurinn verði ferskari á boðstólum heldur á hann einnig að vera ódýrari. Það sem við teljum okkur vera að gera bæði í fiski og kjöti er eins fagleg afgreiðsla og kostur er með meira vöruúrvali en gengur og gerist í stórmörkuðum almennt og það má segja að það sé nýjung í stórmarkaði að við bjóðum upp á heimsendingar með þær vörur sem fólk hefur verzlað. Þannig reynum við að tengja saman möguleika stór- markaðarins og þjónustu kaup- mannsins á horninu þótt stærðin og vöruúrvalið sé eins mikið og raun ber vitni. Á neðri hæðinni sem búið er að byggja í Mjóddinni er kjöt- vinnsla fyrir allar búðirnar okkar, pökkun og fleira og svo er heitur matur einnig á boðstól- um, enda er mjög fullkomið eld- hús hjá okkur. Fiskvinnslan er einnig í Mjóddinni, öll ávaxta- pökkun fyrir búðirnar, allur matvörulager, en með þessu fyrirkomulagi er loks komin sú aðstaða sem við höfum stefnt að til þess að geta boðið betri þjón- ustu og lægra vöruverð. Lóðin í Mjóddinni freistaði okkar í mörg ár og þegar okkur gafst kostur á lóðinni hikuðum við ekki. Á þessu svæði er fólkið, Mjóddin er þjóðbraut fyrir framtíðina, miðdepill og það svæði sem hefur bestar aðkomu- leiðir í borginni. Jú, það á eftir að byggja tvær hæðir á Víðishúsinu í Mjóddinni og það er unnið markvisst að því. Það er gert ráð fyrir að á ann- arri hæðinni verði flestallar vörutegundir á boðstólum sem ekki fást í matvöruverzluninni og á þriðju hæðinni almenn þjónusta og veitingastaður. í Mjóddinni á eftir að byggja 5 verzlunarhús með margþætta starfsemi eins og til dæmis Fálkinn, Penninn, Sigfús Ey- mundsson, apótek, Póstur og sími, ÁTVR, Vouge og Brauð- bær, auk heilsugæzlustöðvar. Þannig á þetta afmarkaða svæði eftir að verða eitt mesta þjón- ustusvæði í Reykjavík á mjög af- mörkuðu svæði. Það sem við höfum lagt mest upp úr við skipulagninguna á stórmarkaðinum í Mjóddinni er að viðskiptavininum líði vel, við höfum haft það að markmiði að skipuleggja þannig að verzlunin sé persónuleg, ekki aðeins per- sónuleg afgreiðsla hjá þjálfuðu starfsfólki heldur einnig að það sé rúmgott án þess að vera eins og geimur. Við viljum leggja áherzlu á það að svona uppbygging, eins og við höfum staðið í, er ekki fram- kvæmanleg nema með góðu sam- starfsfólki og áhugasömu og okkar viðskiptaaðilum báðum megin frá. Við höfum verið heppnir með góðan anda í fyrir- tækinu og gott starfsfólk bæði í verzlununum og húsbyggingunni og fjölskyldur okkar hafa staðið vel með okkur og síðast en ekki sízt höfum við verið lánsamir með það að eiga trausta við- skiptavini og það er ef til vill bezta vísbendingin um að við sé- um á réttri leið. — á.j.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.