Morgunblaðið - 09.03.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.03.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 f GÆRKVÖLDI gekkst Nefnd ’85 fyrir baráttufundi í Háskólabíó, þar sem lögð var áhersla á baráttu kvenna fyrir launajafnrétti. Um 500 manns sóttu fundinn. í ræðum kvenna úr launþegastétt kom fram að enn er langt í land með að launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaðnum sé náð. Kvöttu þær allar til samstöðu kvenna í baráttunni fyrir bættum kjörum. I>að verkefni væri fyrst og fremst í höndum kvenna sjálfa. Lokaár kvennaára- tugarins yrði að nýtast konum á íslandi þannig að mannréttindin: sömu laun og kjör fyrir sömu vinnu verði jafn sjálfsögð og þau mannréttindi sem kosningarétturinn er. Myndina tók RAX á fundinum í Háskólabíói í gærkvöldi. Raufarhö'fn: Eignir Jökuls seld- ar nýju hlutafélagi R»uf»rhöfii. 8. mam. Á hiutahafafundi í Jökli hf. 7. mars síðastliðinn var samþykkt að selja nýstofnuðu hlutafélagi eignir Jökuls í landi, frystihús og aðrar eignir sem félagið á til fiskverkun- ar á um tólf milljónir króna, sem eru skuldir Jökuls við ýmsa aðila umsamdar. Nýja hlutafélagið byggir hér nýtt frystihús svo framarlega sem til þess fáist fyrirgreiðsla. Jökull hf. rekur áfram togara sinn Rauðanúp og kemur til með að skuldbinda sig til þess að út- vega nýja hlutafélaginu hráefni fyrst um sinn. Að þessu nýja hlutafélagi koma til að standa Raufarhafnarhreppur og íbúar, 40%, KNÞ Kópaskeri, sem rekur útibú á Raufarhöfn, 40%, og Formaður samninganefndar rikisins: Kennarar þurfa að vera í hærri launaflokk- um en önnur félög BHM, segir formaður HÍK „ÉG GET ekki verið bjartsýnn á lausn mála nú. Hugmyndir samn- inganefndar ríkisins um leiðréttingu á kjönim kennara ganga allt of skammt,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður HIK, að loknum fundi með samninganefnd rfkisins í gær. Kristján sagði hugmyndir samninganefndarinnar ganga út á leiðréttingu á mismun sem verið hefur í röðun innan BHM. „Hug- myndin sjálf er allra góðra gjalda verð, en við teljum að skýrsla endurmatsnefndar gefi tilefni til meiri kjarabóta en þessarar 6% hækkunar sem hún felur í sér,“ sagði hann. „Við lögðum sjálfir fram tillögur í dag um röðun i launaflokka. Kennari er eingöngu í einum launaflokki og á enga möguleika á starfsheitahækkun- um eins og önnur félög hafa. Við teljum því að kennarar verði að vera í hærri launaflokkum en önn- ur félög til að vega upp á móti þessu." Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði Jón Baldvin skorar á Pál — en Páll neitar „ÉG SENDI Páli Péturssyni frá Höllustöðum eftirfarandi skeyti í kvöld: „Hafandi hlýtt á fáryrði þín og svívirðingar um formann Alþýðuflokksins í fréttatíma Rikisútvarpsins í kvöld, skora ég hér með á þig, að mæta mér í öðrum hvorum ríkisfjölmiðlanna og standa fyrir máli þínu, ef þú ert maður til“,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið seint í gærkveldi. Páll Pétursson, forseti Norður- landaráðs, viðtakandi skeytisins, var spurður hvort hann hygðist verða við áskoruninni: „Ég hef ekki fengið neitt skeyti í hendur frá Jóni Baldvin Hannibalssyni, og ég sé enga ástæðu til þess að láta Jón Baldvin Hannibalsson verða sér meira til skammar." Fyrr um daginn átti blm. Mbl. samtal við Pál á Norðurlandaráðs- þingi, þar sem hann sagði m.a. um Jón Baldvin: „Aðalbréfið þarf hann að senda þjóð sinni þar sem hann biður hana afsökunar á að hafa orð- ið henni til skammar." t samtali i útvarpsfréttum i gærkvöldi lét Páll meðal annars efnislega sömu ummæli falla i garð Jóns. Morgunblaðið spurði Páll i gærkvöldi hvort hann óttaðist ekki að neitun hans hefði það í för með sér að talið yrði að hann þyrði ekki í kappræður við Jón Baldvin: „Ég mun tala við Jón Baldvin, en hann velur hvorki stund né stað,“ svaraði Páll. - Gerir þú það, Páll? „Já, svaraði Páll Pétursson á Höllustöðum. að hugmyndir nefndarinnar um leiðréttingu á kjörum kennara væru þær, að þeim yrði raðað í sömu launaflokka og háskóla- menntuðum mönnum með sömu menntun. „Munurinn þar á hefur yfirleitt verið 1—3 launaflokkar, sem hefur munað um 6%,“ sagði Indriði. „Þeirra tillögur, sem þeir lögðu fram í dag, hljóða hins veg- ar upp á að kennurum verði raðað 14—18 launaflokkum ofar en öðr- um háskólamenntuðum mönnum, en það þýðir 50—65%. Einnig krefjast þeir hækkunar á yfir- vinnu, sem þýðir 10—20% í viðbót, auk annarra sérstakra greiðslna. Alls vilja þeir því fá 70—80% meiri hækkun en samið yrði um við önnur félög. Þessu vísuðum við að sjálfsögðu á bug.“ Ekki hefur verið ákveðinn næsti fundur HÍK og samninganefndar ríkisins, en hugsanlega verður hann í dag. Kristján Thorlacius kvaðst ekki þora að vera bjart- sýnn á að samkomulag, sem yrði til þess að kennarar sneru aftur til vinnu, væri næsta leyti, og það yrði alla vega ekki um þessa helgi. Sjá viðtal við Ragnhildi Helga- dóttor, menntamálaráðherra, á miðopnu. Jón Baldvin Hannibalsson á fundi í Osló: Krafðist þess að tala íslensku og mætti með túlk með sér Á FUNDI formanna krataflokkanna á Norðurlöndum í Osló í janúar sl. krafðist Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, þess að fá að flytja allt sitt mál á íslensku, og láta túlka jafnóðum fyrir sig yfir á norsku, hvað var samþykkt, samkvæmt því sem Jón Baldvin upplýsti blm. Mbl. um í gær. „Það er rétt að ég krafðist þessa og hafði með mér túlk, sem er Helgi Haraldsson, sérfræð- ingur í rússnesku við Oslóarhá- skóla,“ sagði Jón Baldvin í sam- tali við Morgunbiaðið. Jón Baldvin var spurður hvað hefði búið að baki þessari kröfu hans: „Við höfum mikil sam- skipti við Norðurlandabúa og þeim þykir kannski sjálfsagt að þeir tali á fullum hraða allar sínar mállýskur, en þær munu nema tugum ef ekki hundruðum i Noregi einum. Auk þess eru danskar mállýskur, sænskar mállýskur, skánska og norður- sænska ef hún er til. Auðvitað höfum við og Finnar ekki allar þessar mállýskur á valdi okkar, þó að við getum talað einhverja staðlaða skandinavisku. Samt sem áður telja Norðurlandaþjóð- irnar það sjálfsagðan hlut að við gerum okkur þetta að góðu. Þetta lýsir hroka. Ég er algjör- lega sammála þvi sjónarmiði að íslenska sem móðurtunga nor- rænna mana eigi að hafa fullan rétt á þessum málþingum. Hún er náttúrlega göfugasta og feg- ursta málið af þeim öllurn." Jón Baldvin sagði jafnframt: „Ef ég ætla að rökræða flókin mál eins og efnahagsmál, tækni- leg mál eða varnarmál, þá ætla ég ekkert að hökta í fyrsta gír á einhverri flatri skandinavísku, ef ég á orðastað við Olof Palme. Það er bara sjálfsagður hlutur að Skandinavarnir verði vandir á það að við tölum íslensku eins og okkur sýnist.“ Aðspurður um hvernig for- menn hinna krataflokkanna hefðu tekið þessu sagði Jón Baldvin: „Það veit ég ekkert um annað en það að Jonatan Moz- feldt, sem er mjög skemmtilegur maður, hann sagði að þessi af- staða mín lýsti íslenskum stór- veldishroka." kaupfélag Langnesinga Þórs- höfn, 20%. Helgi. Kennarar vilja 70—80 % umfram önnur félög Biskupsfrúin prédikar í Dómkirkjunni Sólveig Ásgeirsdóttir í MESSUNNI í Dómkirkjunni kl. 2 á morgun. sunnudag, prédikar Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú. Olöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona syngur einsöng, leikmenn flytja bænir og ritningartexta, og sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Eftir messu, upp úr kl. 3, hefst svo á Hótel Loft- leiðum árleg kaffisala kvenfé- lags safnaðarins, Kirkjunefnd- ar kvenna Dómkirkjunnar. Skal fólki bent á, að hún stend- ur til kl. 5. Oft hefur verið svo mikil þröng, fyrri klukkutím- ann, að fólk hefur orðið að bíða eftir sætum, en ef aðsókn dreifist betur á þann tíma, sem opið er, þá ætti slíkt ekki að koma fyrir. Strætisvagn fer frá kirkj- unni að messu lokinni suður að Hótel Loftleiðum og í bæinn aftur um kl. hálf fimm. (Frá Dómkirkjunni.) Þjóðleikhúsið: Carol Niel- son syngur í „Chicago“ SÖNGKONAN Carol Nielsson, sem þekkt er hér á landi frá fyrri tfð undir nafninu Janes Carol, verður í einu af aðalhlutverkunum f uppfærslu Þjóðleikhússins á söngleiknum „Chicago", sem fýrir- hugað er að setja á svið í maf næstkomandi. Carol Nielsson hef- ur starfað f London undanfarin ár og vakið þar athygli fyrir góða frammistöðu f söngleikjum og meðal annars hcfur hún farið með aðalhlutverk f söngleiknum „Cats“, sem notið hefur miltilU vinsælda að undanförnu. Söngleikurinn „Chicago“, er eftir þá Fred Ebb og Bob Fosse, höfunda hins þekkta söngleiks „Cabarett , en „Chicago“ var fyrst settur á svið á Broadway í New York um miðjan síðasta áratug og hefur síðan verið sýndur við metaðsókn og góðar undirtektir víða um heim. ís- lenska þýðingu gerði Flosi ólafsson, sem einnig þýddi söng- leikinn „Gæjar og piur“, sem sýndur hefur verið í Þjóðleik- húsinu að undanförnu við góðar undirtektir. Leikstjórar „Chic- ago“ verða hinir sömu og í „Gæj- ar og píur“, beir Kenn Oldfield og Benedikt Árnason, og tónlist- in er í höndum Terry Davies og Agnesar Löve. Auk söngkonunn- ar Carol Nielsson verða í veiga- miklum hlutverkum þau Sigríð- ur Þorvaldsdóttir, Pálmi Gests- son, Róbert Arnfinnsson og Þóra Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.