Morgunblaðið - 09.03.1985, Page 7

Morgunblaðið - 09.03.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 7 Hvergerðingar og Eyjamenn skoða vatns- rennibrautir á Florida SENDINEFND Sunnlendinga, frá Hveragerði og Vestmannaeyj- um, heldur til Bandaríkjanna í dag í nokkurra daga ferð til þess að skoða stærsta vatnsrenni- brautagarð í heimi sem er stað- settur í Orlando á Floridaskaga. Skuttogarinn Ingólfur Arnarson fær nýtt nafn: Freri skal hann heita ÖGURVÍK, hinn nýi eigandi skuttogarans Ingólfs Arnarson- ar, hefur nú, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, ákveðið að gefa honum nafnið Freri. Skipinu verður breytt í frystiskip og þykir því nafnið Freri vel við hæfi. Skrásetn- ingarnúmer skipsins verður RE 73. Auk Frera á Ögurvík og gerir út skuttogarana Vigra RE 71 og Ögra RE 72. Bæjarstjórn Vestmannaeyja og hreppsnefndarmenn í Hvera- gerði hafa hug á að kanna möguleika á uppsetningu tækja fyrir börn og fullorðna í tengsl- um við sundlaugarnar á báðum stöðunum. Vatnsrennibrautir tilbúnar á markaði eru mjög dýrar, en markmiðið með ferð- inni er að kanna hvort ekki sé hægt að byggja upp slíka að- stöðu á einhvern hátt við hæfi viðkomandi staða og án þess að kostnaður fari upp úr öllu valdi. Flugleiðir hafa hlaupið undir bagga með að gera þessa ferð framkvæmanlega, en Flugleiðir hafa sem kunnugt er hafið flug til Orlando fyrir skömmu. INNLENT Frá æfingu Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, sem heldur tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Æskunnar verða haldnir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð laug- ardaginn 8. mars kl. 19.00. Hljóm- sveitin var stofnuð nú í janúar, i byrjun Árs æskunnar og Árs tónlist- arinnar, skv. ákvörðun tónlistar- skólastjóra landsins. Meðlimir hennar eru tónlistar- nemendur og eru yfir 80 ungir hljóðfæraleikarar í hljómsveitinni að þessu sinni. Tónleikar þessir eru árangur hálfs mánaðar nám- skeiðs sem hófst föstudaginn 22. febrúar i Hagaskólanum, og er stjórnandi Paul Zukofsky. Æft hefur verið frá kl. 6—9 á hverju kvöldi og um helgar frá kl. 10—5. Á tónleikunum nú á laugardag verða fluttir þrír þættir úr „Wozz- eck“ eftir Alban Berg og er Elísa- bet Erlingsdóttir einsöngvari í því verki og Sinfónía nr. 1 í c-moll eftir Johannes Brahms. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. (Frétutilkynning.) A HORTDA >4ccord 4-door Sedan EXS Margfaldur verölaunabíll á ameríska bílamarkaðnum. Bifreiö er vekur óskipta athygli og aörir biiaframleiöendur hafa tekið til fyrirmyndar. Já þaö er ekkert smáræöi sem boöiö er uppá í þessum bíl. Sérklæðning, aflstýri, rafdrifnar rúöur, sóllúga, útvarp/kassettutæki, raflæs ingar, 440 lítra farangursrými og margt fleira. Verö: 593.800 beinsk. EXS 614.330 sjálfsk. EXS 2-door Hatchback Hinn sívinsæli Civic er nú á ótrúlega hagstæöu veröi. Þessi bíll er svo sannarlega peninganna virði, því rúmbetri 5 manna smábíll er ekki á markaönum. Vél: 1350 cc, 71 DIN — hestöfl, 5 gíra eöa sjálfskiptur og allt annaö. Verö aðeins frá kr. 368.000,-. CIVIC SPORT — enn betri útfærsla á hinum vinsæla Civic. Viöbragö er ótrúlega gott aðeins 9,7 sek á 100 km hraöa. Vél. 1500 cc, 85 DIN — hestöfl, 5 gíra, litaöar rúöur, sóllúga — sérhönnuö sportsæti og margt fleira. En þaö sem vekur athygli er veröiö aöeins kr. 414.600,-. 4-door Sedan gl Þessi stórskemmtilegi og rúmgóöi fjölskyldubíll kem- ur þér svo sannarlega á óvart. Hér er lagt mest uppur rými, þægindum og sparneytni. Vél 1500 cc, 85 DIN — hestöfl. Viöbragö 10,7 sek. í 100 km hraöa. Farangursrými 420 lítra. Verö aöeins frá kr. 420.000.-. Reykjavík: Bílasýning í dag laugardag frá 1—5. Akureyri: Bílasýning Þórshamri í dag laugardag kl. 1—5. Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMAR 38772 — 39460.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.