Morgunblaðið - 09.03.1985, Page 40

Morgunblaðið - 09.03.1985, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 + Systir okkar, ANNA KONRÁDSDÓTTIR, ksnnari, er látin. Margrét S. Konróósdóttir, Björn Konróösson. + Móóir okkar, GUDRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR, áöur til heimilis aö Hverfisgötu 98, lést á Hrafnistu þann 8. mars. Ragna Erlendsdóttir Boyanich, Ólöf K. Erlendsdóttir, Esther Erlendsdóttir Harris. + Elskuleg eiginkona min og systir, ÓLÍNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, Dvergabakka 24, lést aö heimili sinu aöfaranótt föstudagsins 8. mars. Óttó Þorsteinsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir. + Móöir min og tengdamóöir, ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR, fyrrverandi hjúkrunarkona, lóst í Öidrunarlækningadeild Landspitalans 7. mars. Emil Als, Auöur Steinþórsdóttir Als. + Maöurinn minn, ARNKELL JÓNAS EINARSSON, vegaeftirlitsmaöur, Laugalæk 23, lést aö morgni 7. mars. Elfn Ág. Jóhannesdóttir. + Þakka innilega hlýhug og samúö viö andlát og útför eiginmanns mins, Baldvins B. Skaftfell. Fyrir hönd ættingja, Gréta Jóelsdóttir Skaftfell. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, fósturmóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR GUDNADÓTTUR, Háageröi 16. Gunnar Kr. Guömundsson, Kristin Lúöviksdóttir, Guóm. Ingi Guömundsson, Elfsabet Jónsdóttir, Páll Axel Guðmundsson, Sofffa Jónsdóttir, Lisa Guönadóttir, Kristinn Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúöarþakkir til þeirra sem auösýndu vináttu og hlýhug viö andlát og útför SIGURKARLS FJÓLARS ÓLAFSSONAR, Kópavogsbraut 105, og heiöruöu minningu hans. Ólafur Jens Pétursson, Helga Helgadóttir, Áslaug Gunnsteinsdóttir, Sveinbjörn Br. Pétursson, Gunnsteinn Ólafsson, Hrönn Sveinbjörnsdóttir, Pétur Már Ólafsson, Helgi Sveinbjörnsson, Héöinn Sveinbjörnsson. Legsteinar Framleiðum ailar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og róðg jöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMKUA SKaiWUVEGI 48 Slwt 76677 Minning: Guðni Þorsteins- son, Selfossi Fæddur 27. janúar 1897 Dáinn 27. febrúar 1985 Nú er hann fallinn frá. Þessi ágæti hagleiksmaður og hagyrð- ingur. Það má segja að allt léki i höndum hans og var hann jafnvíg- ur á tré og jarn. Hann var góður hagyrðingur og hafði mikið yndi af kvæðum Einars Benediktsson- ar, var vel heima í þeim. Séð hef ég eftir hann nokkur góð kvæði og eru kvæði hans um hross sérlega góð, enda var hann mikill hesta- maður og hestavinur. Ég kynntist Guðna fyrst er ég kom til Reyðarfjarðar 1934 og komst ég að því að við vorum skyldir, báðir ættaðir frá Djúpa- vogi og nágrenni hans. Hann bjó með sinni ágætu konu, Þorbjðrgu, og stórum barnahópi í næsta húsi við dvalarstað minn, svo að kynni okkar urðu hröð og góð. Þau hjón- in höfðu margt reynt fram að þessu. Barnaveikin tók 3 fyrstu börnin þeirra á einni viku, það var ekkert hægt að gera þeim til bjargar af því að bóluefni var enn- þá ekki til hér. Guðni var orðinn öryrki vegna hjartaveiki og mátti ekki vinna — var kominn á sveit- ina. Fjórum árum síðar, 1938, er ég hafði loks fundið hvað garnaveik- in var og var settur í það að ferð- ast um Austurland og bólusetja sauðfé á stóru svæði á milli Breiðdalsvíkur og Axarfjarðar til þess að rannsaka á þann hátt hversu útbreidd veiki þessi væri. Nú bauð ég Guðna að vera ritari við bólusetninguna hjá mér og tók hann þvi, enda ekki nema fertug- ur. Hann vann með mér í 2 vetur og lærði auk þess að taka gerlapr- ufur úr görnum, lita þær með suðu og rannsaka með smásjá. Eftir þetta leitar Guðni á braut og sest að á Selfossi, en vinnur sem verkamaður og verkstjóri hjá ríkinu við ýmsa byggingarvinnu, t.d. í Fornahvammi og á Suður- nesjum. Það hefur orðið þessum ágætu hjónum, Þorbjörgu og Guðna, til mikillar gleði og gæfu að flytjast svona snemma vestur á bóginn og setjast að á Selfossi. Þar hafa þau fundið góðan atvinnuvettvang fyrir hin mörgu börn sín. Þetta hefur orðið þeim mikil huggun fyrir hið fyrsta, hroðalega áfall, að missa 3 fyrstu börnin. Ég sendi bðrnunum 8 sem eftir lifa mínar innilegustu samúðar- kveðjur, en vil um leið minna þau á að þau geta kvatt foreldra sina með gleði og virðingu fyrir gögugt líf þeirra og starf. Guð blessi þau bæði. Ásgeir Ó. Einarsson Guðni Þorsteinsson fæddist á Bæ i Lóni þann 27. janúar 1897. Hann var sonur hjónanna Kristin- ar Jónsdóttur og Þorsteins Vig- fússonar. Þorsteinn var tvigiftur og hét fyrri kona hans Sigurbjörg og átti hann með henni tvo syni, þá Eirík, er siðar fluttist til Vest- urheims og lést þar, og Guðjón, sem var búsettur á Reyðarfirði og er nú látinn. Er Sigurbjörg lést kvæntist Þorsteinn Kristínu Jónsdóttur og I eignuðust þau fimm börn: Guðna, Sigurbjörgu, sem var búsett á Arnheiðarstöðum, Fljótsdal, Margréti, Guðrúnu og Þorstein, þau voru öll búsett i Kanada. Einnig átti Kristin einn son, Júli- us Sigfússon, og eru þau öll látin. Um 12 ára aldur flyst afi að Vallarnesi, þar lærði hann múr- verk. Meðan hann var þar við nám fluttist fjölskylda hans búferlum til Vesturheims. Þann 1. september 1918 verða þáttaskil i lífi afa, er hann gekk að eiga konu sína Þorbjörgu Einars- dóttur frá Reyðarfirði, hún fædd- ist 6. apríl 1894. Settust þau fljótlega að í Brekku, Reyðarfirði og áttu þar heima þar til þau fluttust á Sel- foss árið 1945. Börn þeirra eru: Emil Hilmar, fæddur 10. apríl 1919, dáinn 8. mars 1921. Eiríkur, fæddur 22. janúar 1921, dáinn 11. febrúar sama ár. Emma Kristín, fædd 8. mars 1922, gift Ágústi Eirikssyni garðyrkjubónda, þau eru búsett á Lðngumýri, Skeiðum. Guðmundur, trésmíðameistari, fæddur 30. april 1924, kvæntur Fjólu Guðmunds- dóttur, búsett i Vestmannaeyjum. Gisli Einar, húsvörður, fæddur 25. ágúst 1925, dáinn 6. janúar 1981, hann var kvæntur Jónu Vigfús- dóttur og voru þau búsett á Sel- fossi. Hörður Halldór, fæddur 10. janúar 1928, dáinn 11. júni sama ár. Kjartan Þorsieinn, fæddur 10. janúar 1928, dáinn 22. júni sama ár. Guðfinna Torfhildur, fædd 7. desember 1928, gift Eðvarð Torfa- syni, bónda, búsett i Brautar- tungu, Lundarreykjadal. Ásdis Pálina, fædd 23. febrúar 1931, gift Leifi Eyjólfssyni, skólastjóra, bú- sett á Selfossi. Jóna Benedikta, fædd 15. júlí 1933, gift Páli Árna- syni, málarameistara, búsett á Selfossi. Hulda Björg, fædd 26. janúar 1937, gift Pálma Jónssyni, kennara, búsett i Reykjavik. Ás- geir Lárus, rafvirkjameistari, fæddur 31. desember 1938, kvænt- ur Þyri Axelsdóttur, búsett á Sel- fossi. Einn son átti amma fyrir hjóna- band sitt, Eggert Eyjólf Guðna- son, veitingaþjón, kvæntur Val- borgu Gisladóttur, búsett í Reykjavík. Barnabörnin urðu 43 en þar af létust 4, barnabarnabörnin urðu 72 en þar af létust 2. Afi var dugmikill maður og gekk altið hraustlega til vinnu, hann bjó yfir mikilli skaphörku og þurfti hann oft að breyta henni í erfiðleikum er að steðjuðu. Afi gekk ekki heill til skógar eftir að hann veiktist árið 1933, en ekki lét hann hugfallast frekar en áður og barðist áfram af dugnaði. Afi var mikið snyrtimenni jafnt í klæðaburði sem i umgengni, aldrei man ég eftir honum öðru- vísi en uppáklæddum á sunnudög- um og gekk hann þá altíð til kirkju, meðan heilsan leyfði. Hann var meðhjálpari í Reyð- arfjarðarkirkju og síðar gegndi hann því starfi um tíma fyrir Sel- fosskirkju. Hann hafði yndi af öll- um söng og söng hann með kirkju- kór Reyðarfjarðar. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug vlö andlát og útför eiginmanns mlns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUNNARS HALLDÓRS SIGURJÓNSSONAR loftskeytamanns, Álfaskeiöi 57, Hafnarfiröi. Gertrud M. Sigurjónsdóttir, Þór Gunnarsson, Ásdfs Valdimarsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Þorbjörg Bernhard, Ludvig H. Gunnarsson, Guðrún Jónsdóttir og barnabörn. Laghentur var hann og lék allt i höndum hans, prýða margir mun- ir er hann smiðaði heimili okkar afkomenda hans. Helstu áhugamál hans voru bókmenntir hverskonar, einnig voru hestar ævinlega ofarlega i huga hans. Afi var mjög vel gefinn maður og hagmæltur, allt frá upphafi skólagöngu okkar barnanna fylgd- ist hann glöggt með námi okkar og framförum. Hann samgladdist öll- um er kost höfðu á að mennta sig. Er ég nú i dag kveð þennan merka mann með söknuði, koma margar ljúfar minningar upp í huga minn, minningar frá liðnum stundum með ömmu og afa. Nú eru þau bæði komin yfir móðuna miklu og ég veit að amma tekur vel á móti honum, þeim verða endurfundirnir kærir. Minning elsku afa mins og ömmu mun lifa í hjörtum okkar allra um ókomin ár. Vil ég nú færa öllu starfsfólki elli- og hjúkrunarheimilisins Ljósheimum, Selfossi, minar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Afa og ömmu þakka ég innilega fyrir allt liðið. Nína Guðbjörg Pálsdóttir Aldurtila eiga sér allir visan. Þess vegna er dauðinn í sjálfu sér engum undrunarefni. Þó er það svo að i hvert sinn sem hann ber að dyrum veldur hann röskun i huga þeirra sem nærri standa, því að sú leiða staðreynd stendur eftir meðal lifenda, að máttur lifsins hafi i jarðriki beðið ósigur. Hinn ráðriki maður ræður ekki yfir réttinum til lífs nema að litlu leyti. En við erum salt jarðar. Við er- um lífskrúð marglitt og margbrot- ið meðan við lifum. Við erum ham- ingja og hugarvíl, sigur og ósigur i baráttu jarðvistar sem við vitum að hefur tímanlegan endi hvernig sem farið er að. Og lifsskeiðin verða eins mörg og mennirnir eru. Hver og einn rennur sitt eigið skeið til enda. Einn og einn fæðist maðurinn og deyr. Hver og einn á sér eigið svipmót, hætti, atferli, hugmyndir eða gildismat, í einu orði sagt skapgerð, persónuleika. Þess vegna á heimurinn gnótt af gersemum manna, eðalsteina og undurfagurt blágrýti. Einn af þessum eðalsteinum var Guðni Þorsteinsson, kallaður múrari, hér á Selfossi. Guðna kynntist ég fyrst fyrir hálfum öðr- um áratug og var hann þá kominn i eldri borgara tölu. Lágvaxinn Austfirðingur, dæmigerður í útliti fyrir þann íslending og Austfirð- ingi sem barist hefur austur þar við fjöll og firnindi, fönn og skafla enda hafði lífshlaup hans einmitt runnið þar og oft í kröppum leik. Þó var það skapgerðin, hin skyggnu og skörpu augu, tilsvörin, ljóðin sem léku svo oft á tungu hans, sem athygli vöktu. Hann hafði sýn inn í mannlífið, hann hafði skoðun a mönnum og mál- efnum, var höfðingadjarfur og hiklaus í tali. Sumum fannst sem hann færi þá stundum offari í orð- um sínum, en þegar betur var að gáð áttu orð hans sér betri stoð í veruleikanum en margur hélt og hjalaði. Ég minnist ekki svo Guðna að Einars Benediktssonar skálds, „vinar hans“ sé ekki um leið getið, enda segir það ef til vill meira en mörg orð, að hann var einstaklega elskur að þessu skáldi og orti sjálfur ( anda hans. Hin kjarnmikla íslenska, sem i ljóðun- um birtist var honum sem foss elf- unnar, kraftinn og kyngina kunni hann að meta. Þó lifði i Guðna viðkvæmur maður, sem var létt særður í mannlegu stolti sinu. Meðan Guðni var vel ern, en það var hann fram á síðustu ár, átti ég oft löng samtöl við hann í sima. Hann braut þá alltaf upp á brenn- andi vandamálum dags og lífs, ræddi stjórnmál og stefnur og ævinlega fór hann með visu eða ljóð áður en kom að erindinu. Þetta raskaði stundum timasetn- ingu vinnudagsins hjá mér og ein- hver hefur lengur þurft að sitja á biðstofunni. En það sem Guðni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.