Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 1

Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 1
80 SIÐUR MEÐ 12 SIÐNA IÞROTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 77. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flokkur Duarte sigri hrósandi S»n Salvndor, I. aprfl. AP. Flokkur Jose Napoleons Duarte, Kristilegir demókratar, lýsti sigri í kosningunum í El Salvador um helg- ina og kvaðst hafa hlotiö meirihluta á þingi. Kosningarnar þóttu takast vel og var lítið um kosningaspjöll af hálfu skæruliöa. Endanleg úrslit kosninganna ráöast ekki fyrr en í miðri þessari viku. Óháð útvarpsstöð sagði að skoð- anakönnun meðal kjósenda er þeir komu úr kjörklefanum styðji yfir- lýsingar flokks Duartes. Stjórnar- Horfur batna í Bretlandi Londoii, 1. apríl. AP. Afkoma Breta verður betri árið 1985 en nokkru sinni í ára- tug og iðnaðarframleiðsla eykst um 4% milli ára, samkvæmt spám samtaka brezkra iðnrek- enda (CBI). Spádóma sína byggir CBI á skýrslum 1.778 framleiðslu- fyrirtækja. Aukist iðnaðar- framleiðslan um 4% frá I fyrra yrði um að ræða meiri árlega aukningu en nokkru sinni frá 1973. Að sögn CBI eru horfur með útflutning betri en nokkru sinni frá 1977, samkvæmt samningum, sem fyrir liggja. CBI gerir hins vegar ekki ráð fyrir því að úr atvinnu- leysi dragi. andstaðan lýsti hins vegar einnig sigri. Utvarpsstöðin sagði flokk Du- artes hafa komið mjög vel út á bardagasvæðum og svæðum þar sem skæruliðar hafa látið að sér kveða, og unnið 32 eða 33 sæti af 60. Flokkurinn hafði 24 sæti á frá- farandi þingi. Alejandro Duarte, sonur forsetans, sagði kristna demókrata hafa sigrað í 41 borg af 50, þar sem talið hafði verið. Roberto D’Aubuisson leiðtogi stjórnarandstöðunnar vísaði full- yrðingum andstæðinga sinna á bug og sagði flokk sinn hafa hlotið tvisvar sinnum fleiri sæti en flokkur Duartes. Duarte sigraði D’Aubuisson i forsetakosningum í fyrravor. Vestrænir sendifulltrúar dróu yfirlýsingar Duartes um hreinan meirihluta í efa. Duarte hefur ekki haft meirihlutastuðning í þinginu frá því hann var kjörinn forseti í fyrravor, og hefur stjórn- arandstaðan notað aðstöðu sína til að gera honum erfitt fyrir á ýmsa vegu. I tilkynningu bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði að í fjórða sinn á þremur árum hefðu íbúar E1 Salvador sýnt að þeir eru lýðræðissinnar og hafna skæru- hernaði sem aðferð til að leysa vandamál þjóðarinnar. Danmörk: AP/Símamynd Danskir lögregluþjónar handtaka einn úr hópi manna, sem stóð fyrir ólátum í Kaupmannahöfn í gær í mótmælaskyni við lagasetningu, sem ætlað var að binda enda á vinnudeilur í Kaupmannahöfn. Ástandið versnar við skæruverkföll Kaupmannahöfn, 1. apríl. AP. Tugþúsundir verkamanna virtu að vettugi lagasetningu um lausn verk- falls ófaglærðra launamanna og skæruverkfoll um land allt röskuðu daglegu IiTi í Danmörku. Samgöngur voru lamaðar, póstburður nær enginn og opinber þjónusta í lágmarki vegna írakar biðja Rússa um af- not af SS-12 BagdaA, I. aprfl. AP. íraskar orrustuþotur héldu uppi loftárásum á borgir í íran í dag, í 13. sinn á 18 dögum. Unnið er að því að stilla til friðar með deiluaðilum, en íranir kváðust ekki mundu setjast að samningaborði fyrr en stjórnin í írak hefði fallið. íranir sögðu 22 menn hafa fallið í árásum íraka í dag og 76 særst. Hinir særðu væru fyrst og fremst konur og börn. Írakar héldu einnig uppi loftár- ásum í gær og lýstu þeir stórsigr- um í átökum við trana. Ef marka má frásagnir írana, varð írökum ekki ágengt í gær, þar sem íranir stökkt flugvélum þeirra á flótta. Erfitt er sem fyrr að henda reiður á sannleiksgildi yfirlýsinga stríðsaðila. Þannig sögðust írakar hafa hæft „stórt skotmark” við Kharg-eyju, en það fékkst ekki staðfest í flutningaheiminum. Þá sögðu írakar að þyrlur hefðu gert árás á hersveitir og báta í Huwa- izah-fenjunum syðst á átakalín- unni. Blaðið Al-qabas í Kuwait segist hafa fyrir þvi áreiðanlegar heim- ildir að Tariq Aziz, utanríkisráð- herra íraka, hafi óskað eftir sam- þykki Rússa við notkun SS-12 eldflaugar, öflugs vopns sem Sov- étmenn hafa selt írökum. Aziz var í Moskvu um helgina, en Irakar vísa frétt blaðsins á bug. SS-12 flaugin er mjög öflug og mundi styrkja stöðu íraka stórum ef Rússar leyfa notkun vopnsins. Hermt er að þeir selji vopnið með því skilyrði að það verði ekki not- að nema með þeirra samþykki. skæruverkfallanna og adgeróa ýmiss konar af hálfu verkfallsmanna. Er ástandið í Danmörku verra en fyrir lagasetningu. Oftar en einu sinni kom til átaka lögreglu og mótmælaseggja í mið- borg Kaupmannahafnar i kjölfar fjölmenns mótmælafundar við danska þinghúsið. Voru fundar- menn og ærslabelgir áberandi ölv- AP/Símamynd Frá mótmælaaðgerðum í Kaupmannahöfn í gær. Fjölmennt lið andstæðinga lagasetningarinnar hafa lokað götu í miðborginni. Lögregla búin til að mæta óeirðum stendur augliti til auglitis við mótmælafólkið. aðir. Víða um borgina lokuðu verk- fallsmenn helztu götum, sem olli umferðaröngþveiti. Einnig kom til átaka i Óðinsvéum þar sem ráðist var að lögreglubifreiðum. Sjúkrahús ■ í Kaupmannahöfn sinntu einvörðungu bráðatilfellum vegna skipulegrar útgöngu félags- bundinna starfsmanna í morgun. Strætisvagnasamgöngur lágu niðri í flestum borgum landsins og að- eins örfáar ferjur gengu milli dönsku eyjanna. Lítil umferð var um Kastrup-flugvöll. Tæknimenn danska útvarpsins lögðu niður vinnu og eftir það var tónlist leikin án kynningar, en fréttum útvarpað á klukkustundar- fresti. Danska sjónvarpið kvaðst mundu hætta útsendingum klukk- an 18 að íslenzkum tíma, þar sem starfsfólk allt mundi ganga út strax eftir kvöldfréttir. Verkalýðsleiðtogar létu í ljós óánægju með lagasetningu danska þingsins, sem samþykkti frumvarp um lausn vinnudeilunnar á laug- ardagskvöld með eins atkvæðis mun. Sýndu sumir leiðtoganna gremju sína með því að hvetja til ólöglegs allsherjarverkfalls. Hardy Hansen formaður félags ófag- lærðra verkamanna sagði að í lög- unum væri ekkert tillit tekið til hagsmuna umbjóðenda sinna. Lög- in skammta viðkomandi 2% launa- hækkun á ári næstu tvö árin og einnar stundar styttingu vinnuvik- unnar frá 1. marz 1987. Menn, sem málum eru kunnugir, kváðu erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær skæruverkföllum linnti og verkfallsmenn sneru til vinnu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í dag, er meirihluti Dana fylgjandi lagasetningunni, en ef kosningar yrðu haldnar félli stjórn Pauls Schlúter hins vegar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.