Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 7
Bókin opnar alla heimæ MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 7 Viðurkenningar fyrir framúrskar- andi fræðibækur fyrir börn DAGANA 11.—29. mars var haldin í Kennslumiðstöd Námsgagnastofn- unar sýning á fræðibókum fyrir börn og uppsláttarritum sem henta I skólastarfi. Sextán útgáfufyrirtæki þáðu boð um þátttöku og sýndu rúmlega 400 bókatitla á sýningunni sem nefnd var Bókin opnar alla heima. Dómnefnd sem starfaði i tengsl- um við sýninguna veitti skriflegar viðurkenningar fyrir þær bækur sem þóttu skara fram úr á þessu sviði. í dómnefndinni áttu sæti Andrea Jóhannsdóttir aðstoðar- bókafulltrúi í menntamálaráðu- neytinu (formaður dómn.), Hrólf- ur Kjartansson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Hulda Ásgrímsdóttir forstöðumaður skólasafnamiðstöðvar Skóla- skrifstofu Reykjavíkur, Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Skólavörð- unnar, Ingvar Sigurgeirsson for- stöðumaður Kennslumiðstöðvar Námsgagnastofnunar, Jónína Friðfinnsdóttir formaður Félags skólasafnvarða, Ragnar Gislason stjórnarmaður í Hagþenki, Þór- hildur Sigurðardóttir bókasafns- fræðingur á Bókasafni Kennara- háskóla íslands og Sigrún Klara Hannesdóttir dósent í bókasafns- fræðum við Háskóla íslands en þau voru jafnframt fulltrúar þeirra aðila er unnu að undirbún- ingi og framkvæmd þessarar sýn- ingar og dagskrár er haldin var í tengslum við hana. Eftirfarandi fyrirtæki fengu viðurkenningu: Bjallan hlaut viðurkenningu fyrir þrjár bækur: Húsdýrin okkar eftir Stefán Að- alsteinsson og Kristján Inga Ein- arsson (Reykjavík 1982). í umsögn dómnefndar er þessi bók talin „framúrskarandi að allri gerð ... gott dæmi um það þegar fræðim- anni tekst vel að miðla þekkingu sinni til ungra lesenda.“ Orðaskyggni eftir Árna Böð- varsson (Reykjavík 1983, 4. út- gáfu) sem þykir einkar „hentugt uppsláttarrit í móðurmálsnámi". Sauðkindina — Landið og þjóð- ina eftir Stefán Aðalsteinsson (Reykjavík 1981). Bókin „fjallar á fjölbreyttan hátt um einn af und- irstöðuatvinnuvegum þjóðarinn- ar“. Fjölvi hlaut viðurkenningu fyrir íslenska fiska eftir Gunnar Jóns- son (Reykjavík 1983). Bókin „er dæmi um afar vandaða islenska útgáfu á uppsláttarriti fyrir al- menning sem nýtist vel í skóla- starfi". Iðunn fyrir íslenska flóru með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarna- son (Reykjavík 1983). Myndir gerði Eggert Pétursson. Bókin „nýtist vel í skólum vegna skýrrar og greinargóðrar framsetningar". Námsgagnastofnun fyrir Min danske ordborg eftir Gurli Dol- trup, Stellu Guðmundsdóttur o.fl. (Reykjavík, útgáfuár ótilgr.). en „útlit og frágangur hennar er til fyrirmyndar". Setberg fyrir bækurnar Svona er tæknin (1979), Svona erum við (1980), Svona er heimurinn (1981), Svona eru dýrin (1983) eftir Joe Kaufman í þýðingu Örnólfs Thorl- aciusar. Mat dómnefndar er að þessar bækur eru „vel þýddar og skemmtilega myndskreyttar". Örn og örlygur hlutu viður- kenningu fyrir tvo bókaflokka: Landið þitt — ísland eftir Þorstein Jósepsson, Steindór Steindórsson o.fl. (Reykjavík 1980, 2. útgáfa). Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn við þessa bókagerð. M.a. má nefna þá Kristin Sigur- jónsson og Helga Magnússon. Þessi bókaflokkur „bætir úr brýnni þörf fyrir aðgengilegt og vandað uppsláttarrit um sögu og umhverfi á íslandi“. Heim þekkingar (Reykjavík 1982 og 1983). Að mati dómnefnd- ar eru þessar bækur „hentug upp- sláttarrit þar sem fjallað er á að- gengilegan hátt um fjölbreytt svið náttúru og menningar“. I frétt frá Námsgagnastofnun segir, að það sé álit dómnefndar- manna að starfsfólk ofangreindra fyrirtækja og aðrir aðstandendur þeirra bóka er viðurkenningu hlutu eigi heiður skilinn fyrir að hafa með alúð, metnaði og vand- virkni lagt sitt af mörkum til þess að íslensk börn eigi aðgang að vönduðu og fræðandi lestrarefni. Dómnefndin vekur athygli kenn- ara, starfsfólks skólasafna og al- menningsbókasafna, foreldra og annarra uppalenda á þessum úr- valsritum. EAPS heldur þing á íslandi EUROPEAN Association of Prof- essioanl Secretaries, sem er sam- tök einkaritara í stórfyrirtækjum í 17 Evrópulöndum, hyggjast halda árlegt þing sitt og aðalfund hér á landi í september 1986. Þetta kom fram á fundi stjórnar og full- trúaráðs samtakanna, sem hald- inn var i Reykjavík dagana 22.-24. mars sl. Fundinn sóttu 30 manns. Forseti fslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er verndari þess- ara samtaka ásamt Christinu Svíaprinsessu og Philippe Clém- ent, formanni Verslunar- og iðnaðarráðs Parísar. Forsetinn bauð fundarmönnum til móttöku á Bessastöðum 23. mars og lét þar í ljós ánægju sína með samtökin og þá virðingu, sem sér væri sýnd. Samtökin European Association of Professional Secretaries eru nýlega orðin tíu ára gömul og eru félagar rösklega 600. fltovstiit&lftfeife Gódan daginn! MorgunblaAið/ól.K.M. Frá afhendingu viðurkenninga Námsgagnastofnunar síðastliðinn föstudag. Sitjandi frá vinstri: Herdís Sveinsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Ragnhildur Helgadóttir og Krístfn Unnsteinsdóttir. Standandi frá vinstrí: Andrea Jóhannsdótt- ir, Helgi Magnússon, Ágúst Arnbjörnsson, Kristinn Sigurjónsson, Gunnar Jónsson, Bogi lndriðason, Kristján Ingi Einareson, Gurli Doltrup, Örnólfur Thorlacius, Stella Guðmundsdóttir og Árni Böðvarason. Hin stórkostlega skemmtun meö hin- um frábæru félögum í RÍÓ ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar veröur í Broadway 3. apríl, skírdag 4. apríl og II í páskum. Páskaskemmtun í Broadway er kjör- in skemmtun fyrir alla. Ljúffengur þríréttaöur kvöldveröur framreiddur og dansaö aö lokinni skemmtun. Ath.: Skírdag veröur húsiö opnaö kl. 18.00 fyrir matargosti. Tryggiö ykkur miöa og borö tímanlega því síöustu páska seldist upp. Miöa- og boröapantanir í dag kl. 2—5 í síma 77500. Stórhljómsveit Gunnars ásamt Björgvin, Sverri og Þuríöi leika fyrir dansi. Ein allra besta danshljómsveit sem fram hef- ur komið í mörg ár. Verið velkomin vel klædd í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.