Morgunblaðið - 02.04.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 02.04.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 17 Langholtskirkja Söngur í Langholtskirkju Tónlist Jón Ásgeirsson Þriggja kóra stefna var haldin i Langholtskirkju sl. laugardag og sungu þar Hamrahlíðarkór- inn, Kór menntaskólans í Hamrahlíð og Mótettukór Hall- grímskirkju, undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur og Harðar Askelssonar. Ágóðinn af tónleik- unum á að renna í orgeisjóð Hallgrímskirkju. Nær húsfyllir var, svo væntanlega hefur nokkru þokað áfram um þetta ágæta málefni, auk þess sem hlustendur nutu stundar með kórunum, flytjandi góða tónlist. Árni Kristjánsson píanóleikari flutti smá erindi um ævihlaup meistarans, „gamla Bach“, en Árni hefur nýlega sent frá sér þýðingu á fyrstu ævisögunni sem rituð var um J.S. Bach. Tónleik- arnir hófust á því að Kór menntaskólans við Hamrahlíð söng mótettuna „Lobet den Herrn", sem af mörgum fræði- mönnum er ekki talin vera eftir „Bach gamla“. Þar til telja þeir gerðir stefjanna og raddferlið ólíkt því sem gerist hjá Bach og auk þess sé bygging verksins, hljómskipan og tóntegunda- skipti með svo sviphtlum brag, að með ólíkindum sé, ef miðað er við smíðatækni meistarans. Hvað sem þessu líður var söngur ungmennanna mjög áferðarfal- legur og þó hann sé auðheyrilega mikið æfður, svo sem einkennir allt er Þorgerður vinnur við, þá missa söngmennirnir ekki söng- gleðina eða virðast þjakaðir af þrælsótta. Það er eins og söng- fólkið sé frjálst undan stjórn Þorgerðar og stjórn hennar sé í raun aðeins fólgin í því að vera með sínu söngfólki. Sé „Lobet den Herrn“ ekki tal- in með mótettum Johanns Seb- astians, eru þær aðeins sex, sem varðveist hafa og sú lengsta er „Jesu, meine Freude". Mótettu- kór Hallgrímskirkju söng þessa yndislegu mótettu undir stjórn Harðar Áskelssonar. Margt var fallega gert í þessu ægifagra verki, þó nokkuð gætti þreytu í seinni hluta þess. Síðasta verkið var svo tveggja kóra mótettan „Komm, Jesu, komm“ og slógu þeir saman í leik Mótettukórinn og Hamrahlíðarkórinn. Söngur þeirra var listilega fallegur og leikrænn í túlkun, er endaði með fagnandi söng við textann „du bist der rechte Weg, die Wahr- heit und das Leben“. Þetta voru fallegir tónleikar og unga fólkið sem söng í kórunum á sannar- lega skilið að eignast gott og vandað orgel til undirleiks í söngvum „Bachs gamla“, eilífum Drottni til dýrðar og vegsömun- ar. Mótettu- söngur Á pálmasunnudaginn söng kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar kórverk frá ýmsum tímum. Halldór Vil- helmsson söng Biblíusöngvana eftir Dvorák og naut til þess að- stoðar Gústafs Jóhannessonar orgelleikara. Ónefndur kórfélagi las úr Davíðssálmum en textun Biblíusöngvanna var fram- kvæmd af séra Magnúsi Guð- mundssyni og Þórði Möller yfir- lækni. Flutningur Halldórs og Gústafs var mjög fallegur og látlaus. Ekki er laust við að merkja megi áhrif af negra- sálmum í einstaka stefgerðum eins og t.d. í upphafsstefi annars sálmsins „Þú ert, ó. Drottinn skjól og skjöldur". Eftir hlé flutti kór Langholtskirkju nokk- ur kórverk og var söngur kórsins frábær og með því fallegasta sem undirritaður hefur heyrt kórinn gera. Bæði er, að raddirnar í kórnum eru mjög fallegar og t.d. sjaldgæft að heyra eins fallega altrödd, eins og brá fyrir í síð- asta verkinu, Um veldi dauðans, eftir Sverre Berg, og einnig að mótun söngstjórans var frábær- lega útfærð svo söngurinn í heild var glampandi fagur. Sérstak- lega mætti nefna Alta Trinita í því sambandi. Önnur verk eins og Cantate Domino, eftir Pitoni, Ave Maria, eftir Gombert, Ex- ultate Deo, eftir Scarlatti og tvö lög eftir Bruckner, Locus iste og Ave Maria og síðasta verið „Um veldi dauðans“ eftir Sverre Berg, voru öll frábærlega sungin. Það er eins með listina og veðrið og í dag (pálmasunnudag) var bæði gott og fallegt veður í Langholti. <i»' :MAGNSSPIL toPPLÚGUR Reyklitaðar ■ftestar ge^ ^Goodrich jólbaRÐAR tfV"dln0 óviðjafnanleð1 Ijósrnagn VlFTU^agnsvittan íra-fan ra^oQ SJZéídsn*y» lún s? Zéiarorku eykU Inar miklu fyri 5 b,"Æor 9erðlf WOnlegJ:,S*3 'HÚS Ciónnun iflcesinð0 LlTJAKKAR serri t 1ETTAKANTAR fABL^jUR *beSÍaMAK\ jðir. Vatnagörðum 14 Sími 83188 h^INAI?Unur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.