Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 23 Nokkrar spurningar til alþingismanna — frá Pétri H. Ólafs- syni fiskmatsmanni Áður en ég ber fram spurningar mínar þá vil ég segja til glöggvun- ar háttvirtum alþingismönnum hvert tilefni þeirra er. Þann 22. maí 1984 samþykkti Alþingi lög um Ríkismat sjávaraf- urða, sem tóku gildi frá 1. ágúst 1984. í tilefni þessara laga og sem túlkun á þeim gaf sjávarútvegs- ráðherra út reglugerð þann 15. mars sl. 1. spurning: Er það ekki rétt skil- ið hjá mér að reglugerðir sem settar eru verði að vera í sam- ræmi við þau lög sem þeim er ætlað að túlka? Þar sem mér þykir á skorta, að hin nýútgefna reglugerð sjávar- útvegsráðherra geri þetta, þá vil ég benda á eftirfarandi máli mínu til sönnunar. Upphaf 14. gr. laga um Ríkis- mat sjávarafurða hljóðar svo: „Afurðadeild annast yfirmat á öllum fiskafurðum til útflutn- ings.“ Og í 18. gr. laganna eru hlutverk eftirlitsmanna útflutningsaðila og yfirfiskmatsmanna skilgreind þannig: „Eftirlitsmenn skulu vinna að samræmingu mats og eftirlits ásamt yfirfiskmatsmönnum og fylgjast með yfirmati á afurðum áður en útskipun fer fram.“ Ég tel að þetta séu það skýr ákvæði í lögunum að menn ættu ekki að misskilja þau. En þrátt fyrir þetta, þá telur sjávarút- vegsráðherra sig hafa heimild til þess að ráðstafa til annara aðila réttinum um úttekt sjávarafurða til útflutnings, sem er yfirmat af- urðanna. Þetta felst í 3. grein hinnar nýútgefnu reglugerðar hans. 1 sömu grein afsalar ráð- herra einnig í hendur annarra, réttinum til að setja reglur um út- flutning fiskafurða. En þessi rétt- ur hefur alla tíð, allt frá upphafi fiskmats á íslandi árið 1904, verið í höndum þess opinbera valds, sem með þessi mál hefur farið á hverj- um tíma. Ég birti nú 3. gr. reglu- gerðarinnar í heild til þess að menn sjái hvað um er að ræða: Fundabanní Suður-Afríku Beinist gegn and- stæðingum aðskiln- aðarstefnunnar Jóhannesarbori;, 29. mars. AP. STJÓRN Suður-Afríku setti í dag þriggja mánaða bann við fundahaldi 29 stofnana og félaga sem andvíg eru aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar. Nær bann þetta til 18 héraða í land- inu og kemur í kjölfar margra vikna óeirða blökkumanna, þar sem fjöldi manns hefur beðið bana. Það var LouiS le Grange, lög- reglumálaráðherra Suður-Afríku, sem lýsti yfir þessu banni með til- kynningu í stjórnartíðindum landsins í dag. Á bannið að taka gildi þegar í stað og gilda til 30. júni nk. Bann þetta nær m.a. til innan- hússfunda hreyfinga eins og Sam- einuðu lýðræðisfylkingarinnar (UDF), sem er fjölmennasta stjórnmálahreyfing landsins, er berst gegn aðskilnaðarstefnunni. Útifundir hafa verið bannaðir í Suður-Afríku frá árinu 1976. Héruðin, sem bannið nú nær til, eru flest I austurhluta Suður- Afríku. „Þeir aðilar sem hlotið hafa við- urkenningu sjávarútvegsráðu- neytisins samkvæmt 2 gr. hér að framan hafa með höndum eftirlit með hréfni og vinnslu, og sjá um flokkun og úttekt sjávarafurða til útflutnings. Þeir skulu ganga úr skugga um að framleiðendur hafi tilskilin vinnsluleyfi. Þeir gefa út flokkunar- og pökkunarreglur og senda þær til framleiðenda og skulu þær tilgreina hvernig hrá- efnisvali vinnslustöðvar, afurða- mati, flokkun, pökkun, viktun og Anerkingu skuli háttað. Ríkismat sjávarafurða hefur aðgang að pökkunarreglum.“ I 5. gr. reglugerðarinnar sem fjallar m.a. um saltfisk og skreið „En þrátt fyrir þetta, þá telur sjávarútvegsráö- herra sig hafa heimild tii þess aö ráöstafa til annarra aöila réttinum um úttekt sjávarafuröa til útflutnings, sem er yfirmat afurðanna.“ er réttur hinna viðurkenndu eftir- litsaðila útflytjenda undirstrikað- ur með þessum orðum: „Ríkismat sjávarafurða eða við- urkenndir eftirlitsaðilar annast úttekt skreiðar og saltfisks, áður en útskipun fer fram og skal út- tektarvottorð fylgja afurðunum við útskipun." í ofanrituðu er það staðfest, að útflutningsaðilar sem hafa eftir- litsmenn í sinni þjónustu og hafa hlotið viðurkenningu sjávarút- vegsráðuneytis séu jafnréttháir að framkvæma yfirmat og yfirfisk- matsmenn ríkismatsins. En þó stendur í sjálfum lögunum að af- urðadeild þ.e. yfirfiskmatsmenn annist yfirmat á öllum fiskafurð- um til útflutnings. Og í 18. gr. lag- anna segir að eftirlitsmenn út- flytjenda skuli bara vera viðstadd- ir yfirmatið. Hér álít ég að ráð- herra hafi farið út fyrir það vald- svið sem lögin um Ríkismat sjáv- arafurða heimila honum. Það þarf að koma fram hér, að frá sl. áramótum, áður en þessi reglugerð var gefin út, þá hafa eft- irlitsmenn Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda einir tekið út allan blautverkaðan saltfisk sem fluttur hefur verið úr landi, en yfirfisk- matsmenn Ríkismatsins ekki komið þar nærri. Þrátt fyrir þenn- an hátt á úttektinni gaf Ríkismat sjávarafurða útflutningsvottorð. Því legg ég eftirfarandi spurn- ingar fyrir alþingismenn: 2. spurning. Ef alþingismenn við samanburð á lögum og reglu- gerð komast að sömu niður- stöðu og ég að sum ákvæði reglugerðarinnar séu í ósam- ræmi við sjálf lögin, á ýmsan hátt. Hvað ætla alþingfsmenn þá að gera? 3. spurning. Getur ráðherra á ís- landi í dag, komist upp með það átölulaust frá hendi Alþingis ef hann við framkvæmd laga fer út fyrir það valdsvið sem lögin heimila? Allar þessar spurningar varða heiður alþingismanna og virðingu Alþingis, því eru þær að gefnu til- efni fram bornar. Pétur H. Ólaísson er fiskmatsniad- Uppskrift I Jurtakryddad eda raudvinsleglð lambalæri frá SS 700 g kartoflur 2 stórir laukar Hitiðofninn í 180°C. riysjið kartöflumarog laukana, sneiðið niður og raðið sneiðunum á botninn á stóru fati. Stráið dálitlu salti yfir. Setjið síðan lærið ofan á sneiðarnar og lokið fatinu. Kjötið er steikt í 2 klukkustundir. Hæg steiking tryggir að kjötið helst meyrt og gott. Berið hrásalat frá SS og uppáhalds græn- metið fram með matnum. Uppskriftin dugar rifiega fyrir 4 veislugesti. Það er vel við hæfi að SS kynni nýtt yúfmeti skömmu fyrir páska: Jurtakrydduð og rauðvfnslegin lambalæri. Kjötiðnaðarmenn SS hafa lagt metnað sinn í þessa nýjung. Bæði lærin eru vandlega krydduð og tilbúin beint í ofninn þegar þau koma í þínar hendur. Kynning í Austurverl, Glæsibæ og Víði. Líttu inn á einhvetjum stöðunum þriðjudaginn 2. apríl, milli kl. 16.00 og 18.00, eða, miðvikudaginn 3. apríl, milli kl. 16.00 og 19.00. Þá verða nýjungarnar kynntar og þér gefst kostur á að smakka. Páskamaturinn í ár er frá SS. Heildsölubirgðir: SS Skúlagötu (SÁ25355) og Kópavogi (s. 72000). : Á'.--í í' . i „ -■■■ *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.