Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 29 Ritun sögu KRFÍ „Áhrif KRFÍ á líf íslenskra kvenna eru mikil,“ sagði Sigríður Erlendsdóttir. „Félagið hefur frá stofnun þess, 1907, átt frumkvæði að flestum lögum, sem á einn eða annan hátt snerta konur. Enn- fremur eru mörg félög stofnuð út frá KRFÍ. Þegar í tíð Bríetar Bjarnhéð- ipsdóttur, fyrsta formanns KRFÍ, var tekið að ræða um að skrifa sögu félagsins og hefur það komið á dagskrá öðru hverju í nær átta áratuga starfssögu þess. Ég hef að und- anförnu unnið að heimildasöfn- un sem er mikið verk, en get ekki á þessari stundu sagt um, hvenær sagan verður tilbúin til útgáfu. Mig langar til að nota tækifærið til að biðja konur sem þekkja til KRFÍ að gefa sig fram við mig og gefa upplýsingar um félagið. Aðalvandinn við ritun sögu KRFÍ er hvað á að velja, því af Sigríður Erlendsdóttir, sagnfræðing- ur. svo mörgu er að taka. Nákvæm- ar fundargerðir eru vel varð- veittar og blað félagsins „19. júni“, hefur komið út frá 1951. Blöðin eru mikilvægar heimild- ir, svo og ævisögur og endur- minningar. Þá er vitneskja kvenna sem lengi hafa starfað innan félagsins mikils virði." Ragnheiður Eggertsdóttir, framkvæmdstjóri KRFl. Skrifstofa KRFÍ „Skrifstofan er opin mánudaga til Timmtudaga kl. 13.00—17.00“ sagði Ragnheiður Eggertsdóttir. „Eg sé um allan daglegan rekstur skrifstofu og undirbý og boða fundi. Á skrifstofunni fer einnig fram sala á ársriti KRFÍ „19. júní“ og æviminningum kvenna, sem Mcnningar- og minningar- sjóður kvenna gefur út. Undanfarnar vikur hefur mestur tími farið i undirbúning landsfundar. Hann hefur að mestu legið á herðum formanns og stjórnar, en ég séð um ýmis framkvæmdaratriði, s.s. útsend- ingu bréfa, vélritun og hring- ingar í fulltrúa." Ný spennandi gjöf frá Glit AUSTURSTRÆTI 8 REYKJAVIK SIMI 14220 HOFDABAKKA 9. REYKJAVIK SIMI685411 furðulegt af hverju allir vilja nú kaupa bleyjuvélar, bæði á Akureyri og í Vík og á Egilsstöðum líka,“ sagði Bjarni. „Byggðastofnun setti á fót iðnráðgjafardeild fyrir nokkr- um árum, sem átti að styðja nýjan iðnað. En nú eru iðnráðgjafar að spretta upp í öllum landshlutum og virðist hver vera að möndla í sínu horni, án tillits til heildarinnar. Mér er kunnugt um að Sjöfn keypti iðnráðgjafarpakka á 500.000 og ef sá pakki var keyptur fyrir fé skattborgaranna finnst mér ástæða til þess að staldra við og gæta að því hvað er að gerast, því að svona útreikninga er í flestum tilvikum hægt að fá ókeypis í öllum sendiráðum. Þetta finnst mér mjög gagnrýn- isvert og athugandi hvort Fram- kvæmdastofnun og Bygggðastofn- un eru þarna að eyða peningum út í loftið," sagði Bjarni P. Magnússon. „Ég hef hins vegar ekkert á móti samkeppni," bætti hann við. „En það er kominn timi til að athuga hvað er að gerast með sjóðina og hvað þessir iðnráðgjafar í hinum ýmsu landshlutum eru að gera.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.