Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Svifnökkvi rakst á bryggju í Dover Fjórir biðu bana Dotct, 1. april. AP. LYNDA ('halker samgöngumálaráðherra Bretlands hefur í hyggju að láta fara fram ítarlega rannsókn á slysi því, sem varð á laugardag, er einn sUersti svifnökkvi heimsins rakst á bryggju með þeim afleiðingum, að fjórir menn biðu bana, en þrjátíu og sex slösuðust, þar af sumir alvarlega. i J-n .* ” Svifnökkvinn, sem ber heitið Margrét prinsessa, var að koma til hafnar í Dover í Englandi á leið frá Calais í Frakklandi með um 370 farþega auk 18 manna áhafnar og 30 bifreiða um borð. Þegar svifnökkvinn var að leggja að bryggju, tókst ekki betur til en svo, að nökkvinn rakst harkalega í bryggjuna. Um 15 metra langt gat kom á hliðina. „Það var eins og risavaxinn dósahnífur hefði flett upp síðunni á skipinu," var haft eftir sjónarvotti. Ekki hefur orðið slys á svif- nökkva á þessari leið í 17 ár, en á þeim tíma hafa um 25 millj. manna ferðast fram og aftur yfir Ermarsund með svifnökkvum. Ár- ið 1972 varð hins vegar mjög alvarlegt slys, er svifnökkva hvolfdi. Þá fórust fimm manns. Útfór Chagalls AP/Símamynd Málarinn Marc Chagall var borinn til grafar í gær í bænum Saint-Paul de Vence en hann var 97 ára að aldri þegar hann lést sl. fimmtudag. Chagall var af rússneskum ættum en fluttist ungur til Frakklands og bjó síðustu árin skammt frá Nissa á frönsku Rivíerunni. íbiðröð við kjörstað AP/Sfmamynd Algeng sjón í borgum og bæjum El Salvador um helgína. Kjósendur standa í biðröð og bíða þess ótrauðir að komast I kjörklefana. Samkvæmt síðustu fregnum benti allt til þess að stjórn Duartes hefði hlotið meiri stuðning en spáð hafði verið. Mikil innanlands- ókyrrð í Súdan Khartoum, 1. apríl. AP. HTARFSMENN nokkurra atvinnugreina í Súdan hafa ákveðið að fara í eins dags verkfall á miðvikudag og krefjast þess, að Gaafar Nimeiri forseti láti af embætti. Var þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum í Súdan í dag. Lögmenn í Khartoum, höfuð- borg landsins, hófu verkfall þegar í morgun og svöruðu stjórnvöld með því að handtaka nokkra for- ystumenn þeirra. Þá voru einnig handteknir nokkrir kunnir Iækn- ar. Áður höfðu stjórnvöld bannað stéttarsamtök þessara atvinnu- greina. Nimeiri forseti er nú á ferðalagi I Bandaríkjunum. Var ráðgert að hann ætti fund með Reagan for- seta síödegis í dag. Talið er, að meginefni viðræðna þeirra verði efnahagsástandið í Súdan og efna- hagsaðstoð sú, sem Bandarikja- menn hafa veitt Súdan. Bandarísk stjórnvöld halda því fram, að efnahagsaðstoðin í nú- verandi mynd sinni hafi aðeins orðið til þess að tefja fyrir umbót- um í Súdan. Hafa þau þess vegna ekki innt af hendi framhaldsað- stoð að fjárhæð 181 millj. dollara. Markmiðið með þessu er að hvetja Nimeiri til þess að taka upp breytta efnahagsstefnu og hefur Alþjóða gjaldeyrirssjóðurinn tek- ið sterklega undir tillögur Banda- ríkjastjórnar i þessu efni. Er talið, að með minni opinberum styrkj- um, gengisfellingu, auk fleiri efna- hagsráðstafana stjórnarinnar verði betur unnt að koma efnahag landsins á traustari grundvöll og draga úr ókyrrðinni þar, sem er að mestu talin stafa af lélegu efna- hagsástandi. Grískur rithöfundur grunaður um morð GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn styrkist 1. aprfl. AP. Bandaríkjadollar hækkaði að- eins í verði í dag, en sl. föstudag var hann lægri en hann hefur verið sl. þrjá mánuði. Ovissa um áframhaldandi uppgang I efnahagslífinu í Bandaríkjunum og um banka- kerfið þar í landi olli mestu um gengislækkunina að undanförnu, en starfsmenn kauphallanna segja, að fréttir frá Bandaríkj- unum í dag hafi stangast nokkuð á og ýmist orðið til að ýta undir gengislækkun eða gengishækk- un. Þá áttu þeir við, að í febrúar minnkuðu vörupantanir vestra um 0,2%, en húsnæðiskaup og byggingar jukust hins vegar um 1,4%, sem er meira en búist hafði verið við. Breska pundið féll nokkuð í verði í dag og fengust fyrir það 1,2245 dollarar en 1,2305 á föstu- dag. Gengi annarra gjaldmiðla gagnvart dollar var þetta í dag: 3,1140 v-þýsk mörk (3,0900) 2,6305 svissn. fr. (2,6150) 9,5000 fr. frankar (9,4350) 3,5135 gyllinu (3,4850) 1.982,50 ít. lírur (1.972,50) 1,3675 kanad. dollarar (1,3705) AþeM, 1. mprfl. AP. THANASSI Nasioutzik, fyrrum formaður grísku rit- höfundasamtakanna, var fangelsaður í dag, en hann er grunaður um að hafa í september sl. myrt annan kunnan, grískan rithöfund. Nasioutzik, sem er 62 ára gamall, verður haldið i Korydallos-fangelsinu i Aþenu meðan rannsókn fer fram á morðinu á Thanassi Diamantopoulos, fyrrum gjaldkera rithöfundasamtakanna, en 24. september sl. fannst hann með sundurkramið höf- uðið á heimili sínu í Aþenu. Hafði hann verið bar- inn 94 sinnum í höfuðið með litlum hamri að sögn lögreglunnar. Miklum óhug sló á starfsbræður Di- amantopoulosar við þennan atburð, en hann var kunnur og virtur fyrir skrif sín um heimspeki vfs- indanna. Grunur féll á Nasioutzik strax eftir morðið, en nágrannar Diamantopoulosar kváðust hafa heyrt hann hrópa: „Sýndu mér miskunn, Thanassi, gerðu þetta ekki.“ Nasioutzik var þá handtekinn, en þó ekki vegna morðsins, heldur vegna skattsvika, en jafnframt yfirheyrður um dauða Diamantopoulos- ar. Hann var þó fljótlega látinn laus og sagði lög- reglan, að sannanir skorti til að saka hann um morðið. Nasioutzik, sem var formaður rithöfundasam- taka vinstrimanna í Grikklandi og bókmenntaráð- gjafi Melinu Mercouri, menntamálaráðherra í stjórn Papandreous, þótti haga sér mjög undarlega eftir morðið á Diamantopoulos. Hann neitaði að flytja ræðu við útför hans og reyndi að fyrirfara sér með því að taka of stóran skammt af svefnlyfj- um. Seinna sagðist hann ekki hafa getað flutt ræð- una vegna þess hve veill hann væri fyrir hjarta og sjálfsmorðstilraunin hefði stafað af öllu umtalinu um morðið og hugsanlega aðild hans að því. Panagiotis, sonur Diamantopoulosar, vildi ekki sætta sig við útskýringar lögreglunnar og höfðaði því sjálfur mál á hendur Nasioutzik í janúar sl. Þar nefnir hann Nasioutzik sem morðingja föður síns og bendir á ýmislegt þvi til sönnunar, sem lögreglan virðist ekki hafa skeytt um. Samkvæmt skýrslu réttarlæknisins var morðingi Diamanto- poulosar skjálfhentur og kann að þjást af Parkin- sonveiki og saksóknarinn í Aþenu staðfesti I dag eftir yfirheyrslurnar yfir Nasioutzik, að sakborn- ingurinn væri haldinn þessum sjúkdómi. Þróunarsjóður SÞ.: Bandaríkin skera niður framlag sitt WafriHnglon, I. tpríl. AP. STJORN Ronalds Reagan forseta lilkynnti á laugardag, að hún hefði ákveð- ið að skera fjárveitingu sína til þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna niður um 10 milljónir dollara vegna frétta um nauðungarfóstureyðingar í Kína. „Við viljum ekki, að framlag Bandaríkjanna sé notað til nauð- ungarstarfsemi, sem við litum á sem mannréttindabrot," sagði M. Peter McPerson, framkvæmda- stjóri Bandarísku þróunarstofn- unarinnar, AID. í yfirlýsingu, sem AID gaf út, var Kína ekki nefnt á nafn. Heim- ildarmaður innan stofnunarinnar sagði, að niðurskurðinum væri þó beint gegn Kína. Annar heimildarmaður, sem starfar hjá AID, kvað óyggjandi sannanir liggja fyrir um, að sumar kínverskar konur væru þvingaðar til að gangast undir fóstureyðingu. Niðurskurður á framlagi Bandaríkjanna nemur sömu upp- hæð og þróunarsjóður SÞ hafði ákveðið að koma mundi i hlut Kína. í yfirlýsingu AID sagði enn- fremur, að trygging hefði fengist fyrir því, að framlag Banda- ríkjanna, alls 36 milljónir dollara, yrði sett á sérstakan reikning SÞ og ekkert af þvi færi til Kína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.