Morgunblaðið - 02.04.1985, Síða 35

Morgunblaðið - 02.04.1985, Síða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Slysavarnir björgunarstörf Veturinn hafði farið mildum höndum um íslendinga — í það heila tekið. Vorið var farið að segja til sín, einkum í hug- arfari fólks, en einnig í náttúru landsins. En fljótt skipast veður í lofti. Við erum allt í einu minnt á þær staðreyndir um- hverfis og náttúru, sem kynslóð eftir kynslóð hefur búið við í landinu, allar götur frá því það var numið. Ekki aðeins með kuldakasti, sem lagði landið í klakabönd. Enn frekar með fréttum um nánd lífs og dauða í samskiptum manns og um- hverfis. Inn í hlýjum stofufh, sem búa að yl úr iðrum jarðar, sjáum við — með hjálp fjölmiðlatækninn- ar — ofan í jökulsprungu í Kverkfjöllum Vatnajökuls, sem maður hefur fallið ofan í. Við sjáum svellaðar fjörur Snæfellsness gengnar leitar- mönnum vegna skipstapa. í landi elds og ísa, á ströndu hins yzta hafs, geyma annálar at- burði af þessu tagi. Þeir gera ekki boð á undan sér, koma allt- af jafn óvænt og snerta okkur ævinlega jafn djúpt. Máske skiljum við betur á slíkum stundum að við erum fjölskylda í hafi þjóðanna, sem deilum landi, tungu, sögu og örlögum. Við samfögnum þegar fólk bjargast úr háska, hvort heldur er á jökli eða í öðru umhverfi; samhryggjumst þegar umhverf- ið tekur sinn toll í lífi samferða- fólks, oft langt um aldur fram. Við biðjum þann, sem leggur líkn með þraut, að styðja og styrkja alla er axla sára hryggð og söknuð. Hér á landi hafa lengi verið unnin umfangsmikil slysa- varna- og björgunarstörf, sem að drýgstum hluta eru sjálf- boðastörf sem kostuð eru stærstum hluta með frjálsum framlögum almennings í land- inu, þó löggjafinn, sem jafn- framt er fjárveitingavald hins sameiginlega sjóðs landsmanna, komi einnig við sögu. Nú liggja fyrir Alþingi tvö athyglisverð frumvörp, annað um almanna- varnir en hitt um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Bæði eru þessi mál stórmál, sem varða landsmenn alla, en dægurflugur, sem hærra er haft um, skyggja oft á hin mikiivæg- ari málin. Björgunarleiðangur, sem ný- lega var farinn í Kverkfjöll á Vatnajökli, vitnar enn og aftur um frábær störf björgunar- sveita, sem seint verða full- þökkuð. Það er rík ástæða til að minna landsmenn á þessi störf, raunar bæði á störf slysavarna- deilda og björgunarsveita, og hvetja þá til að styðja þær, bæði í orði og verki, hvenær sem tækifæri gefst. Það kann að vera fólk í öðrum landshluta sem þarfnast þessara starfa í dag; en máske nágranni þinn eða þinn nánasti á morgun. Á hverju einasta ári erum við ríkulega minnt bæði á þörfina fyrir þetta starf og þann árang- ur sem það færir í færri slysum og björgun mannslífa. Þetta leggur okkur þegnskyldu á herðar, sem ljúft á að vera að rísa undir. Orð skulu standa Fyrir skömmu var frá því skýrt á fréttamannafundi, sem iðnaðarráðherra boðaði til, að beinn sparnaður af hagræð- ingu og breytingum í rekstri Rafmagnsveitna ríkisins hefði leitt til rúmlega 120 m.kr. ár- legs sparnaðar, sem m.a. hafi komið fram í verulegri fækkun starfsmanna og minnkaðri yfir- vinnu. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn tali um sparn- að, þegar skattpeningar al- mennings eða opinber verðlagn- ing á í hlut. Hitt skeður sjaldn- ar að efndir fylgi orðum. Þess- vegna er það fagnaðarefni þeg- ar stjórnmálamenn starfa eftir þeirri gullvægu reglu, að orð skuli standa. Ýmis ríkisfyrirtæki og ríkis- stofnanir gæta hagsýni í rekstri, sem betur fer, og stokka upp rekstur til að tryggja betri fjármagnsnýtingu, eins og nú hefur verið gert hjá RARIK. En fleiri mættu fylgja í kjölfarið. Stjórnendur ríkisstofnana, einkum þeirra sem gerðar eru alfarið eða að stórum hluta út á skattpeninga almennings, þurfa að halda uppi sterku og viðvar- andi innra rekstraraðhaldi. Stundum er og nauðsynlegt að fá fagfyrirtæki, utan ríkisgeir- ans, til að taka út rekstur, eink- um stærri og dýrari stofnana, til ná fram þættri meðferð og nýtingu fjármagns; tryggja sömu eða betri þjónustu fyrir minni fjármuni. Einkum og sér í lagi ætti þetta að vera krafa skattborgaranna. Efla þarf hvata hjá starfs- fólki ríkisstofnana til hagræð- ingar og bætts starfsárangurs. Þetta má gera með verðlaunum fyrir góðar hagræðingarhug- myndir. Þetta má gera með því að stofnanir, sem ná fram sparnaði, njóti hans í einhverju, t.d. bættum búnaði, betri starfsaðstöðu og sjálfstæðari fj ármagnsstj ór nun. Austfírsku leitarmennirnir: Röktum okkur að þeim eftir neyðarblysunum „VIÐ LÖGÐUM af stað upp úr miðnætti á fóstudagskvöldið, flmm á tveimur bflum, þegar við höfðum heyrt í fréttum hvað hafði komið fyrir,“ sagði Baldur Pálsson, for- maður Björgunarsveitarinnar Gró á Fljótsdalshéraði, í samtali við Mbl. eftir að búið var að flytja Akureyringana þrjá til byggða á sunnudaginn. „Snjóbfllinn okkar fór fyrst af stað með þrjá menn, en undir morgun fórum við Sveinn Sigurbjarnarson frá Eskifirði á Tanna, snjóbflnum hans, og hittum hina fyrir í Snæfellsskála undir morgun. Við vorum svo komnir á jökulinn um þrjúleytið á laugar- dag. Við fengum staðarákvörðun frá Slysavarnafélaginu í Reykja- vík og settum stefnuna inn í lór- aninn, sem er í Tanna. Ferðin gekk mjög vel — það voru nátt- úrlega alltaf einhverjar smábil- anir, aðallega vegna þess hve frostið var mikið, en engin meiriháttar vandræði. Lóraninn varð um tíma óvirkur vegna skafrennings eftir að við komum á Kverkfjallasvæðið, þar sem snjóbíll Landsvirkjunar var stopp af sömu sökum. Þegar við vorum búnir að átta okkur á hvar við vorum héldum við af stað aftur og -vorum komnir að þeim um níuleytið um kvöldið." Þá var það Björn Ingvarsson, félagi í björgunarsveitinni, sem sá blys úti í sortanum. „Þá var svona hálf míla á staðinn," sagði hann í samtali við blm. Morgun- blaðsins. „Þeir voru þá töluvert vestar en okkur hafði verið gefið upp. Við röktum okkur svo að þeim eftir því sem þeir skutu upp blysum. Það var mjög sprungið þarna í kring, en okkur tókst fljótlega að koma öðrum bílnum að sprungunni þegar við vorum búnir að kanna leiðina. Hann notuðum við sem festingu þegar ég seig niður til að kanna ástandið og hjálpa manninum þar niðri til að koma á sig sig- beltinu." Björn sagðist hafa heilsað og að Kristján hafi haft orð á hve feginn hann væri að sjá hjálpar- menn. „Hann virtist fullkomlega rólegur og í góðu jafnvægi og ekki kaldur til baga. Það hefur helst verið rakinn, sem olli hon- um vandræðum. Hann gat varla lagst og hefði getað hrapað tugi metra lengra niður ef hengjan, sem hann sat á, hefði gefið sig. Það gekk vel að koma honum í stólinn og þá var bara að hífa hann upp sléttan og glæran ís- vegginn. Þetta gekk allt mjög átakalaust fyrir sig.“ Baldur Pálsson sagði að ástand þremenninganna hefði verið „með ólíkindum gott. Við drifum þá beint inn í hlýjuna í snjóbílnum og gáfum þeim mat. Þá plagaði þá ekkert nema svefnleysið — og okkur reyndar líka þótt það væri ekki til baga.“ Eftir að farangri þremenn- inganna hafði verið komið í snjóbílana og gengið hafði verið frá var haldið af stað — nú til að svipast um eftir bandarískum hjálparliðum af Keflavíkur- flugvelli, sem þyrla hafði skilið eftir á jöklinum. „Við vorum að nálgast það svæði þegar við fengum boð um að snúa við — það væri vitað um Bandaríkja- mennina og þar væri allt í lagi,“ sagði Baldur. „Við höfum verið búnir að hjálpa Akureyringun- um um miðnætti og vorum svo komnir hingað niður upp úr fjögur. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt geng- ið ágætlega og það skiptir nátt- úrlega mestu, að við gátum orðið að liði.“ Þremenningarnir úr Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri ásamt björgunarmönnum af Héraði. Lengst til vinstri er Sveinn Sigurbjarnason á Tanna (sem er bakvið), þá Baldur Skúlason, formaður Gróar, Björn Ingvarsson, sigmaður, og þremenningarnir Kristján Hálfdánarson, Rúnar Jónsson og Friðrik Sigurðsson. Morgunblaðift/RAX Björgunaraðgerðir á Vatnajökli: A annan sólarhring í kulda og hvassvidri Um 150 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum Björgunarsveitarmenn víðs veg- ar að af landinu tóku þátt í björg- un Akureyringanna þriggja af Vatnajökli um helgina. Einnig tóku þátt í leit að mönnunum þyrl- ur og flugvélar frá Landhelgisgæsl- unni, varnarliðinu og Flugmála- stjórn, alls um 150 manns. Þeir félagar voru á leið í Sig- urðarskála í Kverkfjöllum um eftirmiðdaginn á föstudaginn og var ætlunin að ná I skálann þá um kvöldið þegar einn þeirra, Kristján Hálfdánarson, féll í jökulsprungu. Skömmu síðar kölluðu þeir eftir hjálp. Áætlunarflugvél frá Flugleið- um, á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur, heyrði talstöðv- arkallið um klukkan 17.45. Var þegar tilkynnt um atburðinn til Slysavarnafélagsins og vél Flugmálastjórnar tókst skömmu síðar að miða nokkurn veginn út staðsetningu mannanna á jökl- inum. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar, Sif, var að koma úr Surtseyj- arflugi um svipað leyti og heyrðu áhafnarmeðlimir þyrl- unnar á fjarskiptum um atburð- inn og skömmu síðar barst fyrir- spurn frá Flugmálastjórn um hvort þeir gætu komið til aðstoð- ar. Þyrlan fór til Reykjavíkur og skilaði af sér fólki sem var um borð og hafði þá verið boðaður sérþjálfaður sigmaður, sem fór um borð í þyrluna í Reykjavík, Síðan var flogið áleiðis til Kverkfjalla. Björgunarsveitir ræstar út Veðurlýsing var nokkuð góð og héldu menn að dygði að senda þyrlu til að bjarga mönnunum. Þyrla frá varnarliðinu með sér- þjálfaða björgunarmenn og Herkúles-vél fóru einnig á loft áleiðis á slysstað. Þegar vélarnar voru komnar austur að Vatna- jökli kom í ljós að vegna veðurs var ekki unnt að lenda. Var þá ákveðið að ræsa út björgunar- sveitir frá öllum samböndum björgunarsveita, frá Slysavarna- félagi íslands, flugbjörgunar- sveitum og hjálparsveitum Leitarmenn kasta mæðinni. Morgunblaðið/Kristinn ólafsson Þrír menn úr Flugbjörgunarsveit- inni á Akureyri á ferö þvert yfir Vatnajökul á leið frá Esjufjöllum um Kverkfjöll og niöur í Báröardal. Um 3 leytið síöari hluta föstudags fellur einn þeirra í jökulsprungu Kverkfjöll Mennirnir senda út neyð- arkall um tal- stöð. Flugvél flugmála- stjórnar miðar þá fljótlega út. Þyrlur land- helgisgæsl- unnar og varn- arliðsins gera tilraunir til lendingar á Jí. jöklinum, erT" án árangurs. 0 5 10 skáta. Lögðu sveitinar af stað á föstudagskvöldið landleiðina áleiðis til Kverkfjalla úr ýmsum áttum, úr Mývatnssveit, frá Ak- ureyri, Húsavík, Hellu og Reykjavík. Auk þess voru björg- unarsveitarmenn frá Egilsstöð- um og Eskifirði að leggja upp á tveimur snjóbílum, en annar þeirra var Tanni, sem er í eigu Sveins Sigurbjarnarsonar á Eskifirði. Björgunarsveitarmenn, sem komu að sunnanverðu sameinuð- ust við Sigöldu, og var strax lagt af stað á vélsleðum og snjóbílum inn í Jökulheima og þaðan upp á 50 km Menn úr flugbjörgun- arsveitum og björgun arsveitum Slysavarna-, félagsins frá Egilsstöð-' um, úr Mývatnssveit, frá Akureyri og frá Reykjavík lögöu upp til leitar á aöfaranótt laugardags. Flugvél flugmálastjórnar og þyrlurnar stjórna leit- “ - o Hrauneyjarfoss jökulsprungan 'búðir-' x* Bandaríkjamanna*--^ Þyrla varnarliðsins náöi aö lenda á jöklinum um hádegi á laugardag og skildi eftir fjóra þjálfaða bandariska hjálpar- menn. Vegna óveðurs og ófærðar varö þeim lítt ágengt svo þeir slógu upp tjöldum. Leitarflokkar frá Akureyri og úr Mývatnssveit Er svo var komið tók leitarsveit sunnanmanna stefnuna á búöir Bandaríkjamannanna. Um há- degisbil á sunnudag náði þyrla varnarliðsins að lenda á jðklin- um. Rutti hún Bandaríkja- mennina og nokkra leitarmenn til keflavíkur. Aðrir leitarmenn héldu sem leið liggur til byggða. Leitarflokkurinn frá Eg- ilsstöðum kom til mann- anna þriggja um kl 9 á laugardagskvöld. Þá hafði Kristján verið í sprungunnii í 32 stundir. Haidið var til byggða um kvðlðið og til _ Egilsstaöa komu þeir sjtbssjj lis á sunnudag. = Grímsvötn og svo áfram austur á jökulinn. Hluti af mannskapn- um varð eftir við Hrauneyjar- foss, þar sem sett var upp eins konar bækistöð, en rúmlega 20 manns héldu áfram á jökulinn. Eftir að komið var í Jökulheima fór veðrið að versna og gekk upp með norð-austan hvassviðri, skafrenningi og miklu frosti. Skyggni var nánast ekkert. Sótt- ist björgunarmönnum því ferðin seint. Þrjátíu menn lögðu upp frá Akureyri á þremur snjóbílum og höfðu meðferðis fimm snjósleða. Fóru þeir í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum. Tiu menn úr Mývatnssveit lögðu af stað til Kverkfjalla um svipað leyti og komust þeir í Sigurðarskála en lögðu ekki til uppgöngu vegna veðurs. Raunar voru aðstæður til uppgöngu mjög erfiðar norðan frá, illfært yfirferðar og auk þess var þar mikil snjóflóða- hætta. Austfirðingarnir fóru hins vegar frá Snæfelli upp Eyjabakkajökul og þaðan vestur jökulinn. Bandaríkjamenn snúa við í birtingu á laugardag voru sunnanmenn lagðir af stað frá Jökulheimum á 10 vélsleðum og fylgdi snjóbíll Landsvirkjunar í kjölfarið. Flugvél Flugmála- stjórnar og Fokker Landhelgis- gæslunnar flugu yfir, búnar sér- stökum endurvarpstækjum sem auðvelduðu mjög fjarskipti milli björgunarmanna og stjórn- stöðva. Um hádegi tókst þyrlu varnar- liðsins að lenda á jöklinum, um 5 mílur frá slysstað. Björgunar- mennirnir fjórir lögðu þaðan af stað gangandi í átt til sprung- unnar, en vegna veðurs miðaði þeim lítið áfram og fór svo að lokum að þeim var sagt að snúa við. Gengu þeir síðan í suður og slógu upp tjöldum og biðu átekta. Af austanmönnum er það að segja að eftir hádegi eru þeir á Háöldu á leið upp á jökul. Óku þeir fyrst til suðurs til að ná betra LORAN-sambandi og um klukkan 16.00 tóku þeir loka- stefnu á slysstað. Nálguðust björgunarmenn nú sprungu- svæðið úr tveimur áttum. Norð- anmenn héldu kyrru fyrir, Mý- vetningar í Sigurðarskála en Ak- ureyringar í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum. Eftir að Kristjáni hafði verið náð upp úr sprungunni, klukkan rúmlega 22.00, afþakkaði hann læknisaðstoð enda ómeiddur. Skömmu síðar fengu sunnan- menn boð um að mennirnir væru fundnir og sneru þá við. Um klukkan 9 á sunnudagsmorgun lenti þyrla Landhelgisgæslunnar við Grímsvötn með vistir handa sunnanmönnum og skömmu síð- ar fann hún Bandaríkjamenn- ina. Þyrla varnarliðsins lenti þar skömmu síðar og flutti hún Bandaríkjamennina til Keflavík- ur. Eftir það var tilkynnt að björgunaraðgerðum á Vatna- jökli væri lokið og hófst þá ferð björgunarmanna, sem eftir voru, aftur til byggða. Gekk sú ferð að óskum enda veður þá orðið skaplegt. Hjá fjölskyldunni á Akureyri á nýjan leik f fyrrakvöld: Kristján Hálfdánarson með konu sinni, Margréti Jónsdóttur. Sonur þeirra feiminn og spenntur á bak við mömmu sína. Morgunblaftíft/RAX

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.