Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Heildaryfirlit um innlendar og erlendar lántökur 1985 (millj. kr.) Sala spari- skírteina Verðbréfa- kaup bankanna Lífeyris- sjóðir Önnur innlend fjáröflun Erlend lán Heildar- S lántókur H I Opinberir aðilar 400 — 380 3 295 4 075 | Ríkissjóður, A-hluti 400 — — 200 806 1 406 1 Ríkissjóður, B-hluti — ' 180 1 109 1 289 | Fyrirtacki með eignaraðild rikissjóðs — — — — 1 061 1 061 : Sveitarfélög — — — — 319 319 9 | 11 Húsbyggingarsjóðir — — 1 045 188 553 1 786 | : Byggingarsjóður ríkisins — — 700 188 553 1 441 | i Byggingarsjóður verkamanna — — 345 — 345 $ [ 111 Lánastofnanir 200 180 — 1 562 1 942 fl [ Framkvæmdasjóður — 200 150 — 1 442 1 792 § 1 Iðnþróunarsjóður — — — — 50 50 | [ Stofnlánadeild landbúnaðarins — — 30 — — 30 1 [ Útflutningslánasjóður — — — — 70 70 1 | IV Atvinnufyrirtæki — — 1 500 1 500 í Ósundurliðað — — — — 1 500 1 500 1 Heildarfjárþörf(I—IV) 400 200 1 225 568 6 910 9 303 1 Stjómarliðar í efri deUd: Eyjolfur Konráð Jónsson (S), formaður fjárhags- og viðskiptanefndar ma-lti í gær fyrir nefndaráliti stjórnarliöa í fjárhagsnefnd um frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1985. Hér á eftir fer kafli úr nefndaráliti þingmanna stjórnarflokkanna í nefndinni: „Við afgreiðslu fjárlaga 1985 hækkaði erlend lánsfjárþörf ríkis- sjóðs um 302 m.kr., þar af hjá A-hluta um 295 m.kr. og B-hluta um 7 m.kr. Aukin lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs stafaði einkum af auknum rekstrarhalla. Lánsfjár- þörf B-hlutans stafaði af heimild Byggmgarsjóðs til rannsókna í þágu atvinnuveganna til 5 m.kr. lántöku og Pósts og síma til 2 m.kr. viðbótarlántöku frá fyrri áætlun- um. Þessar ráðstafanir fólu í sér að heildarfjáröflun var áformuð alls 10.170 m.kr. á árinu 1985, þar af var ráðgert að afla 2.568 m.kr. innan- lands og 7.602 m.kr. með erlendum lántökum. Viðbrögð stjórnvalda að undan- förnu hafa verið þau að takmarka beri erlendar lántökur þar sem því verður við komið með skynsamleg- um hætti. Hagstæð afkoma ríkis- sjóðs á síðasta ári, auk áforma um hert skattaeftirlit og skattskil, eru talin gera kleift að minnka erlenda lántöku A-hluta ríkissjóðs um 750 m.kr. Jafnframt er lántaka Raf- magnsveitna ríkisins lækkuð um 6 m.kr. með samsvarandi minnkun framkvæmda. Þessi ráðstöfun felur í sér að erlend lántaka fyrirtækis- ins jafngildir endurgreiðslum af erlendum lánum þess, eða 169 m.k. Þá eru lántökur Landsvirkjunar til framkvæmda minnkaðar um 316 m.kr. eða úr 1.200 m.kr. í 884 m.kr. Sú ákvörðun felur í sér að fram- kvæmdum við 5. áfanga Kvíslaveitu er frestað um óákveðinn tíma, auk þess er beitt eins miklum niður- skurði á framkvæmdum við Blöndu á þessu ári og unnt er án þess að útiloka að því markmiði verði náð að fyrsta vél virkjunarinnar verði komin í rekstur 1988 eins og núver- andi verkáætlun gerir ráð fyrir. Lántöku Landsvirkjunar að fjár- hæð alls 884 m.kr. er áætlað að ráðstafa þannig að 516 m.kr. renni til framkvæmda við Blönduvirkjun og 368 m.kr. til annarra fram- kvæmda. Að síðustu var ákveðið að takmarka erlendar lántökur at- vinnufyrirtækja við 1.500 m.kr. á árinu 1985 og er það 336 m.kr. lækk- un frá fyrri áætlun. Reiknað er með að nýjar reglur og viðmiðanir um erlendar lántökur, sem m.a. fela í sér þrengri heimildir banka til ábyrgða, leiði til minni lántöku. í þessari áætlun er ekki tekið mið af hugsanlegri aukningu vegna þess að einkaaðilum verði heimiluð erlend lántaka án sérstaks leyfis, enda komi hvorki til banka eða ríkis- íbyrgðir. Á hinn bóginn hefur reynst óhjá- kvæmilegt að gera nokkrar lagfær- ingar á fyrri áætlunum í ljósi nýrra upplýsinga. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir einstökum breyt- ingum. Þar ber hæst viðbótarheimild Byggingarsjóðs ríkisins til 403 m.kr. erlendrar lántöku á árinu 1985. Sú hækkun skýrist annars vegar af því að útlit er fyrir að inn- lend fjáröflun reynist um 215 m.kr. minni en áætlað var, þar af eru skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna 175 m.kr. og útlit er fyrir 40 m.kr. útstreymi á skyldusparnaði ung- menna. Hins vegar er gert ráð fyrir að sjóðurinn staridi skil á viðskipta- skuldum sinum hjá Seðlabanka og ríkissjóði, alls 188 m.kr. frá fyrra ári, sem ekki var í fyrri áætlunum. Með þessu móti má ætla að fjáröfl- un til sjóðsins verði tryggð á árinu 1985. Varðandi lánveitingar sjóðs- ins er rétt að taka fram að tillaga meiri hl. gerir ráð fyrir að lánveit- ingar sjóðsins verði óbreyttar að krónutölu frá lánsfjáráætlun. Hins vegar felur tillagan í sér nokkra breytingu á samsetningu lánveit- inga sjóðsins þar sem ákveðið hefur verið að ráðstafa um 200 m.kr. af þessu fé til lánveitinga fyrir hús- byggjendur í greiðsluerfiðleikum. Þessi ráðstöfun kemur óhjákvæmi- lega fram í minni lánveitingum sjóðsins til nýbygginga og kaupa á eldri íbúðum. Af þessu er ljóst að tryggja þarf breytta úthlutun lána úr sjóðnum eigi áætlunin að stand- ast. Bætt er við lántökum fyrirtækja með eignaraðild ríkissjóðs 62 m.kr., þar af 50 m.kr. til Sjóefnavinnsl- unnar og 12 m.kr. til grænfóður- verksmiöju í Skagafirði. Af lántöku Sjóefnavinnslunnar fara 36 m.kr. til að standa undir fjármagnskostn- aði og um 14 m.kr. er áætlaður kostnaður vegna varðveislu og gæslu á mannvirkjum. Grænfóður- verksmiðju í Skagafirði er heimiluð 12 m.kr. lántaka til endurfjármögn- unar lána og framkvæmda. Lántaka Steinullarverksmiðju er hækkuð um 15 m.kr., eða úr 60 m.kr. í 75 m.kr. f ljósi nýrra upplýs- inga um framkvæmdir verksmiðj- unnar er þessi hækkun nauðsynleg. Ekki þarf að leita heimildar tii þessarar hækkunar í lánsfjárlögum þar sem hún er þegar til staðar í lögum um verksmiðjuna, nr. 61/1981. Lántökur hitaveitna hækka alls um 166 m.kr. frá því sem lánsfjár- áætlun gerði ráð fyrir. Lántöku- heimild Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hækkar um 20 m.kr. vegna fjármagnskostnaðar. Auk þess er Hitaveitu Akureyrar heim- iluð 140 m.kr. lántaka til skuld- breytinga og framkvæmda, en greiðslubyrði veitunnar af áhvíl- andi lánum er mjög þung. Þá er Hitaveitu Siglufjarðar heimiluð 6 m.kr. lántaka vegna erfiðar greiðslufjárstöðu. Þar sem löggjöf um svonefnt þró- unarfélag liggur ekki fyrir er talið rétt að fella niður 4. gr. frumvarps- ins. Þess í stað er ráðgert að fela Framkvæmdasjóði að annast nauð- synlega lántöku í þessu skyni. Lán- tökuheimild Framkvæmdasjóðs samkvæmt 7. gr. er því aukin um 500 m.kr. eða úr 942 m.kr. í 1442 m.kr. Bætt er við nýrri grein, er verður 9. gr., sem heimilar Útflutnings- lánasjóði 70 m.kr. erlenda lántöku á árinu 1985. Þessi lántökuheimild er ætluð til að gera sjóðnum kleift að standa undir fjárskuldbindingum sínum og verkefnum. f III. kafla frumvarpsins kemur ný grein er verður 26. gr. Nauðsyn- legt er að afla viðbótarheimildar til erlendrar lántöku vegna lánsfjár- laga 1984. Við framkvæmd lánsfjár- áætlunar 1984 reyndist óhjákvæmi- legt að afla 367 m.kr. með erlendum lántökum þar sem innlend lánsfjár- öflun reyndist mun minni en áætlað var. Hér er um að ræða 287 m.kr. erlenda lántöku Byggingarsjóðs ríkisins og 80 m.kr. erlenda lántöku Endurlána ríkissjóðs til að mæta innlausn eldri spariskírteina ríkis- sjóðs. Að teknu tilliti til þeirra breyt- ingartillagna sem nefndin leggur fram nema heildarlántökur 9.303 m.kr., þar af er innlend fjáröflun 2.393 m.kr. og erlendar lántökur 6.910 m.kr. Þessar tiilögur fela í sér raunhæfara mat á innlenda láns- fjármarkaðnum en gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun. Á sama tíma hafa erlendar lántökur þjóðarbús- ins verið minnkaðar um tæpar 400 m.k. frá því sem fyrirhugað var í lánsfjáráætlun 1985.“ Lánsfjárlög 1985: Stjómarandstaðan: Erlendar skuldir í tæp 64 % þjóðarframleiðslu — Draga þarf úr orkuframkvæmdum í NEFNDARÁLITl fulltrúa Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka um kvennalista í fjárhagsnefnd efri deildar um frumvarp til lánsfjárlaga 1985 segir m.a.: Takmarka ber er- lendar lántökur „Erlendar lántökur eru nú sam- taís áætlaðar 6.915 milljónir króna þegar áætlunin hefur verið lækkuð um 316 millj. kr. vegna minni orkuframkvæmda, auk fyrrnefnds sýndarniðurskurðar um 750 millj. kr. og 336 millj. kr. vegna einkaaðila. Þrátt fyrir þessa sýndarmennsku lækka erl- endar lántökur aðeins um 385 millj. kr. miðað við þá lánsfjárá- ætlun sem fram var lögð fyrir ára- mót. Má því með réttum rökum staðhæfa að lánsfjáráætlun hafi hækkað verulega síðan stjórnar- flokkarnir gáfu þá yfirlýsingu að dregið yrði úr erlendum lántökum. Þegar núverandi stjórnarflokk- ar komust til valda setti ríkis- stjórnin sér það mark að lang- tímaskuldir þjóðarinnar færu ekki yfir 60% af þjóðarframleiðslu. í árslok 1983 nam þessi hlutfalls- tala 60,6% og í árslok 1984 61,9%. Seðlabankinn áætlar þetta hlut- fall 63,9% í árslok 1985 miðað við áform um erlendar lántökur sam- kvæmt væntanlegum lánsfjárlög- um og miðað við 0,7% vöxt þjóðar- framleiðslu, — þrátt fyrir þann talnaleik sem nú er hafður uppi til að geta státað af sem lægstri heildarupphæð erlendra lána. Minni hl. nefndarinnar telur það brýnasta hagsmunamál ís- lensku þjóðarinnar nú um stundir að dregið sé úr erlendum lántök- um og þær takmarkaðar við óhjá- kvæmilegar og verulega arðbærar framkvæmdir. Helmingurinn af erlendum langtímaskuldum ís- lendinga er bundinn í orkumann- virkjum og ljóst er að ekki verður þörf á viðbótarorku í þágu ís- lenskra orkunotenda eins fljótt og fyrri orkuspár hafa gert ráð fyrir. Fjárfesting í orkumannvirkjum umfram almennan markað skilar ekki arði nema til staðar séu not- endur til að nýta orkuna strax í upphafi og breyta henni í erlendan gjaldeyri. Kemur því að mati minni hl. mjög til greina að draga enn frekar úr framkvæmdum á vegum Landsvirkjunar." Erlendar lántökur 1985: Sex þúsund og níu hundruð milljónir — Greiðslubyrði: fjórði hver fiskur Krumvarp til lánsfjárlaga kom úr þingnefnd til annarrar umræðu í gær í fyrri þingdeild, svo sem sjá má af hluta úr nefndarálitum stjórnarliða og stjórnarandstöðu, sem birt eru á þingsíðu blaðsins í dag. Samkvæmt töflu, sem fylgir nefndaráliti stjórnarliða, eru heild- arlántökur 1985 ráðgerðar rúm- lega 9.300 m.kr., þar af 6.910 m.kr. erlendar lántökur. Innlendar lántökur byggjast einkum á lífeyrissjóðum, en það- an er áætlað aö fá 1.225 m.kr. lánsfjármagn, 400 m.kr. með sölu spariskírteina, 200 m.kr. með verðbréfakaupum banka og 568 m.kr. með annarri innlendri lánsfjáröflun. Erlend skuldabyrði getur kostað allt að 24% áætlaðra út- flutningstekna 1985, sem þýðir að nærri fjórði hver fiskur, sem hér er dreginn á land og unninn til útflutnings, og samsvarandi hlutfall í öðrum útflutningsverð- mætum, „týnist" í skuldahafinu. Tillögur stjórnarliða • Samkvæmt breytingartillögum við lánsfjárlög 1985 verða tekin 287 m.kr. lán erlendis 1985 til að mæta lánum, sem Byggingarsjóður tók 1984, og 80 m.kr. lán til að mæta innlausn spariskírteina ríkissjóðs frá liðnu ári. Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar Alþing- is, Eyjólfur Konráð Jónsson, Egill Jónsson, Valdimar Indriðason og Jón Kristjánsson, hafa flutt breyt- ingartillögur við stjórnarfrum- varp til lánsfjárlaga 1985: • Heildarheimild fjármálaráð- herra til lántöku fyrir hönd ríkis- sjóðs 1985 er lækkuö úr 2.489.000 þúsund í 2.236.000 þúsund, sam- kvæmt 1. grein frumvarpsins. • Heimild Landsvirkjunar til lán- töku 1985 er lækkuð úr 1.200.000 þúsund, skv. frumvarpinu, í 884.000 þúsund kr. • Heimild Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar til lántöku (fram- kvæmdir/skuldbreytingar) er hækkuð úr kr. 65.000 þúsund I kr. 85.000 þúsund. • Tveimur lánsheimildum er bætt inn í kaflann um hitaveitur: Hitaveita Akureyrar með láns- heimild kr. 140.000 þúsund og Hitaveita Siglufjarðar með láns- heimild kr. 6.000 þúsund. • Lánsheimild Framkvæmda- sjóðs íslands er hækkuð úr kr. 942000 þúsund í kr. 1.442.000 þús- und. • Skotið er inn nýrri lánsheimild, til Útflutningslánasjóðs, kr. 70.000 þúsund. • Breytingartillögur stjórnarliða gera og ráð fyrir að fjármálaráð- herra verði heimilað að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs lán að fjárhæð kr. 287.000 þúrund, eða jafnvirði í erlendri mynt sem Byggingarsjóður ríkisins tók á ár- inu 1984. Þá er ráðherra heimilt að veita sams konar ábyrgð vegna láns að fjárhæð kr. 80.000 þúsund eða jafnvirði í erlendri mynt sem Endurlán ríkissjóðs tóku árið 1984 til að mæta innlausn eldri spari- skírteina ríkissjóðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.