Morgunblaðið - 02.04.1985, Page 63

Morgunblaðið - 02.04.1985, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /s i ik rwj i ui/ ujrj'u ir Furðufréttir um Sovét Einhvern tíma í febr. sl. sá ég í Velvakanda fréttir frá Sovétríkj- unum, sem H.Kr. skrifar. Ég vil taka það fram að þessar fregnir voru svo furðuleg fjarstæða að ég trúi ekki að þessi H.Kr. sé Halldór á Kirkjubóli. Enda þótt hann sé ofstækismaður í áfengismálum færir hann venjulega glögg rök fyrir máli sínu. H.Kr. segir um áfengismálin í Sovétríkjunum: „Drykkjuskapur þessara ára er mesta hörmung rússneskrar sögu í þúsund ár.“ Ætli síðari heims- styrjöldin hafi nú ekki verið held- ur verri? Þá segir hann: „40 millj- ónir Sovétborgara eru opinberlega skráðir ofdrykkjumenn og þar af 17 milljónir blátt áfram sjúkl- ingar.“ Ég tel þetta ekki fjar- stæðu, enda hef ég engar tölur þar um. En rétt á eftir kemur önnur fullyrðing, sem stangast algjör- lega á við þessa. „Ríki, þar sem annar hver fullorðinn maður er alkóhólisti eða ofdrykkjumaður, sem ekki getur unnið fyrir sér, á sér ekki mikla framtíð." Þetta kalla ég furðufrétt. Um síðustu áramót voru Sovétmenn 276,3 milljónir talsins. Vinnuaflið var 130 milljónir og nemendur í háskólum og tækniskólum, voru 24 milljónir. Samtals er þá fulltíða fólk um 154 milljónir og þá er gamla fólkið ekki talið með. Ef helmingur þessa fólks er áfeng- issjúklingar, sem ekki getur unnið fyrir sér, eru það hvorki meira né minna en 77 milljónir. Það passar ekki við 17 milljónir skráðra áfengissjúklinga. Hugsið ykkur að annar hver læknir, annar hver kennari, annar hver lögreglumað- ur, gætu ekki unnið sökum ofdrykkju. Og hvað með allan her- inn? Við á vesturlöndum þurfum víst ekki að óttast slíkan her. Nei, þetta getur hvergi gerst, ekki einu sinni í Sovétríkjunum. Loks segir H.Kr.: „Fyrir svo sem tíu árum, eða tæplega það, ætluðu Sovétríkin að laga áfengismál sín með að beina neyslunni frá vodka að áfengum bjór.“ Svo öll þessi hörmung er bjórn- um að kenna. En ekki er það nú alveg rétt að Sovétmenn hafi byrj- að sína bjórdrykkju fyrir tæpum tíu árum. Fyrir 28 árum var ég hálfan mánuð í Moskvu. Þá fékkst sterkur bjór í hverju veitingahúsi og mig minnir fastlega einnig í matvöruverslunum. Ekki veit ég hvað þá var langur tími liðinn frá því þeir hófu bjórdrykkju. Ég gæti trúað að norrænir víkingar hafi kneyfað áfengt öl þar eystra á ní- undu og tíundu öld. Önnur furðufrétt varðandi Sov- étríkin. Fyrir nokkru heyrði ég Reuters- frétt í útvarpi þess efnis að ekki yrði leyfð fjölgun starfsmanna í sovéska sendiráðinu í Reykjavík, enda hafði ekkert sendiráð í Reykjavík fleira starfsfólk en það sovéska. Ekki hef ég heyrt eða séð leiðréttingu á þessari frétt, enda þótt það væri upplýst á Alþingi á síðasta ári að bandaríska sendi- ráðið hefði talsvert fleira starfs- fólk en það sovéska. Skylt er að hafa það sem sannara reynist. Ragnar úr Seli. Daði segir að ölstofur séu ekki til komnar hér vegna frekju kaupsýslumanna heldur sé það vilji fólksins sem ráði mestu þar um. - ' Bjórinn af hinu góða Daði skrifar: Mig langar til þess að svara bréfi frá Borgara, sem birtist í Velvakanda þann 28. febr. sl. und- ir fyrirsögninni: „Bjórinn af hinu illa.“ Borgari minnist á í bréfi sínu að honum þyki illt til þess að vita að ráðamenn þjóðarinnar sjái engan kost betri til fjáröflunar en að leyfa það að ölið „flæði“ yfir land- ið. Það furðar mig ekki að ráða- menn sjái ekki betri kost því að peningalega séð er þetta betri kosturinn til að býrja með a.m.k., hvað sem síðar verður og hefði ég gaman af að fá betra ráð hjá Borgara. Borgari setur einnig lítillega út út á bjórstofur og má skilja orð hans á þá leið að honum finnist þær lítt geðslegar. Það læðist að mér sá grunur að hæstvirtur Borgari hafi tæplega á ölstofu komið, hvað þá setið þar kvöld- stund með kunningjum og rætt málin yfir kollu, því að af skrifum hans má dæma að hann sé alger bindindismaður. Borgari minnist á frekju kaup- sýslumanna sem hafi af gróðafíkn opnað ölstofur. Mér finnst það hvorki frekja né gróðafíkn að selja bjórlíki og vil ég fræða Borgara um það að ölstofur eru ekki til komnar vegna frekju heldur vegna fjölda áskorana um að slíkt yrði gert. Hvað gróðafíknina varðar er það að segja að veitingahús og aðrir staðir sem hafa ölstofur samhliða annarri þjónustu eru að- eins að fiska eftir aukapeningum sem þeim veitir svo sannarlega ekkert af og sjálfur Borgari myndi sennilega ekki fúlsa við. Hvað við- víkur þeim stofum sem hafa ein- ungis þennan rekstur með hönd- um er það mín skoðun að þeir sem fara út í þess konar rekstur verða ekki ríkir á einum degi og veit ég þess dæmi að slíkar stofur hafi hreinlega farið á hausinn, sem reyndar er eigi fátítt um fyrir- tæki. Þetta tal borgara um gróða- fíkn er því út í hött og mætti lfkja því við að hæstvirtur Borgari spil- aði í happdrætti af einskærri gróðarfíkn en ekki til styrktar góðu málefni. Borgari talar um að hérna sé verið að hræða áhrifamenn til að láta undan þrýstingi. Það er nú einu sinni svo að þrýstingurinn er meiri en svo að afturhaldsseggir eins og Borgari geti spornað við honum. í bréfi Borgara er að lok- um minnst á að þetta hitamál sé tekið upp aftur og aftur af „frjáls- hyggjupostulum", en nú vill svo skemmtilega til að Borgari tekur þetta hitamál upp, þannig að hann bætist í hóp þeirra „frjálshyggju- postula", nema að hæstvirtur Borgari hafi í bréfi sínu gleymt að minnast á afturhaldsseggi þá sem sífellt finna málum þessum allt til foráttu. Að lokum er það ósk mín að Borgari svari þessu bréfi mínu og reyni að vera hreinskilinn í garð meirihlutans en ekki með slíku ofstæki sem varð reyndin í bréfi hans. Hæpin rökfræði 7167-6625 skrifar: Framhaldsskólakennarar gum- uðu mjög af mikilli menntun sinni. Styrjöld þeirra og gfslatöku nemenda er lokið. Þeir sögðust engin lög hafa brotið, en samt settu þeir fram skilyrði um sakar- uppgjöf. Skyldu þeir hafa lokið prófi í rökfræði? Þegar maður hefur lesið skrif Baldurs Hermannssonar og hlust- að á útvarpserindi hans fyrir skömmu hlýtur maður að spyrja: Er þetta árangur langrar há- skólagöngu? Klassískt kvöld í Amarhóli nk. miðvikudagskvöld Marakvartettinn leikur kammertónlist undir borðhaldi. Nýr stór- kostlegur sérréttaseðill. I Koníaksstofunni Sigurvegarinn í söngvakeppni sjónvarps- ins, Ingibjörg GuðjónsdóOir, syngur fyrir gesti okkar. Ingibjörg hefur stundað nám við Tónlistarskóla Garða- bæjar sl. 3 ár. Undirleik annast Snæ- björg Snæbjarnardóttir. Notið þetta einstæða tækifæri til að hlýða á þessa efnilegu söngkonu. Vinsamlegast pantid borð tímanlega. Með ósk um að þið eigið ánægjidega kvöldstund. ARNARHÓLL Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Boröapantanir í síma 18833. Fermingargjöf skíðaáhugafólks SKÍÐAPAKKI Á ÓTRÚLEGU VERÐI k ~ -skíöi. 140 til 190 sm. SALOMOIVI -bindingar. 30 til 90 kg. (saba -skiöaskór. St. 36—46. Skíöastafir, allar stæröir. Þessi ótrúlegi skíðapakki er á aöeins 5.900 kr. en áöur verö 7.580 kr. SKIÐAPAKKI -skíöi. 170 til 185 cm. wj -skíöaskór. St. 36 til 46. SALOMON -bindingar. 30 til 90 kg. Skíðastafir í öllum stæröum. Ótrúlegt verö 4.900 kr. áöur 8.430 kr. ÞETTA ERU ÓSKAGJAFIR FERMINGAR- BARNSINS Á ÓTRÚLEGU VERÐI Póstsendum um allt land A Sportval \f Laugavegi 116 viö Hlemm. Símar 26690 — 14390.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.