Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 6

Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 I lausu lofti Það vantaði svo sem ekki að fimmtudagsleikrit Agnars Þórðarsonar, Brúðkaup án veislu, væri lipurlega samið, tilsvör hnyttin og eins og klippt út úr raunveruleikanum og það sem meiri tíðindum sætir, hver einstök persóna hélt sínum persónueigind- um í málfari, þannig að eftir sátu á spegli hugans skýrt mótaðir ein- staklingar: Flagarinn og „lífs- kúnstnerinn" Hannes uppbelgdur af innantómu orðajgálfri er fleytti honum á öldutoppinn á hinum blessaða lífsins ólgusjó. Flugan í neti þessarar glerhálu köngulóar, ekkjan Sólveig, ginnkeypt fyrir fagurgala og stútfull af glæsihug- myndum tískublaðanna. Massa systir Hannesar bitur og kyrk- ingsleg piparmey er hefur greini- lega fölnað í skugga síns mikil- fenglega bróður. Og svo gömlu konurnar á elliheimilinu, nagaðar á sál og líkama af tímans tönn. Allt er þetta gott og blessað og jafnvel komust til skila þau varn- aðarorð að ekki sé allt gull sem glóir í henni veröld, að þar séu á sveimi ýmsir vafasamir karakter- ar, er tæla sakleysingjana upp úr skónum með fagurgala og skjalli. Þau varnaðarorð eru að sönnu sí- gild og mega ekki gleymast í dags- ins önn, þvi sakleysingjana verður að vernda, ekki satt? Endapunktinn vantar Einsog ég sagði hér áðan er Agnar að segja sígilda og raunar margsagða sögu í þessu útvarps- leikriti. Ég taldi slíka frásögn eiga rétt á sér en tel samt ekki nóg að varpa fram í fagmannlegum um- búðum margsagðri sögu, án þess að auka við hana frá eigin brjósti frumlegri og snjallri sögufléttu, er auðgar svolítið þann sagnasjóð er þegar er fyrir hendi. Það er næsta Íítill vandi að klæða lúin söguefni í ný og ný föt og jafnvel þótt flík- urnar gerist sífellt glæsilegri. Því skora ég á Agnar Þórðarson að ljúka þessu leikriti og auka við það öðrum 45 mínútum þar sem þau Hannes og Sólveig eru komin til Feneyja í brúðkaupsferðina. Áhorfendur bíða vafalaust spenntir yfir slikum botnlanga, þar sem höfundur glímir við þá lausn að láta Hannes kála Sól- veigu með þeim hætti, að ekki verði nein óþægileg eftirmál og hann hreppi húseign hennar eins- og til stóð með kaupmálanum. / Feneyjum Nei, hér er sko verk að vinna fyrir leiklistardeildina, hvernig væri til dæmis að efna til sam- keppni meðal hlustenda um að setja endapunkt á þetta leikrit Agnars Þórðarsonar? Lesendur gætu sent inn hugmyndir sinar og svo ynnu Agnar og leikstjórinn Haukur Gunnarsson úr því er bærist og hnýttu þannig glæsilega slaufu á annars bærilegt upphafs- atriði sakamálaleikrits. Mér sýn- ist leikurunum ekkert að vanbún- aði að sigla enn um hríð með byr í seglum þar til gondólinn nemur staðar við eitthvert skuggasundið á afskekktu síki í Feneyjaborg. Hannes: Jæja Sólveig mín, hér er nú hótelið okkar. Solla: En Hann- es, ég sé engar dyr á þessum vegg og engar tröppur. Hannes (Andar djúpt. 1 fjarska heyrist öldugjálf- ur): Elsku Solla mín, fáðu þér ann- an kampavín. Solla: En ég sé allt tvöfalt, Hannes. (Hækkar rödd- ina.) Hvað ertu með í hendinni Hannes, þetta er ekki kampavíns- flaska ... ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP „Húsið á sléttunni" — fósturbörn ■■ „Húsið á slétt- 00 unni“ er á dag- — skrá sjón- varpsins klukkan 19.00 í kvöld. Þátturinn nefnist „Fósturbörn" og er þetta fyrri hluti. Óskar Ingi- marsson, þýðandi þátt- anna, sagði í samtali við Mbl. að systkini missi skyndilega báða foreldra sína. Karl og Jónatan vin- ur hans ganga í það að reyna að útvega systkin- unum ungu samastað en ekki gengur of vel að koma þeim fyrir. Síðari hluti „Fóstur- barna" verður á sunnu- degi eftir viku klukkan 18.10. Bresk gamanmynd: „Silfursvikinn“ dagskrá klukkan ■■■■ Breska gaman- OO 20 myndin „Silfur- — svikin“ er á sjónvarpsins 22.20 í kvöld. Myndin er frá 1977. Leik- stjóri er Ivan Passer en í aðalhlutverkum eru: Michael Caine, Louis Jourdan, Cybille Sheph- erd, Stephane Audran og David Warner. . Kvikmyndahandbókin okkar gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu, en hæst eru gefnar fjórar stjörnur. Bókin segir ennfremur að mörg góð atriði séu í myndinni, en samt of margar persónur, sem geri myndina nokkuð ruglandi. Myndin fjallar um bandarískan glæpahring, sem hyggst komast yfir mikið fé á stuttum tíma. Ráðist er í að kaupa banka í Sviss, en bankinn virðist frekar á hausnum en hitt. Hins vegar býðst umboðsmanni bófanna ný tekjulind sem er ótæm- andi uppspretta silfurs. Frjáls aðferð — dans- keppni ■1 „Frjáls aðferð” 05 er þáttur í sjón- — varpinu í kvöld og byrjar hann klukkan 21.05. Þátturinn er frá dans- keppni unglinga í Tónabæ 16. mars sl. Að lokinni forkeppni víða um land komu saman tíu einstakl- ingar og tíu dansflokkar til að keppa um titilinn „íslandsmeistari unglinga 1985 í „free-style“-dansi“. Kynnir er Baldur Sig- urðsson en upptöku stjórnaði Elín Þóra Frið- finnsdóttir. „Hér og nú“, fréttaþáttur í vikulokin ■■ Fréttaþáttur- 00 inn í vikulokin ““ „Hér og nú“ er á dagskrá rásar 1 i dag klukkan 14.00. Umsjón- armenn að þessu sinni eru fréttamennirnir Atli Rún- ar Halldórsson og Erna Indriðadóttir. Alti Rúnar sagði í sam- tali við Mbl. að efnið í þættinum í dag væri af ýmsum toga spunnið. „Ég heimsótti Blönduvirkjun i fyrradag og einnig verður fjallað um Bláa lónið í Svartsengi og fer ég þar í bað með psoriasis-sjúkl- ingi. Umræður verða um einkasjónvarp. Skúli Páls- son á Ólafsfirði verður í útvarpinu á Akureyri, en hann rekur kapalsjónvarp á ólafsfirði. Jón Ragn- arsson i Regnboganum verður trúlega i hljóð- stofu ríkisútvarpsins í Reykjavik, en hann og Rolf Johansen hafa sótt um að setja hér upp stöð og er ætlunin að ræða þessi mál. Einnig ætlar Erna að ræða við konu nokkra á Húsavík, sem megrar sig á afar sérstak- an hátt, lokar á sér munn- inum með vír.“ ÚTVARP LAUGARDAGUR 27. aprll 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. TónleiKar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leiktimi. Tón- leikar 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorö — Benedikt Bene- diktsson talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áöur. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Öskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir.) Óskalðg sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvaö fyrir alla. Sig- uröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.40 iþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson. 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur I vikulokin. 15.15 Listapopp. — Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16J0 Islenskt mál. Guörún Kvaran flytur jjáttinn. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarövlk. 17.10 A óperusviðinu. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18A5 Veöurfregnir. Dagskrá 16J0 Enska knattspyrnan. 17J0 Iþróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Felix- son. 19.00 Húsiö á sléttunni. Fósturbörn — fyrri hluti. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýöandi Öskar Ingimarsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Hótel Tindastóll. Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur I sex þáttum um sein- heppinn gestgjafa. starfsliö kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 A hvað trúir hamingju- samasta þjóö I heimi? Um- sjón: Valdls Öskarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. 20.00 Útvarpssaga barnanna: Gunnlaugs saga ormstungu. Erlingur Siguröarson les (2). 20.20 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Högni Jónsson. 20.50 Parlsarkommúnan. Þriöji 27. aprll hans og hótelgesti. Aöalhlutverk: John Cleese Þýðandi Guöni Kolbeinsson 21.05 Frjáls aðferö. Danskeppni unglinga I Tóna- bæ 16. mars sl. Aö lokinni forkeppni vlöa um land komu saman tlu einstakling- ar og tlu dansflokkar til aö keppa um titilinn „Islands- meistari unglinga 1984 I „freestyle"-dansi“. Kynnir Baldur Sigurösson. Stjórn upptöku: Elln Þóra Friðfinnsdóttir. 2220 Silfursvikin. / og slöasti þáttur. Umsjón: Þorleifur Friöriksson. Lesarar með honum: Steinunn Egils- dóttir og Grétar Halldórsson. 21A0 Kvöldtónleikar. Þættir úr sfgildum tónverkum. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Mlnervu. Siðfræði Islendingasagna. Arthúr Björgvin Bollason Bresk gamanmynd frá 1977. Leikstjóri Ivan Passer. Aðalhlutverk: Michael Caine, Louis Jourdan, Cybill Shep- herd, Stephane Audran og David Warner. Bandarlskur glæpahringur hyggst ávaxta pund sitt meö þvl að kaupa banka I Sviss. Bankinn reynist vera á brauðtótum en umboös- manni bófanna býöst attur á móti ný tekjulind sem er ótæmandi uppspretta silfurs. Þýöandi Jón O. Edwald. 00.15 Dagskrárlok. ræöir við dr. Vilhjálm Arna- son. 23.15 Operettutónlist. 24.00 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 3.00 27. aprll 14410—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. Hlé. 24.00—00.45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 00.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandi. Kristln Björg Þorsteinsdóttir. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP LAUGARDAGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.