Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 15

Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 15 Tinna Gunnlaugsdóttir, Snæfríöur íslandssól, leiðir höfund íslandsklukk- unnar upp á leiksviðið. Þjóðleikhússtjóri Gísli Alfreðsson ávarpar sýningargesti að lokinni sýningu. L ingar menningarsjóðs Þjóðleik- hússins. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu Sveinn Einars- son, fyrrum Þjóðleikhússtjóri og leikstjóri, og leikararnir Helgi Skúlason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Arnar Jónsson og Sigurður Sigurjónsson. Þau áttu öll stóran þátt í hátíðar- sýningunni, Sveinn leikstýrði henni, Helgi lék Jón Hreggviðs- son, Tinna Snæfríði íslandssól, Arnar dómkirkjuprestinn og Sigurður Jón Grindvikensis. Að lokinni sýningu fluttu starfsmenn Þjóðleikhússins og aðrir gestir ávörp í tilefni af- Dyggðum prýddur eiginmaður, Mundi, fer í taugarnar á eiginkonu sinni, Láru, vegna þess hve góður hann er. Hann skortir allan lit, er skaplaus og linur. Hún fær hann ekki einu sinni til að rífast við sig. Þetta veldur því að Lára fer út að skemmta sér með gömlum að- dáanda, Haraldi. Áður hefur hún tilkynnt Munda að hún vilji skilja við hann. En Mundi fær óvæntan liðsauka þar sem eru kunningja- hjónin Jói og Dúlla. Jói bendir Munda á að stunda vín, víf og læti. Dúlla ákveður að halda honum selskap meðan Lára nýtur lífsins með Haraldi og Jói er að vanda í Töfraskríninu að fá sér „smá- dýfu“. Þau blanda sér drykk sem þau kalla Grænu lyftuna og eftir það taka málin óvænta stefnu. í öðrum þætti, þar sem þau koma mest við sögu Mundi og Dúlla, nær leikurinn hámarki og breytist úr gamanleik í ærslaleik í höndum þeirra Magnúsar ólafs- sonar og Lilju Þórisdóttur. Magn- ús ólafsson leikur af lífi og sál, leikgleði hans er mikil og gervi gott. Lilja Þórisdóttir túlkar líka vel hina saklausu margblekktu eiginkonu. Lára Steinunnar Jóhannesdótt- mælisins og í máli Þjóðleikhús- stjóra, Gísla Alfreðssonar, kom meðal annars fram að 3.350.000 manns hafa komið á sýningar Þjóðleikhússins frá upphafi, en það samsvarar því að á þeim tíma hafi hvert mannsbarn sótt sýningu 18 sinnum. Hann ræddi meðal annars um þann stórhug sem lá að baki byggingar Þjóð- leikhússins, en á fjárlögum þá hefði verið ákveðið að verja ein- um níunda hluta þjóðartekna til byggingarinnar. I dag samsvar- aði það gervigraslagningu á 82 knattspyrnuvelli og byggingu „fjölda seðlabanka". ur er dæmigerð farsatýpa í ör- uggri túlkun Steinunnar Jóhann- esdóttur. Jói Bjarna Ingvarssonar er glettin túlkun, en þó ekki alveg án þvingunar. Evert Ingólfsson túlkaði við hæfi gervimanninn Harald, fígúru og kvennabósa. Elfa Gísladóttir fór snoturlega með hlutverk þjónustustúlkunnar. Eyþór Árnason var kómískur flutningamaður. Græna lyftan hefur vissa kosti. Hún vekur hlátur, að minnsta kosti á köflum. í henni er líka fólgin skopádeila sem hittir í mark. Samtöl eru fremur lífleg. Aðalgallinn er sá að margt í verkinu er gamalkunnugt, hin ein- falda flétta hefur verið margnotuð svo að fátt kemur á óvart. Forvitnilegt væri að vita hvort ungt fólk nyti Grænu lyftunnar. Eða er hún bara fyrir þá sem eru af léttsta skeiði. Leikstjórn Þóris Steingrímsson- ar er að mínu viti farsæl. Leik- mynd og búningar Baldvins Björnssonar og lýsing ólafs Arnar Thoroddsen eru laglega unnin verk. Tónlist Jóns Ólafssonar þótti mér áheyrileg, í henni skemmtileg stemmning í anda hinna uppruna- legu tíma Grænu lyftunnar. Leikarar ásamt höfundi og leikstjóra. Þjóð sem á heima í bókum Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: íslandsklukkan eftir Halldór Laxness. Tónlist eftir Jón Nordal. Lýsing: Árni J. Baldvinsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Segja má að íslandsklukkan sé skrifuð sem klassískt verk og það hefur hún líka orðið. Leik- gerð hennar fylgir sögunni trú- verðuglega, en vitanlega með mörgum úrfellingum. Saga verð- ur ekki endursögð á leiksviði. En það má freista þess að draga fram helstu áherslur sögu og gera úr þeim leikrit. Lesandi Is- landsklukkunnar á dálítið erfitt með að horfa á leikgerðina án þess að vera sífellt að gera sam- anburð. En því verður hann að sleppa eigi hann að vera sann- gjarn gagnvart höfundi og leik- stjóra. Sveinn Einarsson hefur af al- kunnri smekkvísi sinni og þekk- ingu leitt verk Halldórs Laxness til sigurs á leiksviði. Samstarf þeirra Halldórs og Sveins er kafli út af fyrir sig í íslenskri leiklistarsögu. í fljótu bragði munu áhorfendur ekki taka eftir miklum breytingum á leikgerð íslandsklukkunnar. En þær eru engu að síður margar og nýstár- legar þrátt fyrir hófsemi í hví vetna. Til dæmis má benda á hve áreynslulaust og eðlilega atriðin tengjast nú, hraða sem áður var ekki fyrir hendi og mjög aukna áherslu á ljóðrænu verksins. íslandsklukkan er óneitanlega orðin sígild. Afmælissýning Þjóðleikhússins er stefnumót- andi fyrir slík verk. Þess er gætt að fara ekki of langt frá upp- runalegri gerð og gæða sýning- una lífi sem mótast af reynslu leikhússins og því sem er að ger- ast í samtímanum. Að því hlýtur að koma að verkið verði stytt og það þarf ekki að skaða það. Leikstjórn Sveins Einarssonar er spor í þessa átt. Því má ekki gleyma að leikmynd Sigurjóns Jóhannsson- ar sem ásamt lýsingu Árna J. Baldvinssonar er einfalt og stílhreint verk á sinn þátt í nú- tímalegu yfirbragði. Fjöldi leikara kemur fram í ís- landsklukkunni. Þegar slíku úr- valsliði er teflt fram er erfitt að gera upp á milli. En ekki tel ég að hallað sé á neinn þótt því sé lýst yfir að Tinna Gunnlaugs- dóttir í hlutverki Snæfríðar ls- landssólar geri hlutverki sínu eftirminnilegust skil. Hún lék af slíku öryggi að aðdáun vakti. Tinna hefur reyndar sýnt áður að hún er enginn viðvaningur á leiksviði, en hér lagði hún sig fram með þeim hætti að áhorf- andi hlaut að álykta sem svo að jætta væri hennar óskahlutverk. Það ber ekki síst að lofa Tinnu Gunnlaugsdóttur fyrir hve hóg- vær og markviss túlkun hennar er. Óþvinguð túlkaði hún Snæ- fríði, hið ljósa man holdi klætt. Tinna Gunnlaugsdóttir og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sínum. Helgi Skúlason leikur Jón Hreggviðsson. Leikur Helga og gervi er mjög í anda snæris- þjófsins. Þarna var Jón Hregg- viðsson lifandi kominn. Helgi bætti ekki neinu nýju við hlut- verkið, en var því trúr. Arnas Arnæus var í höndum Þorsteins Gunnarssonar. Bestur þótti mér hann í túlkun ástar- innar til Snæfríðar, en síðri sem bókamaðurinn. Menn geta svo deilt um á hvað eigi að leggja meiri áherslu. Sigurður Sigurjónsson lék Jón Grindvíking í anda ærslaleiks. Sé gengið út frá því að íslands- klukkan sé ærslaleikur er Sig- urður framúrskarandi, en hann skar sig of mikið úr að mínu mati. Hjalti Rögnvaldsson var góður Jón Marteinsson. Þetta hlutverk er vel gert frá höfundarins hendi og ánægjulegt að sjá hvernig snjall leikari túlkar það. Harald G. Haralds gekk ef til vill einum of langt í farsa- kenndri túlkun sinni á Magnúsi í Bræðratungu, en því ber ekki að leyna að Harald var mjög litrík- ur. Erfitt er að hugsa sér Snæ- fríði gifta slíku dusilmenni, en þannig kveður lífið sér stundum dyra í hjónaböndum. Það var greinilegt að Arnar Jónsson naut góðrar leikstjórnar í hlutverki Sigurðar dómkirkju- prests. Arnar fellur líka vel inn í andrúmsloft hins liðna. Ef við höldum okkur við að lýsa því sem vel var gert er ástæða til að minna á Guðbjörgu Þorbjarnardóttur í hlutverki móður Jóns Hreggviðssonar, Valdemar Helgason í hlutverki varðmannsins, Herdísi Þor- valdsdóttur sem lék ráðskonuna, blindan mann Baldvins Hall- dórssonar, etasráð Flosa Ólafs- sonar, von Úffelen Gísla Al- freðssonar og Gullinló Rúriks Haraldssonar. Róbert Arnfinnsson lék Ey- dalín lögmann á sannferðugan hátt og gaman var að sjá hvað Guðrún Þ. Stephensen gerði úr hinu ógeðfellda hlutverki Mettu, konu Árnæusar. Eins og vera ber í metnaðar- fullri sýningu voru ýmis smá- hlutverk vel unnin og túlkuð. Ég nefni nokkra leikara sem athygli vöktu: Þórunni Magneu Magnús- dóttur, Andrés Sigurvinsson, Sólveigu Pálsdóttur, Pétur Ein- arsson, Geirlaugu Þorvaldsdótt- ur, Önnu Guðmundsdóttur og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. En til hvers er verið að leika íslandsklukkuna? Svarið hlýtur að vera að hér er á ferðinni verk sem með boðskap sínum og list- rænum þrótti á erindi til fólks. Boðskapurinn er fyrir löngu orð- inn sjálfsagður. Okkur ber að vernda það sem okkur þykir mikilvægt og frelsinu megum við ekki glata. Nauðsynlegt er að minna okkur á það hvað er að vera íslendingur og hvetja nýjar kynslóðir til að íhuga stöðu okkar í heiminum. Erum við aðeins það sem stendur í fornum bókum eða eig- um við okkur von um hlutverk meðal þjóðanna? Getur upprifj- un niðurlægingar okkar fyrr á tímum eflt okkur eða lamað? Hver eru sérkenni okkar? Erum við kannski einstök eða ætlum við að byggja tilveru okkar ein- göngu á snæri? Það eru margar spurningar í íslandsklukkunni. Okkur ber að svara þeim. íslandsklukkan kallar okkur heim til sín í verki skálds og daglegu lífi. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.