Morgunblaðið - 27.04.1985, Side 24
Gamlir nemendur spyrja oft hvort
hér sé enn sunginn morgunsöngur
— segir Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri Laugarnesskóla
LAUGARNESSKÓLI er fimmtíu ára
um þessar mundir og í tilefni afmæl-
isins var rætt við ión Frey Þórar-
insson skólastjóra um sögu skólans
og ýmislegt fleira. Jón Freyr var
sjálfur nemandi við skólann í nokk-
ur ár. Árið 1956 hóf hann kennsiu
þar og varð yfirkennari árið 1965.
Hann tók við stöðu skólastjóra árið
1973.
Hvernig var skólahaldi háttað
hér í upphafi?
„Haustið 1935 hófst skólahald f
Laugarnesskóla. Þá hafði verið
byggður hluti svokallaðrar aust-
urálmu og þar voru tvær kennslu-
stofur, lítill leikfimisalur og
heimavist uppi í risi. Sigurður A.
Magnússon minnist einmitt á
þessa heimavist í bók sinni Undir
kalstjörnu. Heimavistin var ekki
ætluð nemendum sem áttu langt
að sækja, heldur var hún hugsuð
fyrir þá nemendur sem áttu við
sjúkdóma að stríða, eða erfiðar
heimilisaðstæður og var aðeins
um vist í stuttan tima að ræða.
Heimavistin var rekin til ársins
1963 og hafði Vigdís Blöndal um-
sjón með henni alla tíð.
Áður en skólinn var tekinn i
notkun var kennt á ýmsum stöð-
um í nágrenninu, svo sem á Laug-
arnesvegi 52 og síðar á Laugamýr-
arbletti 33.“
Skólinn þjónaði stóru svæði
Hvaða hverfum þjónaði Laug-
arnesskóli þegar hann tók til
starfa?
„Skólinn var byggður fyrir
hverfið sem markaðist af Deffens-
orsvegi, sem var nálægt Höfða, að
vestan og alla byggð borgarinnar
austan hans. Þar með var talinn
Selásinn og Mosfellssveitin að
Korpúlfsstöðum. f upphafi voru
214 nemendur i þessum tveimur
kennslustofum, en auk þess var
kennt i leikfimisalnum. Það kom
fljótlega í ljós að skólinn var ekki
nægilega stór svo byrjað var að
byggja viðbót árið 1942. Þar hófst
kennsla 1944, þrátt fyrir að bygg-
Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri
Laugamesskóla
ingin væri ekki tilbúin. Þá færðu
kennararnir sig á milli stofa eftir
því hvar iðnaðarmennirnir voru
að vinna.
Guðmundur Jónasson byrjaði að
aka skólabil fyrir nemendur skól-
ans árið 1941, þar sem margir
nemendur áttu langt að sækja í
skólann. Fljótlega tók Gísli Ei-
ríksson við akstrinum og ók hann
mjög lengi fyrir skólann.
Kennarar skólans tóku sig sam-
an árið 1944 og keyptu skólabíl,
sem þeir leigðu borginni.
Kennarafélag Laugarnesskóla
rak síðan skólabil i ein 10 ár og
varð nokkur ágóði af starfseminni.
Árið 1949 var ákveðið að ráðast í
að kaupa jörð í Mosfellssveit.
Þetta er hluti af jörðinni Helga-
dalur og heitir Katlagil. Landið
var girt og síðan hafa verið gróð-
ursettar um 70.000 plöntur. Árlega
eru gróðursettar um 500 til 100
plöntur. Þarna er einnig hús,
skólasel, sem byggt var á árunum
1955—1958 og fara nemendur jrfir-
leitt tvisvar á ári, á haustin og
vorin, þangað. Áuk þess er ein
skógræktarferð á ári. Kennararn-
ir nýta húsið svo á sumrin."
Hátt á annað
þúsund nemendur
Var Laugarnesskóli mjög fjöl-
mennur?
„Já, nemendum fjöigaði mjög
ört og árið 1951—1952 voru þeir
1795. Haustið eftir tók Lang-
holtsskóli til starfa og fækkaði
nemendum þá i 1421. En fjöldinn
var aftur kominn í 1797 árið
1954—1955. Þá var komið útibú
frá skólanum i Háagerði, sem
seinna varð Breiðagerðisskóli, en
þar voru um 200 nemendur."
Voru alltaf rekin útibú frá skól-
anum?
„Alltaf öðru hverju, já. Árið
1943 var t.d. kennt á Korpúlfsstöð-
um og einnig i Smálöndunum.
Kennarar frá Laugarnesskóla
voru líka við kennslu i Háagerði
og i skóla sem rekinn var í Árbæj-
arhverfi árin 1956—1967. Kennar-
ar frá Laugarnesskóla voru einnig
færðir í nýju skólana sem tóku til
starfa á þessum árum, t.d. Lang-
holtsskóla og síðar Laugalækj-
arskóla árið 1960—1961. Þetta var
oft erfitt fyrir þá, býst ég við.
Eftir að Laugalækjarskóli tók
til starfa fækkaði nemendum
smátt og smátt i báðum skólunum,
sem hugsaðir voru fyrir 4 bekki i
árgangi og 8 árganga, þ.e. til loka
2. bekkjar gagnfræðadeildar. Sið-
an verður alger skipting milli
þessara skóla 1969. Þá er barna-
skólinn fluttur hingað, og gagn-
fræðadeildirnar í Laugalækjar-
skóla. Og enn voru kennarar flutt-
ir á milli skóla. Þegar þessi skipt-
ing varð fjölgaði nemendum úr
727 í u.þ.b. 1000, en síðan hefur
þeim fækkað mjög og í dag eru 530
Um tíma var þessi fiðlusveit í skólanum. Á myndinni má greina nokkra þekkta íslendinga svo sem Þorgerði og Rut Ingólfsdætur og Sigríði
Magnúsdóttur.
Þrír skólastjórar
í fimmtíu ár
AÐEINS þrír skólastjórar hafa
starfað við Laugarnesskóla í þau
50 ár sem liðin eru frá því hann
tók til starfa.
Fyrsti skólastjóri skólans var
Jón Sigurðsson. Hann fæddist á
Hjartarstöðum í Eiðaþinghá.
Hann tók kennarapróf árið 1921
og fór í framhaldsnám í Þýska-
landi 1928 og til London árið
1930. Jón var skólastjóri barna-
skólans á Vopnafirði 1922—1924,
kennari á Siglufirði 1924—1926,
á Akureyri 1926-1930 er hann
hóf störf við Austurbæjarskól-
ann í Reykjavík. Þar var hann
yfirkennari 1931—1935 og skóla-
stjóri Laugarnesskólans frá
1935-1965.
Gunnar Guðmundsson byrjaði
að kenna við Laugarnesskólann
1937. Hann fæddist 16. desember
1913 í Fagradal í Dalasýslu.
Gunnar lauk kennaraprófi 1937
og námi í nútímahljóðfræði í
heimspekideild Háskóla Islands
1945. Gunnar gaf út margar
bækur m.a. Kennslubók í staf-
setningu ásamt Árna Þórðarsyni
árið 1947.
Gunnar Guðmundsson gerðist
yfirkennari við Laugarnesskól-
ann 1945. Hann varð síðan skóla-
stjóri 1965 til 1973 er Jón Freyr
Þórarinsson tók við af honum.
Jón Freyr Þórarinsson segir
m.a. um fyrirrennara sína: „Jón
Sigurðsson var mjög duglegur
stjórnandi. Hann hvatti mjög
kennara til að reyna nýjungar.
Jón Sigurðsson
Hann var sjálfur mjög opinn og
fór oft erlendis til að kynna sér
skólastarf þar.“
Um Gunnar segir Jón Freyr:
„Gunnar var mjög sérstakur.
Hann er sterkasti persónuleiki
sem ég hefi kynnst. Gunnar var
mjög virtur maður og mikill ís-
Gunnar Guðmundsson
lenskumaður. Hann lést um ald-
ur fram aðeins 61 árs.“
Jón Freyr Þórarinsson er
fæddur í Reykjavík 1936. Hann
lauk kennaraprófi 1956 og hóf
þegar kennslu við Laugarnes-
skóla. Jón Freyr varð yfirkenn-
ari 1965 og hefur gegnt stöðu
skólastjóra frá 1973.