Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 40

Morgunblaðið - 27.04.1985, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1985 Hver geymir menning- ararf þjóðarinnar? — eftir Guðjón B. Baldvinsson „Bak við látlausa framhlið felst heill dýrmætur farmur" Mbl. 24. marz sl. Hljóðlátir borgarar stundum nefndir „gamla kynslóðin" varð- veita ótrúlega margt í minningum sínum, i huga sínum. Látlaust fólk, lifandi minnismerki um gamla horfna lífshætti, lífshætti sem einkenndust af erfiðum hand- brögðum, tækjalausu daglegu striti við öflun daglegs brauðs. „í sveita þíns andlitis skaltu brauðs þíns neyta.“ Handtökin skópu húsnæði, brýr og vegi, unnu fyrir atvinnutækj- unum, sem gáfu þann arð, er nægði til að skapa velferðarþjóð- félag. Undir forystu framsýnna framvarða risu menntastofnanir og mynduðust félagasamtök er sýndu í verki að „gátu þrír um þokað“, þar sem einum brást afl. Kynslóðin sem er að hverfa af jarðsviði síðustu áratugi og enn um nokkra hríð geymdi dýrmætan farm. Bak við svitastorkna vöðva, -* fátækleg klæði — og þrátt fyrir margar brostnar vonir — brást hvorki áræði né vilja til að búa börnum sinum lífsaðstöðu. Unga Guðjón B. Baldvinsson kynslóðin er jafnan hinn dýrmæti farmur landsins. Sá dýrmæti farmur, sem ekki má ryðfalla ónýttur í geymsluskálum ónýttra tækifæra. Það er full seint að draga bát úr nausti, þegar byrðingurinn hefur fúnað. Er það ekki þess vegna sem við tileinkum þetta ár æsku þjóð- arinnar, von framtíðarinnar, sem nærist á verðmætum þeim er fól- ust bak við látlausa lífssögu fyrri kynslóða. Hvernig mætast þessar kynslóð- ir í dag? Gefst okkur öllum sú yf- Mjólkursamsalan í Reykjavík: Mótmælir ákvæðum í frumvarpi til nýrra framleiðsluráðslaga irsýn um „breytta tíma“, sem nauðsynleg er til að vel takist í samstarfi um þá garðyrkju sem er undirstaða vaxandi andlegs þroska, ræktun umhverfis lífsins tré. Hver eru verkefnin sem æsk- an þráir að takast á við? Hver verður minnisvarðinn, sem lifir í íslenskri menningu eftir störf þessa árs æskunnar? Við megum ekki láta nægja að spyrja. Verkin eiga og þurfa að tala. Hvergi nærri nóg að tala um fjölbreytni í atvinnulífi, það þarf að sjá svo um að verkefnin biði æskunnar. Ekki bara að sópa göt- ur í sumarfríi frá skólasetu, held- ur að eiga kost á skapandi verk- efnum fyrir framtíðina, samtímis og unnið er að þjónustu fyrir þá, sem þess þurfa. Og þá ekki síst fólkið sem setti upp “látlausu framhliðina". Ræðum það nánar á næstu dög- um, veitum því athygli hvað meistari kristninnar sagði um gildi þess að muna eftir minnsta bróður. Höíundur er formaður Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja og ritari Öldrunarráðs. V^terkur og hagkvæmur auglýsingamiðill! Á AÐALFUNDI Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík var mikið rætt um frumvarp að nýjum fram- leiðsluráðslögum. í ályktun frá fundinum er varað við lögfestingu frumvarpsins eins og það liggur fyrir og gerð krafa til að ákveðn- um ákvæðum í frumvarpinu verði breytt. t ályktuninni segir að ekki verði annað séð en að fella eigi niður ákvæði núgildandi laga um verð- miðlun mjólkur á sölusvæði Mjólkursamsölunnar og fella það undir samningsgerð milli fram- leiðsluráðs annars vegar og ann- arra mjólkursamlaga hinsvegar og/eða ákvörðun landbúnaðarráð- herra um skipan sölusvæða og verkaskiptingu á milli mjólkur- samlaga. Þá virðist stefnt að því að fella niður einkasölurétt á ferskum mjólkurvörum á Sam- sölusvæðinu og heimila öðrum að- ilum að selja sínar vörur þar. Þá er fjallað um verðlagningu og sagt að vinnslu- og heildsölu- kostnaður mjólkur eigi að ákvarð- ast af sérstakri fimm manna nefnd, þar sem verðlagsráði hafi meirihluta, án þess að áfrýjunar- réttur verði til staðar. Segir að samkvæmt frumvarpinu eigi smá- söluálagning að ákvarðast af verð- lagsráði án íhlutunar annarra, en verðlagsráð geti þó fellt niður ákvörðun um smásöluálagningu, telji það samkeppni næga. Mjólkursamlögunum er gert skylt að greiða mjólk að fullu í næsta mánuði eftir innleggsmán- uð, án þess að séð verði að frum- varpið tryggi fjármuni til þeirrar greiðslu, né heldur er sýnilegt að sala á vörunum sé tryggð, hvorki innanlands né utan. „Þó er sam- lögunum gert skylt að taka á móti allri mjólk af félagsmönnum sín- um. Þetta ákvæði gæti leitt til þess að sölustöðvarnar eyddu á skömmum tíma eignum sínum í hallarekstur," segir í ályktuninni. Þar segir að lokum: „Aðalfund- ur MS varar alvarlega við lögfest- ingu þessa frumvarps með áður- nefndum ákvæðum og gerir kröfu til að umræddum ákvæðum I frumvarpinu verði breytt í sam- ráði við félagasamtök bænda og skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir þeim breytingum." | raöauglýsingar — raðauglýsingar — radauglýsingar fundir — mannfagnaóir Verkstjórar — verkstjórar Muniö aöalfund félagsins sunnudaginn 28. apríl kl. 13.30 í Skipholti 3. Félagar fjölmenniö. Verkstjórafélag Reykjavikur. FR-deild 4 auglýsir eftir húsnæöi fyrir starfsemi sína sem er fólgiö í skrifstofuhaldi og talstöðvar- þjónustu. Uppl. í sima 27600 — 71727. Fyrirlestur Prófessor A. C. B. Dean frá Royal College of Surgeon i Edinborg mun halda fyrirlestur í kennslustofu stúdenta 4. hæö Landspítalans, mánudaginn 29. april. kl. 20.30, um æxli i ristli (Polyps and Cancer of the Large Bowel). Allir læknar hvattir til aö mæta. Stjórn skurðlæknafélags Islands og stjórn Krabba meinsfélags Reykjavíkur. Aöalfundur Olíufélagsins Skeljungs hf. Aöalfundur Olíufélagsins Skeljungs hf. veröur haldinn föstudaginn 3. mai 1985 kl. 17.00 aö Suöurlandsbraut 4, Reykjavik. Á dagskrá er auk venjulegra aöalfundarstarfa: 1. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 2. Önnur mál. Oliufélagiö Skeljungur hf. Akranes Fundur um bæjarmálefni veröur haldln i Sjálfstæöishúsinu viö Heiöar- braut, sunnudaginn 28. aprll kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins mæta á fundinn. Slálfstæóisfélögin Akranesi. Heimir Keflavík Fariö veröur I skoöunarferö um Keflavikurflugvöll laugardaginn 27. april kl. 13.00. Fariö veröur stundvislega frá Sjálfstæöishúsinu I Keflavik meö rútu. Meöal þess sem skoöaö veröur er útvarps- og sjón- varpsstööln. orustuflugsveltin, þyrlubjörgunarsveitin o.fl. Ungir sjálfstæöismenn fjölmenniö. Heimir Keftavik. Kópavogur — Kópavogur Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna I Kópavogi verður þrlöjudaginn 30. aprfl kl. 21.00 stundvislega I Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1,3. hæö. Mætum öll. Stjórnin. Ræöunámskeiö Neskaupstaö Sjálfstæöisfélagiö á Neskaupstaö efnir tll námskeiös i ræöumennsku og fundarsköp- um auk þess sem fariö veröur i nokkur meginatriöi sveitarstjórnarmála. Námskeiö- iö veröur helgina 27.-28. aprll nk. og hefst kl. 13.00 laugardaginn 27. april i Sjálfsbjarg- arhúsinu, Egilsbraut 5. Leiöbeinandi á nám- skeiöinu veröur Anna K. Jónsdóttir varafor- maöur SUS og varaborgarfulltrúi. Félags- menn eru hvattir til þátttöku. Nánari upplýs- ingar í síma 97-7115 eða 97-7731. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjaröar heldur fund i húsi flokksins Borgarbraut 1, Borgarnesi, fimmtudaginn 2. mai kl. 21.00. Sagt veröur frá landsfundi, rætt veröur um atvinnuhorfur. Gestur fundarins veröur Ragnheiöur Ólafsdóttir, Akranesi. Nýir gestir velkomnir. Kaffiveitingar. Austur-Skaftfellingar Egill Jónsson, alþingismaöur, boöar til fundar um vióhorf f landbúnaöi: Fimmtudaginn 25. aprll kl. 14.00 Hofi. Fimmtudaginn 25. april kl. 20.30 Holti. Sunnudaginn 28. april kl. 15.00 Hrolllaugsstööum. Sunnudaginn 28. april kl. 20.30 Sjálfstæöishúsiö á Höfn. Fundarboöandi. Keflavík Fundur veröur haldinn i fulltrúaráöl sjálfstæöisfélaganna i Keflavlk þriöjudaginn 30. april nk. kl. 21.00 i Sjálfstæöishúsinu, Hafnargötu 46. Dagskrá: 1. Avarp formanns 2. Almenn bæjarmálaumræða. 3. Rædd væntanleg blaöaútgáfa. 4. Önnur mál. Sljórnin. Hlutavelta Landsmannafélagið Vöröur heldur hlutaveltu miövikudaginn 1. maí nk. kl. 14.00 í Sjálf- stæöishúsinu Valhöll. Stórglæsilegir vinn- ingar, m.a. utanlandsferö. Engin núll. Stjórn Varðar Dalvíkingar — Nágrannar Sjálfstæöisfélag Dalvikur boöar til fundar um æsku- lýösmál. Fundurinn veröur haldinn i Bergþórshvoll, laugardaginn 27. aprllkl. 13.30. Fram- sögumenn: Erlendur Kristjánsson, for- maöur æskulýös- ráös rikisins, Pétur ErlendUT Þórarinsson, sóknarprestur, Sturla Kristjánsson, fræöslustjóri, Þórgunnur R. Vigfúsdóttlr, nemi, Gisli Pálsson, æskulýösfulltrúi. Aö framsögum loknum veröa frjálsar umræöur og fyrlrspurnir. Fundarstjóri: Svanhildur Björgvinsdóttlr. Allir sem áhuga hafa á þessum málaflokkl eru velkomnlr. L Pétur Sturla Gísli Þórgunnur Stjórnln. Sjáltstæóisfélag Dalvlkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.