Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 125. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afríka: Neyðin vex þrátt fyrir aðstoðina Hungursneyð í 19 ríkjum álfunnar Sameinuðu þjóAunum, New York, 5. júní. AP. ÞRÁTT fyrir óhemjumikla alþjóðlega aðstoð af öllu tagi hefur ástandið i þurrkasvæðunum í ýmsum Afríku- löndum versnað enn að því er segir í skýrslu skrifstofu þeirrar sem fer með neyðarhjálparmál við Afríku. Ástandið er sagt alvarlegast víða í norðurhluta Afríku. I Súdan er til dæmis talið að um 11,5 milljónir manna muni á einn eða annan hátt verða óþyrmilega fyrir barðinu á því að rigningin hefur látið á sér standa. í Súdan búa um 20 milljón- ir svo að hér er um að ræða meira en helming þjóðarinnar. 1 skýrslunni er sagt að af öllu verði ráðið að tala þeirra sem þurfi á neyðarhjálp að halda muni því stórhækka á næstu mánuðum og samtals séu skortur og hungurs- neyð í nítján Afríkuríkjum. Verst er ástandið í Eþíópiu og Súdan, og meðal annarra eru svo Chad, Mosambik, Mali og Níger. ítalía: Þjóðaratkvæði um fullar vísitölubætur Róm, 5. júní. AP. BETTINO Craxi, forsætisráðherra ít- ala, sagði í dag, að stjórn hans myndi tafarlaust segja af sér ef samþykkt verður í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina að taka aftur upp fulla vísi- tölubindingu á laun en hún var af- numin að nokkru á fyrra ári. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður á sunnudag og mánudag og er til hennar efnt að kröfu koinmúnista- flokksins. Á blaðamannafundi í dag sagði Craxi, forsætisráðherra, að hann myndi biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt „mínútu eftir" ósigur í atkvæðagreiðslunni en hins vegar kvaðst hann viss um, að kjós- endur létu skynsemina ráða og segðu „nei“. Takmarkanirnar við fullum vísi- tölubótum, sem voru samþykktar í fyrra eftir miklar og ákafar deilur á þingi, hafa verið einn af hornstein- unum í efnahagsmálastefnu stjórn- arinnar og baráttu hennar við verð- bólguna. Á sex mánaða tímabili í fyrra voru launauppbæturnar skornar niður um fjögur prósentu- stig en það þýðir, að meðallaun eru Nordfoto/Símamynd Þjóðhátíðargjöfin var sigur á Sovétmönnum Danska landsliðið í knattspymu hélt í gær upp á þjóðhátíðardaginn með því að vinna glæsilegan sigur á Sovétmönnum á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Skoruðu Danir fjögur mörg gegn tveimur Rússanna og deildu þeir með sér mörkunum Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup. Á myndinni er Elkjær að skora fyrsta markið en Danir eru nú efstir í 6. riðli HM. Danir væntu sér mikils af sínum mönnum og svo mikil var ásóknin í aðgöngumiðana að leiknum, að þeir voru keyptir á svörtum markaði fyrir allt að 5.000 kr. danskar. Sjá nánar á íþróttasíðu. Bettino Craxi nú um 540 ísl kr. lægri á mánuði en þau ella hefðu verið. Talsmenn rík- isstjórnarinnar segja, að ef tillaga kommúnistaflokksins verður sam- þykkt, muni árlegur launakostnað- ur í landinu hækka um 170 millj- arða ísl. kr. Craxi sagði um þjóðaratkvæða- greiðsluna, að hún væri ástæðulaus og skaðleg og hefði nú þegar valdið nokkurri óvissu i efnahagsmálun- um. Á Ítalíu er verðbólgan nú 8,8%. Utanríkisráðherrafundur NATO í Portúgal: Geimvarnaáætlanir og Salt II aðalmál Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í dag í Estoril í Portúgal og stendur í tvo daga. Segir í AP-fréttum, að helstu umræðuefnin verði afstaða Bandaríkjastjórnar til SALT II-samningsins, áætlanir um geimvarnakerfið, samskipti austurs og vesturs og tillögur um stóraukna aðstoð við Portúgali, Grikki og Tyrki. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, situr fundinn fyrir fslands hönd. George P. Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við utanríkisráðherra aðild- arlandanna um afstöðu þeirra til SALT Il-samningsins en búist er við, að Reagan, Bandaríkjaforseti, ákveði nú um helgina hvort stjórn hans muni áfram fara eftir hon- um. Halda Bandaríkjamenn því fram, að Sovétmenn hafi þver- brotið samninginn, sem raunar hefur aldrei verið staðfestur, með smiði tveggja nýrra gerða lang- drægra eldflauga. Bandamenn Sovétríkin: Ákveðið að veita í suður vatni úr stórám Síberíu Umhverfisverndarmenn óttast aÖ framkvæmdirnar valdi veðurfarsbreytingum Maskvu, 5. júni. AP. SOVÉSKUR ráðherra skýrði frá því í dag, að ákveðið hefði verið að hrinda í framkvæmd gífurlega miklum áveituframkvæmdum, sem m.a. eru fólgnar í því að veita í suður vatni úr ýmsum stórám, sem renna í íshafið. Hafa umhverfisverndarmenn og veðurfræðingar lengi haft áhyggjur af þessum fyrirætlunum og óttast þeir, að þær geti breytt hitaflæði í andrúmsloftinu og haft veruleg áhrif á veðurfarið. Nikolai F. Vasilyev, nýræktar- málaráðherra, sagði á blaða- mannafundi í dag, að brátt yrði hafist handa við einhverjar mestu áveituframkvæmdir, sem um gæti, og vatni veitt úr síber- ískum stórám á slétturnar i suðri. Sagði Vasilyev, að ekki væri um annað að velja ef takast ætti að auka matvælafram- leiðsluna í landinu. f Sovétríkj- unum sjálfum hafa orðið nokkrar deilur um þessa framkvæmd og einkum þann hluta hennar, sem snýst um að veita stórum hluta Ob-fljótsins suður til Aral-vatns eftir 2500 km löngum skurði. Aral-vatn er nú að þorna upp vegna þess, að árnar, sem í það renna, hafa verið stemmdar að ósi og vatnið notað til áveitu. Þessi ákvörðun þykir ekki síst merkileg fyrir þá sök, að talið var, að Gorbachev, hinn nýi leið- togi Sovétmanna, væri andvígur þeirri stefnu forvera sinna að brjóta sífellt nýtt og nýtt land til ræktunar með óskaplegum til- kostnaði. Hefur hann látið þau orð falla, að réttara væri að auka afrakstur þess lands, sem væri i ræktun. Umhverfisverndarmenn á Vesturlöndum og í Sovétríkjun- um líka hafa haft mikiar áhyggj- ur af framkvæmdinni og telja þeir, að ef vatni úr stóránum verði veitt í suður muni það auka ismyndun í íshafinu og Hvita- hafi og hafa áhrif á veðurfar um allan heim. Bandaríkjamanna telja hins vegar hyggilegast að virða samninginn vegna afvopnunarviðræðna stór- veldanna í Genf. Shultz mun einnig fara fram á stuðning utanríkisráöherranna við geimvarnaáætlanir Banda- ríkjamanna en búist er við, að hann muni í því eiga á brattan að sækja og einkum gagnvart Frökk- um. Af öðrum málum má nefna samskipti austurs og vesturs og tillögur um tvöföldun fjárhags- aðstoðar við þrjú fátækustu ríkin, Portúgal, Grikkland og Tyrkland. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, situr fundinn í Estoril og sagði hann í viðtali við blm. Morgunblaðsins, að ráðgerðar væru viðræður við Shultz um skipa- flutninga varnarliðsins. I gær ræddi hann við utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra Portúgala og snerust viðræður þeirra um 13% toil, sem settur verður á íslenskan saltfisk þegar Portúgal verður aðili að Evrópu- bandalaginu um áramótin. I x i George P. Shultz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.