Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 4

Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Herferð Landssamtaka hjartasjúklinga: Tökum á, tækin vantar Safnað fé til kaupa á tækjum við hjartaaðgerðir Land.sNamtök hjartasjúklinga efna ti fjársöfnunar um land allt næstkomandi föstudag og laugardag, 7. og 8. júní, undir kjöroróinu „Tökum á tækin vantar" og verður söfnunarfénu varið til kaupa á tækjum fyrir hjarta- og kransæðaaðgerðir sem ákveðið er að koma upp við brjóstholsskurðdeild Landspítalans. Fjársöfnunin fer fram með sölu merkis, sem kostar 100 krónur, en undirbúningur hefur staðið frá því um áramót. Merki hafa verið send félagsmönnum Landssamtaka hjartasjúklinga og munu þeir ásamt aðstandendum sjá um sölu merkjanna. Gengið verður hús úr húsi og einnig munu merki verða boðin til sölu á fjölförnum stöðum, og eru allir þeir sem vilja leggja samtökunum lið beðnir að hafa samband við skrifstofu þeirra í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Að sögn Grétars Ólafssonar yfir- læknis á brjóstholsskurðdeild Landspítalans er áætlað að kostn- aður við deildina verði um fjórar milljónir króna. Landssamtök hjartasjúklinga ætla að safna 3,5 milljónum, en einnig hefur deildin fengið góðar gjafir í tilefni opnun- arinnar. Við undirbúning að uppsetningu tækjanna hefur verið leitað ráða erlendis og er miðað við að starf- semin hefjist í marsmánuði á næsta ári, að því tilskildu að skurðstofur séu tilbúnar, lokið hafi verið við kaup tækjanna og nauðsynlegar lagfæringar á öðru húsnæði deild- arinnar. Við deildina munu starfa þrír læknar, af þeim starfa nú tveir erlendis en annað starfsfólk deild- arinnar fer í þjálfun til háskóla- sjúkrahússins i Uppsala i Svíþjóð næsta haust. Nú þegar er til nokkur hluti þeirra tækja sem nauðsynleg- ur er við hjartaaðgerðir, en þau eru gömul og þarfnast viðgerðar og sagði Grétar að takmarkið væri að hefja hjartaaðgerðirnar með nýjum og fullkomnari tækjum . Hér er um að ræða, auk annarra, hjarta- og lungnavél, ýmsa sfrita sem fylgdust með líkamsstarfseminni meðan á aðgerð stæði og sérhönnuð skurð- tæki. Magnús Karl Pétursson sérfræð- ingur á hjartadeild Landspftalans sagði að hjarta- og kransæðasjúk- dómar væru helsta dánarorsök ts- lendinga og skurðaðgerðum vegna þeirra hefði fjölgað gífurlega á síð- ustu árum. Árið 1984 leituðu á ann- að hundrað sjúklinga sér lækninga erlendis af þessum sökum og fóru flestir til London. „Með tilkomu nýju aðstöðunnar verður hægt að gera flestar aðgerðirnar hér á landi, þó ekki ef um er að ræða meðfædda hjartagalla. Þaö er þvi öllum til mikilla hagsbóta að skera sjúklingana upp hér á landi. 1 fyrsta lagi getur það verið mjög erf- itt fyrir sjúklinginn, bæði líkam- lega og andlega, að verða að leita sér lækninga í ókunnu landi. í ann- an stað er mjög hagkvæmt, frá þjóðhagslegu sjónarmiði, að setja upp aðstöðu til hjartaaðgerða. Það kemur sér vel fyrir aðstandendur sjúklingsins en þeir sem fara með honum utan verða að borga ferðir sínar sjálfir. I þriðja lagi skapast aðstaða til að framkvæma æðaút- víkkanir. Hér er um einfalda aðgerð að ræða en hún er ekki gerð nema þar sem einnig fara fram hjartaað- gerðir, því að f 5—6 % tilvika þarf að grípa til bráðaaðgerða. Síðast en ekki síst skapast mikið öryggi fyrir sjúklinga því nú verður hægt að framkvæma ýmsar bráðaaðgerðir hér á landi, sem áður þurfti að gera erlendis." Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð f október 1983 og flest- ir félagsmenn hafa gengið f gegnum þá eldraun að gangast undir hja- rtaskurðaðgerð erlendis. Megin- markmið samtakanna er að efla og bæta aðstöðu á sjúkrahúsum hér á landi til lækninga og rannsókna á hjartasjúkdómum og beita sér fyrir fjáröflun til kaupa fullkomnustu tækja sem völ er á hverju sinni. Samtökin reka einnig upplýsinga- þjónustu fyrir þá sem eiga að gang- ast undir hjartaaðgerðir erlendis og að sögn forsvarsmanna félagsins hefur hún reynst mörgum góð stoð á erfiðu ferðalagi. Ingólfur Viktorsson, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, afhendir forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta merki landssöfnunarinnar í skrifstofu forseta í gær. I fylgd með Ingólfi voru (frá vinstri): Rúrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjáröflunarnefndar, Emil Sigurðsson, fulltrúi í fjáröflunarnefnd, og Sigurveig Halldórsdóttir, meðstjórnandi í Landssamtökum hjartasjúklinga. Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda: Gæðayandamálin í algeru lágmarki - segir Friðrik Pálsson forstjóri TANDURFISKUR einkenndi starfsemi Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda (SÍF) öðru fremur á síðastliðnu ári. Önnur séreinkenni voru óvenju- lega mikil framleiðsla saltfisks síðari hluta ársins, afskipanir gengu betur en mörg undanfarin ár og gæðavandamál voru ( algeru lágmarki. Þetta kom fram í ræðu Friðriks Pálssonar forstjóra SÍF á aðalfundi sölusamtakanna sem hófst í gær. Aðalfundurinn stendur i tvo daga. Hann hófst í gær með ávarpi Dagbjarts Einarssonar stjórnar- formanns. Síðan var skýrsla stjórn- ar og fluttu hana auk Friðriks Valgarður J. Ólafsson fram- kvæmdastjóri, Sigurður Haralds- son skrifstofustjóri og Sigurður Bogason matvælafræðingur. Að því loknu hófust nefndastörf og var öll- um fundarmönnum raðað í starfs- hópa til að fialla um hin mismun- andi mál. Erfítt að fá fólk í vinnu Dagbjartur ræddi um skipulag SIF í ræðu sinni og lagði á það áherslu að ekki yrði hróflað við þeirri samstöðu sem framleiðendur hefðu sjálfir kosið sér með SlF Hann ræddi um þau vandamál fisk- verkenda að stöðugt virtist erfiðara að fá fólk til að vinna í fiskvinnsl- unni. Taldi hann ástæðuna þá að starfið þætti ekki eins áhugavert og önnur störf, sem bjóðast, eftir að viðkomandi starfsmenn hafa tekið með í reikninginn laun, starfsað- stöðu og álagið, sem starfinu fylgir. Hann taldi að ekki fengist lausn á þessu vandamáli, „fyrr en að sá rekstrargrundvöllur fæst fyrir fisk- vinnsluna, að hægt verði að skapa fólkinu skemmtilegan vinnustað og hreinlega kaupa vinnuaflið til baka. En það þarf margt að gerast áður en það verður hægt. Það þekkjum við allir,“ sagði Dagbjartur. Friðrik Pálsson fjallaði meðal annars almennt um stöðu sjávar- útvegsins í ræðu sinni. „Við verðum að sækja skynsamlega 1 takmark- aða stofna og aðalkrafan hlýtur að vera sú, að fiskurinn sé veiddur þar sem það er ódýrast, þegar það er hagkvæmast og á þann hátt, sem skilar mestum arði. Atvinnu- og byggðasjónarmið mega þó nokkru ráða,“ sagði hann þegar hann ræddi um hráefnisöflunina. Gallað fyrirkomulag á fískverðsákvörðun Hann gagnrýndi fyrirkomulag fiskverðsákvörðunar með Verð- lagsráði þar sem útvegsmenn og sjómenn vinna saman á móti fisk- verkendum. Hann sagði að þetta líktist stílfærðu dæmi, því að út- vegsmenn og fiskverkendur væru að mestu leyti sami aðilinn. „Þetta er gallað fyrirkomulag og þjóðinni dýrt,“ sagði Friðrik. „Við erum hér að tala um tvö meginatriði. Annars vegar markaðina erlendis og hins vegar auðlindirnar okkar, fiskinn i sjónum og vinnuaflið, sem ætlað er að veiða hann og vinna. Hvernig okkur tekst að nýta þetta tvennt, ræður úrslitum um það, hvort við lifum hér í vellystingum eða ekki.“ Þrátt fyrir að þekkja öll rökin, sem mæla með því að viðhalda óbreyttri aðferð við fiskverðs- ákvörun, sagðist hann verða sann- færðari með hverjum deginum um að við værum á rangri leið. „Það er engin skynsemi i þvi að etja saman fulltrúum sömu aðila að verja mis- munandi hagsmuni, sem í reynd eru Víða er tekið til hendinni í fegninarviku Reykjavíkur. Þessir ungu piltar prýddu blómabeð við Fríkirkjuveg 11 í góðviðrinu í gær. Fegrunarvika Reykjavíkur: Undirtektir borgarbúa góðar „FEGRUNARVIKAN hefur gengiö vel, og íbúar allra borgarhluta verið ötulir að hreinsa og fegra í kringum sig,“ sagði Pétur Hannesson forstöðumaður hreinsunardeildar borgarinnar, þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um undirtektir borgarbúa við fegrunarvikuna, sem nú stendur yfir í Reykjavík. „Flestir eru að reka smiðshögg- ið á vorhreinsunina og prýða bæði hús og lóðir. Víða hafa íbúar tekið sig saman í heilum götum eða hverfum og efnt til sérstakra fegrunar- og hreinsunardaga, sem hafa tekist mjög vel. Við hjá hreinsunardeild borgarinnar út- vegum ruslapoka, fjarlægjum járnarusl og bllhræ í samráði við íbúa sem þess óska.“ Ruslagámar eru á átta stöðum í borginni, við Meistaravelli, Vatnsmýrarveg neðan Mikla- torgs, á mótum Kleppsvegar og Dalbrautar, í Súðarvogi, við Ársel í Rofabæ, Stekkjarbakka, við efri enda Breiðholtsbrautar og Grens- ásveg. Pétur sagði að brögð væru að því að fólk tæki saman rusl í görð- um sínum en skildi það síðan eftir á víðavangi, svo sem á óbyggðum svæðum í Fossvoginum, í Lang- holtinu eða við blokkirnar i Álf- heimum. Hið rétta væri að hafa samband við starfsmenn hreins- unardeildarinnar sem kæmu og ækju ruslinu burt, fólki að kostn- aðarlausu. Einnig væri talsvert um glerbrot, sem eru afar hvim- leið og geta valdið margvíslegu tjóni. „Margir hreinsa vel til ínn- an sinna girðinga, en skilja eftir illgresi sem þrífst á mörkum lóða og gangstétta, eða rusl. Því miður erum við fámenn hjá hreinsun- ardeildinni og getum því ekki sinnt slíkum verkefnum. Það færi því vel á því ef fólk aðstoðaði okkur við að hreinsa þessa staði til að árangur vikunnar komi sem best í ljós. Einnig má geta þess að fleiri bílhræ mættu hverfa af göt- unum, þau eru til mikilla trafala og ekki til prýði." Að sögn Péturs er markmiðið að koma 1000 tonnum af rusli á haugana í fegrunarviku Reykja- víkurborgar. Miðað við það magn mætti ætla að 600—800 tonn væru þegar komin á haugana. Til að settu marki verði náð verður haldið áfram að senda ruslapoka til þeirra sem þess óska endur- gjaldslaust, og um næstu helgi fara bílar frá hreinsunardeildinni um alla borgina og safna saman rusli. MorgunblaðiS/Þorkell Fulltrúar á aðalfundi SÍF fara I fjórum hópum í skoðunarferð í birgða- geymslu sölusamtakanna á Keilugranda í Reykjavík. Myndin var tekin í gær þegar hluti fulltrúanna var í birgðageymslunni að skoða framleiðsluna. þeir sömu. Með þvi erum við aðeins að skemmta skrattanum. Það hlýt- ur að vera önnur og skynsamlegri leið fær til þess að semja um kaup og kjör sjómanna eins og annars fólks.“ Hann taldi að fiskverkendur ættu að líta á útgerðardeildirnar sínar sem hverja aðra deild í fyrir- tækjunum, deild, sem væri of dýr i rekstri og þarfnaðist endurskipu- lagningar. Þar sem fiskverkendur kaupa fisk af öðrum óskildum aðil- um, myndi verðið ráðast af samn- ingum þeirra í milli. Friðrik lagði til að tekin yrðu upp önnur vinnubrögð þó Verðlagsráð yrði ekki lagt niður strax, vinnu- brögð „þar sem reynt verður að byggja inn í þetta verndaða verð- ákvörðunarkerfi kosti markaðs- kerfisins, án þess að gallarnir fylgi. Tilraun í þessa átt gæti falist í þvi, að fiskverð væri mishátt eftir því. hvenær dags eða viku fiskur bærist að landi, eins og oft hefur verið rætt um. En fyrst og fremst þarf að taka ferskfiskmatið til gagngerrar endurskoðunar og leggja það niður ella,“ sagði Friðrik. Taprekstur í saltfísk- verkuninni. í ræðu Sigurðar Haraldssonar skrifstofustjóra kom fram að SlF telur að taprekstur hafi tvímæla- laust verið í saltfiskverkun á síð- asta ári, að mati starfsmanna SÍF um 4-6%. „Eins og venjulega er af- koman þó afar mismunandi á milli framleiðenda, en þó ekki síst á milli tegunda verkunar og hráefnis. Mér er nær að halda að þessi munur hafi sjaldan verið meiri en á síðasta ári,“ sagði Sigurður meðal annars í ræðu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.