Morgunblaðið - 06.06.1985, Page 15

Morgunblaðið - 06.06.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 15 Myndlist Valtýr Stefánsson Á vesturgangi Kjarvalsstaða hefur Bat-Yosef komið fyrir ein- um 87 myndverkum. Þar kennir margra grasa. Þar eru ljósmynd- ir af gerningum, málverk á silki, klippimyndir á pappír og svo mætti lengi telja. Það er þröngt á þessum verkum, og hefði verið betra ráð að hafa ekki jafn mikið til sýnis og raun ber vitni. Fyrir um það bil 30 árum kom Bat-Yosef fyrst til íslands og þá sem kona Erros (Guðmundar Guðmundssonar), og hefu hún haldið sambandi við land og þjóð síðan, en er nú búsett í París og hefur haslað sér þar völl sem myndlistarkona. Hún hefur ha- ldið sýningar víðs vegar og er alþekkt sem súrrealistísk listak- ona. Og ekki verður annað sagt en að hún hafi lagt gjörva hönd á margt. Það er ekki langt líðið, síðan hún var með sýningu á verkum sínum í Gallerí Lækjart- orgi, og er sú sýning í fersku minni. Mörg verki á þessari sýn- ingu er nátengd því, sem þar var til sýnis, en hinir máluðu hlutir (objects) eru nýir frá hennar hendi fyrir okkur hér á landi. Þar ber ýmislegt á góma: fiðluk- assi og stóll, banjókassi, kúlur og ýmiss konar aðrir hlutir, sem of langt mál yrði að tína til hér. En allt hefur þetta svip af listakon- unni, og því persónulegt eins og sagt er. Bat-Yosef er ættuð frá botni Miðjarðarhafs, og litir hennar og form hafa nokkuð austrænan blæ. Á sýningu hennar má finna ýmis tákn og merki úr Austur- löndum, og þjóðerni listakon- unnar leynir sér ekki. Bat-Yosef á sér nokkurn hóp aðdáenda hér á landi, og hefur hún valdið honum nokkrum vonbrigðum. Hún er afar dugleg við myndgerð sína og löngu full- mótuð sem myndlistarkona, enda bera verk hennar með sér bæði kunnáttu og fastmótaðar skoðanir. Ég verð að játa, að ég er ekki sérlega inni á því sviði, sem virðist henni svo eiginlegt, en ég ber virðingu fyrir tækni og dugnaði listakonunnar. Það er dálítið skemmtilegt, að um leið og Bat-Yosef kemur frá París og sýnir verk sín, kemur Örn Ingi frá Akureyri, einnig með alls konar hluti, og svo eru í báðum sölum staðarins sýningar sem eiga sinn uppruna í Reykja- vík. Örn Myndlist Valtýr Stefánsson Örn Ingi er listamaður, sem á heima á Akureyri og kemur stundum suður og sýnir okkur sitt af hverju. Hann var á ferð hér um árið og staldraði við á Kjarvalsstöðum, og nú er hann kominn aftur og með mikinn farangur. Titill á sýningu hans er Sviðsmyndir í tilveru lífs og dauða, engin smá nafnbót, enda kemur Örn Ingi víða við að þessu sinni og ef til vill of víða. Það er symbolismi, sem ræður ferð að sinni, og eins og ætíð þegar táknmál er notað, verður skilningur nokkuð persónu- bundinn og erfitt er að skilja og skýra svo að viðunandi sé. Þegar Örn Ingi var hér með sína seinustu einkasýningu, en hann hefur haldið hér tvær, ef f Austursal á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir fyrsta einkasýn- ing á grafík eftir Tryggva Árnason. Hann hefur stundað þessa listgrein að undanförnu af miklu kappi eins og sýning hans ber ótvírætt vitni. Tryggvi nefnir sýningu sína KÆRA REYKJAVÍK, og ekki er maður lengi að uppgötva hvers vegna þegar sýning hans er skoðuð. Megnið af myndum hans eru gerðar eftir fyrirmyndum af gömlum og þreyttum húsum, sem hafa að geyma þá þjóðar- Ingi ég man rétt var það handverk- ið, sem einna mesta athygli vakti og hvernig hann tengdi það konsept-hugmyndum. Enn er hann við sama heygarðsh- ornið og enn er það handverkið, sem fyrst og fremst vekur at- hygli. Ég man að í eina tíð spáði ég því að svo færi að Örn Ingi ynni verk sín of vel til að vera tekinn góður og gildur af því fólki sem stundaði kons- ept-list hér fyrir sunnan. Enn er þessi spádómur að þvælast fyrir mér og ekkert hefur breyst, hvað þetta snertir, nema hvað nú eru konsept- meistararnir flestir farnir að stunda málverk af miklum móð, en Örn Ingi heldur sig við gömlu hugmyndafræðina. Það tekur með öðrum orðum heldur lengri tíma að koma tískunni norður yfir fjöll en að festa hana við Faxaflóa. Það liggur feikna mikil vinna sögu, sem er okkar sameign og það eru hinir lúnu húsgaflar og litríku port, sem segja okkur sögur þeirra einstaklinga, sem þarna hafa lifað og hrærst alla sína tíð. Það verður vart minnst á þessi myndverk Tryggva nema verða svolítið rómantísk- ur í orðavali. Þannig er gamli bærinn, og vonandi á það ekki eftir að breytast. Það er tæknileg nýjung á ferð í þessum verkum Tryggva og hann hefur náð afar sterkum í þessari sýningu hjá Erni Inga, og hann hefur margar flóknar hugmyndir. Notar hrosshúðir, amboð, hey og lifandi mús til að koma sínu á framfæri, svo að fátt eitt sé nefnt. Hann virðist mjög upptekinn af leikhúsinu sem slíku, og eru sum verka hans auðsjáanlega tengd þvi fremur en myndlist. Það eru engar nýjungar á þessari sýn- ingu, en verk sem þarna eru, voru vissulega í eina tíð talin til endurnýjunar dadaisma eða eitthvað í þá áttina, en svo hratt flýgur stund á listasvið- inu á okkar tímum, að allt úr- eldist, áður en það er fullgert. Það er bæði erfitt og vanþakk- látt verk að eltast við tískuna, þótt það geti verið spennandi stundarfróun, en það er líka allt og sumt. Það er ýmislegt gott hægt að segja um þessa sýningu hjá Erni Inga, sem er gott dæmi um hvernig hlutirnir þróast í þeirri einangrun sem hlýtur að vera til staðar í ekki stærri bæ en Akureyri er. Það ætti ekki að vera til hins verra, og hver veit nema einmitt á slíkum stöðum eigi eftir að koma fram það sem máli skiptir? tökum á því, sem hann er að fást við. Það eru skýringar á þessum vinnubrögðum í sýn- ingarskrá Tryggva, sem óþarft er að endurtaka í þessum línum. Það sem einna mest hafði áhrif á mig á þessari sýningu er lita- meðferð Tryggva. Hann hefur auðsjáanlega næmt auga fyrir litnum og nær í hann krafti, sem vinnur eins og listamaður- inn auðsjáanlega ætlast til í hvert sinn. Það eru aðeins ör- fáir, sem ná slíku valdi, og þá liggur manni næst að vona, að viðkomandi snúi sér meir að sjálfu málverkinu, því þessir hæfileikar eiga þar betur við en í grafík að mínu mati. Ég verð að játa að mezzotintur Tryggva komust ekki eins inn í mitt kerfi og silkiþrykk hans. Sum þeirra eru hreinar gersemar, og á litameðferð ekki minnstan þátt í því. Þarna er nýjung í íslenzkri myndlist á ferð, og er það sann- arlega fagnaðarefni. Warhole á þarna ekkert erindi, enda nær- vera hans óþörf að mínu áliti. Tryggvi virðist standa algerlega fyrir sínu, þegar best lætur, og ég óska honum til hamingju með þann áfanga sem hann sýn- ir á þessari sýningu. Þar eru 51 verk og fylla algerlega Austur- sal Kjarvalsstaða. Þarna liggur mikil vinna að baki, og geri aðr- ir betur. En það er sameiginlegt þeim einkasýningum, sem nú eru að Kjarvalstöðum, að allar bera þær vitni um gríðarlegan dugnað og áræði. Bat-Yosef Sýning Tryggva Árnasonar Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferö meö Útsýn. Megum viö bjóða þér þaö besta á Ítalíu — Spáni og Portúgai? artilboð Stórkostlegt tækífæri fyrir þig í 6 manna hópi býöst þér 3000 kr. kynningarafsláttur fyrir feröafélagana og frítt fyrir þig í 2 vikur í sól og sumaryl! Gildir aöeins næstu daga fyrir nýjar pantanir á fáum óseldum sætum til Ítalíu, Spánar og Portúgal. Austurstræli 17 •ímar 26611 — 23510

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.