Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 53

Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. jUNl 1985 53 Þórður Jónsson hefur um ævina gert rúmlega 300 flugvélalíkön. Morgunbiai>i»/RAX ÞórÖur Jónsson: „Já, já, þú ert með „módeldellu“ segir fólk brosandi“ _____________ Þessi 30 „módel“ sem hann er aó vinna fvrir FLugleiðir eru af fyrstu á já, þú ert með módeldellu, segir fólk brosandi þegar það lítur inn í skápinn hjá mér, en svo er það búið og fólk spáir lítið í vinnuna sem liggur að baki. Þess vegna er mjög gaman að vinna að þessu verkefni því þarna er vinnan manns metin og líkönin, er verða líklega þegar allt kemur heim og saman um 30 talsins, fara í stjórnarherbergi Flugleiða. — Ertu búinn að hafa áhuga fyrir þessu lengi? „Alveg frá því að ég var strák- patti og ég hef verið að þroskast í smíðinni eftir því sem árin líða. í þessum skáp sem ég var að tala um eru um það bil 300 líkön sem ég hef smíðað um ævina. Ein- hverntíma var ég að telja saman tímann sem hefur farið í þessi 300 módel mín og mér taldist til að ef 18 klukkustunda vinna hefði farið í hvert væru þetta um 5490 klukkustundir af ævinni. Eitt af þessum líkönum mínum er nokkuð merkilegt og áreiðan- lega ekki til annars staðar á ís- landi. Það er Northorp-flugvélin sem bjargað var í Þjórsá 1979. Líkanið var ekki til af henni áður þannig að hún er samsett úr hlut- um hvaðanæva." — Þessi líkön fyrir Flugleiðir. flugvélum Flugfélagsins ug Loftleiða. Hvað tekur þig langan tíma að vinna við hvert þeirra? „Það tekur svona 30 til 40 klukkustundir ef vel á að vera. Ég fæ líkönin send erlendis frá og byrja þá á því að líma saman hlut- ana. Þá er vinnuteikningin á dag- skrá og þar þarf ég að mála og teikna ýmislegt inná sem þarf að passa i stærðarhlutföllum. Það tók mig t.d. fimm klukkustundir að mála gamla Flugfélagsmerkið. Þessi líkön eru af fyrstu flugvél- um Flugfélags íslands og Loft- leiða og eru gerð í sömu stærð- arhlutföllum og málaðar í sömu litum og þær voru upphaflega. Það gat oft verið erfitt að finna hvaða litir þetta voru og ég fór þá á fund gamalreyndra flugmanna sem höfðu flogið þessum vélum og bar mig saman við þá. Þetta er gífur- leg nostursvinna alltsaman." — Pantarðu þessi líkön aðal- lega frá Bandaríkjunum? „Flest panta ég frá Bandaríkj- unum já og Bretlandi í gegnum póstverzlun. En svo eru auðvitað vinir og vandamenn sendir með langa tossamiða ef þeir leggja leið sína út fyrir landsteinana. I nokkrum tilfellum eru þessi plast- flugvélalíkön mín heimasmíðuð því þá hafa ekki verið til slík sem hafa passað. Þá styðst ég við teikningar og ljósmyndir til að fara eftir og smíða þá eftir tilfinn- ingunni sem ég hef fyrir viðkom- andi flugvél." — Þú ert búinn að gera 300 módel fyrir sjálfan þig og ert að vinna að öðrum 30. Er þetta ekk- ert leiðigjarnt til lengdar? „Nei, alls ekki. Það er ekki smuga að láta sér leiðast við þessa vinnu því tíminn bókstaflega hleypur frá manni." — Flýgurðu ekki fyrst áhuginn á flugvélum er svona mikill? „Reyndar byrjaði ég að læra flug 1974 en það varð of dýrt þá fjárhagslega fyrir ungan strák eins og mig. Núna undanfarið hef ég verið að byrja í svifflugi og það er óhemju gaman. Það mætti reyndar segja mér að það ætti eft- ir að verða tímafrekt tómstunda- gaman í framtíðinni." COSPER — Fyrirgefðu, en hvað er klukkan? Ódýrar og pottþéttar pakkningar í bílvélar Við eigum á lager pakkningar í ílestar tegundir bílvéla - viðurkennd vara sem notuð er aí mörgum biíreiðaíram- leiðendum. AMC, BMW, Buick, Chevrolet, Daihatsu, Datsun, Dodge, Fiat, Ford, Land Rover, Mazda, M. Benz, Mitsubishi, Moskvitch, Opel, Perkins, Peugeot, Range Rover, Renault, Saab, Scania, Subaru, Suzuki, Nú í sumar munu þjónustu- og sölufulltrúar Bíla- borgar h/f gera víðreist um landsbyggðina til skrafs og ráðagerða við MAZDA eigendur og þjónustuaðila. 3. júní verða þeir á Blönduósi hjá Bílaþjónustunni og á Sauðárkróki hjá Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga. 4. júní verða þeir á Siglufirði hjá Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar og á Dalvík hjá Bílaverkstæði Dalvíkur. 5. júní verða þeir á Akureyri hjá Bílasölunni h/f og á Húsavík hjá Bifreiðaverkstæðinu Fossi h/f. 6. júní verða þeir á Egilsstöðum hjá Bifreiðaþjónustu Borgþórs Gunnarssonar, á Neskaupstað hjá Sfldarvinnslunni h/f og á Eskifirði hjá Benna og Svenna h/f. 7. júní verða þeir á Hornafirði hjá Bifreiðadeild Vélsmiðju Hornafjarðar. MAZDA eigendum og þeim sem eru í bílakaups- hugleiðingum er bent á að hafa samband við ofangreinda aðila varðandi nánari tímasetningar. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.