Morgunblaðið - 13.08.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
37
Minning:
Claus
Bryde
mjólkur-
frœðingur
Fæddur 20. febrúar 1909
Dáinn 30. júlí 1985
Með nokkrum orðum langar mig
til að kveðja góðan vin.
Claus Bryde fæddist á Halsted á
Jótlandi. Kynni okkar hófust árið
1933 þar sem við vorum nemendur
á átta mánaða námskeiði á Lade-
lund Mælkeriskole. Síðan hefur
haldist góður kunningsskapur alla
tíð.
Ég minnist Claus Bryde sem
góðs og tryggs vinar. Alltaf var
hann hógvær en hafði þó
skemmtilega kímnigáfu.
Claus Bryde réðst til Mjólkur-
bús Flóamanna árið 1934 og það
var fyrir hans milligöngu að leið
mín lá til íslands 1935.
Claus Bryde réðst mjólkurbús-
stjóri á MBF 1936 og var það til
1942. Eftir það gerðist hann
mjólkurbússtjóri við Mjólkurbúið
í Hafnarfirði þangað til búið var
lagt undir Mjólkurstöðina í
Reykjavík. Eftir það vann hann
við Mjólkurstöðina í Reykjavík
þangað til hann komst á eftirlaun.
Ég er sannfærður um að störf
sín hefur hann alltaf reynt að
leysa vel af hendi.
Nú þegar vegi okkar skilur, vil
ég þakka honum fyrir trygga vin-
áttu og góð kynni þau ár sem við
áttum samleið og þeim hjónum
báðum gestrisnina.
Eftirlifandi konu hans, Karen
og fjölskyldu sendi ég bestu sam-
úðarkveðjur.
Hermann 0sterby
stoð á erfiðum tíma. Það má
kannpki segja að það er fyrst
þarna í Suður-Bár sem afi fær að
njóta sín sem bóndi, enda tók
hann miklu ástfóstri við jörðina.
Það er líka á þessum árum sem við
barnabörnin erum að vaxa úr
grasi og áttum vísa sumardvöl hjá
afa og ömmu. Notfærðum við
okkur það sum meira en önnur
minna eins og gengur. Eitt er víst
að öll eigum við hlýjar minningar
tengdar afa og ömmu og Suður-
Bár. Þar gerðust mörg ævintýrin
niðri í fjöru eða upp við foss og
hvergi voru lummurnar bragð-
betri en í eldhúsinu hjá ömmu á
kvöldin eftir langan dag við leik
og störf.
Árið 1964 brugðu þau búi afi og
amma og fluttu inn í Grundar-
fjörð. Njáll sonur þeirra, sem búið
hafði í sambýli við föður sinn um
árabil, tók þá við búinu svo afi átti
auðvelt um vik að skreppa þangað
þegar hann langaði til.
Afi missti mikið þegar amma
féll frá árið 1971. Þau fjórtán ár
sem hann átti þá eftir ólifuð, átti
hann sitt aðalathvarf hjá Þórdísi
dóttur sinni og Ragnari manni
hennar.
Afi var hógvær maður og hefði
ógjarnan viljað sjá hól um sig á
prenti. Það er heldur ekki ætlunin
hér að skrifa neina lofrollu um
hann, einungis minnast lífshlaups
hans í sem fæstum orðum. Afi
hafði bjartan svip, var léttur í
lund, ræðinn og spaugsamur.
Hann var hagleiksmaður við smíð-
ar og annað það er hann tók sér
fyrir hendur. Hann var vinur vina
sinna.
Með afa er horfinn góður mað-
ur. Við afkomendur hans, börnin
sex, barnabörnin tuttugu og sjö og
barnabarnabörnin sem orðin eru
tuttugu og fimm, þökkum honum
samfylgdina. Megi hann hvíla í
friði.
Hulda
Minning:
Gunnar Njálsson
frá Suður-Bár
Fæddur 2. febrúar 1901
Dáinn 6. júlí 1985
Mig langar að minnast í fáum
orðum afa míns, Gunnars Njáls-
sonar, sem lést þann 6. júlí síðast-
liðinn í sjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi. Afi fæddist á Krossnesi á
Ströndum 2. febrúar 1901 og voru
foreldrar hans þau Njáll Guð-
mundsson og Súsanna Margrét
Þorleifsdóttir. Bjuggu þau hjón
ásamt börnum sínum í Krossnesi
fram til ársins 1913 en þá fluttu
þau inn í Norðurfjörð þar sem þau
reistu nýbýli sem þau nefndu
Njálsstaði. Þar bjó afi til ársins
1952.
Ekki þurfti afi langt að leita
konuefnisins því að á næsta bæ
bjuggu sæmdarhjónin Sesselja
Gísladóttir og Valgeir Jónsson og
áttu þau fjölda barna. Þeirra á
meðal var amma mín, Valgerður
Guðrún, og gengu þau afi í heilagt
hjónaband þann 18. júlí 1925. Var
hjónaband þeirra farsælt og eign-
uðust þau sex börn sem öll lifa
foreldra sína.
Eins og allir vita, var lffsbarátt-
an hörð á þessum árum, ekki síst
fyrir smábónda í afskekktri sveit.
Því hagaði líka þannig til á
Njálsstöðum að ekki var hægt að
hafa nema lítið bú. Afi þurfti því
oft að sækja vinnu utan heimilis
og var þá oft fjarverandi langtím-
um saman. Naut heimilið þá góðr-
ar aðstoðar Njáls langafa, sem þar
bjó til dauðadags árið 1941 eftir að
hafa þá verið ekkjumaður í 13 ár.
Að taka sig upp og flytja burt úr
heimahögum er erfið ákvörðun og
þung. Saga afa er ekkert eins-
dæmi. Mörg fjölskyldan hefur
mátt gera það sama. Sést það best
í þeim fjöldamörgu sveitum lands-
ins, þar sem rústir einar bera vitni
því mannlífi sem þar var á árum
áður.
Eftir 27 ára búskap á Njálsstöð-
um eða nánar tiltekið um sólstöð-
ur 1952, fluttu þau afi og amma
burtu úr sveitinni sinni að Suður-
Bár í Grundarfirði. Kunnu þau
strax vel við sig í þessu nýja um-
hverfi og hófust þegar handa við
ræktun og uppbyggingu á jörð-
inni. Nutu þau þess þá afi og voru enn í föðurhúsum og veittu
amma, að fjögur barna þeirra þau foreldrum sínum ómælda að-