Morgunblaðið - 13.08.1985, Síða 47
MQRGUNBLADIÐ-, ÞRIÐjyDAGUR 13. ÁGOST19&5
47
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
UinJ-ll If
Ofbeldishneigðir
friðarsinnar
Opið bréf
til ráðherra
Velvakandi hefur verið beðinn að
birta eftirfarandi bréf frá Bergþóri
Atlasyni, Siglufirði:
Hr. Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra.
Reykjavík.
Fyrir nokkrum árum var ég beð-
inn að koma um borð í bát til að líta
á talstöð sem var í ólagi. Þegar ég
kem um borð í bátinn var þar
staddur ungur maður með mikla og
staðgóða verkfræðimenntun. Að
vísu var hún ekki á sviði rafmagns-
eða radíóvirkja. Hinsvegar var
þessi maður það sem kalla má ama-
tör í radíófræðum.
Nú vildi svo til að maðurinn hafði
setið dágóða stund yfir bilaða tæk-
inu áður en ég kom á staðinn. Hann
byrjar á að segja mér að samkvæmt
teoríunni eigi þetta tæki, sem ég
var beðinn um að lagfæra, að vera í
lagi. Ég spuröi hann hvort tækið
væri þá ekki í lagi og ætlaði að yfir-
gefa bátinn. Hann segir mér þá að
það sé svo merkilegt að tækið virki
bara ekki þrátt fyrir þetta.
Tækið var tvískipt og var allur
mæla-aflestur í neðri skápnum
utan einn, sem var í þeim efri. Þeg-
ar betur var að gáð kom í ljós að
efri skápurinn var ekki í sambandi
og var það eina bilunin. Þrátt fyrir
alla teoríu gat þetta samt verið
svona einfalt.
Þessi dæmisaga liggur fyrir mér í
dag á annan hátt. Það er að þetta
tvískipta tæki gæti allt eins verið
skipstjórarnir á fiskiskipunum í
neðri skápnum en fiskifræðingarnir
í þeim efri. Það er að, þrátt fyrir að
fiskifræðingar eigi samkvæmt
teoríunni að vera í lagi, þá eru þeir
einfaldlega ekki í sambandi.
Kveðjur,
Bergþór Atlason,
Siglufirði,
amatör í fiskifræðum.
Arngrímur Sigurðsson, Keilufelli
2, skrifar:
Hr. Velvakandi:
Hópur manna sem kennir sig
við grænku og frið er enn á
dagskrá. Ekki láta þessir menn
friðsamlega. Þeir hafa skipað
sjálfa sig til eftirlits með hval-
veiðum. Aðferðin: Fyrirsiglingar
og hótanir. Þó heyrist enginn tala
Steinunn Pálsdóttir, Karlagötu 13,
skrifar:
Ágæti Velvakandi.
Það smábætist við þuluna sem
hún Þuríður bað um hinn 27. júlí.
Aðeins endirinn er eftir og ætla ég
að biðja þig fyrir hann, Velvak-
andi góður. Síðast var komið: Nú
er dauður Egill og Kegill í skógi.
Framhaldið er svona:
Horfi ég upp til hæðanna
um atvinnuróg eða ólögmæta
framkomu.
Náttúruvernd er að sönnu góður
málstaður, en of langt má ganga.
Stjórnvöld mega ekki láta ofbeldi
viðgangast hvort sem íslenskir eða
erlendir aðilar eiga í hlut. fslend-
ingar ættu ekkert að stjana við
fólk sem hótar að leggja aðalat-
vinnuveg þjóðarinnar í rúst.
og se tólf hesta renna,
tók ég þann blakka,
og reið ofan í slakka.
Kom þar að kveldi
er kerling sat að eldi.
Hún tók mína pyngju
og hugði mig stinga.
Þó tók ég lunkinn minn langa,
og lagði undir kerlingar vanga
og mælti svo um
að aldrei skyldi hún gott við heyra
í sitt bannsetta krókótta kerlingar eyra.
Framhald þulu
Öllum þeim sem sýndu mér vinsemd á marg-
víslegan hátt á áttræöisafmæli mínu 1. ágúst
sl. þakka ég innilega.
LifiÖ heil,
Gudmundur E. Guðjónsson.
Nýtt — Nýtt
Haustvörurnar eru komnar
Glugginn
Laugavegi 40, Kúnsthúsinu
Sími 12854
hún um graskögglaverksmiðjur
og ýmislegt sem þeim tengist.
Meðal annars var rætt við Stef-
án H. Sigfússon framkvæmda-
stjóra um sölutregðu á gras-
kögglum í vetur. Þar sagði hann
að verðið hefði verið sett of hátt
í fyrra. Vegna þeirra ummæla
langar mig til að spyrja hlutað-
eigandi málsaðila, hvort það að
koma saman einn góðan veður-
dag og ákveða í sameiningu verð
á vöru til neytenda sé í fullu
samræmi við lög um heilbrigða
viðskiptahætti og samkeppni.
Hvar er samkeppnin og metnað-
urinn ef framleiðendur koma sér
allir saman um fast verð á vör-
um sínum? Auk þess virðist vera
sama verð á kögglum án tillits
til hráefnanna í þeim. Getur
þetta talist eðlilegt ef þetta er
ekki einu sinni sama vöruteg-
undin?
Verðlagning
á klippingu
Sigurpáll Grímsson, Kakarastof-
unni Klapparstíg hringdi:
Ég vil koma fram leiðréttingu
við fyrirpsurn Á.D.Ó. í blaðinu á
föstudaginn. Þar eru taldar upp
nokkrar hárgreiðslustofur, þar á
meðal Hárgreiðslustofan Klapp-
arstíg. Á.D.Ó. segir klippingu
kosta kr. 495, en það er rangt,
hið rétta er að klipping hér kost-
ar 395 kr. eða hundrað krónum
minna. Varðandi fyrirspurnina
get ég aðeins sagt það að verð-
lagning á klippingu er nú frjáls,
en var það ekki til skamms tíma.
Því hækka ekki allar stofur
verðið hjá sér á sama tíma eins
og áður var og getur það þvi gef-
ið mjög villandi upplýsingar.
Einnig er gæðamunur á hár-
greiðslustofum og getur það haft
eitthvað að segja.
Gleraugu
Jóns fundin
Stefanía Baldursdóttir hringdi:
Dóttir mín var á ferð á Laug-
arvatni um verslunarmanna-
helgina. Þar var ungur piltur að
Kristján Hafliðason, Æsufelli 2,
hringdi:
Ég hlustaði á fréttir útvarps-
ins á fimmtudagskvöldið þar
sem m.a. var fjallað um komu
svonefndra grænfriðunga
hingað. Einnig var greint frá því
að íslenskir ráðamenn hefðu
veitt þeim áheyrn og rætt hefði
verið saman af hreinskilni og
vinsemd. Grænfriðungar hefðu
skilning á afstöðu okkar íslend-
inga til hvalveiða. En svo var
nákvæmlega í sömu frétt haft
eftir þeim að ef við hættum ekki
hvalveiðum þegar í stað, myndu
þeir með öllum tiltækum ráðum
grafa undan sölu á íslenskum
leita gleraugna sinna sem hann
hafði tapað. Hann heitir Jón Eg-
ill og býr í Kópavogi. Skömmu
síðar fann dóttir min gleraugun
hans en okkur hefur ekki tekist
að hafa upp á piltinum. Jón Egill
er því hér með beðinn um að
hringja í síma 72902 og fá nánari
upplýsingar.
físki erlendis. Sem sagt: Gera
okkur ókleift að lifa í landinu og
eyðileggja aðalatvinnuveg lands-
manna. Svona mönnum á að visa
umsvifalaust úr landi. Hvar er
þor og karlmennska íslenskra
ráðamanna? Er hjartað komið
ofan í buxur? Ég er hræddur um
að afi minn, Snæbjörn í Hergils-
ey, hefði velt sér við í gröfinni ef
hann hefði heyrt froðusnakkið í
grænfrióungum enda reyndi
hann á sínum tíma að verja
landhelgina með járnkarl einan
að vopni. Því segi ég að lokum
við íslensk stjórnvöld: Látið
skina í tennurnar.
Skip grænfriðunga, Rainbow Warrior, er forðum sigldi um lslandsmið og
truflaði hvalveiðar íslendinga.
Látið skína í tennurnar
Dómkirkjan
Sumarferð
aldraðra
Efnt verður til sumarferðar eldri borgara í Dóm-
kirkjusókninni miðvikudaginn 14. ágúst nk. kl.
13.00 frá Dómkirkjunni. Þátttaka er bundin viö
fólk 65 ára og eldra.
Farið verður fyrir Hvalfjörð og til Akraness. Aö
venju verður gefiö kaffi í ferðinni. Þátttökugjald
er kr. 200,- Þátttaka óskast tilkynnt í síma 12113,
þriðjudaginn 13. ágúst milli kl. 13 og 16.
Sóknarnefnd
TELEXFORTHEFUTURE
l Tölvutelex i
með einkatölvum =
Tugir íslenskra fyrirtækja treysta EASYLINK best =
fyrir öllum telexsamskiptum sínum viö umheiminn,
= enda vita stjórnendur þeirra og meira en 100000
annarra fyrirtækja í heiminum, aö fyrirtækin sem
standa aö EASYLINK, WESTERN UNION USA og
CABLE AND WIRELESS UK, eru ein stærstu og
—— virtustu fyrirtæki heimsins á þessu sviöi. =
= Gerið samanburö á þeim kostum sem til greina
koma. =
EASYLINK — Framtíöarlausn á tölvuöld
1 Símtækni sf. 1
Ármúla 5, 108 Reykjavík, sími 686077.
Easylink (UK): 19005265 =
Telex: 946240 Cweasy G, quoting 19005265. =