Morgunblaðið - 13.08.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
51
Átthagasalurlnn Hótel Sögu er sniðinn fyrir öll hugsanleg mannamót. Hann hentar jafnt stórum sem
smáum hópum, allt frá 20 tll 200 manns og starfsfólk okkar kappkostar að uppfylla hvers konar óskir
um veitingar og þjónustu.
• Smá og stór afmæli • Hádegisverðarboð • Útskriftarveislur
• Fermlngarveislur • Kaffisamsæti • Fundir
• Skírnarvelslur • Kvöldverðarboð • Ráðstefnur
• Ættarrmót • Brúðkaup • Vinasamsæti
• Erfldrykkjur • Árshátíðlr • o.fl. o.fi.
Við veitum allar frekari upplýsingar um verð og þjónustu og gefum góð ráð. Hafðu samband við
veitingadeildina í síma 29900.
Við leysum málið.
GILDIHF
Göngubrú yfir
Kaldaklofskvísl
GÖNGULEIÐIN frá Landmanna
laugum til l*órsmerkur er ein sú
vinsælasta í óbyggðum. Feróafé-
lag íslands hefur reist sæluhús á
þessari leió og eru þau staðsett
þannig að hæfileg dagleið er á
milli þeirra.
Ferðafélagið hefur einnig
stikað þessa leið til öryggis
fyrir ferðamenn. Göngubrýr
hefur Ferðafélagið sett á erfið-
ustu ár s.s. Emstruá, Ljósá og
nú í sumar var sett göngubrú á
Kaidaklofskvísl. Þessar brýr
eru til öryggis fyrir ferðamenn
á þessari leið og er það stefna
Ferðafélagsins að auðvelda
ferðafólki umgengni við landið.
Er smíði slíkra göngubrúa yfir
viðsjárverð vatnsföll liður í
þeirri viðleitni félagsins.
17 myndbandstæki,
140 flöskur af vín-
anda og 90 bjórkassar
Ljósmynd/Jón ViÖar Sigurösson
Hér sjást nokkrir brúarsmiðanna að störfum við smiði brúarínnar yftr Kakla-
klofskvisi, en það var bygginganefhd FÍ ásamt sjálfboöaliöum sem sá um smiði
göngubrúarinnar.
Smygl í Breka og Sindra:
„EKKI get ég sagt að tollgæslan úr Reykjavík hafi verið óvenju mikið á
ferðinni í sumar vegna tíðra siglinga íslenskra skipa í söluferðir erlendis,
en við höfunt reynt að sinna þessu eins og kostur hefur verið og erum að
reyna að auka það,“ sagði Hermann Guðmundsson, aðstoðartollgæslu-
stjóri, í samtali við Morgunblaðið.
ÞÁ ER ÁTTHAGASALURINN SNJÖLL LAUSN
„Við höfum farið um landið og
tekið prufur þegar við vitum að
skip er að koma frá útlöndum. Til
dæmis komu um síðustu helgi tvö
skip frá Vestmannaeyjum úr sigl-
ingu, Breki og Sindri. í Breka
fundust 11 myndbandstæki,
nokkur hljómflutningstæki og
myndbandsspólur. í Sindra fund-
ust sex myndbandstæki. Einnig
var talsverðu áfengi smyglað til
landsins. Níutíu kassar af bjór
fundust í Breka og 140 flöskur af
sterkum vínanda.“
Hermann sagði að tollgæslan i
Reykjavík hefði reynt að sinna
landsbyggðinni eftir bestu getu,
en fyrst og fremst væri það lög-
regla viðkomandi byggðarlags
sem sæi um tollgæsluna þar jafn-
framt löggæslunni, en „við reyn-
um að styrkja þá eftir bestu getu.
Ég efast ekkert um að lögreglan
úti á landi sinni skyldum sínum,
en þrátt fyrir það næst aðeins
hluti af toppnum. Stundum látum
Otffaert sem tilefnid er
við vita af okkur með góðum
fyrirvara eða við birtumst á
staðnum og bönkum upp á þegar
skipin sigla í höfn. Það fer eftir
aðstæðum hverju sinni.
Árangurinn hefur verið ágætur
hjá okkur undanfarið. Þetta er
hinsvegar mikil vinna. Það er
ekki bara að fara um borð og ná í
vaminginn, öllu þarf að snúa við
og felustaðirnir virðast óendan-
legir. Ef menn vilja smygla, þá er
það í sjálfu sér lítið mál,“ sagði
Hermann að lokum.
Hinir slösuöu fluttir af slysstað. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg.
MorgunblaðiðiA/Július
Árekstur á mótum Miklubrautar og Grensásvegar
ALVARLEGUR árekstur varð á mót-
um Miklubrautar og Grensásvegar í
Reykjavík laust eftir klukkan 2 að-
faranótt sunnudags.
Þar rákust á Saab-bifreið sem
ekið var suður Grensásveg og Sub-
aru sem ekið var austur Miklu-
braut.
Fjórir voru fluttir á slysadeild,
tveir úr hvorum bíl. Fengu þeir
allir að fara heim að lokinni skoð-
un nema ökumaður Saab-bilsins
sem missti meðvitund við slysið en
meiðsli hans munu þó ekki hafa
reynst mjög alvarleg.
Tildrög slyssins eru ekki fullljós
en svo virðist sem hvorugur öku-
maðurinn hafi veitt hinum bílnum
athygli, fyrr en þeir skullu saman.
Subaru-bíIIinn kastaðist á um-
ferðarljós og braut þau niður.
Báðir bilarnir eru mjög mikið
skemmdir ef ekki ónýtir.
„Mannleg
mistök“
— segir Guttormur
Þormar um umferð-
armerkið við Mela-
torg
EINS og lesendur eflaust muna
birtist í Morgunblaðinu nú fyrir
skömmu mynd af umferðarskilti
við Melatorg, sem skilja mátti svo
að á torginu væri vinstri umferð
enn í fullu gildi. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem fengust hjá Gutt-
ormi Þormar, yfirmanni gatna-
máladeildar borgarverkfræðings,
er það þó hin mesta firra.
„Hér er aðeins um mannleg
mistök að ræða,“ sagði Guttorm-
ur, „mistök, sem sakir skarp-
skyggni starfsmanna Morgun-
blaðsins hafa nú þegar verið leið-
rétt. Strákarnir voru að vinna að
því einn daginn að koma upp
þessum alþjóðlegu aðvörunar-
skiltum, en einhverra hluta
vegna virðist sem eitt fornfálegt
skilti hafi slæðst með og hafnað
uppi á staur,“ bætti hann við.
„En nú er þessi skondna skyssa
sem sagt úr sögunni.“
Aðspurður kvað Guttormur
skilti þessi sett upp að beiðni
ökukennara meðal annarra og
ættu þau að leiðbeina bæði utan-
bæjarmönnum og erlendum
ferðamönnum við akstur um
hringtorgin. „Ekki hef ég þó frétt
af neinum sem ekki er betur að
sér en það að hann hafi ekið
öfugan hring á torginu, hvorki
fyrir uppsetningu merkisins né
eftir,“ sagði Guttormur Þormar
að lokum.
Misritun
nafns
í FRÉTTATILKYNNINGU frá
Félagi skipulagsfræðinga, sem
birtist í blaðinu nýlega, misritað-
ist nafn eins stjórnarmanna.
Bjarka Jóhannessonar, sem
nefndur var Bjarni í fréttinni. Er
beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum.