Morgunblaðið - 21.09.1985, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
Minning:
Ingimundur Ásgeirs-
■ son bóndiy Hæli
Fæddur 13. apríl 1912
Dáinn 11. september 1985
Ingimundur Ásgeirsson, bóndi
að Hæli í Flókadal, verður jarð-
settur í dag að Lundi í Lundar-
reykjadal. Hann var merkur mað-
ur, búinn miklum og fjölbreytileg-
um hæfileikum og var í forystu-
sveit bænda um árabil.
Ingimundur Ásgeirsson var
fæddur 13. apríl 1912 að Reykjum
í Lundarreykjadal, sonur hjón-
anna Ingunnar Danielsdóttur og
Ásgeirs Sigurðssonar bónda þar.
Synir þeirra voru 5, allir sér-
stökum gáfum gæddir. Hinn elzti
þeirra var Magnús Ásgeirsson,
skáld og ljóðaþýðandi. Hann lézt
fyrir allmörgum árum. Hinir
bræðurnir, auk Ingimundar, eru
dr. Leifur, sem lengi var prófessor
við Háskóla íslands, einn mesti
stærðfræðingur, sem Íslendingar
hafa eignazt, og Sigurður og Björn,
sem báðir búa að Reykjum.
Um móður Ingimundar, Ingunni
Daníelsdóttur, sagði Kristleifur
fræðaþulur Þorsteinsson á Stóra
Kroppi m.a. í einni bóka sinna Úr
^ byggðum Borgarfjarðar: „Ingunn
var að eðlisfari tápmikil, gáfuð og
námfús. Aflaði hún sér góðrar
menntunar, fyrst í Kvennaskólan-
um í Ytri-Ey og síðar í Flens-
borgarskóla. Að því loknu tók hún
að sér kennslustörf og þótti svo
vel fallin til þeirra, að orð var á
gert. Hún var djörf í máli, fræð-
andi í tali og hiklaus í allri fram-
komu. Þótt bóknám hefði um skeið
tekið hug hennar að mestu, sýndi
hún fljótt, að hún var líka vaxin
- '* þeim störfum, sem mæða á hús-
freyjum."
Um föður Ingimundar segir
Kristleifur á Stóra Kroppi: „Hann
var dulur og fáorður og lagði ekki
margt til mála óspurður. En þegar
leitað var eftir áliti hans, kom í
ljós, að hann var gjörhugull mað-
ur, sem óhætt var að fulltreysta."
Eins og sjá má af þessum orðum
fræðimannsins á Stóra Kroppi,
stóðu að Ingimundi Ásgeirssyni
og bræðrum hans sterkir stofnar.
Kynni mín af Ingimundi á Hæli
hófust fyrir 35 árum, þegar ég var
12 ára gamall sendur þangað í
sveit.
Hann hafði árið 1943 gengið að
eiga Ingibjörgu, dóttur Guðmund-
^ ar Bjarnasonar, bónda á Hæli, og
fyrri konu hans, Helgu Jakobs-
dóttur frá Varmalæk, sem lézt
fyrir aldur fram. Þeir ráku búskap
saman á Hæli, Ingimundur og
Jakob, bróðir Ingibjargar, en
Guðmundur hafði dregið sig í hlé
þótt hann héldi áfram störfum við
búið.
Flestir sem ferðast um Borgar-
fjörð fara fram hjá Flókadal, en í
mínum huga er hann fegurstur
Borgarfjarðardala. Þar sem manni
hefur liðið vel finnst manni faliegt.
Ég fæ aldrei fullþakkað forsjón-
inni fyrir að hafa sent mig að
Hæli.
Guðmundur Bjarnason hafði
** haldið upp myndarlegum búskap
að Hæli og m.a. byggt þar íbúðar-
hús á fyrri hluta aldarinnar, sem
enn stendur til marks um stórhug
ungs bónda á þeim tíma.
Eftir heimsstyrjöldina síðari
hófst mikil tæknivæðing í íslenzk-
um landbúnaði og ræktun var stór-
aukin. Þegar ég kom að Hæli 1950
var þessi uppbygging hafin þar og
hélt áfram næstu árin. Það var
ævintýri líkast að fylgjast með því
hvernig túnið stækkaði ár frá ári
og nýjar byggingar risu. Það var
^ mikið metnaðarmál ungum snún-
ingapilti að þessar framfarir yrðu
sem mestar. Þeir Ingimundur og
Jakob voru samhentir um þessa
uppbyggingu.
Mér varð það ljóst, þau 5 sumur
sem ég var á Hæli, að Ingimundur
Ásgeirsson var enginn venjulegur
bóndi. Hann var geysilega fróður
um menn og málefni, afar vel að
' sér í sögu þjóðarinnar og bók-
menntum og las mikið. Þessi
áhugamál Ingimundar komu fram
í félagsstörfum hans. Hann átti
um skeið sæti í stjórnum Héraðs-
skjalasafns Borgarfjarðar og
Byggðasafns Borgarfjarðar svo og
í stjórn Sögufélags Borgarfjarðar.
Hann skrifaði mikið og m.a. mun
vera tilbúið handrit að ábúendatali
fyrir Borgarfjarðar- og Mýrar-
sýslu sem hann vann fyrir Búnað-
arsamband Borgarfjarðar.
Við deildum hart um pólitík.
Hann var rótgróinn Framsóknar-
maður og átti um skeið sæti f
miðstjórn Framsóknarflokksins.
Hann hefði skipað með sóma sæti
á framboðslista Framsóknar-
flokksins í Borgarfjarðarsýslu til
Alþingis. Einhvern tíma á þessum
árum heyrði ég orðróm þessa efnis,
en vissi aldrei hvort hann var
sannur. Þótt ég væri stráklingur
umgekkst hann mig sem jafningja
í umræðum okkar um stjórnmál.
í störfum mínum síðar á lífsleið-
inni hefur það verið ómetanlegt
að hafa kynnzt lífsviðhorfum og
skoðunum slíks manns.
Við ferðuðumst töiuvert saman,
gengum á Fanntófell og ég fór
margar ferðir með honum yfir í
Lundarreykjadal. Þá var farið yfir
hálsinn milli Flókadals og Lundar-
reykjadals og komið niður Lunda-
sneiðina svonefndu hjá Lundi.
Stundum voru þessar ferðir farnar
í Oddsstaðarétt á haustin, að
sækja fé Flókdælinga. Þá rákum
við féð til baka yfir hálsinn. Við
komum alltaf við á Gullberastöð-
um. Þar var gott að koma.
Á Oddsstöðum bjuggu þá, og búa
að nokkru leyti enn, systkinabörn
þeirra Ingibjargar og Jakobs á
Hæli, þau Ásta Sigurðardóttir og
Kristján Davíðsson, og Hanna
Sigurðardóttir og Ragnar Olgeirs-
son maður hennar. Þær systur eru
dætur Vigdísar Hannesdóttur og
Sigurðar Bjarnasonar, bróður
Guðmundar heitins á Hæli. Vigdís
Hannesdóttir var af hinni marg-
frægu Deildartunguætt, systir
Jóns sem á þeim tíma bjó í Deild-
artungu og Guðrúnar, konu Páls
Zophoníassonar og þeirra syst-
kina.
Það var skemmtilegt að koma
að Oddsstöðum á þessum árum og
raunar jafnan síðan að hitta Odds-
staðafólk. í þessum ferðum lá leið
okkar Ingimundar næst að Reykj-
um, þar sem hann var fæddur og
uppalinn. Fróðlegt var að kynnast
þar þeim Sigurði og Birni sem þar
bjuggu og ljóst að rætur Ingi-
mundar þar voru mjög sterkar.
Loks komum við í þessum ferðum
að Þverfelli í Lundarreykjadal, en
þar bjuggu þá og búa enn Herdís,
mágkona Ingimundar, dóttir Guð-
mundar á Hæli og Björn Davíðs-
son, bróðir Kristjáns á Oddsstöð-
um. Öllu þessu fólki var gott að
kynnast og hafa þau kynni orðið
mér minnisstæðari eftir því sem
árin hafa liðið.
Þessi sumur kom Magnús Ás-
geirsson skáld nokkrum sinnum
að heimsækja bróður sinn að Hæli
og dvaldi þar um tíma. Mér þótti
hann forvitnilegur maður enda
hafði faðir minn sagt mér að hann
væri mesti ljóðaþýðandi íslend-
inga. Hann lokaði sig inn í her-
bergi og það mátti heyra í ritvél-
inni allan daginn. Stundum kom
hann út, var léttur og hýr. Eftir-
minnilegur persónuleiki.
Ingimundur Ásgeirsson valdist
fljótt til trúnaðarstarfa í þágu
heimabyggðar sinnar. Ungur tók
hann sæti í hreppsnefnd Lundar-
reykjadalshrepps og sat síðar í
hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps
og var fulltrúi þess hrepps í sýslu-
nefnd. Hann átti sæti í stjórn
Ungmennafélagsins Dagrenningar
í Lundarreykjadal í tvo áratugi og
man ég að hann fór oft fótgang-
andi yfir í Lundarreykjadal í er-
indum þess. Hann átti einnig um
hríð sæti í stjórn Ungmenna3am-
bands Borgarfjarðar og í stjórn
Andakílsvirkjunar.
Hann gegndi forjnennsku bæði
í Ræktunarsambandi Borgarfjarð-
ar og Búnaðarsambandi Borgar-
fjarðar svo og í stjórn Kaupfélags
Borgfirðinga. Auk þessara trúnað-
arstarfa heima í héraði átti Ingi-
mundur sæti á Búnaðarþingi í 20
ár og sat einnig fundi Stéttarsam-
bands bænda.
Þau Inga og Ingimundur eignuð-
ust 4 börn, Björk sem er skjala-
vörður í Þjóðskjalasafni, Ásgeir
smiður í Keflavík, kvæntur Sigríði
Guðbergsdóttur, Ingunni sem er
gift Stefáni Matthíassyni lækni,
og Helgu, en hennar maður er
Þorvarður Ingi Þorbjörnsson.
Tengsl mín við Hælisfólkið hafa
haldizt. Gunnar bróðir minn var
þar í sveit á unglingsárum. Meðan
dætur mínar voru yngri þótti mér
gott að koma með þær að Hæli svo
að þær kæmust í snertingu við
íslenzkt sveitalif.
Þegar Ingimundur Ásgeirsson
verður til grafar borinn í dag verð
ég staddur í öðru landi. En frá
mér og konu minni og dætrum
berast hlýjar samúðarkveðjur til
Ingu og barna hennar.
Með Ingimundi Ásgeirssyni er
genginn einn þeirra mikilhæfu
menningarmanna, sem sett hafa
svip sinn á islenzka bændastétt
um aldir.
Styrmir Gunnarsson
í dag fer fram útför Ingimundar
Ásgeirssonar bónda á Hæli í
Flókadal í Borgarfirði. Hann verð-
ur jarðsettur í fæðingarsveit sinni,
að Lundi í Lundarreykjadal.
Ingimundur var á sjötugasta og
fjórða aldursári er hann lézt í
sjúkrahúsi í Reykjavík. Fæddur
var hann á Reykjum í Lundar-
reykjadai hinn 13. apríl 1912.
Foreldrar hans voru hjónin Ás-
geir Sigurðsson bóndi á Reykjum
og Ingunn Daníelsdóttir. Daníel
faðir Ingunnar var Daníelsson og
átti lengst af heima í Víðidal í
Húnavatnssýslu. Kona hans var
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Síðast
munu þau hafa búið á Kolugili.
Foreldrar Daníels voru Daníel
Gíslason bóndi á Auðunarstöðum í
Víðidal og Guðrún Loftsdóttir frá
Galtarnesi, síðar húsfreyja á
Syðri-Völlum í Miðfirði. Foreldrar
Ingibjargar voru Gunnlaugur
Gunnlaugsson bóndi á Efranúpi í
Miðfirði og Ingibjörg Jónsdóttir.
í föðurætt var Ingimundur af
borgfirzku bergi brotinn. Ásgeir
faðir hans var sonur Sigurðar Vig-
fússonar og Hildar Jónsdóttur, sem
síðast bjuggu á Efstabæ í Skorra-
dal, en höfðu áður búið á ýmsum
jörðum í Borgarfjarðar-, Kjósar-
og Gullbringusýslum.
Foreldrar Sigurðar voru Vigfús
Guðmundsson og Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, sem bjuggu um skeið í
Svanga (Haga) í Skorradal. For-
eldrar Hildar voru Jón Símonarson
og Herdís Jónsdóttir. Þau bjuggu á
Hæli í Flókadal og reyndar Efsta-
bæ í Skorradal. Frá þeim hjónum
er komin Efstabæjarætt, sem svo
er oft nefnd. Alkunnugt er að
margt skapríkt gáfufólk er af þeim
ættboga komið. Ingimundur var
einn þeirra.
í mörg ár var Ingimundur
áhrifamaður um stjórn héraðsmála
Borgfirðinga. Hann var um langt
árabil kjörinn sýslunefndarmaður
fyrir Reykholtsdalshrepp og sem
slíkur var hann kosinn sýsluend-
urskoðandi. Þurfti hann að yfirfara
og úrskurða ársreikninga allra níu
sveitarfélaganna í sýslunni svo og
reikninga sýslusjóðs og sýsluvega-
sjóðs. Allt var það leyst af hendi af
stakri nákvæmni.
Jafnframt var hann lengi í for-
ystu í vegamálum héraðsins. Það
starf útheimti talsverða vinnu
meðan það tíðkaðist ennþá að þorri
vega teldist til sýsluvega. Þá kom
sér vel þekking hans á staðháttum
og aðstöðu sveitarfélaganna og ein-
stakra bænda. Fjármunir voru litl-
ir en þörfin mikil. Heimreiðir voru
víða torfærar en eftir að farið var
að sækja mjólkina á tankbílum
þurfti mjög að styrkja vegina.
Reynt var að bæta úr brýnustu
þörfinni og vildi þá stundum fara
þannig að fjármunum var skipt í of
marga staði, þannig að lítið var
hægt að gera fyrir fjárveitinguna.
Ingimundur beitti sér fyrir því að
breyta um stefnu og gera heldur
stærra átak í færri vegum. Reynd-
ist sú leið mun betur.
f menningarmálum var Ingi-
mundur í fararbroddi héraðsbúa.
Hann var frumkvöðull að stofnun
hérðsskjalasafns Borgarfjarðar.
Það safn er nú grundvöllur rann-
sókna á sögu og þróun mála í hér-
aðinu. Var Ingimundur í stjórn
safnsins nokkur ár. Það má reynd-
ar segja að sama gildi um byggða-
safn Borgarfjarðar og listasafnið.
Hann studdi eindregið að því að
koma þeim söofnum á fót. Það var
honum hugsjón að þessar menning-
arstofnanir mættu dafna.
Ingimundur var og markaskrár-
ritari og undirbjó útgáfu marka-
skrár og fjallskilareglugerðar fyrir
Borgarfjarðarsýslu. Kunni hann og
glögg skil á afréttum og landa-
merkjum í héraðinu og sóttu marg-
ir fræðslu til hans í þeim efnum.
Hér má geta þess að Ingimundur
hafði nýverið lokið við að semja
ábúendatal í Borgarfjarðarhéraði á
19. og 20 öld. Var það gert fyrir
Búnaðarsamband Borgarfjarðar,
sem væntanlega gefur þessa skrá
út á næstunni.
Eins og vikið var að var Ingi-
mundur einstakur áhugamaður um
menningarmál. Væri unnt að
greina frá mörgum og þýðingar-
miklum málefnum á því sviði sem
Ingimundur barðist fyrir. Hér
nefni ég af handahófi enn eitt
dæmi, það varðaði framtíð Reyk-
holtsstaðar, en síðasta samstarf
okkar Ingimundar í sýslunefnd
Borgarfjarðarsýslu varðaði einmitt
það mál. Var því þá beint til Al-
þingis að vel færi á því á átta alda
ártíð Snorra Sturlusonar að þjóðin
heiðraði minningu hans með því
meðal annars að gera nýtt átak til
uppbyggingar Reykholtsstaðar. I
því efni var bent á nauðsyn þess að
Íjúka byggingaráformum Reyk-
holtsskóla, skipuleggja og síðan
lagfæra og fegra nánasta umhverfi
staðarins. Þar kom fram skógrækt-
aráhugi Ingimundar að hann vildi
sérstaklega lagfæra Snorragarð-
inn, ræsa hann fram og rækta.
Gróðursetja átti þar tré og runna
og girða garðinn.
Einnig var ákveðið að reisa
minnismerki um Snorra í Dölum
vestur og gefa Dalamönnum. Hefur
það nú verið gert. En umbætur í
Reykholti bíða. Vonandi rætast
hugsjónir Ingimundar í þeim efn-
um — og það sem fyrst.
Ingimundur Ásgeirsson hóf bú-
skap á Hæli árið 1943 í félagi við
mág sinn, Jakob Guðmundsson.
Búskapur þeirra varð brátt um-
fangsmikill og þó einstaklega
snyrtilegur. Enda er jörðin kosta-
góð og stór. Fyrrum þurfti þó að
nýta hvern blett til slægna, en í
kjölfar ræktunar fór svo að þeir
félagar fengu feikna heyfang. Það
var mál manna þar í sveitinni að
báðir kynnu þeir mágar vel til
verka og þótti prýði að búskapar-
háttum þeirra.
Ingimundur var léttur á sér og
vel frískur. Hann var sagður harð-
duglegur í smalamennsku og
sláttumaður góður.
Heimilið á Hæli var sannkallað
menningarheimili. Bókakostur var
þar vandaður og mikill og sat ís-
lenzk gestrisni í fyrirrúmi. Margir
nutu þess að koma að Hæli, enda
voru húsráðendur í senn ráðhollir
og góðviljaðir. Saga og velferð
lands og lýðs voru einatt helstu
umræðuefni, en bókmenntir og list-
ir voru heldur ekki látnar liggja í
láginni.
Ég hef oft undrast það hvernig
Ingimundur fór að því að finna sér
stundir til skrifta og fræðiiðkana
með svo annasömu og erfiðu starfi
sem búskapurinn er.
Það má nærri geta að svo búinn
kostum sem Ingimundur var var
mjög til hans leitað um forystu í
félagsmálum. Allt frá æskuárum
sinnti hann málefnum ungmenna-
félaganna og reyndar studdi hann
æskulýðsmálefni héraðsins dyggi-
lega, þótt hann væri kominn á full-
orðinsár. Þetta er enginn kostur að
rekja hér og nú öll félagsmálastörf
Ingimundar enda tók hann þátt í
flestum slíkum störfum, sem efst
voru á baugi hverju sinni í hérað-
inu. En ég vil þó aðeins víkja að
einum félags- og atvinnumála-
þætti, sem Ingimundur hafði mik-
inn áhuga á og fórnaði miklu
starfi. Það var þátttaka hans í því
að rafvæða Borgarfjarðarhérað. í
því efni vann hann mikið og gott
starf.
Eftir að Ingimundur kom í stjórn
Andakílsárvirkjunar, sem er sam-
eign Borgarfjarðarhéraðs og Akur-
nesinga, tók hann drjúgan þátt í að
koma rafmagni heim á býli, sem
enn höfðu ekki verið tengd við sam-
veitu. Studdi hann eindregið þá
stefnu, sem upp var tekin eftir
1960, að virkjunarstjórnin veitti
lán fyrir rafvæðingunni. Með þeim
hætti tókst að koma rafmagni á
fjölda bæja fyrr en ella hefði orðið.
Þá átti hann þátt í þeirri
ákvörðun að láta fara fram rann-
sóknir á nývirkjun vatnsafls í hér-
aðinu. Var sá kostur valinn að
virkja Kláffoss í Hvítá. Það var ár-
ið 1964.
Niðurstöður virkjunarmatsins
sýndu að þar væri um hagstæða
virkjunaraðstöðu að ræða. Var þá
gerð rannsókn á virkjunarstað,
jarðlögum, árrennslinu og fleiru.
Fengust síðan tilboð í vélar og bún-
að og reyndar vilyrði um hagstæð
lán til langs tíma og með lágum
vöxtum. En svo fór að ekki fékkst
samþykki stjórnvalda fyrir fram-
kvæmdum. Enda horfðu menn þá
einvörðungu til stórvirkjana á Suð-
urlandi, þótt Kláffoss væri með
beztu valkostum smærri virkjana.
Þegar svo var komið, en orku-
notkun í héraðinu óx stöðugt, var
ákveðið að stækka Andakílsár-
virkjun. Að því stóð Ingimundur
heilshugar. Var keyptur búnaður í
Noregi og stöðvarhúsið stækkað og
fór svo að afköst orkuversins juk-
ust að mun. Öllum þessum fram-
kvæmdum fylgdi Ingimundur og
sýndi þá enn á ný að hann var ekki
einungis framfaramaður í orði
heldur líka á borði. Gæfa hefur
fylgt þessum störfum Ingimundar,
eins og reyndar flestu því, sem
hann kom að um dagana.
Ingimundur var skemmtilegur
maður. Hann var glaðlyndur að
eðlisfari og ræðinn. Fróður var
hann um menn og málefni og
einkar minnugur. Ég á margar góð-
ar endurminningar um fundi
okkar. Síðast var það þegar hann
heimsótti okkur hjón á sl. vori hér
í Reykjavík. Það leyndi sér að vísu
ekki að heilsan- var að bresta. Engu
að síður var hann glaður og reifur
og sagði okkur frá ýmsum þáttum
úr mannlífi í Borgarfirði, bæði fyrr
og síðar. Ingimundur var ættfróður
með afbrigðum. Var fróðlegt að
ræða við hann um þau efni.
Hann var djarfur í skoðunum og
skýrði þær afdráttarlaust — en þó
án einsýni. Þannig var allt hans líf.
Byggt á drengskap og heilindum.
Hann sagði ekki annað um menn
en það sem hann gat sagt við þá.
Fyrir kom að Ingimundi hitnaði í
skapi. Dró hann þá ekkert af sér í
málflutningi, ekki sízt ef honum
þótti mótstöðumenn sýna kæru-
leysi um málavexti eða halla réttu
máli. Var hann þá stundum engum
líkari en frænda sínum, Pétri
Ottesen.
Kvæntur var Ingimundur
frænku sinni, Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, hinni ágætustu konu.
Hún er dóttir Guðmundar Bjarna-
sonar á Hæli og Helgu Jakobs-
dóttur frá Varmalæk. (Hún var
dótturdóttir Sigurðar og Hildar í
Efstabæ.)
Ingibjörg lifir mann sinn. Börn
þeirra eru Björk, skjalavörður í
Kópavogi, Ásgeir, húsasmiður í
Njarðvíkum, Ingunn, húsfreyja í
Reykjavík, og Helga, húsfreyja og
skrifstofumaður í Kópavogi.
Borgarfjarðarhérað hefur misst
einn sinna merkustu sona, hug-
sjónamanninn Ingimund Ásgeirs-
son. Héraðsbúar eiga slíkum manni