Morgunblaðið - 03.10.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.10.1985, Qupperneq 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ1913 222. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússi tekinn af lífí í Beirút Beirút, Moskvu, 2. október. AP. SOVÉTMENN hafa beðið Sýrlendinga og „ýmsar fylkingar“ í Líbanon aö beita sér fyrir því að Iffi sovézku sendiráösmannanna þriggja, sem öfgahópar í Beirút halda í gíslingu, veröi hlíft. Lík eins sendiráðsmannanna, Arkady Katkov, fannst í grennd íþróttavallar i Beirút í morgun. Sovétmenn skýrðu frá ráninu og aftökunum í fjölmiðlum sínum í dag í fyrsta sinn. Kveðast þeir munu gera „viðeigandi ráðstafan- ir“ til að frelsa gíslana. Þrenn samtök ofstækra múham- eðstrúarmanna kveðast bera ábyrgð á ráninu og aftökunni á Katkov. Hringt var til fréttastöðva og sagt að annar sendiráðsmaður hefði verið líflátinn í dag og brátt yrði aðeins einn fjórmenninganna álífi. Þá var því hótað að sovézka sendiráðið í Beirút yrði Jafnað við Hudson látinn úr ónæmis- tæringu Los Angeles, 2. október. AP. ROCK HUDSON dó í dag á heimili sínu í Beverly Hills í Kaliforníu. Banamein hans var ónæmistæring (alnæmi). Hann var 59 ára. Hudson var einhver vinsæl- asti leikarinn í Hollywood þar til í ljós kom að hann var hald- inn ónæmistæringu. Hudson lék í 62 kvikmyndum, hinni fyrstu 1948 og hinni síðustu 1980. í seinni tfð sneri hann sér að leik í sjónvarpsþáttum. Því hætti haustið 1981 er hann gekkst undir hjartaaðgerð. í vetur kom hann hins vegar fram sem gestur í 10 þáttum Dynasti-myndaflokksins. Hudson uppgötvaði í sumar að hann væri haldinn ónæmi- stæringu er hann var staddur í París. Var hann lagður inn á sjúkrahús þar í borg, en leigði Boeing-747 breiðþotu Air Fran- ce viku seinna og lét fljúga sér til Los Angeles. Sjúkrahúss- læknar í París vildu ekki gera tilraunir með lyf á Hudson þar sem hann væri of illa haldin af sjúkdómnum. f júlílok var vitað um 12.067 tilfelli ónæmistæringar f Bandaríkjunum og höfðu 6.079 sjúklinganna látizt. jörðu" í síðasta lagi á hádegi á föstudag, ef átökunum i Trfpólí linnti ekki. Sýrlendingar, sem eru helztu bandamenn Sovétríkjanna í röðum araba, standa á bak við árásina á Trípólí. Shimon Peres forsætisráðherra ísraels fordæmdi aftöku sovézka sendiráðsmannsins. Sovétmenn sögðu í dag að ísraelar bæru ábyrgð á upplausninni f Líbanon, sem valdið hefði töku fjórmenn- inganna. Irönsk sendinefnd reynir nú að miðla málum og binda enda á átök- in í Trípólí. Kom nefndin til Líban- on í gær og tókst að fá aðila til að leggja niður vopn í nótt. Hélt nefndin síðan til Damaskus til viðræðna við Sýrlendinga. AP/Símamynd Yasser Arafat skæruliðaleiðtogi, umkringdur lífvörðum, virðir fyrir sér verksummerki í höfðustöðvum PLO í Túnis. ísraelar grönduðu stöðvunum í loftárás. Biðu rúmlega 60 manns bana í árásinni, þ. á m. margir lífvarða Arafats, en hann segist hafa sloppið lifandi þar sem hann var á heilsubótarskokki er ísraelar létu til skarar skríða. Árás ísraela á stöðvar PLO í Túnis: Ánægja ísraela mikil en fleiri ríki fordæma Jerúsalem, 2. október. AP. ÍSRAELSSTJÓRN ákvað að láta granda stöðvum Palestínuskæruliða í Túnis vegna mikillar ólgu heimafyr- ir í kjölfar hryðjuverka gegn ísrael- um. Almenn og raikil ánægja er í ísrael með árásina, en fjölmörg ríki bættust í hóp þeirra, sem fordæma hana. Árásin hefur stóraukið vinsæld- ir Shimons Peres forsætisráð- herra, en áreiðanlegar heimildir herma að ætlan hans með henni hafi verið að „róa almenning" vegna morða á ísraelum að undan- förnu. Peres var einnig harðlega gagnrýndur fyrir að láta lausa 1.150 araba, meinta hryðjuverka- menn, í vor. Ákveðið var að ráðast á stöðvarnar í Túnis fremur en í Jórdaníu til að trufla sem minnst tilraunir til að koma á friði í Miðausturlöndum. í árásinni biðu a.m.k. 45 Palest- ínuskæruliðar og 20 Túnismenn bana. ísraelar kveðast ekki hafa ætlað að bana Yasser Arafat skæruliðaleiðtoga, en hann kveðst hafa sloppið þar sem hann var úti að skokka er árásin var gerð. Ágreiningur er í Bandaríkja- stjórn um afstöðuna til árásarinn- ar. Ronald Reagan forseti sagði að hún væri réttlætanleg en Ge- orge Shultz utanríkisráðherra harmaði hana. Háttsettir banda- rískir embættismenn létu í ljós ótta um að árásin yrði til að tefja friðarviðræður. I kvöld var gefin út ný yfirlýsing í Hvíta húsinu þar sem segir að árásin sé skiljanleg en hana beri að harma og hún sé í andstöðu við hugmyndir Banda- ríkjamanna um leiðir til að tryggja frið í Miðausturlöndum. Því var neitað í Hvíta húsinu að árásarferðin hefði verið farin frá bandarísku flugmóðurskipi, eins og orðrómur er á kreiki um og haldið er fram af ýmsum araba- leiðtogum. ísraelar segja þoturnar hafa flogið frá Israel og tekið eldsneyti á flugi. Egyptar hafa ákveðið að hætta I bili viðræðum við ísraela um landamæradeilur ríkjanna vegna árásarinnar, en ekki verður gripið til annarra ráðstafana, að sögn Hosni Mubarak forseta. Túnis- menn hvöttu Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna til að fordæma árás- ina. AP/Símamynd Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi sovézka kommúnista- flokksins (nær) og Francois Mitterrand Frakklands- forseti eftir komu þess fyrrnefnda til Parísar í gær. Myndin var tekin er leiðtogarnir virtu fyrir sér heið- ursvörð á Orly-flugvelli. Gorbachev ræðst gegn geimvörnum París, 2. október. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, formaður sovézka kommún- istaflokksins, kom í dag í opinbera heimsókn til Frakk- lands, hinnar fyrstu til Vesturlanda frá því hann tók við æðstu völdum í Sovétríkjunum. Við komuna gagn- rýndi hann harðlega geimvarnaráætlun Bandaríkjanna og sagði að nauðsynlegt væri að sporna við vígbúnaðar- kapphlaupi í geimnum og stöðva hervæðingu á jörðunni. Gorbachev og Mitterrand Frakklandsforseti áttu fyrsta fund sinn af þremur í heimsókninni strax eftir komu Gorbachevs til Parísar. Sovézka sjón- varpið sýndi beint frá móttökuathöfninni á Orlyflug- velli en ekki hið franska. Gorbachev gaf í skyn í sjónvarpsviðtali í gær að í Frakklandsferðinni yrði gerð nánari grein fyrir tillögum Sovétmanna um takmörkun vígbúnaðar. Af þeim sökum er fylgst náið með heimsókninni. Gorbachev ákvað Frakklandsferðina er Frakkar afþökkuðu þátttöku í rannsóknum vegna geim- varnaáætlunarinnar. Talið er útilokað að heitasta ósk Gorbachevs í heimsókninni rætist, að gefin verði út sameiginleg yfirlýsing Sovétmanna og Frakka þar sem geimvarnaráætlunin verði fordæmd. Vonast er til að Mitterrand bryddi upp á máli sovézka andófsmannsins Andreis Sakharov. Talið er að Mitterrand muni þó spara stóru orðin í yfirlýs- ingum vegna sprengingarinnar í skipi Greenpeace. Rainbow Warrior, sem Frakkar bera ábyrgð á. I sjónvarpsviðtali í gær svaraði Gorbachev spurning- um franskra sjónvarpsmanna um mannréttindamál, einkum og sér í lagi mál Sakharovs og Anatolys Shcharansky, með því að segja að Sovétmenn ættu að sjá um sín mál og Frakkar sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.