Morgunblaðið - 03.10.1985, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985
18
LR frumsýnir söngleik-
inn „Land míns fööuru
eftir Kjartan Ragnarsson
— ein viðamesta sýning sem leikfélagið hefur ráðist í frá
stofnun þess 1897
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir
söngleikinn „Land míns fóður“ eftir
Kjartan Ragnarsson í Iðnó annað
kvöld, 4. október. Kjartan leikstýrir
söngleiknum en tónlist er eftir Atla
Heimi Sveinsson. Alls koma 32 fram
í sýningunni, þar af sex manna
hljómsveit Jóhanns G. Jóhannsson-
ar.
Með stærstu hlutverk fara Sig-
rún Edda Björnsdóttir, Helgi
Björnsson, Jón Sigurbjörnsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Steinunn ólína Þorsteinsdóttir,
Aðalsteinn Bergdal, Ragnheiður
Arnars og Guðmundur Pálsson.
Með önnur veigamikil hlutverk
fara Gísli Halldórsson, Kristján
Franklín Magnús, Hallmar Sig-
urðsson, Agúst Guðmundsson,
Karl Guðmundsson, Karl Ágúst
Úlfsson, Soffía Jakobsdóttir og
Guðrún Ásmundsdóttir. Steinþór
Sigurðsson gerði leikmynd, Daníel
Williams sér um lýsingu, Guðrún
Erla Geirsdóttir hannaði búninga,
ólafía Bjarnadóttir hefur samið
dansa og hljómsveitarstjórn er í
höndum Jóhanns G. Jóhannssonar.
Runólfur Agústsson, blaðafull-
trúi LR, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að söngleikurinn fjallaði
um þá byltingu sem varð i íslensku
þjóðlífi með komu breska hersins,
10. maí 1940, og á þeim misserum
sem á eftir fylgdu. „Á örfáum
árum stökk aldagamalt bænda-
þjóðfélag inn í aðra veröld auðs
og lífsgæða," sagði Runólfur.
„Söngleikurinn segir á léttan og
skemmtilegan hátt sögu einnar
reykvískrar fjölskyldu, frá degin-
um fyrir hernám Breta og allt
fram til friðardagsins 1945.
Fylgst er með því hvernig líf
þesarar fjölskyldu breytist með
tilkomu hersins, fyrst breska og
síðar þess bandaríska. Fjallað er
um njósnir Þjóðverja og sögð saga
íslenskra stjórnmála sem leiddu
til sjálfstæðis 17. júní 1944. Söng-
leikurinn gerist í Reykjavík og á
Þingvöllum og við sögu koma, auk
áðurnefndrar fjölskyldu, margir
þjóðkunnir menn þeirra tíma
ásamt ótöldum fjölda hermanna
og íslensku þjóðinni."
Runólfur kvað „Land míns föð-
ur“ vera eina viðamestu sýningu
sem LR hefði ráðist í frá stofnun
þess 1897. Tók það Kjartan þrjú ár
að skrifa söngleikinn og hafa æf-
ingar staðið yfir síðan í maíbyrjun.
Atli Heimir Sveinsson, tónskáld,
hefur sem fyrr segir samið tónlist
við söngtexta Kjartans. Þetta er
annað verkefnið sem þeir vinna
saman, því Atli Heimir samdi tón-
listina við leikgerð Kjartans Ragn-
arssonar á Ofvitanum eftir Þór-
berg Þórðarson.
Morgunblaðið ræddi stuttlega
Morgunblaðið/RAX
Breskur hermaður býður sígarettur, f.v. Aðalsteinn Bergdal, Ragnheiður
Arnardóttir, Hallmar Sigurðsson, Helgi Björnsson og Sigrún Edda Bjömsd-
óttir.
við Atla Heimi og spurði hann
fyrst hvernig honum fyndist að
semja tónlist svo ólíka þeirri sem
hann hefði áður samið.
„Ég kann því afskaplega vel.
Vissulega er það sérgáfa að semja
góðan slagara en ég hef lengi haft
áhuga fyrir þess konar tónlist og
alltaf langað til að skrifa söng-
leik,“ sagði Atli Heimir. „Tónlistin
dregur töluvert dám af tónlist
stríðsáranna og blanda ég henni
saman við þekkta slagara frá þeim
tíma. Tveir kennarar mínir í
Þýskalandi höfðu mikinn áhuga
fyrir slagaratónlist og vaknaði þá
áhugi minn. Á námsárum mínum
útsetti ég því m.a. slagara fyrir
útvarpið í Köln og hef svo verið
að semja dálítið fyrir vini mína í
gegnum árin. En það er nú meira
í gríni."
V/SA E EUROCARD
Ný
þiónusta
Greiöslukortaviöskipti
Nú geta auglýsendur Morgunblaösins greitt aug-
lýsingar sínar meö greiöslukortum VISA og
EUROCARD.
Auglýsendur geta hringt inn auglýsingar, gefiö
upp kortnúmer sitt og verður þá reikningurinn
sendur korthafa frá VISA og EUROCARD.
Um leiö og þessi þjónusta veröur tekin upp þá
munum viö jafnframt veita þeim sem staögreiða
auglýsingar 5% afslátt.
iHiKgtiiiÞisfetfr
Auglýsingadeild
Doktor í
félagssálfræði
GUÐMUNDUR Bjarni Arnkelsson
varði í júlí sl. doktorsritgerð í félags-
sálfræði við sálfræðideild Vanderbilt
University í Nashville í Tennessee-
fylki í Bandaríkjunum. Ritgerðin
nefnist „Ability Appraisal via Social
('omparison: The Impact of Perform-
ance-Related Factors“, og fjallar um
ályktanir á eigin hæfileikum með
samanburði við aðra. Aðalkennari
hans var dr. William P. Smith.
Guðmundur fæddist í Reykjavík
6. janúar 1957, sonur Arnkels Jón-
asar Einarssonar, vegaeftirlits-
manns, sem er nýlátinn, og Elínar
Ágústu Jóhannesdóttur. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Sund vorið 1977,
BA-prófi í sálfræði með heimspeki
sem aukagrein við Háskóla ts-
lands vorið 1981 og meistaraprófi í
Dr. Guðmundur Bjarni Arnkelsson
félagssálfræði við Vanderbilt Uni-
versity 1984.
Guðmundur er kvæntur Hildi
Þóru Hallbjörnsdóttur og eiga þau
einn son. Guðmundur starfar við
Fræðsluskrifstofu Reykjanesum-
dæmis.
Helsingfors:
Fyrsta íslenska
kvikmyndavikan
haldin í Finnlandi
WALHALLA og Islandia (vinátturfé-
lag íslands og Finnlands í Finn-
landi) efna í sameiningu til íslenskr-
ar kvikmyndaviku í Helsingfors dag-
ana 25. til 29. nóvember nk. Þetta er
í fyrsta sinn, sem efnt er til kvik-
myndaviku í Finnlandi með íslensk-
um kvikmyndum cingöngu. Mark-
mið hennar er að auka þekkingu
manna í Finnlandi á íslenskum
kvikmyndum og íslenskri menningu.
tslenskar kvikmyndir verða
sýndar virka daga kl. 16.30 í húsa-
kynnum kvikmyndahússins Illus-
ion í Helsingfors. Nokkur hluti
dagskrárinnar verður einnig sýnd-
ur í kvikmyndahúsinu Pirkka í
Tammerfors. í Tammerfors mun
kvikmyndamiðstöðin Pirkanmaa
standa fyrir framkvæmd sýn-
ingarinnar. Eftirtaldar myndir
verða sýndar meðan á kvikmynda-
vikunni stendur:
Land og synir, Andra dansen,
Atómstöðin, Hrafninn flýgur og
irnar hafa ekki áður verið sýndar í
Finnlandi.
Hrafn Gunnlaugsson, sem hefur
stjórnað gerð myndarinnar
Hrafninn flýgur, mun verða í
Finnlandi meðan kvikmyndavikan
fer fram. Hann mun kynna áhorf-
endum mynd sína.
í tengslum við kvikmyndavik-
una verður gefinn út bæklingur á
finnsku og sænsku, sem fjallar um
íslenskar kvikmyndir. Þar munu
verða fræðilegar upplýsingar um
þær leiknu íslensku myndir, sem
framleiddar hafa verið til þessa í
fullri lengd á íslandi. Jafnframt
verður gefið yfirlit yfir íslenskar
nútímamyndir, stuttar myndir og
heimildarmyndir meðtaldar.
Auk almennra sýninga ætlaðar
kvikmyndahúsagestum munu
skólanemendur á höfuðborgar-
svæði Helsingfors eiga þess kost
að panta sýningar á íslenskum
kvikmyndum kl. 14.00 virka daga í
kvikmyndahúsinu Illusion.
TFrMtfltillrvnninf* I