Morgunblaðið - 03.10.1985, Page 36

Morgunblaðið - 03.10.1985, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 Egilsstaðir: Kappkostum að færa þjónustuna til fólksins — samstarfsnefnd landssamtaka fatlaðra efnir til námskeiða fyrir foreldra Kgibwtöóum, 29. september. í DAG lauk í Hússtjórnarskólanum í Hallormsstað tveggja daga nám- skeiði fyrir aðstandendur fatlaðra barna er sérstök samstarfsnefnd fjögurra landssamtaka fatiaðra gekkst fyrir, I>andssamtökin þroska- hjálp, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangef- inna. Slík námskeið hafa áður verið haldin í Ölfusborgum við Hver- agerði fyrir réttu ári og Reykjan- esskóla við ísafjarðardjúp fyrir hálf- um mánuði. Að sögn þeirra Ástu Baldvins- dóttur, félagsráðgjafa Styrktarfé- lags vangefinna og Láru ólafs- dóttur Burgess, tannlæknis, sem er fulltrúi foreldra í undirbún- ingsnefnd námskeiðanna, er ætl- unin að efna til slíkra námskeiða í öllum kjördæmum landsins i sam- vinnu og samráði við svæðis- stjórnir á hverju starfssvæði. Á námskeiðum þessum eru haldnir fyrirlestrar um ýmsa þætti fötlunar, greint frá hjálp- artækjum, tryggingamálum og öðrum réttindamálum fatiaðra, en að sögn þeirra Ástu og Láru eru mikil brögð að því að aðstandend- ur séu ekki nægilega vel upplýstir um rétt sinn. Þá er fjallað um fjöl- skyldu fatlaða barnsins, einkum hvað tekur til félagslegra og sál- fræðilegra þátta. Upphaflega kom hugmyndin að námskeiðum þessum frá Sjálfs- björgu, landssambandi fatlaðra, og var sérstök samstarfsnefnd iandssamtakanna fjögurra kosin til að annast framkvæmd og und- Hjartans þakkir fœrum vid börnum okkar og fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum sem minntust okkar með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum á merkisafmælum okkar í sumar. Ingibjörg og Jóhannes frá Flóðatanga. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Leifsgata Barónsstígur Morgunblaðið/ólafur Starfsmenn og nokkrir fyrirlesarar á námskeiðinu, talid frá hægri: Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, starfsmadur sam- starfsnefndar Landssamtaka fatlaðra, Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur, Sigríður Þorvaldsdóttir, starfsmaður Svæð- isstjórnar á Austurlandi, Einar Hjörleifsson, sálfræðingur, Asta Baldvinsdóttir, félagsráðgjafi og Sveinn Már Gunnarsson, barnalæknir. irbúning. Samstarfsnefndin fékk síðan fjárveitingu hins opinbera til að ráða sér starfsmann í 30% starf og var Sigurlaug Gunn- laugsdóttir ráðin til starfans. Námskeiðin miðast við það að öll fjölskyldan taki þátt og því er skipulögð dagskrá á námskeiðs- stað fyrir börnin meðan foreldr- arnir taka þátt í námskeiðshaid- inu. Þær Ásta og Lára kváðust mjög ánægðar með framgang nám- skeiðsins á Hallormsstað. Þátt- taka hefði verið dágóð, 15 manns tóku þátt í öllu námskeiðinu víðs vegar af Austurlandi og í einu til- fellinu hefði ekki aðeins nánasta fjölskylda fatlaða barnsins tekið þátt heldur einnig afi og amma. Fjórtán börn fylgdu foreldrum sínum til námskeiðsins þar af átta fötluð. „Það er afskaplega nauðsynlegt að foreldrar fatlaðra barna kynn- ist innbyrðis," sagði Lára ólafs- dóttir Burgess, „og þessi námskeið stuðla að því. Framhaldsnámskeið eru því bráðnauðsynleg til að auka enn frekar þau tengsl og koma í veg fyrir að þau rofni," sagði Lára. „Námskeiðin glæða líka skilning innan fjölskyldunnar," sagði Ásta. „Og á framhaldsnámskeiðum væri æskilegt að fjalla sérstaklega um efnið „hvernig er að vera systkini fatlaðs barns“.“ Á námskeiðinu á Hallromsstað kynnti Sigríður Þorvaldsdóttir starf svæðisstjórnar á Austur- landi, Kristín Jónsdóttir kynnti rétt fatlaöra gagnvart tryggingum og sálfræðingarnir Jóhann Thor- oddsen og Einar Hjörleifsson fluttu erindi auk Sveins Más Gunnarssonar barnalæknis og Snæfríðar Egilson iðjuþjálfa. — Ólafur Formannaskipti í Sjálf- stæðisfélagi Fljótsdalshéraðs K^il.sNtöóum, 29. september. Á AÐALFUNDI Sjálfstæðisfélags Fljótsdalshéraðs er haldinn var nú í vikunni var Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri, einróma kjörinn formaður félagsins — en fráfarandi formaður, Páll Pétursson, baðst eindregið undan endurkjöri. Nýkjörinn formaður kvaðst bjartsýnn á framtíðina enda stór- hugur ríkjandi meðal félagsmanna að hans mati. í deiglunni er undir- búningur sveitarstjórnarkosninga svo að verkefnaskortur mun ekki hrjá hina nýju stjórn að sögn formanns. Þá eru útgáfumál og félagsaðstaða sjálfstæðismanna á Héraði í gagngerðri athugun. Aðrir í stjórn Sjálfstæðisfélags Fljótsdalshéraðs eru: Páll Péturs- son, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Guðmundur Steingrímsson og Ingunn Jónasdóttir. Um næstu helgi verður aðal- fundur Kjördæmisráðs Sjálfstæð- Morgunblaðift/ólafur Einar Rafn Haraldsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisfélags Fljótsdals- héraðs, og Páll Pétursson, fráfarandi formaður. isflokksins á Austurlandi haldinn stæðismanna verður á Eskifirði á Fáskrúðsfirði og haustmót sjálf- að aðalfundi loknum. — Ólafur. | raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar J XFélagsstorf \Sjálfstœðisflokksins\ Akurnesingar Framhaldsskóla- Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn í Sjálfstæöishúslnu v/Heiðar- — — m —J . . _ braut sunnudaginn 6. október kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- ■ 1 111 bllUU1 flokksins mæta á fundinn. Skólanefnd Heimdallar stendur fyrir opnu húsi í kjallara Valhallar föstu- Sjálfstæöisfélögin Akranesi. daginn 4. október kl.21.00. Léttar veitingar og tónlist. Mætiö á staöinn og eigiö huggulega kvöldstund meö skemmtilegu fólki. Frá Félagi sjálfstæöismanna í Nes- og Melahverfi Nú fer aö styttast i aöalfund félagsins og því hvetur gjaldkerinn alla þá félagsmenn sem ekki hafa greitt útsendan gíróseöil fyr>r félags- gjaldiársins 1984-1985 kr. 200,00 aö gera skil hiö allrafyrsta. Greiösluna má inna af hendi i öllum bönkum og sparisjóöum, svo og i öllum útibúum bankanna. Ennfremur á aöalpósthúsinu og útibúum þess. TAKMARKIDER — VERDUM SKULDLAUS FYRIR ADALFUND. Stjórnin. Nefndin. Sjálfstæðisfélag Skagfirdingar D essastaöahrepps Aöalfundur Víkings FUS i Skagafiröi verður haldinn í Sæborg föstudag- ■ “ inn 4. október kl. 20.30. Sjálfstæöisfélag Bessastaöahrepps heldur félagsfund í dag fimmtu- Dagskrá: daginn 3. október kl. 20.30 að Bjarnastööum. 1. Venjuleg aöalfundarstörf. Dagskrá: 2. Inntakanýrrafélaga. Almennar umræöur um málefni hreppsins og félagsstarfiö i vetur. 3. önnur mál. Gestur fundarins veröur Ölafur G. Einarsson, alþingismaöur. Ungt fólk hvatt til aö f jölmenna. Stjórnin. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.