Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 7
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 7 Sveinn Kinarsson Almenna bókafélagið: Barnabók eftir Svein Einarsson ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina Gabríella íPortúgal eftir Svein Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhús- stjóra. Þetta er barnabók, sem Baltas- ar hefur myndskreytt. Sveinn Einarsson sagði á fundi með blaðamönnum, þegar bókin var kynnt, að fyrstu drög að henni hefðu orðið til í fjölskylduferð til Portú- gals fyrir nokkrum árum. „Ég skrif- aði hana á morgnana, áður en aðrir vöknuðu," sagði hann. Söguhetjan, Gabríella, er 7-8 ára gömul stúlka, sem fer með foreldrum sinum í skemmtiferðalag til Portúgal. Bókin greinir frá því sem þar hendir. Bach-hátíð í Skálholti Skálholti, 20. nóvember. Á sunnudag, 24. nóvember, sem er síðasti sunnudagur kirkjuársins, verða haldnir Bach-tónleikar í Skálholts- kirkju og hefjast þeir klukkan 16.00. EfnÍ88krá verður fjölbreytt og flytj- endur margir. Helga Ingólfsdóttir, semballeik- ari, mun meðal annars flytja franska svítu í G-dúr og Glúmur Gylfason, organleikari, prelúdiu og fúgu í C-dúr og prelúdíu f C-dúr. Þá leika þær Helga Sighvatsdóttir og Helga Ingólfsdóttir saman á blokkflautu og sembal-þætti úr verkum Bachs. Halldór Vilhelmsson og Marta Halldórsdóttir syngja söngva eftir Bach. Sigurður Hall- dórsson og Hildigunnur Halldórs- dóttir leika á celló og fiðlu þætti úr einleiksverkum og Skálholtskórinn syngur sálma úr jólaóratoríu Bachs. —■ Björn. Prófkjör Sjálfstœðisflokksins 24. og 25 nóv. 1985 - Stuðningsmenn Styðjum Jiílíus til áframhaldandi starfa fyrir Reykvíkinga Við, sem studdum Júlíus Hafstein í síðasta prófkjöri fyrir fjórum árum, endurnýjum nú þann stuðning með mikilli ánægju. Reynslan hefur svo sannarlega sýnt, að okkar maður uppfyllti allar þœr vonir sem við bundum við hann. Júlíus Hafstein er mikilvœgur styrkur sam- hentum borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstœðis flokksins Júlíus ,5. sæti Vinsamleg tilmæli til verzlunareigenda í gamla miðbænum Opið til kl. 16 . V erzlunareigendur! Við biðjum ykkur vinsamlega að hafa verzlanir ykkar opnar til kl. 16.00 á morgun, laugardag. Það er mjög áríðandi að við samræmum opnunartíma verzlana okkar við opnunartíma stórmarkaðanna. Sýnum samstöðu. STJÓRN FÉLAGS UM GAMLA MIÐBÆINN \mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.