Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985 Beitir og Börkur í Norðfjarðarhöfn. MorgunblaAið/Sigurbjðrg Neskaupstaður: Endurbætur á loðnubræðslunni NeskaupsUA. MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á loðnubræðslu SVN og hafa þær gerbreytt vinnslunni. Nú eru brædd 7—800 tonn af loðnu í verk- smiðjunni, en voru 4—500 áður. Þrjú skip héðan stunda loðnuveiðar, Beit- ir, Börkur og Magnús og hefur þeim gengið vel. Beitir og Börkur hafa landað nær öllum afla sínum hér. stöð SVN í um 6.400 tunnur. Enn er verið að frysta og flaka síld. Mikill skortur hefur verið á vinnuafli hjá frystihúsinu í sumar og haust og hefur það verið rekið með hálfum afköstum. Til þess ráðs hefur verið gripið að flytja inn vinnuafl, en í frystihúsinu starfa nú 12 erlendar stúlkur. SIGURJÓN FJELDSTED BORGARFULLTRÚI er þátttakandi í prófkjörinu sem fram fer 24. og 25. nóvember. SIGURJÓN FJELDSTED ER FORMADUR STJÓRNAR VEITUSTOFNANA: HITAVEITU REYKJAVÍKUR, RAFMAGNSVEITU REYKJA VÍKUR OG VATNSVEITU REYKJAVÍKUR. SIGURJÓN FJELDSTED ER FORMADUR STJÓRNAR STRÆTIS VAGNA REYKJA VÍKUR(S. V.R.) SIGURJÓN FJELDSTED ER FORMAÐUR STJÓRNAR MENNINGARMIDSTÖÐVARINNAR Í GERDUBERGI. SIGURJÓN FJELDSTED ER FULLTRÚI i FRÆDSLURÁDI REYKJA VÍKUR OG ER VARAFULLTRÚI Í BORGARRÁDI. TRYGGJUM HONUM AFRAM ORUGGAN SESS I BORGARSTJORN. STUONINGSMENN. Síldarsöltun lauk hér fyrir nokkru, en saltað var á tveimur stöðum. Hjá Mána hf. var saltað í um 6.700 tunnur og hjá Söltunar- Togararnir hafa aflað vel og mikið siglt með afla á erlenda markaði. — Sigurbjörg Akranes: Línuveiðar í Faxaflóa verði gefnar frjálsar Á FUNDI bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 12, nóvember sl.voru m.a. til umræðu línuveiðar smábáta í Faxaflóa, undir 10 brl. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Bæjarstjórn Akraness beinir þeirri áskorun til sjávarútvegsráð- herra, að línuveiðar smábáta undir 10 brl. verði gefnar frjálsar í Faxaflóa frá 15. nóvember 1985 til 10. febrúar 1986. Bent er á, að enn hefur ekki tekist að afla upp í leyfðan ýsu- kvóta, en meginhluti í afla smá- báta úr Faxaflóa er ýsa, sem nær eingöngu er veidd á línu. Þá er ennfremur bent á, að stöðugar ógæftir hafa verið síðan veiðibanni lauk 3. október síðastliðinn, og er útlit fyrir, að á 138 daga tímabili nýtist aðeins 10—20 dagar til sókn- ar. Kunna ríkjandi takmarkanir að bjóða heim slysahættu vegna sóknar við erfiðar aðstæður. Ljóst er af framangreindu, að ytri aðstæður takmarka línuveiðar smábáta í Faxaflóa í ríkari mæli en ástæða er til. Telur bæjarstjórn því óverjandi að stjórnvöld setji þar frekari skorður á og rýri þar með afkomu fjölda fjölskyldna, sem byggja framfæri sitt á veiðum smábáta." Þriðja skáldsaga Birgittu Halldórsdóttur BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg Akur- eyri hefur gefid út skáldsöguna, Gættu þín Helga eftir Birgittu H. Haraldsdóttur. Þetta er þriðja skáld- saga Birgittu; hinar voru Inga og Háski á Hveravöllum Á kápu segir m.a. um þessa skáldsögu: „Grænavatn er bónda- bær, þar sem hjónin Oddur og Ásdís reka ferðamannaþjónustu. Þangað fer Helga eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi, enda er Ásdís frænka hennar. Helga er með skaddað andlit og brotinn fót, sem gerir að verkum að Rúnar unnusti hennar snéri við henni baki. Á Grænavatni kynnist Helga mörgu undarlegu fólki. Dularfullir atburðir gerast og margar spurn- ingar vakna. Hvað er það sem Helgu ber að varast og hver vill hinni slösuðu stúlku illt?“ Birgitta H. Halldórsdóttir. Bókin er 182 blaðsíður, unnin í prentsmiðju Björns Jónssonar. he-maís Herra lambsullar- peysur kr. 760,- Opið kl. 10.00—16.00 á laugardögum. Jólagjöf barnanna /■ / íar Stærðir: 2ja til 10 ára 22-24-26-28-30-32-34 Kr. 650,- Send- um í póst- kröfu Vinnu- skyrtur kr. 390,- Hinar sí- vinsælu herrapeys- ur kr. 390,- Háskóla- bolir kr. 450,- Grandagaröi 3, Rvik s. 29190 Mánagötu 1, isaf. s. 94-4669 Egilsbraut 5, Neskst. s. 97-7732 Eyrarvegi 17. Selfossi s 99-1283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.