Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985 Beitir og Börkur í Norðfjarðarhöfn. MorgunblaAið/Sigurbjðrg Neskaupstaður: Endurbætur á loðnubræðslunni NeskaupsUA. MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á loðnubræðslu SVN og hafa þær gerbreytt vinnslunni. Nú eru brædd 7—800 tonn af loðnu í verk- smiðjunni, en voru 4—500 áður. Þrjú skip héðan stunda loðnuveiðar, Beit- ir, Börkur og Magnús og hefur þeim gengið vel. Beitir og Börkur hafa landað nær öllum afla sínum hér. stöð SVN í um 6.400 tunnur. Enn er verið að frysta og flaka síld. Mikill skortur hefur verið á vinnuafli hjá frystihúsinu í sumar og haust og hefur það verið rekið með hálfum afköstum. Til þess ráðs hefur verið gripið að flytja inn vinnuafl, en í frystihúsinu starfa nú 12 erlendar stúlkur. SIGURJÓN FJELDSTED BORGARFULLTRÚI er þátttakandi í prófkjörinu sem fram fer 24. og 25. nóvember. SIGURJÓN FJELDSTED ER FORMADUR STJÓRNAR VEITUSTOFNANA: HITAVEITU REYKJAVÍKUR, RAFMAGNSVEITU REYKJA VÍKUR OG VATNSVEITU REYKJAVÍKUR. SIGURJÓN FJELDSTED ER FORMADUR STJÓRNAR STRÆTIS VAGNA REYKJA VÍKUR(S. V.R.) SIGURJÓN FJELDSTED ER FORMAÐUR STJÓRNAR MENNINGARMIDSTÖÐVARINNAR Í GERDUBERGI. SIGURJÓN FJELDSTED ER FULLTRÚI i FRÆDSLURÁDI REYKJA VÍKUR OG ER VARAFULLTRÚI Í BORGARRÁDI. TRYGGJUM HONUM AFRAM ORUGGAN SESS I BORGARSTJORN. STUONINGSMENN. Síldarsöltun lauk hér fyrir nokkru, en saltað var á tveimur stöðum. Hjá Mána hf. var saltað í um 6.700 tunnur og hjá Söltunar- Togararnir hafa aflað vel og mikið siglt með afla á erlenda markaði. — Sigurbjörg Akranes: Línuveiðar í Faxaflóa verði gefnar frjálsar Á FUNDI bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 12, nóvember sl.voru m.a. til umræðu línuveiðar smábáta í Faxaflóa, undir 10 brl. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Bæjarstjórn Akraness beinir þeirri áskorun til sjávarútvegsráð- herra, að línuveiðar smábáta undir 10 brl. verði gefnar frjálsar í Faxaflóa frá 15. nóvember 1985 til 10. febrúar 1986. Bent er á, að enn hefur ekki tekist að afla upp í leyfðan ýsu- kvóta, en meginhluti í afla smá- báta úr Faxaflóa er ýsa, sem nær eingöngu er veidd á línu. Þá er ennfremur bent á, að stöðugar ógæftir hafa verið síðan veiðibanni lauk 3. október síðastliðinn, og er útlit fyrir, að á 138 daga tímabili nýtist aðeins 10—20 dagar til sókn- ar. Kunna ríkjandi takmarkanir að bjóða heim slysahættu vegna sóknar við erfiðar aðstæður. Ljóst er af framangreindu, að ytri aðstæður takmarka línuveiðar smábáta í Faxaflóa í ríkari mæli en ástæða er til. Telur bæjarstjórn því óverjandi að stjórnvöld setji þar frekari skorður á og rýri þar með afkomu fjölda fjölskyldna, sem byggja framfæri sitt á veiðum smábáta." Þriðja skáldsaga Birgittu Halldórsdóttur BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg Akur- eyri hefur gefid út skáldsöguna, Gættu þín Helga eftir Birgittu H. Haraldsdóttur. Þetta er þriðja skáld- saga Birgittu; hinar voru Inga og Háski á Hveravöllum Á kápu segir m.a. um þessa skáldsögu: „Grænavatn er bónda- bær, þar sem hjónin Oddur og Ásdís reka ferðamannaþjónustu. Þangað fer Helga eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi, enda er Ásdís frænka hennar. Helga er með skaddað andlit og brotinn fót, sem gerir að verkum að Rúnar unnusti hennar snéri við henni baki. Á Grænavatni kynnist Helga mörgu undarlegu fólki. Dularfullir atburðir gerast og margar spurn- ingar vakna. Hvað er það sem Helgu ber að varast og hver vill hinni slösuðu stúlku illt?“ Birgitta H. Halldórsdóttir. Bókin er 182 blaðsíður, unnin í prentsmiðju Björns Jónssonar. he-maís Herra lambsullar- peysur kr. 760,- Opið kl. 10.00—16.00 á laugardögum. Jólagjöf barnanna /■ / íar Stærðir: 2ja til 10 ára 22-24-26-28-30-32-34 Kr. 650,- Send- um í póst- kröfu Vinnu- skyrtur kr. 390,- Hinar sí- vinsælu herrapeys- ur kr. 390,- Háskóla- bolir kr. 450,- Grandagaröi 3, Rvik s. 29190 Mánagötu 1, isaf. s. 94-4669 Egilsbraut 5, Neskst. s. 97-7732 Eyrarvegi 17. Selfossi s 99-1283

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.