Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 40

Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 1S Frímerkjakynning á höfuðborgarsvæðinu Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta þætti var sagt frá væntanlegum kynningarsýning- um hjá Félagi frímerkjasafnara og Klúbbi Skandinavíusafnara í beinum tengslum við Dag frí- i - merkisins, enda þótt sjálfur dagurinn væri liðinn hjá rúmri viku áður. Ætlunin með þessum sýningum var fyrst og fremst sú að freista þess að kynna frí- merkjasöfnun og glæða um leið áhuga unglinga á hollu tóm- stundastarfi. Því miður reyndust veðurguðirnir tæplega nógu hlið- hollir frímerkjasöfnun, því að báða dagana, sem sýningarnar stóðu, þ.e. síðastliðinn laugardag og sunnudag, var hið versta veður. Hefur það vafalaust dreg- ið töluvert úr aðsókn og þá ekki sízt hjá Klúbbi Skandinavíusafn- ara, sem var með sína sýningu í efstu hæðum Breiðholts, í Menn- '•> ingarmiðstöðinni í Gerðubergi. Eins og sagt var frá síðast, nefndist sú sýning UNGFRÍM 85, enda var aðaltilgangur henn- ar að kynna frímerkjasöfnun fyrir þeim fjölmörgu unglingum, sem i Breiðholti búa. í þeim til- gangi höfðu forráðamenn klúbbsins fengið unglingasöfn frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð til sýnis, svo að íslenzkir ungling- ar gætu séð, hvernig jafnaldrar’ þeirra á öðrum Norðurlöndum f. safna frímerkjum, og jafnframt lært af þeim í leiðinni. Því miður fór svo, að þrjú söfn frá Dan- mörku bárust ekki í tæka tíð — eða tíu rammar — og dró það óneitanlega úr yfirbragði sýning- arinnar, þó að fyllt væri í skarðið með öðru efni. Til þess að veita örlitla hug- mynd um efni það, sem hér mátti sjá, vil ég í stuttu máli geta nokkurra safna. Norskur safnari sýndi safn, sem hann nefnir: Noregur á mínum árum. Hefur hann safnað norskum frímerkj- um og umslögum frá því tímabili, sem hann hefur sjálfur lifað. Þannig gætu íslenzkir safnarar auðvitað líka farið að og náð saman bæði skemmtilegu og ódýru safni. Sænskur safnari sýndi frímerki í samb. við könn- un geimsins, en það efni hefur orðið vinsælt til sérsöfnunar. Þá kom annað sænskt safn, sem nefnist Sögueyjan ísland. Nokkr- ir ísl. safnarar sýndu brot úr söfnum sínum. Enda þótt þau séu öll áhugaverð, verður að fella niður lýsingu á þeim sökum rúm- leysis. Þá sýndu á UNGFRÍM 85 nokkrir þekktir ísl. safnarar söfn sín, og voru þau dæmd af dóm- nefnd LÍF. I rauninni eru öll þessi söfn áður kunn, enda bæði verið sýnd hér á landi og eins erlendis, þegar eitt er undanskil- ið. Er það safn ólafs Elíassonar, sem hann hefur verið að koma saman af Gullfoss-merkjunum frá 1931-32. Einkum hefur hann lagt áherzlu á umslög með þess- um frímerkjum á, sem bæði sýna margvíslega stimplun og eins burðargjöld í fjölbreyttri mynd. Er þetta safn þegar orðið mjög eftirtektarvert, enda hlaut það silfur í fyrstu lotu. Líður áreiðan- lega ekki langur tími, þar til það verður sýnt á erlendum sýning- um með verðugum árangri. Hjalti Jóhannesson sýndi al- þekkt stimplasafn sitt. Sigurður Þormar sýndi ísl. brúarstimpla. Þá sýndi Jón Halldórsson 20 aura Safnahús frá 1925 og Guðmund- ur Ingimundarson átthagasafn sitt frá Vestmannaeyjum. Sig- urður P. Gestsson átti þarna safn norskra pósthornsfrímerkja frá fyrri öld. Öll eru þessi söfn í stöðugri framför, og hefur verið gaman að fylgjast með því, hvað þessir safnarar eru iðnir við að laga og bæta söfn sín. Þeir upp- skáru líka allir stórt silfur á þessari sýningu, en það táknar, að söfnin eru gjaldgeng á allar norrænar sýningar. Og ekkert þeirra er samkv. skoðun dóm- nefndar langt frá lágmarki því, sem nægir til alþjóðasýninga. Þegar litið er á söfn þessi í heild, kemur eitt merkilegt í ljós. öll eru þau bundin við stimpla- söfnun (og burðargjöld) nema Noregssafn Sig. P. Gestssonar. Þetta er i rauninni tímanr.a tákn. Áhugi safnara beinist i æ ríkara mæli að ýmsum hliðargreinum við þá hefðbundnu frímerkja- söfnun, sem lengstum hefur ráð- ið ríkjum. Er þetta vel skiljan- legt frá mörgum hliðum og eins á marga lund ánægjuleg þróun. Félag frímerkjasafnara var svo með kynningu sína í félags- heimilinu að Síðumúla 17. Jafn- framt fór fram vígsla þess, en FF hefur verið að koma sér þarna fyrir síðan í vor. Fagnaður þessi fór fram með miklum ágætum og var stjórn FF og ekki sízt formanni hennar, Páli H. Ás- geirssyni, og konu hans til mikils sóma. Kaffiveitingar með frá- bæru meðlæti voru á laugardeg- inum 16. þ.m. Heiðruðu töluvert á annað hundrað manns FF með komu sinni þennan dag. Sátu menn þar í góðu yfirlæti og röbbuðu saman í ró og næði. Þá var í væntanlegum sýning- arsal LÍF ágæt kynningarsýning með margs konar almennu, en góðu efni. Ekkert af því var úr keppnisflokki, heldur þverskurð- ur af því, sem gera má sér til dundurs við þessa litlu bréfmiða og annað þeim skylt. Þarna var heildarsafn íslenzkra frímerkja í fimm römmum. Árni Jónasson átti þarna í tíu römmum efni, sem hann kallar: Erlend frí- merkjaafmæli og frímerkjasýn- ingar. Hér er sem sagt bent á enn eina leið til söfnunar. Árni hefur safnað frímerkjum, um- slögum, kortum og öðru því efni, sem varðar einmitt frímerkja- sýningar sérstaklega. — Dýrafrí- merki átti Sigmar Sigurðsson í nokkrum römmum. Eins og svo oft áður vekja mótífsöfn einmitt athygli sýningargesta, ekki þá sízt margs konar dýra- og fugla- merki. — Þá var sýndur hluti af svissnesku safni, sem Banda- ríkjamaður, Don Brandt, á, en hann er mjög virkur félagi í FF. — Lítið brot úr safni Hans Hals var á sýningunni. I þessu sýnis- horni voru svo sem ekki neinir merkilegir hlutir, en trúlega hafa samt einhverjir haft gaman af að kynnast því, að Hals átti ýmislegt annað en „klassísk" ís- lenzk frímerki í safni sínu. — Ýmsir aðrir ágætir FF-félagar áttu hlut að þessari sýningu. Jón Egilsson sýndi átthagasafn sitt frá Hafnarfirði, Helgi Gunn- laugsson sýndi frímerki um geimferðir og ólafur Jónsson jólapóstmerki frá Önundarfirði. Jón Halldórsson sýndi bréfspjöld og eins póstkort frá Reykjavík fyrir og um síðustu aldamót og nokkuð fram á þessa öld. Er áreiðanlegt, að margur maðurinn gleymir sér yfir þessum gömlu póstkortum, þegar Jón sýnir þau, og rifjar um leið upp löngu liðna tíð. Á sunnudeginum var skipti- markaður frímerkja- og korta- ; safnara haldinn í Síðumúla 17. Er gizkað á, að 40-50 manns hafi sótt hann. Munu skipti hafa verið alllífleg. Er vonandi, að framhald verði á þeirri starfsemi í félags- heimili FF. Af framansögðu er ljóst, að samtök frímerkjasafnara hér á höfuðborgarsvæðinu buðu upp á margt áhugavert til skoðunar um síðustu helgi. En veðráttan mun því miður hafa dregið verulega úr aðsókn. öll þessi kynningar- starfsemi var aðstandendum téðra félaga til sóma og fyrir það ber að þakka. ALLTAF A LAUGARDÖGUM ö LESBOK ÆSKA UNDIR NOFUNUM Kafli úr bók um Jóhannes Geir lisfmálara, sem út kemur senn. Þar rif jar Sigurjón Björnsson sálfræö- ingur upp æsku málarans á Króknum. MITTERRAND FRAKKLANDSFORSETI Svipmynd um sósíalistaleiötogann sem varö aö sólkonungi, þegar hann kom í forsetahöllina. KRISTNISAGA í NJÁLU Matthías Johannessen tekur fyrir þann þátt í Njálu, þar sem segir frá kristnun þjóöarinnar og ber saman viö Kristni sögu Sturlu. Á ALPAMAYO OG KITARAJU Félagar úr íslenzka alpaklúbbnum halda áfram aö skrifa um viöureignir viö himinháa tinda Andes- fjalla. L Vöndud og menrimgarleg helgarlesning Brids Arnór Ragnarsson Stofnanakeppni Br idssani bandsins / Bridsfélags Reykjavíkur 1985 Sveit Ríkisspítala A varð sig- urvegari í Stofnanakeppni BSf/BR 1985. Hún hlaut 172 stig úr 9 leikjum (19,1 stig að meðal- tali úr leik). Sveitina skipuðu: Sigurður B. Þorsteinsson ármað- ur, aðrir Hrólfur Hjaltason, Karl Logason, Runólfur Pálsson og Sigurjón Helgason. I öðru sæti lenti svo sveit Suðurlandsvideó (Selfossi) skip- uð: Kristján Blöndal, Kristján Már Gunnarsson, Sverrir Krist- insson og Valgarð Blöndal. f þriðja sæti sveit ÍSAL-skrif- stofa, skipuð: Bjarnar Ingimars- son, Bragi Erlendsson, Hannes R. Jónsson, Jakob R. Möller, Ragnar Halldórsson og Þórarinn Sófusson. Röð efstu sveita varð þessi: Sveit Ríkisspítala 172 Bronco Rancer XLT Dísel 1978 Blár og hvítur, þakinn krómlistum, sportfelgur, splittaö drif aö aftan og framan. Sex strokka Bed- ford-díselvél,ekin 12þúskm. Mjöggóöurogglæsi- legur Dísel-Bronco. ^>t&a£a£att VIO MIKLATORG - SlMAR: 15014-17181 Plastpokar! Plastpokar í öllum stærðum og gerðum, stórir og smáir, þykkir og þunnir. Vanti þig plastpoka þá haföu samband viö: Renjers Plast Aps. Box 19, Lærkevej 1, 2680SolrodStrand, Danmark. Sími: 03-14 1011. Suðurlandsvideós hf. 159 ÍSAL-skrifstofa 159 Landsbankans 159 Barkar hf. Hafnarfirði 158 ÍSTAKS 154 ÍSAL-flutningadeildar 153 SfS-sjávarafurðadeildar 149 Flugleiða B. Keflavík 143 ÍSAL-kersmiðju 141 SfS-búvörudeildar 141 Hönnunar hf. 138 Alls tóku 28 sveitir þátt 1 Stofnanakeppni 1985. Bridssam- band íslands og Bridsfélag Reykjavíkur þakka aðilum stuðninginn. Bridsdeild Hún- vetningafélagsins Þremur umferðum er lokið í hraðsveitarkeppninni og er staða efstu sveita þessi: Valdimar Jóhannsson 1629 Björn Kjartansson 1610 Magnús Sverrisson 1585 Kári Sigurjónsson 1579 HjörturCyrusson 1561 Tveimur umferðum er ólokið í keppninni. Næst verður spilað 27. nóvember kl. 19.30 í Skeifunni 17. Vinsamlega mætið stundvís- lega. Bridsdeild Hafnarfjarðar Sl. mánudag var spilaður eins kvölds ótölvuvæddur Mitchell- tvímenningur. Þessir voru á skotskónum. N — S Kristófer Magnússon — Guðni Þorsteinsson 262 Marinó Guðmundsson — Gunnar Jónsson 249 Þorlákur Jónsson — Jacqui 242 A — V Ásgeir Ásbjörnsson — Guðbrandur Sigurbergss. 246 Erla Sigurjónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson 245 Árni R. Hálfdánarson — Ingi Tómasson 238 Miðlungur 216 Næsta mánudag, þ. 25. nóv- ember, hefst svo sveitakeppni BH. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi, allir við alla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.