Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 1S Frímerkjakynning á höfuðborgarsvæðinu Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta þætti var sagt frá væntanlegum kynningarsýning- um hjá Félagi frímerkjasafnara og Klúbbi Skandinavíusafnara í beinum tengslum við Dag frí- i - merkisins, enda þótt sjálfur dagurinn væri liðinn hjá rúmri viku áður. Ætlunin með þessum sýningum var fyrst og fremst sú að freista þess að kynna frí- merkjasöfnun og glæða um leið áhuga unglinga á hollu tóm- stundastarfi. Því miður reyndust veðurguðirnir tæplega nógu hlið- hollir frímerkjasöfnun, því að báða dagana, sem sýningarnar stóðu, þ.e. síðastliðinn laugardag og sunnudag, var hið versta veður. Hefur það vafalaust dreg- ið töluvert úr aðsókn og þá ekki sízt hjá Klúbbi Skandinavíusafn- ara, sem var með sína sýningu í efstu hæðum Breiðholts, í Menn- '•> ingarmiðstöðinni í Gerðubergi. Eins og sagt var frá síðast, nefndist sú sýning UNGFRÍM 85, enda var aðaltilgangur henn- ar að kynna frímerkjasöfnun fyrir þeim fjölmörgu unglingum, sem i Breiðholti búa. í þeim til- gangi höfðu forráðamenn klúbbsins fengið unglingasöfn frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð til sýnis, svo að íslenzkir ungling- ar gætu séð, hvernig jafnaldrar’ þeirra á öðrum Norðurlöndum f. safna frímerkjum, og jafnframt lært af þeim í leiðinni. Því miður fór svo, að þrjú söfn frá Dan- mörku bárust ekki í tæka tíð — eða tíu rammar — og dró það óneitanlega úr yfirbragði sýning- arinnar, þó að fyllt væri í skarðið með öðru efni. Til þess að veita örlitla hug- mynd um efni það, sem hér mátti sjá, vil ég í stuttu máli geta nokkurra safna. Norskur safnari sýndi safn, sem hann nefnir: Noregur á mínum árum. Hefur hann safnað norskum frímerkj- um og umslögum frá því tímabili, sem hann hefur sjálfur lifað. Þannig gætu íslenzkir safnarar auðvitað líka farið að og náð saman bæði skemmtilegu og ódýru safni. Sænskur safnari sýndi frímerki í samb. við könn- un geimsins, en það efni hefur orðið vinsælt til sérsöfnunar. Þá kom annað sænskt safn, sem nefnist Sögueyjan ísland. Nokkr- ir ísl. safnarar sýndu brot úr söfnum sínum. Enda þótt þau séu öll áhugaverð, verður að fella niður lýsingu á þeim sökum rúm- leysis. Þá sýndu á UNGFRÍM 85 nokkrir þekktir ísl. safnarar söfn sín, og voru þau dæmd af dóm- nefnd LÍF. I rauninni eru öll þessi söfn áður kunn, enda bæði verið sýnd hér á landi og eins erlendis, þegar eitt er undanskil- ið. Er það safn ólafs Elíassonar, sem hann hefur verið að koma saman af Gullfoss-merkjunum frá 1931-32. Einkum hefur hann lagt áherzlu á umslög með þess- um frímerkjum á, sem bæði sýna margvíslega stimplun og eins burðargjöld í fjölbreyttri mynd. Er þetta safn þegar orðið mjög eftirtektarvert, enda hlaut það silfur í fyrstu lotu. Líður áreiðan- lega ekki langur tími, þar til það verður sýnt á erlendum sýning- um með verðugum árangri. Hjalti Jóhannesson sýndi al- þekkt stimplasafn sitt. Sigurður Þormar sýndi ísl. brúarstimpla. Þá sýndi Jón Halldórsson 20 aura Safnahús frá 1925 og Guðmund- ur Ingimundarson átthagasafn sitt frá Vestmannaeyjum. Sig- urður P. Gestsson átti þarna safn norskra pósthornsfrímerkja frá fyrri öld. Öll eru þessi söfn í stöðugri framför, og hefur verið gaman að fylgjast með því, hvað þessir safnarar eru iðnir við að laga og bæta söfn sín. Þeir upp- skáru líka allir stórt silfur á þessari sýningu, en það táknar, að söfnin eru gjaldgeng á allar norrænar sýningar. Og ekkert þeirra er samkv. skoðun dóm- nefndar langt frá lágmarki því, sem nægir til alþjóðasýninga. Þegar litið er á söfn þessi í heild, kemur eitt merkilegt í ljós. öll eru þau bundin við stimpla- söfnun (og burðargjöld) nema Noregssafn Sig. P. Gestssonar. Þetta er i rauninni tímanr.a tákn. Áhugi safnara beinist i æ ríkara mæli að ýmsum hliðargreinum við þá hefðbundnu frímerkja- söfnun, sem lengstum hefur ráð- ið ríkjum. Er þetta vel skiljan- legt frá mörgum hliðum og eins á marga lund ánægjuleg þróun. Félag frímerkjasafnara var svo með kynningu sína í félags- heimilinu að Síðumúla 17. Jafn- framt fór fram vígsla þess, en FF hefur verið að koma sér þarna fyrir síðan í vor. Fagnaður þessi fór fram með miklum ágætum og var stjórn FF og ekki sízt formanni hennar, Páli H. Ás- geirssyni, og konu hans til mikils sóma. Kaffiveitingar með frá- bæru meðlæti voru á laugardeg- inum 16. þ.m. Heiðruðu töluvert á annað hundrað manns FF með komu sinni þennan dag. Sátu menn þar í góðu yfirlæti og röbbuðu saman í ró og næði. Þá var í væntanlegum sýning- arsal LÍF ágæt kynningarsýning með margs konar almennu, en góðu efni. Ekkert af því var úr keppnisflokki, heldur þverskurð- ur af því, sem gera má sér til dundurs við þessa litlu bréfmiða og annað þeim skylt. Þarna var heildarsafn íslenzkra frímerkja í fimm römmum. Árni Jónasson átti þarna í tíu römmum efni, sem hann kallar: Erlend frí- merkjaafmæli og frímerkjasýn- ingar. Hér er sem sagt bent á enn eina leið til söfnunar. Árni hefur safnað frímerkjum, um- slögum, kortum og öðru því efni, sem varðar einmitt frímerkja- sýningar sérstaklega. — Dýrafrí- merki átti Sigmar Sigurðsson í nokkrum römmum. Eins og svo oft áður vekja mótífsöfn einmitt athygli sýningargesta, ekki þá sízt margs konar dýra- og fugla- merki. — Þá var sýndur hluti af svissnesku safni, sem Banda- ríkjamaður, Don Brandt, á, en hann er mjög virkur félagi í FF. — Lítið brot úr safni Hans Hals var á sýningunni. I þessu sýnis- horni voru svo sem ekki neinir merkilegir hlutir, en trúlega hafa samt einhverjir haft gaman af að kynnast því, að Hals átti ýmislegt annað en „klassísk" ís- lenzk frímerki í safni sínu. — Ýmsir aðrir ágætir FF-félagar áttu hlut að þessari sýningu. Jón Egilsson sýndi átthagasafn sitt frá Hafnarfirði, Helgi Gunn- laugsson sýndi frímerki um geimferðir og ólafur Jónsson jólapóstmerki frá Önundarfirði. Jón Halldórsson sýndi bréfspjöld og eins póstkort frá Reykjavík fyrir og um síðustu aldamót og nokkuð fram á þessa öld. Er áreiðanlegt, að margur maðurinn gleymir sér yfir þessum gömlu póstkortum, þegar Jón sýnir þau, og rifjar um leið upp löngu liðna tíð. Á sunnudeginum var skipti- markaður frímerkja- og korta- ; safnara haldinn í Síðumúla 17. Er gizkað á, að 40-50 manns hafi sótt hann. Munu skipti hafa verið alllífleg. Er vonandi, að framhald verði á þeirri starfsemi í félags- heimili FF. Af framansögðu er ljóst, að samtök frímerkjasafnara hér á höfuðborgarsvæðinu buðu upp á margt áhugavert til skoðunar um síðustu helgi. En veðráttan mun því miður hafa dregið verulega úr aðsókn. öll þessi kynningar- starfsemi var aðstandendum téðra félaga til sóma og fyrir það ber að þakka. ALLTAF A LAUGARDÖGUM ö LESBOK ÆSKA UNDIR NOFUNUM Kafli úr bók um Jóhannes Geir lisfmálara, sem út kemur senn. Þar rif jar Sigurjón Björnsson sálfræö- ingur upp æsku málarans á Króknum. MITTERRAND FRAKKLANDSFORSETI Svipmynd um sósíalistaleiötogann sem varö aö sólkonungi, þegar hann kom í forsetahöllina. KRISTNISAGA í NJÁLU Matthías Johannessen tekur fyrir þann þátt í Njálu, þar sem segir frá kristnun þjóöarinnar og ber saman viö Kristni sögu Sturlu. Á ALPAMAYO OG KITARAJU Félagar úr íslenzka alpaklúbbnum halda áfram aö skrifa um viöureignir viö himinháa tinda Andes- fjalla. L Vöndud og menrimgarleg helgarlesning Brids Arnór Ragnarsson Stofnanakeppni Br idssani bandsins / Bridsfélags Reykjavíkur 1985 Sveit Ríkisspítala A varð sig- urvegari í Stofnanakeppni BSf/BR 1985. Hún hlaut 172 stig úr 9 leikjum (19,1 stig að meðal- tali úr leik). Sveitina skipuðu: Sigurður B. Þorsteinsson ármað- ur, aðrir Hrólfur Hjaltason, Karl Logason, Runólfur Pálsson og Sigurjón Helgason. I öðru sæti lenti svo sveit Suðurlandsvideó (Selfossi) skip- uð: Kristján Blöndal, Kristján Már Gunnarsson, Sverrir Krist- insson og Valgarð Blöndal. f þriðja sæti sveit ÍSAL-skrif- stofa, skipuð: Bjarnar Ingimars- son, Bragi Erlendsson, Hannes R. Jónsson, Jakob R. Möller, Ragnar Halldórsson og Þórarinn Sófusson. Röð efstu sveita varð þessi: Sveit Ríkisspítala 172 Bronco Rancer XLT Dísel 1978 Blár og hvítur, þakinn krómlistum, sportfelgur, splittaö drif aö aftan og framan. Sex strokka Bed- ford-díselvél,ekin 12þúskm. Mjöggóöurogglæsi- legur Dísel-Bronco. ^>t&a£a£att VIO MIKLATORG - SlMAR: 15014-17181 Plastpokar! Plastpokar í öllum stærðum og gerðum, stórir og smáir, þykkir og þunnir. Vanti þig plastpoka þá haföu samband viö: Renjers Plast Aps. Box 19, Lærkevej 1, 2680SolrodStrand, Danmark. Sími: 03-14 1011. Suðurlandsvideós hf. 159 ÍSAL-skrifstofa 159 Landsbankans 159 Barkar hf. Hafnarfirði 158 ÍSTAKS 154 ÍSAL-flutningadeildar 153 SfS-sjávarafurðadeildar 149 Flugleiða B. Keflavík 143 ÍSAL-kersmiðju 141 SfS-búvörudeildar 141 Hönnunar hf. 138 Alls tóku 28 sveitir þátt 1 Stofnanakeppni 1985. Bridssam- band íslands og Bridsfélag Reykjavíkur þakka aðilum stuðninginn. Bridsdeild Hún- vetningafélagsins Þremur umferðum er lokið í hraðsveitarkeppninni og er staða efstu sveita þessi: Valdimar Jóhannsson 1629 Björn Kjartansson 1610 Magnús Sverrisson 1585 Kári Sigurjónsson 1579 HjörturCyrusson 1561 Tveimur umferðum er ólokið í keppninni. Næst verður spilað 27. nóvember kl. 19.30 í Skeifunni 17. Vinsamlega mætið stundvís- lega. Bridsdeild Hafnarfjarðar Sl. mánudag var spilaður eins kvölds ótölvuvæddur Mitchell- tvímenningur. Þessir voru á skotskónum. N — S Kristófer Magnússon — Guðni Þorsteinsson 262 Marinó Guðmundsson — Gunnar Jónsson 249 Þorlákur Jónsson — Jacqui 242 A — V Ásgeir Ásbjörnsson — Guðbrandur Sigurbergss. 246 Erla Sigurjónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson 245 Árni R. Hálfdánarson — Ingi Tómasson 238 Miðlungur 216 Næsta mánudag, þ. 25. nóv- ember, hefst svo sveitakeppni BH. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi, allir við alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.