Morgunblaðið - 03.12.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 03.12.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER1985 17 Hljómplata Jónasar Ingimundarsonar Hljómplötur Atli HeimirSveinsson Um daginn barst mér í hendur ný hljómplata, sem örn og ör- lygur gefa út, með píanóleik Jón- asar Ingimundarsonar. Jónas þarf ekki að kynna, hann er einn ötulasti píanisti okkar, bæði einleikari og meðleikari söngv- ara. Svo er hann einnig duglegur kennari. Við minnumst frábærr- ar samvinnu hans og Kristins Sigmundssonar frá því I fyrra, á einhverri vinsælustu plötu árs- ins. En núna er Jónas einn á ferð. Fyrri hlið plötunnar hefst á tveim verkum eftir Bach, sem umskrifuð hafa verið af síðari tíma mönnum fyrir pianóið. Þetta eru alþekkt og vinsæl lög: Slá þú hjartans hörpustrengi, og Nú kom heiðinna hjálparráð. Jónas flytur þessi verk af djúpri alvöru. Hann reynir að leita upprunans, láta píanóið hljóma eins og orgel, eða eins og óbó ásamt kór. Og hann greiðir skil- merkilega úr flóknum raddvef Bachs Þar næst kemur sónata eftir ítalska klassíkerinn Galuppi, samtímamann Mozarts. Þetta er snyrtilegt verk, margir sömdu svona á þessum tíma. Og hér er leikur Jónasar í samræmi við viðfangsefnið: þokkafullur og léttstígur með fínlegri útfærslu á yfirborðsskrauti rókókósins. Og þá koma Idyl og Vikivaki eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, gamaldags íslensk dyngju- eða salonmúsík. Þessi lög hafa verið sögð vinsæl, en mér hefur aldrei fundist neitt varið í þau. Léleg músik batnar ekkert við að að vera gömul, íslensk eða þjóðleg. En Jónas flytur þau af mikilli nærfærni og innileik, reynir að hylja hjómið með vönduðum flutningi. Síðari hlið plötunnar er helguð tónsmíðum Franz Liszt. Hann verður æ áhugaverðari með ár- unum í hugum ýmissa tónlistar- unnenda, og nauðsynlegt við- fangsefni píanista var hann allt- af. Verkin, sem Jónas velur til flutnings eru Gosbrunnarnir við Villa d’Este og Ballaðan í h-moll númer tvö. Þetta eru mjög glæsi- leg píanóverk og erfið í túlkun á innra sem ytra borði. Liszt var byltingarkennt tónskáld á efri árum og höfðaði til framtíðar- innar. Það eru margar hliðar á Liszt og menn nálgast hann hver á sinn máta. Mér finnst Jónas Jón&s Ingimundarson leggja ríka áherslu á hinn póet- íska þátt í tónhugsun Liszt. Virtúósítetið hverfur nokkuð í skuggann án þess að vera útund- an. Tæknileg útfærsla Jónasar er nákvæm og glitrandi. En hann er alltaf yfirvegaður fremur en hamslaust. Þetta er falleg plata. Kostir Jónasar eru alls staðar. Vönduð vinnubrögð og músikkalítet. Ásláttur hans er óvenju fjöl- breyttur, hendingamótun skýr og styrkleikaskali fíngerður. Og hann kann þá sjaldgæfu list að láta píanóið syngja, en það er ósönghæfast allra hljóðfæra. Platan er tekin upp með digital- tækni og hljóðritun Halldórs Víkingssonar er góð. Smásagnasafn eftir Vigdísi Grímsdóttur Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina,, Eldur og regn“ eftir Vigdísi Grímsdóttur. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Eldur og regn er smásagnasafn og fylgir ljóð upphafi hverrar sögu. Vigdís fer ekki troðnar slóðir í sagnagerð sinni og er þessi nýja bók hennar á margan hátt mjög ólík fyrri bók hennar. I kynningu bókaforlagsins á kápu bókarinnar segir m.a. svo: Með nýju smá- sagnasafni leiðir Vigdís Grims- dóttir þig um furður veraldar þinnar, sækir óspart til ævintýra, þjóðsagna, biblíu og goðsagna, kallar þig á fund huldufólks, trölla, drauga og djöfla, gefur þér kost á að glíma við gátur og þrautir sem hvarvetna blasa við þér og sýnir þér að dálfið liggur við hver svör þín verða." Bókin Eldur og regn er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Bókfelli hf. Kápu hann- aði Auglýsingastofa Ernst Bach- mann. Vigdís Grímsdóttir. Sveitabær eftir Gunnlaug Blöndal Háskóli íslands: Háskólasjóður gefur út listaverkakort HÁSKÓLASJÓÐUR Háskóla ís- lands hefur gefió út tvö listaverka- kort eftir verkum í eigu Listasafns Háskóla íslands. Verkin eru: Sveita- bær eftir Gunnlaug Blöndal, 1943 olíulitir 76x80. Bátar og segl eftir Jóhannes Jóhannesson, 1951 olíulit- ir 105x145. Alls hefur því Háskólasjóður gefið út 6 listaverkakort á undan- förnum þrem árum og eru þau til sölu í aðalskrifstofu Háskólans og Norræna húsinu, auk þess sem þau eru seld beint til stofnana og fyrir- tækja. Kortin eru gefin út í takmörkuðu upplagi. (Fréttatilky nnÍRg.) AÐEINS ÞAÐ BEZTA ER NÓGU GOTT: Siemens — eldavétar — ís — frystiskápar. Siemens — uppþvottavéiar — þvottavélar. Siemens — ryksugur — rakatæki. Siemens — kaffivélar — smátæki. Siemens — sjónvörp — feröaviötæki. SIEMENS SIEMENS-einkaumboö: SMITH & NORLAND H/F, Nóatúni 4, sími: 28300. Aðeins fáein eftir af þessum fallegu ftölsku húsgögnum meðgóbelínáklæði Pétur Pétursson heildverslun Suðurgötu 14, símar 11219 — 25101

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.