Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 • • Onnur skáld- saga Stefaníu Þorgrímsdóttur ÚT ER komin hjá Forlaginu ný skáldsaga eftir Stefaníu Þorgríms- dóttur og nefnist hún Nótt í lífi Klöru Sig. Þetta er önnUr skáldsaga Stefaníu en fyrir tveimur árum sendi hún frá sér Söguna um Önnu. „Hver er Klara Sig? Hálffertug, glæsileg, gift öndvegismanni í góðri stöðu. Nótt eina býður hún karl- manni með sér heim af balli. Eigin- maðurinn er fjarverandi og ljúft helgarævintýri í vændum. En speglarnir, sem Klara skoðar sig í, brotna og hún stendur varnarlaus frammi fyrir nóttinni. I tíu ár hefur hún verið Klara, sterk, sjálfbjarga, frambærileg. Hún hefur bælt ótta sinn, agað vilja sinn, unnið sigra. Gætt þess að vega fremur en að vera vegin. — Af óvenjulegu næmi lýsir Stefanía Þorgrímsdóttir ótta og einsemd þess sem reist hefur hús sitt á sandi." Nótt í lífi Klöru Sig. er 1.256 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Ragnheiður Kristjánsdóttir hann- aði kápu. Heiðinn siður á ís- landi í nýrri útgáfu BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út á ný ritið Heiðinn siður á íslandi eftir Ólaf Briem, en frumútgáfa þess kom út 1945. Um bók og höfund segir m.a. á kápu: „Olafur Briem fyrrum mennta- skólakennari á Laugarvatni er bæði vandvirkur fræðimaður og listrænn rithöfundur. Kunnasta rit hans mun Heiðinn siður á fs- landi (1945) sem hér birtist í nýrri útgáfu endurskoðaðri og aukinni. Bókin greinir frá átrúnaði forfeðra okkar í árdögum íslandsbyggðar og hefur talist öndvegisrit um ís- lensk fræði í fjóra áratugi en lengi verið ófáanleg á almennum mark- aði. Má þessvegna ætla að lærðir og leikir fagni því að Heiðinn siður á íslandi skuli gefinn út aftur og nú miklu ítarlegri en fyrri prent- unin með hliðsjón af nýjustu rann- sóknum. Bókin skilgreinir heiðinn sið, trú og guði fornmanna og áhrif heiðninnar í menningu okkar og þjóðhætti en meginkaflar hennar bera þessar fyrirsagir: Goð, Land- vættir, Dauðir menn, Hof og blót. Ólafur Briem Örlög heiðninnar. Heiðinn siður á íslandi er einstakt rit á sviði ís- lenskra fræða og merkilegt fram- lag til sögu og mennta." Heiðinn siður á íslandi er 216 bls. að stærð, og prýða þessa nýju útgáfu margar myndir efninu til skýringar. Kápu gerði Sigurður Örn Brynjólfsson, en Prentsmiðja Hafnarfjarðar annaðist setningu, prentun og bókband. Menningirejóður Háskólatónleikar í Norræna húsinu HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða haldnir í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, og hefjast þeir kl. 12.30. Daði Kolbeinsson leikur á enskt horn og óbó, Julíana Elin Kjart- ansdóttir á fiðlu, Sesselja Hall- dórsdóttir á lágfiðlu og Carmel Russill á hnéfiðlu. Þau leika verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, kvartett fyrir óbó og strengi, K 370 og Adagio fyrir enskt horn og strengi, K 94. Tónleikarnir standa í u.þ.b. hálftíma. (FrétUtilkynning.) 5 STJÖRNUKVÖLD MAGNÚS ÞÓR EINARJÚLÍUSSON ^ ir JÓHANN HELGASON SIGMUNDSSON ANNA VILHJÁLMSDÓTTIR jf * JÓHANN G. JÓHANNSSON PÓNIK OG EINAR LEIKA FYRIR DANSI JÚLÍUS BRJÁNSSON KYNNIR ÞORSCAFE FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD • HÚSIÐ OPNAÐ KL. 1900 STÓRKOSTLEG ÞRÍRÉTTUÐ MÁLTÍÐ • ÓLI OG JÚLLI SJÁ UM DISKÓTEKIÐ Morgunbladið/Emilía F.v.: Atli Rafn Kristinsson, frkvstj. Iðnskólaútgáfunnar, Jón Múli Árnason höfundur bókarinnar, Hjálmar Arnason, stjérnarformaður Iðnskólaútgáf- unnar og Sverrir Garðarsson, formaður FIH. „Djass“ — ný bók eftir Jón Múla Árnason FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna (FlH) og Iðnskólaútgáfan hafa í sameiningu gefið út bókina Djass eftir Jón Múla Árnason. Bókin er yfirlitsverk um þá jasstónlist sem gefin var út á hljómplötum frá árinu 1917 «11967. Jón Múli Árnason hefur kennt sögu jassins við Tónlistarskóla FIH frá því að hann tók til starfa árið 1980. Á fundi, sem haldinn var með fréttamönnum í tilefni af úkomu bókarinnar, kom fram að upphaflega hefði verð ætlunin að gera stutta handbók um jass til hagræðis fyrir nemendur Tónlist- arskóla FÍH en fljótlega hefði orðið ljóst að efnið væri viðameira en svo að unnt væri að gera því viðunandi skil í litlu kveri. Hefði því orðið úr að Jón Múli tók að sér að semja yfirlitsverkið sem nú hefði litið dagsins ljós og væri fyrsta íslenska upplýsinga- og fræðsluritið um jass. í bókinni Djass, sem er öðrum þræði hljómplötuskrá, er fjöldi ljósmynda af þekktum islenskum og erlendum jassleikurum, allt frá fyrstu tíð og fram á síðustu ár. 1 eftirmála bókarinnar kemst höf- undur svo að orði: „I bókinni er í aðalatriðum miðað við djass í 50 ár, frá 1917 til 1967 - hálfa öld af djassi á plötum og kann æsku- fólk að sakna síðustu djassára. Því er til að svara að einum gömlum manni er það ofviða að fylgjast af nokkru viti með öllu því sem spilað er á plötur og segulbönd nú á dögum og réttara að ungir menn segir fréttirnar af því og sjái um framhaldið þegar þar að kemur." Jón Múli sagði á fundinum með fréttamönum að handrit bókarinn- ar hefði orðið til á síðustu fimm árum en í raun væri 45 ára vinna að baki. Rafreiknir hf. bauð fulltrúum framhaldsskóla til kynningar í húsnæði fyrir- tækisins og er myndin tekin við það tækifæri. Rafreiknir hf. gefur skólum einnar milljón kr. hugbúnaÖ RAFREIKNIR hf. hefur ákveðið að gefa skólum hugbunað að verðmæti yfir einnar milljón króna og er tilefnið sú nauðsyn sem þykir á að tengja meira saman atvinnu- og skólalíf en gert hefur verið til þessa, ekki síst á sviði tölvunotkunar, svo sem mikil umræða hefur verið um. Framhaldsskólarnir eru flestir komnir með góðan tölvukost en þó vantar í skólana ýmsan þann hugbúnað sem notaður er í at- vinnulífinu. Starfsmenn Rafreikn- is hafa útbúið launaforritið „Laun“ þannig að nota megi við kennslu I skólum og hafa margir fram- haldsskólar og tölvuskólar þegið boð fyrirtækisins um að nota hugbúnaðinn við kennslu. Mennta- skólinn á Akureyri hefur þegar ákveðið að nota forritið við kennslu á þessu misseri. Síðan í byrjun þessa árs hefur Iaunaforritið „Laun“ verið á boð- stólum á almennum markaði. JLaun“ er bókhaldsforrit fyrir almenna Iaunaútreikninga og sér forritið um allar færslur, útreikn- inga og skýrslugerð fyrir almenna launaútreikninga. Forritið er hægt að nota á tölvum með MS-DOS stýrikerfi og má þar nefna IBM PC/XT/AT, Atlantis og fleiri, en þessar tölvur eru almennt kallaðar PC tölvur. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa yfir 50 fyrirtæki tekið forritið í notkun. í hverjum mánuði er forritið notað til að gefa út 10.000 til 20.000 launaseðla í ýmsum fyr- irtækjum. Forritið kostar rúmlega 30.000 krónur og ef skólarnir þyrftu að kaupa slíkan hugbúnað væri hér um umtalsverðar upp- hæðir að ræða þar sem fjöldi ein- stakra tölva í skólum skiptir tug- um og jafnvel hundruðum. Rafreiknir hf. var stofnað 1983 af Lúðvík Friðrikssyni iðnaðar- verkfræðingi, Pétri Friðrikssyni kerfisfræðingi og nokkrum öðrum einstaklingum. Sama ár hóf Raf- reiknir hf. þróun á launaforritinu og um sl. áramót var það sett á almennan markað. Af annarri starfsemi fyrirtækisins má nefna rekstrarráðgjöf og forritun fyrir ýmis fyrirtæki. Nýlega tók Raf- reiknir hf. að sér einkaumboð fyrir bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið „Satellite Software" og í framhaldi af því er ritvinnsluforritið „Word Perfect" nú fáanlegt í flestum tölvuverslunum landsins. í sept- eftiber sl. flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði í Ármúla 40. Starfsmenn ' Rafreiknis hf. eru þrír.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.