Morgunblaðið - 03.12.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 03.12.1985, Síða 30
30 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 KJARABRÉFIN eru stQtmerk rýjung. Áhdfiián hafa jxiu skilad eigendum sínum 26,8% ÁRSÁVÖXTUN UMFRAM VERÐTRYGGINGU Sérfræðingar Verðbréfasjóðsins leitast við að ná hámarksávöxtun á kjarabréfum með því að velja saman hagkvæmustu verðbréfin á hverjum tíma. Með stöðugri endurskoðun á samvali verðbréfa, yfirsýn og þekkingu á verðbréfa- markaðnum tryggja sérfræðingarnir eigendum kjarabréfa hámarksávöxtun. Kjarabréfin eru stórmerk nýjung: ■ Þú færð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhættu. ■ Þú getur innleyst kjarabréfin hjá Verðbréfasjóðnum með nokkurra daga fyrirvara. ■ Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum vinna fyrir þig. ■ Þú sparar tíma og fyrirhöfn. ■ Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. ■ Mafnverð kjarabréfanna er kr. 5.000 og 50.000, þannig geta allir verið með. ■ Kjarabréfin eru handhafabréf. ■ Þú getur keypt kjarabréf í næsta pósthúsi eða í Verðbréfa- markaði Fjárfestingarfélagsins, Hafnarstræti 7, Reykjavík. * Ávoxtun kjarabréfanna er þannig reiknuð: Hafnarstræti 7 101 Rvík. s. 28466 og 28566. Morgunblaöið/Bjarni Frá vinstri á myndinni eru: Magnús Bergs starfsmaður hjá Kaupþingi, Davíð Björnsson deildarstjóri verðbréfadeildar Kaupþings, Sigurður Björnsson bæjarverkfræðingur Kópavogsbæjar og Karl M. Kristjáns- son fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs. Kópavogskaupstaður: 30 milljóna króna skuldabréfaútboð til að fjármagna holræsagerð — selst hafa skuldabréf fyrir 6 miUjónir króna nú þegar KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR hefur látið gefa út skuldabréf að verðmæti 30 damilljónir króna að nafnverði til að fjármagna holræsagerð, sem liggja mun ufrá nýskipulagðri byggð í suðurhlíöum Digranessháls og út á Kárs- nestá. Er hér um stórverkefni að ræða á mælikvarða kaupstaöarins og jafn- framt mikið átak í hreinlætismálum þar í bæ. Kaupþing annast sölu skulda- bréfanna og hafa nú þegar selst bréf fyrir 6 milljónir króna. Gefin eru út 10,50 og 100 þúsund króna bréf. Þau eru bundin láns- kjaravísitölu og verða seld með afföllum, sem tryggja kaupendum þeirra 10% vexti umfram hækkun lánskjaravísitölu. Bréfin eru til 5 ára — gjalddagi þeirra er 1. febrú- ar 1991 en kostur bréfanna er sá að binditíminn er mun skemmri, eða 14 mánuðir, og er Kópavogs- kaupstaður skuldbundinn til að kaupa a.m.k. Vs hluta seldra skuldabréfa til baka á verðbréfa- markaði í hverjum árshelmingi frá 1. febrúar, 1987, að sögn Davíðs Björnssonar deildarstjóra verð- bréfadeildar Kaupþings. Karl M. Kristjánsson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogskaup- staðar, sagði að bréfin væru seld án bankaábyrgðar þar sem öryggi stórs sveitarfélags sem skuldu- nautar væri nægileg trygging skuldareiganda. „Við seljum bréfin án milligöngu banka þar sem það er ódýrara. Fyrirtækin, sem selja með milligöngu banka, þurfa að greiða fyrir þjónustuna allt að 3% vexti aukalega. Stórt sveitarfélag er undantekningarlaust öruggur skuldari. Það fer ekki á hausinn í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI og skuldir stærstu sveitarfélag- anna eru að jafnaði litlar miðað við eignir þeirra og veltu.“ Karl sagði að fjármálastaða bæjarfélagsins væri mjög góð í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu. „Kópavogur er skuldlítill bær svo þetta lán verður ekki byrði á okkur. Samkvæmt nýútkominni árbók Sambands íslenskra sveitar- félaga borgar Kópavogskaupstað- ur lægstu vexti á landinu sé miðað við íbúafjölda. Sé talað um heild- arskuldir sem hlutfall af tekjum, þá er Kópavogur í hópi þriggja kaupstaða af 23 kaupstöðum á landinu sem best standa sig. Hinir tveir eru Hafnarfjörður og Reykjavík og er það nú yfirleitt svo að stærstu kaupstaðirnir eru þeir skuldminnstu. Við teljum að vaxtagreiðslur af láninu verði ekki 'þyngjandi fyrir skattborgara Kópavogs þar sem við erum jafn- hliða að opna fyrir mikla íbúðar- byggð. Einnig stendur til að út- hluta iðnaðarlóðum í Fífu- hvammsdalnum meðfram Reykja- nesbraut. Raunvextir af skulda- bréfunum verða 1,8 milljónir á fyrsta ári sem þýðir u.þ.b. 100 krónur á á hvern íbúa Kópavogs." Lokað verður fyrir skolprennsli úr núverandi byggð í öllum suður- hluta Kópavogs út í Kópavoginn sem hefur verið mikill mengunar- valdur. Einnig er verið að vinna að frárennslismálum við innan- verðan Fossvog. Lengi hefur vönt- un á Kópavogsræsi verið þess vald- andi að bíða hefur þurft með uppbyggingu í suðurhlíðum Digra- nesháls og í Fífuhvammslandi, sem teljast verður eitt hagkvæm- asta byggingarland höfuðborgar- svæðisins, að sögn Karls. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- um við ræsið ljúki eftir u.þ.b. fimm ár en þó verður hluti þess tekinn í notkun fyrr. Holræsagerðin kost- ar bæjarfélagið milli 130 og 140 milljónir króna. Framkvæmdir við 1. áfanga Kópavogsræsis og ræsið í Fossvogi kosta á þessu og næsta ári um 35 milljónir króna. Reiknað er með að lán úr Lánasjóði sveitar- félaga og eigið framlag nemi 17 milljónum króna. Mismunurinn, 18 ipilljónir, verður fjármagnaður með skuldabréfasölu hér eða með erlendu láni. Þó er verðtryggt lán talinn betri kostur en gengistryggt lán þar sem tekjur sveitarfélaga fylgja gjarnan innlendri verðlags- þróun, en síður gengisþróun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.