Morgunblaðið - 03.12.1985, Side 31

Morgunblaðið - 03.12.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 31 Ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út elleftu bók Snjólaug- ar Bragadóttur frá Skáldalæk. Nefnist hún Undir merki steingeit- ar. í fréttatilkynningu útgefanda segir um söguefnið: „Aðalsöguper- sónan er ung íslensk stúlka sem fer til Los Angeles í Bandaríkjunum og verður heimilisvinur heimsfrægra poppstjarna. Þar kynnist hún ótrú- legum fjölskyldufiækjum, eiturlyfja- neyslu og miskunnarleysi sam- keppninnar í háborg músíklífsins. Unga stúlkan uppgötvaði að ekki er allt sem sýnist og fáu að treysta í hinu glitrandi og heillandi um- hverfi. Hún sneri heim reynslunni ríkari og eðli steingeitarinnar býð- ur henni að læra svo lengi sem hún lifir." Bókin er sett og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli. Kápumynd teikn- aði Brian Pilkington. Snjólaug Bragadóttir Jóhanna Sveinsdóttir Viðtalsbók um íslenska elskhuga ÚT ER komin hjá Forlaginu viðtals- bókin íslenskir elskhugar eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur, blaðamann. í bókinni ræðir hún við átján íslenska karlmenn á aldrinum 20—75 ára um ástir þeirra og tilfinningamál. í fréttatilkynningu Forlagsins segir m.a.: „Karlmennirnir átján eru úr ýmsum áttum. Skólapiltur, sjómaður, framkvæmdastjóri, bíl- stjóri, skáld og lögfræðingur svo nokkrir séu nefndir. Með sanni má segja að allar stéttir eigi hér fulltrúa sinn. Hér tala hreinir sveinar og flekkaðir, fráskildir karlmenn og skemmtistaðafolar í ævintýraleit, hommar og ráðsettir margra barna feður. Karlmennirnir segja frá ástum sínum og kynlífi á opinskáan hátt. Þeir lýsa ástkonum sínum og hjónabandsreynslu, symir rekja kynóra sína og leyndustu drauma um konur, aðrir lýsa ástarlífi sínu með öðrum karlmönnum. Enn aðrir játa mömmu ást sína. Allir ræða mennirnir um vanda tilfinn- ingalífsins og lýsa óttanum við að rísa ekki undir kröfum um karl- mennsku og hörku þegar best væri að hjúfra sig sig að næsta barmi og gráta. Oftar en ekki lýsa þeir erfiðleikunum við að mæta kröfum nútímakvenna um ný kynhlut- verk.“ íslenskir elskhugar er 212 bls. Hún er bæði gefin út innbundin og sem kilja. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Sigurgeir Sigurjóns- son ljósmyndari og Ragnheiður Kristjánsdóttir hönnuðu kápu. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' sjöum Moggans' m ![ / “ 'i »i; 1 I ;■! :< II K íl M, I ii '! ÚTIHURÐIR Á AÐEINS KR. 12.900 vandaðar útihurðir, tilbúnar til uppsetninga. Afgreiddar beint af lager. Verð m/sölusk. aðeins kr. 12.900. - innifaliö: Hurð, karmur, lamir, skrá með húnum og þéttilisti. Allur viður fúavarinn. Aratuga reynsla í hurðasmíði. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR DALSHRAUNI13 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 54444 acorn w electron J-Ll-1 1 1 I I 1 I I I I I I I T T I I I I I I I I I I I I I I I.....II FULLKOMIN FRAMTÍÐARTÖLVA FYRIRHEIMIU.SKÓIA LEIKIOG LÆRDÓM Eftir 3 ára sigurgöngu hafa framleiðendur BBC tölvunnar hannað nýja undratölvu, sem gœdd er flestum helstu kostum BBC tölvunnar. ÍSLENSK RITVINNSLA ELECTRON TÖLVA FYRIR ALLA! Pessi frábœri Jitli bróðir“ BBC tölvunnar sem getur þó flestallt á aðeins KR. ‘7.980.- (staðgreiðsla) eða KR. 2.000.- útborgun og eftirstöðvar á 6 mánuðum. STERIO Utsölustaöir: Akranes: — Bókaskemman. Akureyri: — Gísli J. Johnsen. Blönduós: — Kaupfélag A-Hún. Hafnarf jörður: — Kaupfélag <MwW/tryggvagötu • SÍIVII. 19630 Ve8tmannaeyjar; — Músik og myndir. ísaf jöröur: — Póllinn hf. TlMABÆR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.